
Á öðrum ársfjórðungi 2022 barst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 40 kærur. Á sama tíma voru 39 kærumálum lokið og 27 úrskurðir kveðnir upp, þar af 21 efnisúrskurður. Í lok ársfjórðungsins voru 43 óafgreidd mál en þau voru 48 í upphafi ársins. Meðalafgreiðslutími lokinna kærumála var 3,9 mánuðir.
Samtals hafa 66 kærur borist úrskurðarnefndinni á fyrri helmingi ársins en 71 kærumáli hefur á sama tíma verið lokið.
Lögbundinn málsmeðferðartími úrskurðarnefndarinnar er ýmist allt að þremur mánuðum, eða allt að sex mánuðum í viðameiri málum, og telst frá því tímamarki er nefndinni berast gögn frá viðkomandi stjórnvaldi.
Nýlegar athugasemdir