Við erum stolt að kynna að rafræn þjónustugátt úrskurðarnefndarinnar hefur verið opnuð og fyrsta kæran hefur þegar borist nefndinni í gegnum gáttina. Nú þarf ekki lengur að prenta út kæru og skrifa undir á gamla mátann heldur er notandi auðkenndur í gáttinni annað hvort með rafrænum skilríkjum eða með íslykli. Í gáttinni er hentugt eyðublað til útfyllingar varðandi kæruefni og fylgiskjölum er einnig hlaðið þar inn. Þetta er bæði öruggt, fljótlegt og umhverfisvænt.
Tenging við gáttina er í gegnum Mínar síður á www.uua.is
Við hvetjum alla kærendur, bæði almenning, félög og lögmenn að nota rafrænu gáttina.
Nýlegar athugasemdir