Skip to main content
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2019

Málastaða um miðbik ársins 2019

Með Fréttir

Þremur færri en við lok fyrsta ársfjórðungs

Við lok annars ársfjórðungs ársins 2019 voru óafgreidd mál hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 90 talsins, eða þremur færri en við lok fyrsta ársfjórðungs. Af þeim 90 málum eru 47 frá árinu 2018 og 43 frá árinu 2019.

Fleiri kærur bárust á öðrum ársfjórðungi þessa árs

Á fyrri helmingi ársins 2019 bárust úrskurðarnefndinni 50 kærur, en þeim fjölda svipar til fjölda kæra fyrri helming áranna 2013-2015. Fleiri kærur bárust á öðrum ársfjórðungi þessa árs en á þeim fyrri.

Nýlega verið merkjanleg aukning kærufjölda

Enn er ekki hægt að spá fyrir um fjölda kærumála þetta árið með neinni vissu en hann gæti orðið í kringum 120 mál miðað við árin 2013-2015. Þó hefur nýlega verið merkjanleg aukning kærufjölda.

Kæra í síðasta málinu frá árinu 2017 var afturkölluð í júnímánuði í kjölfar dómar Landsréttar í málinu

Á fyrri helmingi ársins var lokið 74 málum. Kæra í síðasta málinu frá árinu 2017 var afturkölluð í júnímánuði í kjölfar dómar Landsréttar í málinu, en þar til dómur féll var meðferð kærumálsins fyrir úrskurðarnefndinni frestað. Að undanskyldu því máli, sem ekki fékk efnismeðferð fyrir úrskurðarnefndinni, var meðalmálsmeðferðartími lokinna mála 295 dagur eða 9 mánuðir og 21 dagur á fyrri helmingi ársins. Er það fimm dögum lengri meðalmálsmeðferðartími en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en ríflega hálfum mánuði skemmri meðalmálsmeðferðartími en á árinu 2018.