Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Hlutverk hennar er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála. Af hálfu nefndarinnar er lögð áhersla á að kveða upp vandaða úrskurði eins fljótt og kostur er, jafnan innan þriggja mánaða frá því að málsgögn berast frá stjórnvaldi, ellegar innan sex mánaða frá sama tímamarki í viðamiklum málum, svo sem mælt er fyrir um í lögum um nefndina nr. 130/2011.
Á árinu 2024 bárust úrskurðarnefndinni kærur í 182 málum og var afgreiðslu lokið í 153 málum, þar af lauk 95 málum með efnisúrskurðum, 42 málum með frávísunarúrskurðum, 15 málum með því að kærendur afturkölluðu kærur sínar og 1 máli með framsendingu.
Efni þeirra kærumála sem afgreidd voru á árinu skiptist svo:
Byggingarleyfi | 30 |
Deiliskipulag | 25 |
Dráttur á afgreiðslu máls | 4 |
Framkvæmdaleyfi | 16 |
Kerfisáætlun | 1 |
Matsskylduákvörðun | 3 |
Rekstrarleyfi | 8 |
Starfsleyfi | 19 |
Stjórnvaldssekt | 1 |
Úttekt | 5 |
Virkjunarleyfi | 2 |
Þjónustugjald | 10 |
Þvingunarúrræði | 18 |
Önnur byggingarmál | 6 |
Önnur mál | 1 |
Önnur skipulagsmál | 4 |
Nýlegar athugasemdir