Skip to main content
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

109/2015 Suðurnesjalína 2 Hafnarfjarðarbæ

Með
Árið 2017, þriðjudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Ásgeir Magnússon dómstjóri.

Fyrir var tekið mál nr. 109/2015, kæra á ákvörðun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar frá 10. júlí 2015 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. nóvember 2015, er barst nefndinni sama dag, kæra Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir þá ákvörðun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar frá 10. júlí 2015 að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Málavextir: Forsaga málsins er sú að á árinu 2009 sendi Landsnet Skipulagsstofnun til meðferðar frummatsskýrslu um Suðvesturlínur, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi. Stofnunin auglýsti nefnda skýrslu til kynningar og að kynningartíma liðnum skilaði Landsnet til hennar endanlegri matsskýrslu, dags. 10. ágúst 2009. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar lá fyrir 17. september s.á.

Með bréfi til Skipulagsstofnunar, dags 26. nóvember 2013, óskuðu eigendur jarðanna Landakots, Hvassahrauns, Stóru og Minni Vatnsleysu, nokkrir eigenda Heiðarlands Vogajarða og tveir eigenda Stóra Knarrarness eftir endurskoðun fyrrnefndrar matsskýrslu Landsnets að því er varðaði Suðurnesjalínu 2. Með ákvörðun sinni 23. júní 2014 hafnaði Skipulagsstofnun þessari beiðni landeigendanna, sem og ósk þeirra til vara um endurskoðun á áliti stofnunarinnar á matsskýrslunni. Nefnd ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndarinnar, en kæran var síðar afturkölluð.

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi 5. desember 2013 til að reisa og reka raforkuflutningsvirkið Suðurnesjalínu 2 á grundvelli 2. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Um er að ræða 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Hamranes í Hafnarfirði, um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ, að tengivirki við Rauðamel, um 5 km norðan við Svartsengi. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en kærumálinu vísað frá í kjölfar dóms Hæstaréttar 13. október 2016, í máli nr. 796/2015, þar sem ákvörðunin var felld úr gildi.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti Landsneti heimildir til eignarnáms á jörðum kærenda í febrúar 2014, en þær ákvarðanir voru felldar úr gildi með dómum Hæstaréttar í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015, uppkveðnum 13. maí 2015. 

Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar 10. júlí 2015 var tekin fyrir umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2. Var bókað að grenndarkynnt hefði verið skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma væri lokið og athugasemdir hefðu borist. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs samþykkti umsótt framkvæmdaleyfi og gerði framlögð svör við athugasemdum að sínum. Á fundi bæjarráðs 16. s.m. var fundargerð skipulags- og byggingarráðs lögð fram til kynningar í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar. Á fundi sínum 20. október 2015 fól skipulags- og byggingarráð umhverfis- og skipulagsþjónustu að auglýsa framkvæmdaleyfið skv. 14. gr. skipulagslaga. Fundargerð fundarins var lögð fram til kynningar á fundi bæjarstjórnar 28. s.m. Var leyfið og auglýst 30. s.m. Auk Hafnarfjarðar veittu sveitarfélögin Grindavík, Reykjanesbær og Vogar Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, sem öll voru kærð til úrskurðarnefndarinnar.

Kærumáli þessu var frestað á meðan á rekstri dómsmáls stóð vegna framkvæmdaleyfisins sem veitt var af Sveitarfélaginu Vogum, en leyfið var fellt úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. júlí 2016, í máli nr. E-1121/2015. Niðurstaða héraðsdóms var staðfest með dómi Hæstaréttar 16. febrúar 2017, í máli nr. 575/2016. Kærur til úrskurðarnefndarinnar vegna þeirrar leyfisveitingar hafa verið afturkallaðar.

Málsrök kærenda: Kærendur benda á að hvorki kerfisáætlun Landsnets á árunum 2006-2013 né áform um Suðvesturlínur hafi sætt umhverfismati áætlana skv. lögum nr. 105/2006, sbr. tilskipun 2001/42/EB. Þar sem slíkt mat hafi ekki farið fram lögum samkvæmt sé einfaldlega ólögmætt að veita framkvæmdaleyfi og verði þegar af þeirri ástæðu að fella það úr gildi.

Matsskýrsla framkvæmdarinnar sé haldin svo verulegum ágöllum að framkvæmdaleyfi geti ekki átt í henni stoð. Leyfisveitanda hafi verið skylt að kynna sér matsskýrsluna og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Af því leiði að ágallar á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdar komi einnig til skoðunar, en umfjöllun í matsskýrslu um aðra mögulega valkosti hafi verið verulega ábótavant. Aðrir valkostir fyrir Suðurnesjalínu 2, en lagning 220 kV línu með 690 MVA flutningsgetu, hafi ekki verið lagðir fram, en samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum sé skylt að gera grein fyrir öllum valkostum og bera þá saman. Ljóst sé að aðrir kostir en lagning 220 kV loftlínu standi til boða, s.s. að leggja línuna í jörð eða byggja línu með lægri spennu og/eða flutningsgetu. Umfjöllun um jarðstrengi í matsskýrslu sé hins vegar annmörkum háð. Hún sé almenn og ónákvæm. Áhersla sé lögð á kostnaðarmun sem ekki hafi þýðingu við samanburð á umhverfisáhrifum mismunandi kosta, en auk þess standist ekki hin almenna umfjöllun um kostnað vegna jarðstrengja. Ummæli í matsskýrslu um endingartíma jarðstrengja séu ósönn og órökstudd. Loks sé villandi mynd dregin upp og lítið gert úr kostum jarðstrengja. Óumdeilt sé að sjónræn áhrif loftlína séu mun meiri en jarðstrengja og verði fyrirhugaðar háspennulínur lagðar um mosagróin nútímahraun, sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Í matsskýrslu sé algjörlega horft framhjá sjónarmiðum um uppbyggingu ferðaþjónustu.

Landsnet og Hafnarfjörður hafi haft með sér samráð áður en umhverfismatsferli vegna framkvæmdarinnar hafi hafist, sem hafi leitt til þess að allir framkvæmdakostir aðrir en 220 kV loftlína hafi verið útilokaðir. Kærendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi ekki verið hleypt að borðinu við þetta samráð. Gengið hafi verið á svig við rétt almennings til að hafa áhrif á ákvarðanatöku í umhverfismálum, sbr. 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 106/2000. Einnig vísist til 6. gr. Árósasamningsins og tilskipunar 2011/92/ESB, einkum 2.-6. mgr. 6. gr.

Það sé meginregla að allar framkvæmdaleyfisskyldar framkvæmdir skuli eiga sér stoð í deiliskipulagi. Hafi ekki verið lagaskilyrði til að viðhafa grenndarkynningu, en ekkert deiliskipulag sé í gildi á umræddu svæði. Umfjöllun í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 fullnægi ekki þeim kröfum 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012 að þar sé fjallað á ítarlegan hátt um umfang, frágang og áhrif Suðurnesjalínu 2 á umhverfið.

Framkvæmdaleyfið hafi ekki verið lagt fyrir og samþykkt á fundi bæjarstjórnar líkt og áskilið sé í 13. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi. Í 1. mgr. 70. gr. samþykktar nr. 772/2013 um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar segi að skipulags- og byggingarráð fari meðal annars með mál sem heyri undir skipulagslög og geti bæjarstjórn falið ráðinu fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Í 2. mgr. 7. gr. erindisbréfs skipulags- og byggingarráðs, sem samþykkt hafi verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 7. desember 2011, segi að samþykktum, reglugerðum og gjaldskrám sem hljóta eigi staðfestingu ráðherra, skuli vísað til bæjarstjórnar, ásamt afgreiðslu erinda sem kveðið sé á um í skipulagslögum. Málinu hafi hins vegar ekki verið vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar og leiði það til ógildingar.

Suðurnesjalína 2 hafi verið klofin frá Suðvesturlínum og geti ekki talist vera sama framkvæmd og sú sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum ásamt Suðvesturlínum.

Verulegir annmarkar séu á málsmeðferð sveitarfélagins, m.a. hafi skort á að það sinnti rannsóknarskyldu sinni og gætti meðalhófs. Loks séu fyrirætlanir um Suðurnesjalínu 2 ekki í samræmi við raforkuflutningsþörf.

Athugasemdir leyfishafa: Leyfishafi krefst þess að málinu verði vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem kærendur hafi ekki lagt fram nein gögn sem styðji fullyrðingar þeirra um að þeir uppfylli skilyrði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að eiga aðild að kærumáli.

Leyfisveitandi skuli fjalla um og taka afstöðu til þess hvort tiltekin framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt skuli hann kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og kanna hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu. Þá skuli leyfisveitandi taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga. Hafnarfjarðarbær hafi uppfyllt þessar lögbundnu kröfur við veitingu framkvæmdaleyfisins og séu því engar forsendur til ógildingar þess. Það falli hins vegar utan valdsviðs sveitarfélaga að skera úr um hvort áætlanir leyfishafa skuli sæta umhverfismati áætlana skv. lögum nr. 105/2006 þess efnis, en þó sé bent á að framkvæmdin hafi sætt slíku mati um leið og aðalskipulagstillaga hafi farið í slíkt mat. Þegar mat á umhverfisáhrifum hafi farið fram hafi engin krafa verið gerð um að kerfisáætlun skyldi sæta umhverfismati áætlana.

Matsskýrsla Suðvesturlína sé ítarleg og í viðauka 6 við hana sé 50 bls. skýrsla um jarðstrengi. Ekki sé gert ráð fyrir því að fjallað sé um aðra framkvæmd en þá sem ráðast eigi í og þá kosti sem raunhæfir séu. Lagning 220 kV jarðstrengs milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja sé allt önnur framkvæmd heldur en lagning 220 kV háspennulínu, bæði hvað varði kostnað og tæknilega útfærslu. Horft sé til framtíðar við framkvæmdir í flutningskerfinu og sé kostur við háspennulínur að flutningsgetu þeirra megi auka með einföldum hætti. Athygli sé vakin á stefnu stjórnvalda hvað varði lagningu jarðstrengja, sbr. þingsályktun þar um. Því sé mótmælt að áhrif af lagningu loftlínu um hraun séu meiri en vegna jarðstrengs. Forræði framkvæmdaraðila á framkvæmdum sé áréttað og að ekki sé á valdsviði sveitarfélaga að fjalla um mögulegar útfærslur framkvæmda. Þá séu ekki ágallar á matsskýrslu Suðvesturlína og álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir.

Ekki verði af framkvæmd sem Suðurnesjalínu 2 nema gert sé ráð fyrir henni á skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Sé því ljóst að framkvæmdaraðili hafi ávallt samráð við sveitarstjórn þess sveitarfélags sem framkvæmdin liggi um. Að auki hafi kærendur nýtt sér heimildir laga til að koma á framfæri skoðunum sínum.

Sveitarfélagið hafi kosið að grenndarkynna, umfram lagalega skyldu sína, til þess að tryggja vandaða málsmeðferð við útgáfu framkvæmdaleyfisins. Jafnframt hafi verið tekin rökstudd afstaða til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar og málsmeðferð verið í samræmi við stjórnsýslulög.

Umsókn Landsnets hafi verið í stöðugri umfjöllun og undirbúningi bæjarstjórnar, skipulags- og byggingarráðs, sem og skipulags- og byggingarfulltrúa, í um 14 mánuði, þar til samkomulag hafi verið gert milli aðila 9. júlí 2015. Leyfisumsókn Landsnets hafi verið til umfjöllunar með ýmsum hætti og hafi verið fjallað um málið á lokastigum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sbr. umræður á fundi hennar 10. júní s.á. vegna fundargerðar skipulags- og byggingarráðs frá 2. s.m. Bæjarráð hafi haft umboð bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi hennar. Hafi ráðið tekið fyrir umsókn Landsnets á fundi sínum 8. júní 2015 og þá samþykkt samkomulagið við Landsnet. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 20. október s.á. hafi umhverfis- og skipulagsþjónustu verið falið að auglýsa leyfið og hafi fundargerð fundarins verið lögð fram í bæjarstjórn 28. s.m. Ágreiningur ríki um túlkun á 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. erindisbréfs skipulags- og byggingarráðs, en allan vafa um heimildir þess til fullnaðarafgreiðslu málsins hljóti að verða að túlka leyfishafa í hag. Sé enda ekki nokkur vafi á að bæjarráð í umboði bæjarstjórnar hafi samþykkt framkvæmdina og bæjarstjórn fjallað ítrekað um hana.

Suðvesturlínur feli í sér áfangaskiptar framkvæmdir og hafi leyfishafi ekki gert nokkra þá breytingu á framkvæmdinni Suðurnesjalína 2, sem leitt geti til þess að nýtt mat á umhverfisáhrifum þurfi að fara fram.

Undirbúningur við veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið í samræmi við lög. Hafnarfjörður hafi tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar og sé því mótmælt að málsmeðferð hafi brotið í bága við rannsóknarreglu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.

Flutningur raforku á 132 kV spennu í hinu almenna flutningskerfi sé ófullnægjandi. Ríkir almannahagsmunir krefjist þess að raforkuflutningskerfið verði styrkt frá Hafnarfirði til Suðurnesja. Um sé að ræða veikan hluta flutningskerfisins, bæði með tilliti til flutningsgetu og afhendingaröryggis. Suðurnesjalína 1, sem nú þjóni svæðinu og rekin sé á 132 kV spennu, sé fulllestuð í dag.

——-

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ekki látið málið til sín taka fyrir úrskurðarnefndinni þrátt fyrir að vera gefinn kostur á því með bréfi, dags. 30. nóvember 2015. Þá hafa engin gögn borist frá sveitarfélaginu, en fyrir nefndinni lágu fullnægjandi gögn svo að úrskurður yrði upp kveðinn.

——-

Færð hafa verið fram frekari sjónarmið í máli þessu sem ekki verða rakin nánar hér með hliðsjón af síðar til komnum atvikum málsins.

Niðurstaða: Kærendur máls þessa eru annars vegar umhverfissamtök og hins vegar náttúruverndarsamtök sem fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru til kæruaðildar slíkra samtaka samkvæmt ákvæðum 3. og 4. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Eins og rakið er í málavaxtalýsingu frestaði úrskurðarnefndin meðferð kærumáls þessa þar til fyrir lægi niðurstaða dómsmáls sem rekið var vegna framkvæmdaleyfisveitingar Sveitarfélagsins Voga fyrir Suðurnesjalínu 2. Það framkvæmdaleyfi var fellt úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. júlí 2016, í máli nr. E-1121/2015. Dóminum var áfrýjað til Hæstaréttar, sem með dómi sínum 16. febrúar 2017 í máli nr. 575/2016, staðfesti niðurstöðu héraðsdóms.

Í dómi Hæstaréttar var gerð grein fyrir helstu reglum um málsmeðferð vegna matsskyldra framkvæmda og efni matsskýrslna samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Eins og þar kæmi fram skyldi auk þeirrar framkvæmdar sem metin væri lýsa öðrum möguleikum um framkvæmdarkosti sem til greina kæmu í tillögu að matsáætlun og frummatsskýrslu. Þá skyldi í skýrslunni vera samanburður á umhverfisáhrifum þeirra kosta sem kynntir væru og rökstuðningur fyrir vali framkvæmdaraðila, að teknu tilliti til umhverfisáhrifa. Væri það síðan hlutverk Skipulagsstofnunar að gefa rökstutt álit á því hvort matsskýrsla uppfyllti lögbundin skilyrði og að umhverfisáhrifum væri lýst á fullnægjandi hátt. Tók dómurinn fram að samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga, sbr. 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 og 2. mgr. 29. gr. þágildandi reglugerðar nr. 1123/2005, skyldi sveitarstjórn við umfjöllun um leyfi vegna matsskyldrar framkvæmdar kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Þá tiltók Hæstiréttur að ítrekað hefðu verið gerðar athugasemdir við ráðagerðir um að umrædd lína lægi í lofti og vísaði dómurinn jafnframt til fyrri dóma sinna vegna Suðurnesjalínu 2, frá 12. maí og 13. október 2016, en forsendur þeirra væru að Landsnet hafi við undirbúning framkvæmdanna ekki látið fara fram sérstaka athugun á þeim möguleika að leggja línuna í jörð, heldur vísað til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Yrði hvorki af gögnum málsins né flutningi þess ráðið með viðhlítandi hætti, hvar slíkur strengur gæti legið eða hver yrðu umhverfisáhrif hans. Þá hefði Landsnet ekki sýnt fram á að atvik væru með þeim hætti að líta bæri fram hjá þessum galla. Hefði þetta leitt til þess að ákvarðanir þær um eignarnám og leyfisveitingu Orkustofnunar sem umrædd mál snerust um hefðu verið ógiltar.

Áréttaði Hæstiréttur að jarðstrengur í skilningi 2. málsliðar 1. mgr. 8. gr. og 4. málsliðar 2. mgr. 9. gr. laga nr. 106/2000 væri möguleiki um framkvæmdarkost, sem til greina gæti komið, og hefði því borið að gera grein fyrir honum í tillögum og matsskýrslum í matsferlinu og bera hann saman við annan eða aðra framkvæmdarkosti. Það hefði ekki verið gert að öðru leyti en því að látið hefði verið nægja að vísa til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja.

Loks segir svo í dómi Hæstaréttar: „Sá annmarki á umhverfismati, sem leiddi til þess að leyfi Orkustofnunar til áfrýjandans Landsnets hf. til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2 var fellt úr gildi og heimildir áfrýjandans til eignarnáms í þágu framkvæmdarinnar voru ógiltar, voru enn fyrir hendi þegar áfrýjandinn Sveitarfélagið Vogar veitti framkvæmdaleyfi það sem um er deilt í málinu. Umhverfisáhrifum jarðstrengs í samanburði við aðra framkvæmdarkosti hefur samkvæmt því ekki verið lýst á fullnægjandi hátt og uppfylltu matsferlið og umhverfismatsskýrslan því ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt því gátu matsskýrsla Landsnets hf. um Suðurnesjalínu 2 og álit Skipulagsstofnunar um skýrsluna ekki verið lögmætur grundvöllur undir ákvörðun sveitarfélagsins um veitingu framkvæmdaleyfisins sem samkvæmt því var reist á röngum lagagrundvelli. Úr þessum galla á umhverfismatinu hefur ekki verið bætt, enda getur áðurgreind valkostaskýrsla Landsnets hf. sem kynnt var í október 2016 hvorki samkvæmt grundvelli sínum, efni né tilgangi bætt þar úr. Þegar af þessum ástæðum verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest um annað en málskostnað.“

Samkvæmt framangreindu hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að matsskýrsla Landsnets um Suðurnesjalínu 2 og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi ekki getað verið lögmætur grundvöllur ákvörðunar Sveitarfélagsins Voga um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2. Með vísan til framangreinds, og þar sem sama matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar lágu til grundvallar ákvörðun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um veitingu hins kærða framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2, sbr. ákvæði 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. gr. laga nr. 106/2000, verður að fella hina kærðu ákvörðun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar úr gildi.

Það athugist að af gögnum málsins verður hvorki með vissu ráðið að sveitarstjórn hafi samþykkt hið kærða leyfi né að skipulags- og byggingarráð hafi haft heimild til fullnaðarafgreiðslu þess, en eins og áður er sagt bárust engin gögn frá sveitarfélaginu.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega vegna atvika sem nánar eru rakin í málavaxtalýsingu.

Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi ákvörðun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar frá 10. júlí 2015 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

____________________________________
Nanna Magnadóttir

______________________________              _____________________________
Aðalheiður Jóhannsdóttir                                      Ásgeir Magnússon

 

101/2015 Suðurnesjalína 2 Grindavík

Með
Árið 2017, þriðjudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Ásgeir Magnússon dómstjóri.

Fyrir var tekið mál nr. 101/2015, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur frá 16. desember 2014 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. júní 2015, er barst nefndinni sama dag, kæra eigendur jarðanna Landakots, Stóru Vatnsleysu, Minni Vatnsleysu, hluti af eigendum Heiðarlands Vogajarða og hluti af eigendum Stóra Knarrarness, Sveitarfélaginu Vogum, þá ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur frá 16. desember 2014 að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Gögn málsins bárust frá Grindavík 13. nóvember 2015.

Málavextir: Forsaga málsins er sú að á árinu 2009 sendi Landsnet Skipulagsstofnun til meðferðar frummatsskýrslu um Suðvesturlínur, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi. Stofnunin auglýsti nefnda skýrslu til kynningar og að kynningartíma liðnum skilaði Landsnet til hennar endanlegri matsskýrslu, dags. 10. ágúst 2009. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar lá fyrir 17. september s.á.

Með bréfi til Skipulagsstofnunar, dags 26. nóvember 2013, óskuðu eigendur jarðanna Landakots, Hvassahrauns, Stóru og Minni Vatnsleysu, nokkrir eigenda Heiðarlands Vogajarða og tveir eigenda Stóra Knarrarness eftir endurskoðun fyrrnefndrar matsskýrslu Landsnets að því er varðaði Suðurnesjalínu 2. Með ákvörðun sinni 23. júní 2014 hafnaði Skipulagsstofnun þessari beiðni landeigendanna, sem og ósk þeirra til vara um endurskoðun á áliti stofnunarinnar á matsskýrslunni. Nefnd ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndarinnar, en kæran var síðar afturkölluð.

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi 5. desember 2013 til að reisa og reka raforkuflutningsvirkið Suðurnesjalínu 2 á grundvelli 2. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Um er að ræða 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Hamranes í Hafnarfirði, um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ, að tengivirki við Rauðamel, um 5 km norðan við Svartsengi. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en kærumálinu vísað frá í kjölfar dóms Hæstaréttar 13. október 2016, í máli nr. 796/2015, þar sem ákvörðunin var felld úr gildi.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti Landsneti heimildir til eignarnáms á jörðum kærenda í febrúar 2014, en þær ákvarðanir voru felldar úr gildi með dómum Hæstaréttar í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015, uppkveðnum 13. maí 2015. 

Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur 16. desember 2014 var tekin fyrir umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2, en um umsóknina hafði verið fjallað á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 10. s.m. Bæjarstjórn samþykkti framkvæmdaleyfið og var það gefið út 22. apríl 2015 og auglýst 5. maí s.á. Auk Grindavíkur veittu sveitarfélögin Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, sem öll voru kærð til úrskurðarnefndarinnar.

Kærumáli þessu var frestað á meðan á rekstri dómsmáls stóð vegna framkvæmdaleyfisins sem veitt var af Sveitarfélaginu Vogum, en leyfið var fellt úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. júlí 2016, í máli nr. E-1121/2015. Niðurstaða héraðsdóms var staðfest með dómi Hæstaréttar 16. febrúar 2017, í máli nr. 575/2016. Kærur til úrskurðarnefndarinnar vegna þeirrar leyfisveitingar hafa verið afturkallaðar.

Málsrök kærenda: Kærendur benda á að hin kærða leyfisveiting varði með beinum hætti stjórnarskrárvarin eignarréttindi þeirra, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 1. gr. 1. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.

Hvorki kerfisáætlun Landsnets á árunum 2006-2013 né áform um Suðvesturlínur hafi sætt umhverfismati áætlana skv. lögum nr. 105/2006, sbr. tilskipun 2001/42/EB. Sé hin kærða ákvörðun af þessari ástæðu bæði ólögmæt og ógildanleg.

Matsskýrsla framkvæmdarinnar sé haldin svo verulegum ágöllum að framkvæmdaleyfi geti ekki átt í henni stoð. Leyfisveitanda hafi verið skylt að kynna sér matsskýrsluna og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Af því leiði að ágallar á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdar komi einnig til skoðunar, en umfjöllun í matsskýrslu um aðra mögulega valkosti hafi verið verulega ábótavant. Aðrir valkostir fyrir Suðurnesjalínu 2, en lagning 220 kV línu með 690 MVA flutningsgetu, hafi ekki verið lagðir fram, en samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum sé skylt að gera grein fyrir öllum valkostum og bera þá saman. Ljóst sé að aðrir kostir standi til boða en lagning 220 kV loftlínu. Einkum sé lagning línunnar í jörð álitlegur kostur og hafi kærendur frá upphafi óskað eftir að sá valkostur yrði skoðaður til hlítar. Umfjöllun um jarðstrengi í matsskýrslu sé hins vegar annmörkum háð. Hún sé ófullnægjandi og um margt misvísandi, auk þess sem enginn samanburður liggi fyrir á kostnaði við lagningu línunnar í jörð og í lofti. Einnig sé gerð athugasemd við umfjöllunina hvað varði rekstrar- og afhendingaröryggi jarðstrengja, sem og umhverfisáhrif þeirra.

Í matsskýrslu og tillögu að matsáætlun segi að Landsnet hafi verið með ýmsa valkosti til athugunar, en eftir samráð við sveitarfélög á línuleiðinni hafi einn kostur verið eftir, þ.e. lagning 220 kV loftlínu. Kærendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi ekki verið hleypt að borðinu við þetta samráð. Gengið hafi verið á svig við rétt almennings til að hafa áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku í umhverfismálum, sbr. 6. gr. Árósasamningsins og tilskipun 2011/92/ESB, einkum 2.-6. mgr. 6. gr. Auk þess veiti 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. mgr. 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttindasáttmálans, kærendum og öðrum landeigendum ríkan rétt til þátttöku í ákvörðunum sem til standi að taka um eignir þeirra, og þá frá upphafi þegar allir valkostir séu opnir og enn mögulegt að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Þessa hafi ekki verið gætt.

Það sé meginregla að allar framkvæmdaleyfisskyldar framkvæmdir skuli eiga sér stoð í deiliskipulagi. Undantekningu frá henni beri að túlka þröngt. Því fari fjarri að uppfyllt sé það skilyrði 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012 að í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030 sé gerð grein fyrir framkvæmdinni Suðurnesjalínu 2 og að fjallað sé á ítarlegan hátt um umfang, frágang, áhrif hennar á umhverfið og annað það sem við eigi.

Loks sé útgáfa framkvæmdaleyfisins í andstöðu við rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, meðalhófsreglu 12. gr. sömu laga, sem og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar.

Málsrök Grindavíkur: Af hálfu sveitarfélagsins er bent á að kærendur eigi ekki lögvarða hagsmuni vegna kærunnar, sbr. m.a. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Beri því að vísa kærunni frá. Að öðru leyti sé vísað til lögfræðilegrar greinargerðar og annarra gagna málsins er legið hafi fyrir við ákvörðunartöku bæjarins.

Athugasemdir leyfishafa: Leyfishafi bendir á að kærendur hafi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta tengdri hinni kærðu ákvörðun, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Þeir séu ekki búsettir í Grindavík og séu jarðir þeirra innan Sveitarfélagsins Voga, sem taki ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis innan síns lögsagnarumdæmis. Beri því að vísa kærunni frá.

Leyfisveitandi skuli fjalla um og taka afstöðu til þess hvort tiltekin framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt skuli hann kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og kanna hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu. Þá skuli leyfisveitandi taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga. Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar hafi uppfyllt þessar lögbundnu kröfur við veitingu framkvæmdaleyfisins og séu því engar forsendur til ógildingar þess. Það falli hins vegar utan valdsviðs sveitarfélaga að skera úr um hvort áætlanir leyfishafa skuli sæta umhverfismati áætlana skv. lögum nr. 105/2006 þess efnis, en þó sé bent á að framkvæmdin hafi sætt slíku mati um leið og aðalskipulagstillaga hafi farið í slíkt mat. Þegar mat á umhverfisáhrifum hafi farið fram hafi engin krafa verið gerð um að kerfisáætlun skyldi sæta umhverfismati áætlana.

Matsskýrsla Suðvesturlína sé ítarleg og í viðauka 6 við hana sé 50 bls. skýrsla um jarðstrengi. Ekki sé gert ráð fyrir því að fjallað sé um aðra framkvæmd en þá sem ráðast eigi í og þá kosti sem raunhæfir séu. Lagning 220 kV jarðstrengs milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja sé allt önnur framkvæmd heldur en lagning 220 kV háspennulínu, bæði hvað varði kostnað og tæknilega útfærslu. Horft sé til framtíðar við framkvæmdir í flutningskerfinu og sé það kostur við háspennulínur að flutningsgetu þeirra megi auka með einföldum hætti. Athygli sé vakin á stefnu stjórnvalda hvað varði lagningu jarðstrengja, sbr. þingsályktun þar um. Forræði framkvæmdaraðila á framkvæmdum sé áréttað og að ekki sé á valdsviði sveitarfélaga að fjalla um mögulegar útfærslur framkvæmda. Þá séu ekki ágallar á matsskýrslu Suðvesturlína og álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir. Sveitarstjórnin hafi tekið rökstudda afstöðu til mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og notið við það aðstoðar lögmanna.

Ekki verði af framkvæmd sem Suðurnesjalínu 2 nema ráð sé gert fyrir henni á skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Sé því ljóst að framkvæmdaraðili hafi ávallt samráð við sveitarstjórn þess sveitarfélags sem framkvæmdin liggi um. Að auki hafi kærendur nýtt sér heimildir laga til að koma á framfæri skoðunum sínum.

Suðvesturlínur feli í sér áfangaskiptar framkvæmdir og hafi leyfishafi ekki gert nokkra þá breytingu á framkvæmdinni Suðurnesjalínu 2, sem leitt geti til þess að nýtt mat á umhverfisáhrifum þurfi að fara fram.

Útgáfa framkvæmdaleyfis sé í samræmi við aðalskipulag og hafi lögbundinn undirbúningur verið til samræmis við stjórnsýslulög nr. 37/1993.

Ríkir almannahagsmunir krefjist þess að raforkuflutningskerfið verði styrkt frá Hafnarfirði til Suðurnesja. Um sé að ræða veikan hluta flutningskerfisins, bæði með tilliti til flutningsgetu og afhendingaröryggis. Suðurnesjalína 1, sem nú þjóni svæðinu og rekin sé á 132 kV spennu, sé fulllestuð í dag.

——-

Færð hafa verið fram frekari sjónarmið í máli þessu, sem ekki verða rakin nánar hér með hliðsjón af síðar til komnum atvikum málsins.

Niðurstaða: Ágreiningur máls þessa snýst um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, sem samþykkt var af bæjarstjórn Grindavíkur 16. desember 2014. Fyrr í dag kvað úrskurðarnefndin upp úrskurð í kærumáli nr. 42/2015, þar sem greind ákvörðun var felld úr gildi með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 575/2016. Þar sem hin kærða ákvörðun hefur ekki lengur réttarverkan að lögum er ljóst að kærendur hafa ekki hagsmuni af efnisúrlausn málsins. Verður máli þessu því vísað frá úrskurðarnefndinni.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega vegna atvika sem nánar eru rakin í málavaxtalýsingu.

Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

____________________________________
Nanna Magnadóttir

______________________________              _____________________________
Aðalheiður Jóhannsdóttir                                      Ásgeir Magnússon

108/2015 Suðurnesjalína 2 Hafnarfjarðarbæ

Með
Árið 2017, þriðjudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Ásgeir Magnússon dómstjóri.

Fyrir var tekið mál nr. 108/2015, kæra á ákvörðun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar frá 10. júlí 2015 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. nóvember 2015, er barst nefndinni 30. s.m., kæra eigendur jarðanna Landakots, Stóru Vatnsleysu, Minni Vatnsleysu, hluti af eigendum Heiðarlands Vogajarða og hluti af eigendum Stóra Knarrarness, Sveitarfélaginu Vogum, þá ákvörðun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar frá 10. júlí 2015 að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Málavextir: Forsaga málsins er sú að á árinu 2009 sendi Landsnet Skipulagsstofnun til meðferðar frummatsskýrslu um Suðvesturlínur, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi. Stofnunin auglýsti nefnda skýrslu til kynningar og að kynningartíma liðnum skilaði Landsnet til hennar endanlegri matsskýrslu, dags. 10. ágúst 2009. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar lá fyrir 17. september s.á.

Með bréfi til Skipulagsstofnunar, dags 26. nóvember 2013, óskuðu eigendur jarðanna Landakots, Hvassahrauns, Stóru og Minni Vatnsleysu, nokkrir eigenda Heiðarlands Vogajarða og tveir eigenda Stóra Knarrarness eftir endurskoðun fyrrnefndrar matsskýrslu Landsnets að því er varðaði Suðurnesjalínu 2. Með ákvörðun sinni 23. júní 2014 hafnaði Skipulagsstofnun þessari beiðni landeigendanna, sem og ósk þeirra til vara um endurskoðun á áliti stofnunarinnar á matsskýrslunni. Nefnd ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndarinnar, en kæran var síðar afturkölluð.

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi 5. desember 2013 til að reisa og reka raforkuflutningsvirkið Suðurnesjalínu 2 á grundvelli 2. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Um er að ræða 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Hamranes í Hafnarfirði, um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ, að tengivirki við Rauðamel, um 5 km norðan við Svartsengi. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en kærumálinu vísað frá í kjölfar dóms Hæstaréttar 13. október 2016, í máli nr. 796/2015, þar sem ákvörðunin var felld úr gildi.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti Landsneti heimildir til eignarnáms á jörðum kærenda í febrúar 2014, en þær ákvarðanir voru felldar úr gildi með dómum Hæstaréttar í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015, uppkveðnum 13. maí 2015. 

Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar 10. júlí 2015 var tekin fyrir umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2. Var bókað að grenndarkynnt hefði verið skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma væri lokið og athugasemdir hefðu borist. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs samþykkti umsótt framkvæmdaleyfi og gerði framlögð svör við athugasemdum að sínum. Á fundi bæjarráðs 16. s.m. var fundargerð skipulags- og byggingarráðs lögð fram til kynningar í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar. Á fundi sínum 20. október 2015 fól skipulags- og byggingarráð umhverfis- og skipulagsþjónustu að auglýsa framkvæmdaleyfið skv. 14. gr. skipulagslaga. Fundargerð ráðsins var lögð fram til kynningar á fundi bæjarstjórnar 28. s.m. Var leyfið og auglýst 30. s.m. Auk Hafnarfjarðar veittu sveitarfélögin Grindavík, Reykjanesbær og Vogar Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, sem öll voru kærð til úrskurðarnefndarinnar.

Kærumáli þessu var frestað á meðan á rekstri dómsmáls stóð vegna framkvæmdaleyfisins sem veitt var af Sveitarfélaginu Vogum, en leyfið var fellt úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. júlí 2016, í máli nr. E-1121/2015. Niðurstaða héraðsdóms var staðfest með dómi Hæstaréttar 16. febrúar 2017, í máli nr. 575/2016. Kærur til úrskurðarnefndarinnar vegna þeirrar leyfisveitingar hafa verið afturkallaðar.

Málsrök kærenda: Kærendur benda á að hin kærða leyfisveiting varði með beinum hætti stjórnarskrárvarin eignarréttindi þeirra, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 1. gr. 1. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.

Hvorki kerfisáætlun Landsnets á árunum 2006-2013 né áform um Suðvesturlínur hafi sætt umhverfismati áætlana skv. lögum nr. 105/2006, sbr. tilskipun 2001/42/EB. Þar sem slíkt mat hafi ekki farið fram lögum samkvæmt sé einfaldlega ólögmætt að veita framkvæmdaleyfi og verði þegar af þeirri ástæðu að fella það úr gildi.

Matsskýrsla framkvæmdarinnar sé haldin svo verulegum ágöllum að framkvæmdaleyfi geti ekki átt í henni stoð. Leyfisveitanda hafi verið skylt að kynna sér matsskýrsluna og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Af því leiði að ágallar á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdar komi einnig til skoðunar, en umfjöllun í matsskýrslu um aðra mögulega valkosti hafi verið verulega ábótavant. Aðrir valkostir fyrir Suðurnesjalínu 2, en lagning 220 kV línu með 690 MVA flutningsgetu, hafi ekki verið lagðir fram, en samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum sé skylt að gera grein fyrir öllum valkostum og bera þá saman. Ljóst sé að aðrir kostir standi til boða en lagning 220 kV loftlínu. Einkum sé lagning línunnar í jörð álitlegur kostur og hafi kærendur frá upphafi óskað eftir að sá valkostur yrði skoðaður til hlítar. Umfjöllun um jarðstrengi í matsskýrslu sé hins vegar annmörkum háð. Hún sé almenn og ónákvæm. Áhersla sé lögð á kostnaðarmun sem ekki hafi þýðingu við sambanburð á umhverfisáhrifum mismunandi kosta, en auk þess standist ekki hin almenna umfjöllun um kostnað vegna jarðstrengja. Ummæli í matsskýrslu um endingartíma jarðstrengja sé ósönn og órökstudd. Loks sé villandi mynd dregin upp og lítið gert úr kostum jarðstrengja. Hvað jarðrask varði hefði mátt kanna þann möguleika að leggja jarðstreng innan þess svæðis sem þegar hafi verið raskað vegna Reykjanesbrautar og Suðurnesjalínu 1, eða meðfram Reykjanesbraut eða núverandi línuvegi.

Í matsskýrslu og tillögu að matsáætlun segi að Landsnet hafi verið með ýmsa valkosti til athugunar en eftir samráð við sveitarfélög á línuleiðinni hafi einn kostur verið eftir, þ.e. lagning 220 kV loftlínu. Kærendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi ekki verið hleypt að borðinu við þetta samráð. Gengið hafi verið á svig við rétt almennings til að hafa áhrif á ákvarðanatöku í umhverfismálum, sbr. 6. gr. Árósasamningsins og tilskipun 2011/92/ESB, einkum 2.-6. mgr. 6. gr. Auk þess veiti 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. mgr. 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttindasáttmálans, kærendum og öðrum landeigendum ríkan rétt til þátttöku í ákvörðunum sem til standi að taka um eignir þeirra, og þá frá upphafi þegar allir valkostir séu opnir og enn mögulegt að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Þessa hafi ekki verið gætt.

Það sé meginregla að allar framkvæmdaleyfisskyldar framkvæmdir skuli eiga sér stoð í deiliskipulagi. Hafi ekki verið lagaskilyrði til að viðhafa grenndarkynningu, en ekkert deiliskipulag sé í gildi á umræddu svæði. Umfjöllun í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 fullnægi ekki þeim kröfum 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012 að þar sé fjallað á ítarlegan hátt um umfang, frágang og áhrif Suðurnesjalínu 2 á umhverfið.

Framkvæmdaleyfið hafi ekki verið lagt fyrir og samþykkt á fundi bæjarstjórnar líkt og áskilið sé í 13. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi. Í 1. mgr. 70. gr. samþykktar nr. 772/2013 um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar segi að skipulags- og byggingarráð fari meðal annars með mál sem heyri undir skipulagslög og geti bæjarstjórn falið ráðinu fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Í 2. mgr. 7. gr. erindisbréfs skipulags- og byggingarráðs, sem samþykkt hafi verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 7. desember 2011, segi að samþykktum, reglugerðum og gjaldskrám sem hljóta eigi staðfestingu ráðherra, skuli vísað til bæjarstjórnar, ásamt afgreiðslu erinda sem kveðið sé á um í skipulagslögum. Málinu hafi hins vegar ekki verið vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar og leiði það til ógildingar.

Suðurnesjalína 2 hafi verið klofin frá Suðvesturlínum og geti ekki talist vera sama framkvæmd og sú sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum ásamt Suðvesturlínum.

Loks séu verulegir annmarkar á málsmeðferð sveitarfélagins, m.a. hafi skort á að það sinnti rannsóknarskyldu sinni og gætti meðalhófs.

Athugasemdir leyfishafa:
Leyfishafi bendir á að kærendur hafi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta tengdri hinni kærðu ákvörðun, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Þeir séu ekki búsettir í Hafnarfirði og séu jarðir þeirra innan Sveitarfélagsins Voga, sem taki ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis innan síns lögsagnarumdæmis. Beri því að vísa kærunni frá.

Leyfisveitandi skuli fjalla um og taka afstöðu til þess hvort tiltekin framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt skuli hann kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og kanna hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu. Þá skuli leyfisveitandi taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga. Hafnarfjarðarbær hafi uppfyllt þessar lögbundnu kröfur við veitingu framkvæmdaleyfisins og séu því engar forsendur til ógildingar þess. Það falli hins vegar utan valdsviðs sveitarfélaga að skera úr um hvort áætlanir leyfishafa skuli sæta umhverfismati áætlana skv. lögum nr. 105/2006 þess efnis, en þó sé bent á að framkvæmdin hafi sætt slíku mati um leið og aðalskipulagstillaga hafi farið í slíkt mat. Þegar mat á umhverfisáhrifum hafi farið fram hafi engin krafa verið gerð um að kerfisáætlun skyldi sæta umhverfismati áætlana.

Matsskýrsla Suðvesturlína sé ítarleg og í viðauka 6 við hana sé 50 bls. skýrsla um jarðstrengi. Ekki sé gert ráð fyrir því að fjallað sé um aðra framkvæmd en þá sem ráðast eigi í og þá kosti sem raunhæfir séu. Lagning 220 kV jarðstrengs milli Hafnarfjarðar og Suðurnesja sé allt önnur framkvæmd heldur en lagning 220 kV háspennulínu, bæði hvað varði kostnað og tæknilega útfærslu. Horft sé til framtíðar við framkvæmdir í flutningskerfinu og sé kostur við háspennulínur að flutningsgetu þeirra megi auka með einföldum hætti. Athygli sé vakin á stefnu stjórnvalda hvað varði lagningu jarðstrengja, sbr. þingsályktun þar um. Forræði framkvæmdaraðila á framkvæmdum sé áréttað og að ekki sé á valdsviði sveitarfélaga að fjalla um mögulegar útfærslur framkvæmda. Þá séu ekki gallar á matsskýrslu Suðvesturlína og álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir.

Ekki verði af framkvæmd sem Suðurnesjalínu 2 nema ráð sé gert fyrir henni á skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Sé því ljóst að framkvæmdaraðili hafi ávallt samráð við sveitarstjórn þess sveitarfélags sem framkvæmdin liggi um. Að auki hafi kærendur nýtt sér heimildir laga til að koma á framfæri skoðunum sínum.

Sveitarfélagið hafi kosið að grenndarkynna, umfram lagalega skyldu sína, til þess að tryggja vandaða málsmeðferð við útgáfu framkvæmdaleyfisins. Jafnframt hafi verið tekin rökstudd afstaða til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar og málsmeðferð verið í samræmi við stjórnsýslulög.

Umsókn Landsnets hafi verið í stöðugri umfjöllun og undirbúningi bæjarstjórnar, skipulags- og byggingarráðs, sem og skipulags- og byggingarfulltrúa, í um 14 mánuði, þar til samkomulag hafi verið gert milli aðila 9. júlí 2015. Leyfisumsókn Landsnets hafi verið til umfjöllunar með ýmsum hætti og hafi verið fjallað um málið á lokastigum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sbr. umræður á fundi hennar 10. júní s.á. vegna fundargerðar skipulags- og byggingarráðs frá 2. s.m. Bæjarráð hafi haft umboð bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi hennar. Hafi ráðið tekið fyrir umsókn Landsnets á fundi sínum 8. júní 2015 og þá samþykkt samkomulagið við Landsnet. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 20. október s.á. hafi umhverfis- og skipulagsþjónustu verið falið að auglýsa leyfið og hafi fundargerð fundarins verið lögð fram í bæjarstjórn 28. s.m. Ágreiningur ríki um túlkun á 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. erindisbréfs skipulags- og byggingarráðs, en allan vafa um heimildir þess til fullnaðarafgreiðslu málsins hljóti að verða að túlka leyfishafa í hag. Sé enda ekki nokkur vafi á að bæjarráð í umboði bæjarstjórnar hafi samþykkt framkvæmdina og bæjarstjórn fjallað ítrekað um hana.

Suðvesturlínur feli í sér áfangaskiptar framkvæmdir og hafi leyfishafi ekki gert nokkra þá breytingu á framkvæmdinni Suðurnesjalína 2, sem leitt geti til þess að nýtt mat á umhverfisáhrifum þurfi að fara fram.

Ríkir almannahagsmunir krefjist þess að raforkuflutningskerfið verði styrkt frá Hafnarfirði til Suðurnesja. Um sé að ræða veikan hluta flutningskerfisins, bæði með tilliti til flutningsgetu og afhendingaröryggis. Suðurnesjalína 1, sem nú þjóni svæðinu og rekin sé á 132 kV spennu, sé fulllestuð í dag.

——-

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ekki látið málið til sín taka fyrir úrskurðarnefndinni þrátt fyrir að vera gefinn kostur á því með bréfi, dags. 30. nóvember 2015. Þá hafa gögn ekki borist frá sveitarfélaginu, en fullnægjandi gögn lágu fyrir nefndinni svo að úrskurður yrði upp kveðinn.

——-

Færð hafa verið fram frekari sjónarmið í máli þessu sem ekki verða rakin nánar hér með hliðsjón af síðar til komnum atvikum málsins.

Niðurstaða: Ágreiningur máls þessa snýst um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, sem samþykkt var af skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar 10. júlí 2015. Fyrr í dag kvað úrskurðarnefndin upp úrskurð í kærumáli nr. 109/2015, þar sem greind ákvörðun var felld úr gildi með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 575/2016. Þar sem hin kærða ákvörðun hefur ekki lengur réttarverkan að lögum er ljóst að kærendur hafa ekki hagsmuni af efnisúrlausn málsins. Verður máli þessu því vísað frá úrskurðarnefndinni.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega vegna atvika sem nánar eru rakin í málavaxtalýsingu.
 

Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

____________________________________
Nanna Magnadóttir

______________________________              _____________________________
Aðalheiður Jóhannsdóttir                                      Ásgeir Magnússon

75/2014 Suðurnesjalína 2 Reykjanesbæ

Með
Árið 2017, þriðjudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Ásgeir Magnússon dómstjóri.

Fyrir var tekið mál nr. 75/2014, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Reykjanesbæjar frá 20. maí 2014 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júlí 2014, er barst nefndinni 16. s.m., kæra Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd þá ákvörðun sveitarstjórnar Reykjanesbæjar frá 20. maí 2014 að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Gögn málsins bárust frá Reykjanesbæ 5. september 2014.

Málavextir: Forsaga málsins er sú að á árinu 2009 sendi Landsnet Skipulagsstofnun til meðferðar frummatsskýrslu um Suðvesturlínur, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi. Stofnunin auglýsti nefnda skýrslu til kynningar og að kynningartíma liðnum skilaði Landsnet til hennar endanlegri matsskýrslu, dags. 10. ágúst 2009. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar lá fyrir 17. september s.á.

Með bréfi til Skipulagsstofnunar, dags 26. nóvember 2013, óskuðu eigendur jarðanna Landakots, Hvassahrauns, Stóru og Minni Vatnsleysu, nokkrir eigenda Heiðarlands Vogajarða og tveir eigenda Stóra Knarrarness eftir endurskoðun fyrrnefndrar matsskýrslu Landsnets að því er varðaði Suðurnesjalínu 2. Með ákvörðun sinni 23. júní 2014 hafnaði Skipulagsstofnun þessari beiðni landeigenda, sem og ósk þeirra til vara um endurskoðun á áliti stofnunarinnar á matsskýrslunni. Nefnd ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndarinnar, en kæran var síðar afturkölluð.

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi 5. desember 2013 til að reisa og reka raforkuflutningsvirkið Suðurnesjalínu 2 á grundvelli 2. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Um er að ræða 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Hamranes í Hafnarfirði, um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ, að tengivirki við Rauðamel, um 5 km norðan við Svartsengi. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en kærumálinu vísað frá í kjölfar dóms Hæstaréttar 13. október 2016, í máli nr. 796/2015, þar sem ákvörðunin var felld úr gildi.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti Landsneti heimildir til eignarnáms á jörðum kærenda í febrúar 2014, en þær ákvarðanir voru felldar úr gildi með dómum Hæstaréttar í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015, uppkveðnum 13. maí 2015. 

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 15. maí 2014 var tekin fyrir og samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2. Var umhverfis- og skipulagssviði falið að ganga frá framkvæmdaleyfi. Á fundi bæjarstjórnar 20. s.m. var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt og er sú ákvörðun kærð í máli þessu. Framkvæmdaleyfi var gefið út 16. júní s.á. og auglýst sama dag. Auk Reykjanesbæjar veittu sveitarfélögin Grindavík, Hafnarfjörður og Vogar Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, sem öll voru kærð til úrskurðarnefndarinnar.

Kærumáli þessu var frestað á meðan á rekstri dómsmáls stóð vegna framkvæmdaleyfisins sem veitt var af Sveitarfélaginu Vogum, en leyfið var fellt úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. júlí 2016, í máli nr. E-1121/2015. Niðurstaða héraðsdóms var staðfest með dómi Hæstaréttar 16. febrúar 2017, í máli nr. 575/2016. Kærur til úrskurðarnefndarinnar vegna þeirrar leyfisveitingar hafa verið afturkallaðar.

Málsrök kærenda: Af hálfu kærenda er á það bent að þeir hafi kært til úrskurðarnefndarinnar leyfi Orkustofnunar fyrir Suðurnesjalínu 2. Vafi leiki á um lögmæti þeirrar leyfisveitingar og sé ekki hægt að byggja ákvörðun um framkvæmdaleyfi á henni fyrr en niðurstaða þar um liggi fyrir.

Þegar um sé að ræða leyfisveitingu vegna matsskyldrar framkvæmdar skuli leyfisveitandi taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Kærendur telji hins vegar að Reykjanesbær hafi ekki tekið álitið til gaumgæfilegrar skoðunar áður en leyfi hafi verið veitt.

Línan fari um svæði sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, en öll línuleiðin liggi um nútímahraun og yfir vatnsverndarsvæði.

Málsrök Reykjanesbæjar: Af hálfu sveitarfélagsins er tekið fram að hin leyfða framkvæmd sé í samræmi við gildandi svæðisskipulag, aðalskipulag og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Telji sveitarfélagið að framkvæmdin sé brýn, aðkallandi og í þágu almannahagsmuna jafnt og íbúa sveitarfélagsins. Álit Skipulagsstofnunar sé í samræmi við þessa niðurstöðu.

Reykjanesbær hafi einnig kynnt sér þann kost að leggja rafstreng í jörðu á umræddu svæði og hafi við mat á því hvort sá kostur kæmi til greina m.a. verið litið til álits Skipulagsstofnunar, þar sem gerð sér grein fyrir helstu kostum jarðstrengja umfram loftlínur annars vegar og helstu kostum loftlína umfram jarðstrengi hins vegar. Á því svæði sem um ræði séu kostir þess að leggja loftlínu umfram þann kost að leggja jarðstreng verulegir og hafi bærinn haft þennan samanburð til hliðsjónar við mat á því hvort veita skyldi framkvæmdaleyfi.

Lagning jarðstrengs hafi í för með sér mikið og varanlegt jarðrask. Lagning Suðurnesjalínu 2 í lofti sé aftur á móti að miklu leyti afturkræf framkvæmd og raski jarðvegi ekki mikið, m.a. í ljósi þess að hægt sé að nýta núverandi slóðir að miklu leyti. Sérstaklega mikilvægt sé að taka mið af þessari staðreynd þar sem hraunið sem línan komi til með að liggja í gegnum sé nútímahraun, sem njóti sérstakrar verndar og yfir vatnsverndarsvæði.

Athugasemdir leyfishafa: Leyfishafi tekur fram að veiting framkvæmdaleyfis sé í fullu samræmi við álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Óumdeilt sé að fyrirhugaðar framkvæmdir, sem leyfi hafi verið veitt fyrir, byggi á gildandi Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 og Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024, sem og niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Ríkir almannahagsmunir krefjist þess að raforkuflutningskerfið verði styrkt á umræddu svæði. Um sé að ræða veikan hluta flutningskerfisins, bæði með tilliti til flutningsgetu og afhendingaröryggis. Suðurnesjalína 1, sem nú þjóni svæðinu og rekin sé á 132 kV spennu, sé fulllestuð í dag. Framkvæmdin sé því brýn, aðkallandi og í þágu almannahagsmuna. Þá komi aðrar leiðir, sem miði að því að styrkja flutningskerfið, ekki til greina, en 220 kV jarðstrengslausn sé ekki tæknilega eða kostnaðarlega fýsileg á þessu spennustigi. Hún komi eingöngu til athugunar á styttri vegalengdum og við sérstakar aðstæður, t.d. ef um sé að ræða einstæðar umhverfisaðstæður eða þétta íbúðabyggð. Auk þess myndi slík framkvæmd skilja eftir sig breiða raskaða rás í hrauni, en eldhraun njóti sérstakrar verndar náttúruverndarlaga. Rask vegna loftlínu yrði umtalsvert minna og óafturkræft rask yrði minna en af lagningu jarðstrengja. Línan muni fylgja mannvirkjabelti Reykjaness.

—–

Færð hafa verið fram frekari sjónarmið í máli þessu, sem ekki verða rakin nánar hér með hliðsjón af síðar til komnum atvikum málsins.

Niðurstaða: Eins og rakið er í málavaxtalýsingu frestaði úrskurðarnefndin meðferð kærumáls þessa þar til fyrir lægi niðurstaða dómsmáls sem rekið var vegna framkvæmdaleyfisveitingar Sveitarfélagsins Voga fyrir Suðurnesjalínu 2. Það framkvæmdaleyfi var fellt úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. júlí 2016, í máli nr. E-1121/2015. Dóminum var áfrýjað til Hæstaréttar, sem með dómi sínum 16. febrúar 2017 í máli nr. 575/2016, staðfesti niðurstöðu héraðsdóms.

Í dómi Hæstaréttar var gerð grein fyrir helstu reglum um málsmeðferð vegna matsskyldra framkvæmda og efni matsskýrslna samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Eins og þar kæmi fram skyldi auk þeirrar framkvæmdar sem metin væri lýsa öðrum möguleikum um framkvæmdarkosti sem til greina kæmu í tillögu að matsáætlun og frummatsskýrslu. Þá skyldi í skýrslunni vera samanburður á umhverfisáhrifum þeirra kosta sem kynntir væru og rökstuðningur fyrir vali framkvæmdaraðila, að teknu tilliti til umhverfisáhrifa. Væri það síðan hlutverk Skipulagsstofnunar að gefa rökstutt álit á því hvort matsskýrsla uppfyllti lögbundin skilyrði og að umhverfisáhrifum væri lýst á fullnægjandi hátt. Tók dómurinn fram að samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga, sbr. 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 og 2. mgr. 29. gr. þágildandi reglugerðar nr. 1123/2005, skyldi sveitarstjórn við umfjöllun um leyfi vegna matsskyldrar framkvæmdar kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Þá tiltók Hæstiréttur að ítrekað hefðu verið gerðar athugasemdir við ráðagerðir um að umrædd lína lægi í lofti og vísaði dómurinn jafnframt til fyrri dóma sinna vegna Suðurnesjalínu 2, frá 12. maí og 13. október 2016, en forsendur þeirra væru að Landsnet hafi við undirbúning framkvæmdanna ekki látið fara fram sérstaka athugun á þeim möguleika að leggja línuna í jörð, heldur vísað til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Yrði hvorki af gögnum málsins né flutningi þess ráðið með viðhlítandi hætti, hvar slíkur strengur gæti legið eða hver yrðu umhverfisáhrif hans. Þá hefði Landsnet ekki sýnt fram á að atvik væru með þeim hætti að líta bæri fram hjá þessum galla. Hefði þetta leitt til þess að ákvarðanir þær um eignarnám og leyfisveitingu Orkustofnunar sem umrædd mál snerust um hefðu verið ógiltar.

Áréttaði Hæstiréttur að jarðstrengur í skilningi 2. málsliðar 1. mgr. 8. gr. og 4. málsliðar 2. mgr. 9. gr. laga nr. 106/2000 væri möguleiki um framkvæmdarkost, sem til greina gæti komið, og hefði því borið að gera grein fyrir honum í tillögum og matsskýrslum í matsferlinu og bera hann saman við annan eða aðra framkvæmdarkosti. Það hefði ekki verið gert að öðru leyti en því að látið hefði verið nægja að vísa til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja.

Loks segir svo í dómi Hæstaréttar: „Sá annmarki á umhverfismati, sem leiddi til þess að leyfi Orkustofnunar til áfrýjandans Landsnets hf. til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2 var fellt úr gildi og heimildir áfrýjandans til eignarnáms í þágu framkvæmdarinnar voru ógiltar, voru enn fyrir hendi þegar áfrýjandinn Sveitarfélagið Vogar veitti framkvæmdaleyfi það sem um er deilt í málinu. Umhverfisáhrifum jarðstrengs í samanburði við aðra framkvæmdarkosti hefur samkvæmt því ekki verið lýst á fullnægjandi hátt og uppfylltu matsferlið og umhverfismatsskýrslan því ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt því gátu matsskýrsla Landsnets hf. um Suðurnesjalínu 2 og álit Skipulagsstofnunar um skýrsluna ekki verið lögmætur grundvöllur undir ákvörðun sveitarfélagsins um veitingu framkvæmdaleyfisins sem samkvæmt því var reist á röngum lagagrundvelli. Úr þessum galla á umhverfismatinu hefur ekki verið bætt, enda getur áðurgreind valkostaskýrsla Landsnets hf. sem kynnt var í október 2016 hvorki samkvæmt grundvelli sínum, efni né tilgangi bætt þar úr. Þegar af þessum ástæðum verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest um annað en málskostnað.“

Samkvæmt framangreindu hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að matsskýrsla Landsnets um Suðurnesjalínu 2 og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi ekki getað verið lögmætur grundvöllur ákvörðunar Sveitarfélagsins Voga um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2. Með vísan til framangreinds, og þar sem sama matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar lágu til grundvallar ákvörðun sveitarstjórnar Reykjanesbæjar um veitingu hins kærða framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2, sbr. ákvæði 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. gr. laga nr. 106/2000, verður að fella hina kærðu ákvörðun sveitarstjórnar Reykjanesbæjar úr gildi.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega vegna atvika sem nánar eru rakin í málavaxtalýsingu.

Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Reykjanesbæjar frá 20. maí 2014 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

____________________________________
Nanna Magnadóttir

______________________________              _____________________________
Aðalheiður Jóhannsdóttir                                      Ásgeir Magnússon

42/2015 Suðurnesjalína 2 Grindavík

Með
Árið 2017, þriðjudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Ásgeir Magnússon dómstjóri.

Fyrir var tekið mál nr. 42/2015, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur frá 16. desember 2014 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. júní 2015, er barst nefndinni sama dag, kæra Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd þá ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur frá 16. desember 2014 að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Gögn málsins bárust frá Grindavík 13. nóvember 2015.

Málavextir: Forsaga málsins er sú að á árinu 2009 sendi Landsnet Skipulagsstofnun til meðferðar frummatsskýrslu um Suðvesturlínur, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi. Stofnunin auglýsti nefnda skýrslu til kynningar og að kynningartíma liðnum skilaði Landsnet til hennar endanlegri matsskýrslu, dags. 10. ágúst 2009. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar lá fyrir 17. september s.á.

Með bréfi til Skipulagsstofnunar, dags 26. nóvember 2013, óskuðu eigendur jarðanna Landakots, Hvassahrauns, Stóru og Minni Vatnsleysu, nokkrir eigenda Heiðarlands Vogajarða og tveir eigenda Stóra Knarrarness eftir endurskoðun fyrrnefndrar matsskýrslu Landsnets að því er varðaði Suðurnesjalínu 2. Með ákvörðun sinni 23. júní 2014 hafnaði Skipulagsstofnun þessari beiðni landeigendanna, sem og ósk þeirra til vara um endurskoðun á áliti stofnunarinnar á matsskýrslunni. Nefnd ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndarinnar, en kæran var síðar afturkölluð.

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi 5. desember 2013 til að reisa og reka raforkuflutningsvirkið Suðurnesjalínu 2 á grundvelli 2. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Um er að ræða 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Hamranes í Hafnarfirði, um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ, að tengivirki við Rauðamel, um 5 km norðan við Svartsengi. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en kærumálinu vísað frá í kjölfar dóms Hæstaréttar 13. október 2016, í máli nr. 796/2015, þar sem ákvörðunin var felld úr gildi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti Landsneti heimildir til eignarnáms á jörðum kærenda í febrúar 2014, en þær ákvarðanir voru felldar úr gildi með dómum Hæstaréttar í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015, uppkveðnum 13. maí 2015. 

Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur 16. desember 2014 var tekin fyrir umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2, en um umsóknina hafði verið fjallað á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 10. s.m. Bæjarstjórn samþykkti framkvæmdaleyfið og var það gefið út 22. apríl 2015 og auglýst 5. maí s.á. Auk Grindavíkur veittu sveitarfélögin Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, sem öll voru kærð til úrskurðarnefndarinnar.

Kærumáli þessu var frestað á meðan á rekstri dómsmáls stóð vegna framkvæmdaleyfisins sem veitt var af Sveitarfélaginu Vogum, en leyfið var fellt úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. júlí 2016, í máli nr. E-1121/2015. Niðurstaða héraðsdóms var staðfest með dómi Hæstaréttar 16. febrúar 2017, í máli nr. 575/2016. Kærur til úrskurðarnefndarinnar vegna þeirrar leyfisveitingar hafa verið afturkallaðar.

Málsrök kærenda: Kærendur benda á að Suðvesturlínur og kerfisáætlun Landsnets hafi ekki sætt umhverfismati áætlana svo sem skylt sé samkvæmt lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, sbr. tilskipun 2001/42/EB. Að auki sé framkvæmdin stórlega breytt, en Suðurnesjalína 2 hafi verið klofin frá verkefninu Suðvesturlínur án þess að nýtt mat á umhverfisáhrifum færi fram.

Sveitarfélagið hafi farið með málið sem skipulagsmál en ekki sem þátt í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Þar sem ekki hafi legið fyrir deiliskipulag hafi verið stokkið á það að grenndarkynna framkvæmdina, sem sé aðgerð sem sveitarfélög noti að jafnaði ekki nema í alminnstu málum. Kynningin hafi ekki verið nægilega víðtæk og því ógild, en aðalatriði sé að um lokaþátt mats á umhverfisáhrifum hafi verið að ræða og hafi almenningur ekki notið þátttökuréttar á því stigi.

Matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar hafi verið svo verulegum annmörkum háð að ekki verði við það stuðst. Aðeins hafi verið lagður fram einn valkostur, þ.e. 220 kV loftlína um Reykjanesskagann. Aðrir og raunhæfari kostir og umhverfisvænni séu hins vegar fyrir hendi, t.d. að styrkja Suðurnesjalínu 1, að leggja jarðstreng, mismunandi spennustig o.s.frv. Engin sjálfstæð rannsókn hafi farið fram af hálfu sveitarfélagsins, en vegna ábyrgðar sinnar hafi sveitarfélaginu verið skylt við meðferð málsins að kanna með sjálfstæðum og málefnalegum hætti hvort umhverfisverndarsjónarmið gætu réttlætt jarðstrengsframkvæmd að einhverju eða öllu leyti og taka rökstudda afstöðu til þeirrar spurningar. Leyfisveitenda beri að taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar skv. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, en afstaða skipulags- og umhverfisnefndar, sem og bæjarstjórnar, geti engan veginn talist rökstudd. Ekkert hafi verið fjallað um niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar þar sem fram komi að nánast öll umhverfisáhrif sem metin hafi verið teljist neikvæð, talsvert neikvæð eða verulega neikvæð.

Málsrök Reykjanesbæjar: Af hálfu sveitarfélagsins er vísað til lögfræðilegrar greinargerðar og annarra gagna málsins er legið hafi fyrir við ákvörðunartöku bæjarins.

Athugasemdir leyfishafa: Leyfishafi tekur fram að leyfisveitandi skuli fjalla um og taka afstöðu til þess hvort tiltekin framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt skuli hann kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og kanna hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu. Þá skuli leyfisveitandi taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga. Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar hafi uppfyllt þessar lögbundnu kröfur við veitingu framkvæmdaleyfisins og séu því engar forsendur til ógildingar þess. Það falli hins vegar utan valdsviðs sveitarfélaga að skera úr um hvort áætlanir leyfishafa skuli sæta umhverfismati áætlana skv. lögum nr. 105/2006 þess efnis, en þó sé bent á að framkvæmdin hafi sætt slíku mati um leið og aðalskipulagstillaga hafi farið í slíkt mat. Þegar mat á umhverfisáhrifum hafi farið fram hafi engin krafa verið gerð um að kerfisáætlun skyldi sæta umhverfismati áætlana.

Suðvesturlínur feli í sér áfangaskiptar framkvæmdir og hafi leyfishafi ekki gert nokkra þá breytingu á framkvæmdinni Suðurnesjalínu 2 sem leitt geti til þess að nýtt mat á umhverfisáhrifum þurfi að fara fram.

Sveitarfélagið hafi kosið að grenndarkynna umfram lagalega skyldu sína til þess að tryggja vandaða málsmeðferð við útgáfu framkvæmdaleyfisins. Jafnframt hafi verið tekin rökstudd afstaða til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, en leyfið sé háð þeim skilyrðum sem stofnunin hafi lagt til í áliti sínu. Ekki séu ágallar á matsskýrslu Suðvesturlína og sé það ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga að leggja mat á slíkt. Þá sé það ekki á valdsviði sveitarfélaga að fjalla um mögulegar útfærslur framkvæmdarinnar. Loks sé athygli vakin á stefnu stjórnvalda hvað varði lagningu jarðstrengja, sbr. þingsályktun þar um.

—–

Færð hafa verið fram frekari sjónarmið í máli þessu, sem ekki verða rakin nánar hér með hliðsjón af síðar til komnum atvikum málsins.

Niðurstaða: Eins og rakið er í málavaxtalýsingu frestaði úrskurðarnefndin meðferð kærumáls þessa þar til fyrir lægi niðurstaða dómsmáls sem rekið var vegna framkvæmdaleyfisveitingar sveitarfélagsins Voga fyrir Suðurnesjalínu 2. Það framkvæmdaleyfi var fellt úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. júlí 2016, í máli nr. E-1121/2015. Dóminum var áfrýjað til Hæstaréttar, sem með dómi sínum 16. febrúar 2017 í máli nr. 575/2016, staðfesti niðurstöðu héraðsdóms.

Í dómi Hæstaréttar var gerð grein fyrir helstu reglum um málsmeðferð vegna matsskyldra framkvæmda og efni matsskýrslna samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Eins og þar kæmi fram skyldi auk þeirrar framkvæmdar sem metin væri lýsa öðrum möguleikum um framkvæmdarkosti sem til greina kæmu í tillögu að matsáætlun og frummatsskýrslu. Þá skyldi í skýrslunni vera samanburður á umhverfisáhrifum þeirra kosta sem kynntir væru og rökstuðningur fyrir vali framkvæmdaraðila, að teknu tilliti til umhverfisáhrifa. Væri það síðan hlutverk Skipulagsstofnunar að gefa rökstutt álit á því hvort matsskýrsla uppfyllti lögbundin skilyrði og að umhverfisáhrifum væri lýst á fullnægjandi hátt. Tók dómurinn fram að samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga, sbr. 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 og 2. mgr. 29. gr. þágildandi reglugerðar nr. 1123/2005, skyldi sveitarstjórn við umfjöllun um leyfi vegna matsskyldrar framkvæmdar kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Þá tiltók Hæstiréttur að ítrekað hefðu verið gerðar athugasemdir við ráðagerðir um að umrædd lína lægi í lofti og vísaði dómurinn jafnframt til fyrri dóma sinna vegna Suðurnesjalínu 2, frá 12. maí og 13. október 2016, en forsendur þeirra væru að Landsnet hafi við undirbúning framkvæmdanna ekki látið fara fram sérstaka athugun á þeim möguleika að leggja línuna í jörð, heldur vísað til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Yrði hvorki af gögnum málsins né flutningi þess ráðið með viðhlítandi hætti, hvar slíkur strengur gæti legið eða hver yrðu umhverfisáhrif hans. Þá hefði Landsnet ekki sýnt fram á að atvik væru með þeim hætti að líta bæri fram hjá þessum galla. Hefði þetta leitt til þess að ákvarðanir þær um eignarnám og leyfisveitingu Orkustofnunar sem umrædd mál snerust um hefðu verið ógiltar.

Áréttaði Hæstiréttur að jarðstrengur í skilningi 2. málsliðar 1. mgr. 8. gr. og 4. málsliðar 2. mgr. 9. gr. laga nr. 106/2000 væri möguleiki um framkvæmdarkost, sem til greina gæti komið, og hefði því borið að gera grein fyrir honum í tillögum og matsskýrslum í matsferlinu og bera hann saman við annan eða aðra framkvæmdarkosti. Það hefði ekki verið gert að öðru leyti en því að látið hefði verið nægja að vísa til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja.

Loks segir svo í dómi Hæstaréttar: „Sá annmarki á umhverfismati, sem leiddi til þess að leyfi Orkustofnunar til áfrýjandans Landsnets hf. til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2 var fellt úr gildi og heimildir áfrýjandans til eignarnáms í þágu framkvæmdarinnar voru ógiltar, voru enn fyrir hendi þegar áfrýjandinn Sveitarfélagið Vogar veitti framkvæmdaleyfi það sem um er deilt í málinu. Umhverfisáhrifum jarðstrengs í samanburði við aðra framkvæmdarkosti hefur samkvæmt því ekki verið lýst á fullnægjandi hátt og uppfylltu matsferlið og umhverfismatsskýrslan því ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt því gátu matsskýrsla Landsnets hf. um Suðurnesjalínu 2 og álit Skipulagsstofnunar um skýrsluna ekki verið lögmætur grundvöllur undir ákvörðun sveitarfélagsins um veitingu framkvæmdaleyfisins sem samkvæmt því var reist á röngum lagagrundvelli. Úr þessum galla á umhverfismatinu hefur ekki verið bætt, enda getur áðurgreind valkostaskýrsla Landsnets hf. sem kynnt var í október 2016 hvorki samkvæmt grundvelli sínum, efni né tilgangi bætt þar úr. Þegar af þessum ástæðum verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest um annað en málskostnað.“

Samkvæmt framangreindu hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að matsskýrsla Landsnets um Suðurnesjalínu 2 og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi ekki getað verið lögmætur grundvöllur ákvörðunar Sveitarfélagsins Voga um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2. Með vísan til framangreinds, og þar sem sama matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar lágu til grundvallar ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur um veitingu hins kærða framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2, sbr. ákvæði 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. gr. laga nr. 106/2000, verður að fella hina kærðu ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur úr gildi.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega vegna atvika sem nánar eru rakin í málavaxtalýsingu.

Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi ákvörðun bæjastjórnar Grindavíkur frá 16. desember 2014 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

____________________________________
Nanna Magnadóttir

_____________________________              _____________________________
Aðalheiður Jóhannsdóttir                                    Ásgeir Magnússon

 

105/2015 Rauðarárstígur

Með
Árið 2017, fimmtudaginn 23. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Ásgeir Magnússon dómstjóri.

Fyrir var tekið mál nr. 105/2015, kæra á afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 13. nóvember 2015 á erindi kæranda vegna hávaða á vinnustað hans við Rauðarárstíg 10 í Reykjavík.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. nóvember 2015, er barst nefndinni sama dag, kærir A, Hjallabraut 6, Hafnarfirði, þá afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 13. s.m. að aðhafast ekki vegna erindis hans frá 11. s.m. þar sem krafist var stöðvunar framkvæmda vegna hávaða í nágrenni vinnustaðar hans að Rauðarárstíg 10. Er þess krafist að heilbrigðiseftirlitinu verði gert að afgreiða umrætt mál efnislega og taka afstöðu til kröfu kæranda.

Gögn málsins bárust frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur 15. desember 2015.

Málsatvik og rök: Kærandi kvartaði til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur með tölvubréfi, dags. 11. nóvember 2015, vegna hávaða frá höggbor og sprengingum sem bærist inn á vinnustað hans að Rauðarárstíg 10, en framkvæmdirnar voru á lóð við Laugaveg 120. Krafðist kærandi þess að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar tafarlaust, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða, sbr. 4. gr. og 15. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Kærandi kveður framkvæmdir þær sem hann hafi kvartað yfir hafa staðið vikum saman. Nánast á hverjum degi hafi verið unnið með höggbor frá morgni til kvölds og þá hafi á reitnum verið öflugar og ærandi sprengingar. Hann hafi krafist þess að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar þegar í stað, en kvörtun hans hafi verið svarað á þann veg að heilbrigðiseftirlitið myndi ekkert aðhafast í málinu. Þegar stjórnvöldum berist erindi sem heyri undir starfssvið þeirra beri þeim að bregðast við með því að rannsaka málið og taka í kjölfarið ákvörðun í því í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kveður ekki hafa verið tilefni til að aðhafast frekar í málinu en gert hafi verið, þar sem það hafi þegar verið framsent því stjórnvaldi, þ.e. byggingarfulltrúa, sem gripið hefði getað til aðgerða ef skilyrði byggingarleyfis og aðrar kröfur hefðu ekki verið virtar og þá mögulega stöðvað framkvæmdir. Um hafi verið að ræða tímabundnar framkvæmdir sem tækju enda. Framkvæmdin væri unnin á grundvelli takmarkaðs byggingarleyfis, útgefnu af byggingarfulltrúanum í Reykjavík, sem sjái jafnframt um eftirlit með byggingarleyfisskyldum framkvæmdum. Vegna þessa hafi það verið afstaða heilbrigðiseftirlitsins að það skorti heimildir til þess að beita þeim þvingunarúrræðum sem því væru veitt með lögum, en í reglugerð nr. 724/2008 um hávaða sem heilbrigðisnefnd framfylgi sé ekki að finna viðmiðunarmörk varðandi hávaða frá tímabundnum framkvæmdum.

Niðurstaða: Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála geta þeir einir kært stjórnvaldsákvarðanir til nefndarinnar sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Í greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í málinu kemur fram að framkvæmdir þær með höggbor og sprengingum, er kærandi kvartaði yfir og krafðist stöðvunar á, hafi verið tímabundnar. Mun þeim hafa lokið fljótlega eftir að greinargerðin barst úrskurðarnefndinni, eða um áramót 2015/2016. Staðfesting þessa hefur borist frá embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík. Með lokum hins hávaðasama hluta framkvæmdanna var tilefni erindis kæranda, og þar með kæruefni, ekki lengur til staðar.

Með bréfi, dags. 10. febrúar 2017, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá kæranda um það hvort og þá hvaða lögvarða hagsmuni hann teldi sig hafa af úrlausn kærumálsins í ljósi þess að þeim tímabundnu hávaðasömu framkvæmdum sem kvörtun hans hefði lotið að væri lokið. Var kæranda veittur frestur til 24. s.m., en engar athugasemdir hafa borist frá honum.

Að teknu tilliti til alls framangreinds verður ekki séð að kærandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um kröfu sína og verður máli þessu vísað frá úrskurðarnefndinni í samræmi við ákvæði fyrrgreindrar 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega sökum mikils fjölda mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

____________________________________
Nanna Magnadóttir

______________________________              _____________________________
Aðalheiður Jóhannsdóttir                                      Ásgeir Magnússon

 

113/2016 Breiðargata og Vesturgata

Með
Árið 2017, fimmtudaginn 23. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Ómar Stefánsson varaformaður og Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor.

Fyrir var tekið mál nr. 113/2016, kæra á ákvörðun heilbrigðisnefndar Vesturlands um að veita starfsleyfi til fiskþurrkunar að Breiðargötu 8b og Vesturgötu 2, Akranesi.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. ágúst 2016, er barst nefndinni 26. s.m., kæra eigendur tilgreindra fasteigna, Bakkatúni 4, Skólabraut 20, Laugarbraut 18, Vesturgötu 17, Leynisbraut 26, og Laugarbraut 16, öll á Akranesi, þá ákvörðun heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 9. ágúst 2016 að veita HB Granda hf. starfsleyfi fyrir fiskþurrkun að Breiðargötu 8b og Vesturgötu 2, Akranesi. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Gögn málsins bárust frá Akraneskaupstað 3. október 2016.

Málavextir:
Með bréfi til heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. mars 2016, sótti HB Grandi um endurnýjun á starfsleyfi fyrir fiskþurrkun fyrirtækisins. Kom fram í bréfinu að sótt væri um endurnýjun á starfsleyfinu á meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum við nýtt húsnæði fiskþurrkunarinnar stæði en áætlað væri að ljúka fyrsta áfanga byggingarinnar á 18 mánuðum.

Á fundi sínum sama dag samþykkti heilbrigðisnefnd Vesturlands að auglýsa óbreytt starfsleyfi sem myndi gilda til 1. maí 2017 með þeim skilyrðum að flutningi á hráefni og unnum vörum yrði hagað þannig að lykt yrði sem minnst og húsnæði starfseminnar yrði lokað eins og kostur væri. Í fundargerð kemur fram að undanþága frá starfsleyfi, sem gefin hafi verið út af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til HB Granda, rynni út 1. maí 2016. Með auglýsingu er birtist í Skessuhorni 16. mars s.á. var lýst eftir athugasemdum við tillögu að starfsleyfi fyrir fiskþurrkun HB Granda að Breiðargötu 8b og Vesturgötu 2 á Akranesi. Kom fram að starfsleyfistillagan myndi liggja frammi á skrifstofu Akraneskaupstaðar frá 16. mars til 14. apríl 2016 og að einnig væri hægt að afla upplýsinga um tillöguna hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

Athugasemdir bárust á auglýsingartíma og sneru þær fyrst og fremst að hinni miklu lyktarmengun sem frá starfseminni stafaði. Var því mótmælt að starfsleyfið yrði veitt án aukinna krafna um varnir gegn þeirri mengun.

Á fundi heilbrigðisnefndar 8. ágúst 2016 var lagt fram lögfræðilegt álit vegna svarbréfa til þeirra sem gert hefðu athugasemdir við auglýst starfsleyfi og var samþykkt að gefa út tímabundið starfsleyfi til 1. maí 2017 auk þess að fela framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins að svara athugasemdum í samræmi við tillögur lögmannsins. Voru þau svör framkvæmdastjórans send með bréfum heilbrigðiseftirlitsins, dags. 9. ágúst 2016.

Málsrök kærenda: Kærendur kveða fiskþurrkun leyfishafa um langt árabil hafa valdið mörgum íbúum á Akranesi miklum óþægindum vegna lyktarmengunar.

Fyrirtækið hafi ekki uppfyllt öll skilyrði sem því hafi verið sett í starfsleyfi sem runnið hafi út 1. maí 2016. Þar megi t.d. nefna lið 2.4, þar sem kveðið sé á um að haga skuli loftræstingu þannig að ekki valdi nágrönnum óþægindum vegna lyktar, hávaða eða annarrar mengunar. Þá komi fram í lið 3.6, að fyrirtækið skuli takmarka lykt og hávaða frá starfseminni eins og kostur sé. Einnig dragi kærendur í efa að skilyrði liðar 3.1 hafi verið uppfyllt, en þar segi að allt hráefni til vinnslu skuli vera ferskt, þ.e. TVN-gildi undir 50. Því til stuðnings vísi kærendur til eftirfarandi tilvitnunar sem tekin sé af minnisblaði sem framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hafi skrifað 24. september 2014 vegna starfsemi hinnar umræddu fiskþurrkunar: „Hráefni kemur að mestu frá HB Granda á Akranesi eða Reykjavík og er að jafnaði ekki eldra en fjögurra daga gamalt.“ Þetta sé ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að hráefnið í fiskþurrkunina sé stundum eldra en fjögurra daga, sem ekki teljist ferskt. Þetta geti alveg eins átt við í dag.

Húsnæði þurrkunarinnar við Vesturgötu 2 sé ónýtt og hafi verið um árabil. Þetta hafi forstjóri HB Granda viðurkennt tvisvar sinnum á opinberum vettvangi. Það ætti að vera nægileg ástæða til að framlengja ekki starfsleyfi þurrkunarinnar.

Í umhverfisskýrslu fyrir deiliskipulag Breiðarsvæðis á Akranesi, sem unnin hafi verið af HB Granda og dagsett sé 19. janúar 2016, sé tafla á bls. 9 þar sem taldir séu upp 14 rekstrarþættir fiskþurrkunar fyrirtækisins, núverandi ástand þeirra þátta og áform um úrbætur. Þar komi m.a. fram varðandi innra eftirlit og áhættumat að ekki sé tekið á lykt í umhverfi, liðurinn eftirþurrkun sé ekki í lagi og auk þess séu taldir upp níu liðir sem megi bæta. Boðað sé að úrbætur verði með nýju húsnæði undir eftirþurrkun. Óvíst sé hvenær það hús muni rísa.

Í hinu kærða starfsleyfi sé ekki minnst einu orði á framangreind atriði og ekki sett nein skilyrði um tafarlausar úrbætur, sem ætti þó að vera eðlileg krafa þegar nýtt starfsleyfi sé gefið út. Í greinargerð með starfsleyfinu sé lögð þung áhersla á að fyrirtækið nýti alla möguleika til að halda lykt frá starfseminni í lágmarki í núverandi húsakosti. Því sé greinilegt að heilbrigðisnefnd hafi einhverjar áhyggjur af lyktarmengun frá fiskþurrkuninni.

Að lokum hafi kærendur áhyggjur af hugsanlegri mengun frá ósoni sem notað sé við fiskþurrkunina. Samkvæmt lýsingu á vef Umhverfisstofnunar valdi óson plöntuskaða og áhrif þess á öndunarfæri fólks séu talin óheilnæm. Heilbrigðiseftirlitið hafi í svarbréfi sínu við athugasemdum við starfsleyfistillöguna sagt að óson sé viðurkennd mengunarvörn sem teljist hvorki hættuleg né skaðleg. Kærendur bendi á að ekkert eftirlit sé haft með því hversu mikið óson sé notað við framleiðsluna.

Málsrök heilbrigðisnefndar Vesturlands: Heilbrigðisnefndin kveðst hafa gefið út tímabundið starfsleyfi til fiskþurrkunar HB Granda við Breiðargötu og Vesturgötu, Akranesi, þegar ljóst hafi verið að ekki lægi fyrir staðfest deiliskipulag fyrir þá lóð þar sem fiskþurrkun HB Granda hyggist byggja nýtt fiskvinnsluhús undir starfsemina á einum stað. Með umsókn um endurnýjað starfsleyfi, dags. 7. mars 2016, komi fram vilji fyrirtækisins til að koma allri starfsemi sinni fyrir í einu húsnæði í stað tveggja og bæta verulega mengunarvarnabúnað. Fyrir hafi legið umhverfisskýrsla fyrirtækisins um uppbyggingu á svæðinu.

Tveir kostir hafi verið í stöðunni fyrir heilbrigðisnefndina. Að hafna algerlega útgáfu starfsleyfis eða að gefa út tímabundið leyfi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi áður gefið út undanþágu frá starfsleyfi sem hafi gilt frá 1. febrúar til 1. maí 2016 og hafi byggt á skilyrðum sem sett hafi verið í starfsleyfi heilbrigðisnefndar Vesturlands, útgefnu árið 2008, með gildistíma til 1. febrúar 2016. Strax hafi verið ljóst að nefnd undanþága myndi duga skammt þar sem auglýsing deiliskipulags fyrir svæðið þar sem starfsemin fari fram hefði dregist mikið og HB Granda því ekki heimilt að hefja þar uppbyggingu. Þess beri að geta að engin fiskþurrkun hafi farið fram hjá fyrirtækinu síðan 19. apríl 2016 vegna slæmrar stöðu á fisksölumörkuðum í Afríku fyrir þurrkaðan fisk.

Heilbrigðisnefndin beri ekki á móti því að lykt finnist frá heitloftsþurrkun. Það sem mestu máli skipti sé að hráefnið sé gott og að viðunandi mengunarvarnir séu notaðar. Samkvæmt eftirlitsskýrslum sem Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafi gefið út allt frá árinu 2008 hafi fyrirtækið ekki brotið ákvæði starfsleyfisins.

Best þekkti búnaðurinn í dag til að minnka lykt af heitloftsþurrkun fiskafurða sé óson. Það eigi ekki við rök að styðjast að óson geti valdið heilsuskaða eins og það sé notað við starfsemi fiskþurrkunarinnar. Óson sé þekkt efni og viðurkennt til sótthreinsunar í matvælaiðnaði og ekkert sem bendi til þess að það sé skaðlegt utanhúss eftir að það hafi verið notað við stýringu inn í fiskþurrkunarklefana.

Fiskþurrkunin hafi farið fram í tveimur húsum, þ.e. forþurrkun við Breiðargötu og eftirþurrkun við Vesturgötu á Akranesi. Það sé visst óhagræði að flytja þannig afurðir á milli húsa auk þess sem hætta sé á meiri lykt, bæði vegna flutningsins og tíðari opnunar hurða í þurrkhúsunum. Í umhverfisskýrslu VSÓ frá því í apríl 2015 séu dregin fram atriði í rekstrinum sem hægt væri að bæta. Flest þeirra snúi að bættum húsakosti. Í dag sé ljóst að eftirþurrkunarhúsið við Vesturgötu sé ófullnægjandi og því hafi fyrirtækið um nokkurn tíma sótt um stækkun á lóð við Breiðargötu, þar sem forþurrkunin fari fram, þannig að hægt væri að hýsa alla starfsemina í einu lokuðu húsi og bæta starfshætti og mengunarvarnir. Mjög hafi dregist að auglýsa nýtt deiliskipulag vegna lóðarinnar og á meðan sé ekki hægt að byggja upp reksturinn og hefja framkvæmdir við nýjar og hentugri byggingar.

Heilbrigðisnefndin hafi, með útgáfu tímabundins starfsleyfis til 1. maí 2017, komið til móts við vilja íbúa bæjarins og óskir fyrirtækisins. Ákveðinn þrýstingur sé settur á fyrirtækið um að hefja framkvæmdir við nýtt og betra húsnæði og forsvarsmönnum þess gert ljóst að starfsleyfi verði ekki endurnýjað í óbreyttri mynd eftir 1. maí 2017. Í bréfi með starfsleyfinu sé farið fram á að fyrirtækið tryggi að flutningur milli húsa fari fram þannig að hann valdi sem minnstri lykt og dyr fiskþurrkunarhúsanna verði ekki opnar meira en þörf sé á.

——-

Leyfishafa var gefinn kostur á að koma að athugasemdum vegna máls þessa en hann hefur ekki nýtt sér þann rétt.

Niðurstaða: Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála geta þeir einir kært stjórnvaldsákvarðanir til úrskurðarnefndarinnar sem eiga lögvarða hagsmuni tengda ákvörðun sem kæra á, nema í tilteknum undantekningartilvikum sem þar eru greind. Verður að skýra þetta ákvæði í samræmi við almennar reglur stjórnsýsluréttarins um aðild í kærumálum, þar sem áskilið er að kærandi eigi beina einstaklingsbundna hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kærð er. Fram kemur í kæru að kærendur byggja aðild sína á reglum nábýlisréttar, þar sem m.a. mikil lyktarmengun fylgi starfsemi leyfishafa sem skapi óþægindi. Má gera ráð fyrir að þeirrar mengunar verði fyrst og fremst vart á því svæði sem næst er starfseminni en einnig getur lyktarmengun borist langa vegu við tiltekin veðurfarsskilyrði. Samkvæmt gögnum málsins hafa athuganir leitt í ljós að greinileg eða sterk lykt hefur fundist allt að 1.000 metrum frá eftirþurrkuninni, sem er staðsett að Vesturgötu 2. Er því ekki útilokað að kærendur þeir sem búa innan þeirra fjarlægðarmarka verði varir við lykt frá starfseminni þannig að það geti snert lögvarða hagsmuni þeirra. Heimili kærenda eru öll staðsett innan nefndra marka að frátöldu húsi eins kæranda að Leynisbraut 26, sem er í um 2,7 kílómetra fjarlægð. Að teknu tilliti til þeirrar fjarlægðar verður ekki séð að sá kærandi eigi þá lögvörðu hagsmuni af úrlausn málsins umfram aðra bæjarbúa að skapi honum kæruaðild og er kæru hans vísað frá úrskurðarnefndinni.

Samkvæmt 5. gr. a í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir skal allur atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun hafa gilt starfsleyfi, sbr. 6. gr. sömu laga. Samkvæmt 5. gr. laganna setur ráðherra reglugerð til að stuðla að framkvæmd mengunarvarnaeftirlits og skulu þar m.a. vera almenn ákvæði um starfsleyfi fyrir allan atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun, sbr. 1. tl. nefndrar lagagreinar. Reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun er nr. 785/1999. Markmið hennar er m.a. að koma í veg fyrir og draga úr mengun af völdum slíks atvinnurekstrar, koma á samþættum mengunarvörnum og að samræma kröfur og skilyrði í starfsleyfum. Í gr. 1.1. Í fylgiskjali 2 með reglugerðinni er talinn upp sá atvinnurekstur sem heilbrigðisnefnd veitir starfsleyfi, þ. á m. heitloftsþurrkun fiskafurða, sbr. gr. 5.7. Heilbrigðisnefnd er þannig ætlað það hlutverk að veita starfsleyfi, að teknu tilliti til þeirra markmiða reglugerðarinnar sem snúa að mengunarvörnum. Ber nefndinni að fara að þeim málsmeðferðarreglum sem í reglugerðinni eru tilgreindar, sem og í lögum nr. 7/1998 og stjórnsýslulögum nr. 37/1993.

Óumdeilt er að af hinni leyfisskyldu starfsemi hefur stafað lyktarmengun. Kvarta kærendur m.a. yfir því að ekki sé nægilega tryggt í skilyrðum hins nýja starfsleyfis að henni sé haldið innan ásættanlegra marka. Skilyrði starfsleyfisins eru samhljóða skilyrðum fyrra starfsleyfis, sem upphaflega var gefið út 2008. Í greinargerð með leyfinu kemur fram að heilbrigðisnefndin leggi þunga áherslu á að leyfishafi nýti alla möguleika til að halda lykt frá starfseminni í lágmarki í núverandi húsakosti. Þetta eigi einnig við um flutning hráefnis milli forþurrkunar og eftirþurrkunar. Halda skuli flutningstækjum hreinum og lokuðum.Þá skuli leyfishafi halda dyrum á vinnslurými lokuðum eins og kostur sé. Með þessum skilyrðum þykir heilbrigðisnefnd hafa mælt fyrir um varnir gegn þeirri mengun sem sannanlega hefur stafað af starfseminni og er leyfið aðeins veitt til skamms tíma.

Kærendur gera einnig athugasemdir við að óson sé notað við fiskþurrkunina, en um eiturefni sé að ræða. Samkvæmt því sem fyrir liggur í málinu er notkun ósons við vinnslu algeng aðferð til að draga úr lykt af útblæstri frá fiskþurrkun hér á landi, en ekki sé völ á betri tækni í því skyni í dag. Verður við það að miða að notkun efnisins fari ekki í bága við hlutaðeigandi lög og reglugerðir og að styrkur þess í andrúmsloftinu fari ekki yfir tilskilin mörk, sbr. t.a.m. reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði og þágildandi reglugerð nr. 745/2003 um styrk ósons við yfirborð jarðar, sem heilbrigðisnefnd ber að sjá um að sé framfylgt.

Málsmeðferð við gerð starfsleyfisins er lýst í málavaxtalýsingu og var hún í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 og reglugerðar nr. 785/1999 sem getur haft í för með sér mengun. Þá lágu fyrir heilbrigðisnefndinni m.a. gögn um lyktarmengun af umræddri starfsemi auk þess sem meðalhófs var gætt við ákvörðunartökuna, sbr. 10. og 12. gr. stjórnsýslulaga.

Með vísan til þess sem að framan er rakið verða ekki taldir þeir annmarkar á málsmeðferð eða efni hins kærða starfsleyfis sem raskað geti gildi þess. Verður kröfu kærenda um ógildingu þess því hafnað.

Úrskurðarorð:

Vísað er frá kröfu kæranda að Leynisbraut 26, Akranesi.

Hafnað er kröfu annarra kærenda um ógildingu ákvörðunar heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 9. ágúst 2016 um að veita starfsleyfi til fiskþurrkunar að Breiðargötu 8b og Vesturgötu 2, Akranesi.

____________________________________
Nanna Magnadóttir

______________________________              _____________________________
Ómar Stefánsson                                                    Aðalheiður Jóhannsdóttir

73/2014 Suðurnesjalína 2 Reykjanesbæ

Með
Árið 2017, þriðjudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Ásgeir Magnússon dómstjóri.

Fyrir var tekið mál nr. 73/2014, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Reykjanesbæjar frá 20. maí 2014 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. júlí 2014, er barst nefndinni sama dag, kæra eigendur jarðanna Landakots, Stóru Vatnsleysu, Minni Vatnsleysu, hluti af eigendum Heiðarlands Vogajarða og hluti af eigendum Stóra Knarrarness, Sveitarfélaginu Vogum, þá ákvörðun sveitarstjórnar Reykjanesbæjar frá 20. maí 2014 að veita Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Gögn málsins bárust frá Reykjanesbæ 5. september 2014.

Málavextir: Forsaga málsins er sú að á árinu 2009 sendi Landsnet Skipulagsstofnun til meðferðar frummatsskýrslu um Suðvesturlínur, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi. Stofnunin auglýsti nefnda skýrslu til kynningar og að kynningartíma liðnum skilaði Landsnet til hennar endanlegri matsskýrslu, dags. 10. ágúst 2009. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar lá fyrir 17. september s.á.

Með bréfi til Skipulagsstofnunar, dags 26. nóvember 2013, óskuðu eigendur jarðanna Landakots, Hvassahrauns, Stóru og Minni Vatnsleysu, nokkrir eigenda Heiðarlands Vogajarða og tveir eigenda Stóra Knarrarness eftir endurskoðun fyrrnefndrar matsskýrslu Landsnets að því er varðaði Suðurnesjalínu 2. Með ákvörðun sinni 23. júní 2014 hafnaði Skipulagsstofnun þessari beiðni landeigendanna, sem og ósk þeirra til vara um endurskoðun á áliti stofnunarinnar á matsskýrslunni. Nefnd ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndarinnar, en kæran var síðar afturkölluð.

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi 5. desember 2013 til að reisa og reka raforkuflutningsvirkið Suðurnesjalínu 2 á grundvelli 2. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Um er að ræða 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Hamranes í Hafnarfirði, um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ, að tengivirki við Rauðamel, um 5 km norðan við Svartsengi. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en kærumálinu var vísað frá nefndinni í kjölfar dóms Hæstaréttar 13. október 2016, í máli nr. 796/2015, þar sem ákvörðunin var felld úr gildi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti Landsneti heimildir til eignarnáms á jörðum kærenda í febrúar 2014, en þær ákvarðanir voru felldar úr gildi með dómum Hæstaréttar í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015, uppkveðnum 13. maí 2015. 

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 15. maí 2014 var tekin fyrir og samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2. Var umhverfis- og skipulagssviði falið að ganga frá framkvæmdaleyfi. Á fundi bæjarstjórnar 20. s.m. var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt og er sú ákvörðun kærð í máli þessu. Framkvæmdaleyfi var gefið út 16. júní s.á. og auglýst sama dag. Auk Reykjanesbæjar veittu sveitarfélögin Grindavík, Hafnarfjörður og Vogar Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, sem öll voru kærð til úrskurðarnefndarinnar.

Kærumáli þessu var frestað á meðan á rekstri dómsmáls stóð vegna framkvæmdaleyfisins sem veitt var af Sveitarfélaginu Vogum, en leyfið var fellt úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. júlí 2016, í máli nr. E-1121/2015. Niðurstaða héraðsdóms var staðfest með dómi Hæstaréttar 16. febrúar 2017, í máli nr. 575/2016. Kærur til úrskurðarnefndarinnar vegna þeirrar leyfisveitingar hafa verið afturkallaðar.

Málsrök kærenda: Kærendur benda á að hin kærða leyfisveiting varði með beinum hætti stjórnarskrárvarin eignarréttindi þeirra, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 1. gr. 1. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994.

Í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 séu settar fram kröfur sem fylgja þurfi við yfirferð og útgáfu framkvæmdaleyfis. Sveitarstjórn skuli fjalla um og taka afstöðu til þess hvort framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir, auk þess að kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila og kanna hvort framkvæmdin sé sú sem þar sé lýst. Beri síðan að taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Sé markmiðið að sveitarstjórn taki upplýsta ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli allra þeirra upplýsinga sem liggi fyrir um umhverfisáhrif viðkomandi framkvæmdar, eins og segi í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 14. gr. frumvarps þess er orðið hafi að skipulagslögum. Séu gerðar ríkar kröfur til rannsóknarskyldu sveitarfélaga áður en ákvörðun sé tekin um útgáfu framkvæmdaleyfis. Viðamikil gögn hefði þurft að skoða að teknu tilliti til nefndra skyldna og sé því sem næst óhugsandi að sveitarfélagið hafi getað sinnt þeim skyldum á þeim stutta tíma sem liðið hafi frá því að umsókn um framkvæmdaleyfi barst 8. maí 2014 þar til hún var samþykkt á fundi bæjarráðs 15. s.m. Þessi málsmeðferð sé jafnframt í grófri andstöðu við þá rannsóknarskyldu sem hvíli á sveitarfélaginu við afgreiðslu beiðna af þessu tagi, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Málsrök Reykjanesbæjar: Af hálfu sveitarfélagsins er á það bent að landeigendur í Sveitarfélaginu Vogum hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrskurð um lögmæti ákvörðunar Reykjanesbæjar um veitingu framkvæmdaleyfis, eins og krafa sé gerð um í 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Breyti engu þótt framkvæmdin nái til fleiri en eins sveitarfélags og framkvæmdaleyfi hvers sveitarfélags um sig sé skilyrði fyrir heildarframkvæmdinni. Því skuli vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.

Ekkert hafi staðið því í vegi að gefið yrði út framkvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Niðurstaða sveitarfélagsins hafi verið í samræmi við gildandi svæðisskipulag, aðalskipulag og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Sveitarfélagið hafi tekið mið af heildarniðurstöðu álitsins við mat á því hvort veita skyldi framkvæmdaleyfi og ekki hafi verið þörf á sérstakri greinargerð um atriði í álitinu sem sveitarfélagið hafi ekki fallist á því þau hafi ekki verið til staðar. Telji sveitarfélagið að framkvæmdin sé brýn, aðkallandi og í þágu almannahagsmuna jafnt og íbúa sveitarfélagsins. Veiting framkvæmdaleyfisins hafi verið í samræmi við álit Skipulagsstofnunar og tekið hafi verið tillit til þeirra skilyrða er þar hafi verið bent á.

Lagning Suðurnesjalínu 2 í lofti sé að miklu leyti afturkræf framkvæmd og raski jarðvegi ekki mikið, m.a. í ljósi þess að hægt sé að nýta núverandi slóðir að miklu leyti. Sérstaklega mikilvægt sé að taka mið af þessari staðreynd þar sem hraunið sem línan komi til með að liggja í gegnum sé nútímahraun, sem njóti sérstakrar verndar, og yfir vatnsverndarsvæði.

Athugasemdir leyfishafa: Leyfishafi tekur fram að veiting framkvæmdaleyfis sé í fullu samræmi við álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Óumdeilt sé að fyrirhugaðar framkvæmdir, sem leyfi hafi verið veitt fyrir, byggi á gildandi Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 og Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024, sem og niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum. Ríkir almannahagsmunir krefjist þess að raforkuflutningskerfið verði styrkt á umræddu svæði. Um sé að ræða veikan hluta flutningskerfisins, bæði með tilliti til flutningsgetu og afhendingaröryggis. Suðurnesjalína 1, sem nú þjóni svæðinu og rekin sé á 132 kV spennu, sé fulllestuð í dag. Framkvæmdin sé því brýn, aðkallandi og í þágu almannahagsmuna. Þá komi aðrar leiðir, sem miði að því að styrkja flutningskerfið, ekki til greina, en 220 kV jarðstrengslausn sé ekki tæknilega eða kostnaðarlega fýsileg á þessu spennustigi. Hún komi eingöngu til athugunar á styttri vegalengdum og við sérstakar aðstæður, t.d. ef um sé að ræða einstæðar umhverfisaðstæður eða þétta íbúðabyggð. Auk þess myndi slík framkvæmd skilja eftir sig breiða raskaða rás í hrauni, en eldhraun njóti sérstakrar verndar náttúruverndarlaga. Rask vegna loftlínu yrði umtalsvert minna og óafturkræft rask yrði minna en af lagningu jarðstrengja. Línan muni fylgja mannvirkjabelti Reykjaness.

——-

Færð hafa verið fram frekari sjónarmið í máli þessu, sem ekki verða rakin nánar hér með hliðsjón af síðar til komnum atvikum málsins.

Niðurstaða: Ágreiningur máls þessa snýst um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, sem samþykkt var af sveitarstjórn Reykjanesbæjar 20. maí 2014. Fyrr í dag kvað úrskurðarnefndin upp úrskurð í kærumáli nr. 75/2014, þar sem greind ákvörðun var felld úr gildi með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 575/2016. Þar sem hin kærða ákvörðun hefur ekki lengur réttarverkan að lögum er ljóst að kærendur hafa ekki hagsmuni af efnisúrlausn málsins. Verður máli þessu því vísað frá úrskurðarnefndinni.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega vegna atvika sem nánar eru rakin í málavaxtalýsingu.

Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

____________________________________
Nanna Magnadóttir

______________________________              _____________________________
Aðalheiður Jóhannsdóttir                                      Ásgeir Magnússon

110/2015 Drekahlíð

Með
Árið 2017, fimmtudaginn 16. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mættir voru Ómar Stefánsson varaformaður, Ásgeir Magnússon dómstjóri og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 110/2015, kæra á ákvörðun sveitarstjórnar Skagafjarðar um synjun á umsókn kæranda um leyfi til að breikka innkeyrslu Drekahlíðar 4 á Sauðárkróki.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. desember 2015, er barst nefndinni sama dag, kærir A, Drekahlíð 4, Sauðárkróki, þá ákvörðun sveitarstjórnar Skagafjarðar frá 3. september 2014 að hafna umsókn hennar um leyfi fyrir breikkun á innkeyrslu Drekahlíðar 4. Skilja verður málatilbúnað kæranda svo að bæði sé kærð ákvörðun sveitarstjórnar um synjun á umsókn kæranda og ákvörðun um að synja beiðni hans um endurupptöku málsins.

Gögn málsins bárust frá sveitarfélaginu Skagafirði 11. janúar 2016 og 27. janúar 2017.

Málavextir: Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar hinn 22. ágúst 2014 var hafnað umsókn eigenda Drekahlíðar 4 um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun innkeyrslu að nefndu húsi. Á fundinum var bókað að ekki væri hægt að fallast á breikkun innkeyrslu þar sem það myndi hafa í för með sér fækkun almennra bílastæða í götunni. Á fundi sínum 3. september s.á. samþykkti sveitarstjórn afgreiðslu nefndarinnar og var sú niðurstaða tilkynnt með bréfi, dags. 5. s.m. Með bréfi, dags. 2. október s.á., óskuðu umsækjendur eftir endurupptöku á synjun sveitarstjórnar. Á fundi sínum 15. s.m. hafnaði skipulags- og byggingarnefnd þeirri beiðni og á fundi sínum 29. s.m. staðfesti sveitarstjórn afgreiðslu nefndarinnar. Var tilkynning þess efnis send 3. nóvember 2014.

Í kjölfar þess að umsækjendur létu í ljós þá ætlun sína að kæra niðurstöðu sveitarstjórnar taldi sveitarfélagið rétt að fá lögfræðilegt álit á því hvort ástæða gæti verið til þess að taka málið upp að nýju. Með bréfi, dags. 26. maí 2015, var umsækjendum tilkynnt sú niðurstaða að ekki væri tilefni til endurupptöku málsins. Hins vegar var tekið fram að þar sem í fyrri tilkynningu hefði láðst að geta um kæruleiðir og kærufrest liti sveitarfélagið svo á að kærufrestur væri ekki liðinn heldur myndi hann hefjast við móttöku nefnds bréfs. Var jafnframt leiðbeint um kæruleið og kærufrest. Bréfinu fylgdi rökstuðningur fyrir ákvörðunum sveitarstjórnar um synjun um leyfi frá 3. september 2014 og um synjun á endurupptöku frá 29. október s.á., en einnig var vísað til þess að í samræmi við 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 gætu umsækjendur óskað eftir frekari rökstuðningi.

Hinn 3. júní 2015 óskaði lögmaður umsækjenda eftir frekari rökstuðningi fyrir höfnun á beiðni þeirra. Með bréfi, dags. 5. nóvember s.á., barst umbeðinn rökstuðningur og kom fram að vegna dráttar á því að svara beiðninni samþykkti sveitarfélagið að veita mánaðar kærufrest til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Barst kæra síðan í máli þessu hinn 4. desember 2015, eins og að framan greinir.

Málsrök kæranda:
Kærandi tekur fram að ekki hafi borist sannfærandi rökstuðningur fyrir hinni kærðu ákvörðun. Enn fremur gæti ósamræmis í afgreiðslu sambærilegra mála hjá sveitarfélaginu þar sem víða hafi verið samþykktar breikkanir á innkeyrslum í hverfi kæranda.

Það varði kæranda miklu að fá samþykkta umsótta breikkun á innkeyrslu þar sem lagning bifreiða í götunni þrengi mjög að aðkomu inn á lóð kæranda, sem geri það að verkum að ómögulegt sé að nýta hana sem geymslustað fyrir hjólhýsi eða kerru, svo dæmi sé tekið. Kærandi viti ekki til þess að umsókn aðila í sambærilegri stöðu hafi verið hafnað. Engin skrifleg stefna sé til um þessi mál hjá sveitarfélaginu og þau rök sem borin hafi verið á borð fái ekki staðist, enda engin gögn eða rannsóknir sem fylgi þeim. Þannig virðist að um geðþóttaákvörðun sé að ræða.

Málsrök Skagafjarðar:
Af hálfu sveitarfélagsins er á það bent að við afgreiðslu umræddrar umsóknar hafi verið viðhöfð sömu vinnubrögð og við afgreiðslu sambærilegra mála í tíð núverandi skipulags- og byggingarnefndar og þeirrar sem starfað hafi sl. kjörtímabil. Skriflegar umsóknir séu teknar fyrir og þær metnar með tilliti til umferðaröryggis, skipulags, fagurfræði og heildarhagsmuna íbúa sveitarfélagsins. Í þessu tiltekna máli hafi það ekki verið talið þjóna heildarhagsmunum íbúanna að leggja eitt almenningsbílastæði í götunni undir aðkomu að lóð kæranda. Um sé að ræða litla botnlangagötu þar sem bestu möguleikar á að leggja bílum utan lóða muni vera fyrir framan þrjú hús, þ. á m. hús kæranda. Sú skoðun muni hafa verið ríkjandi í skipulags- og byggingarnefnd þegar umrætt mál hafi verið afgreitt að aðkoma að lóðinni ætti að vera/væri mjög rúm og góð. Breidd heimkeyrslu sé 6 m og fjarlægð hússins frá lóðarmörkum 6 m.

Benda megi á að íbúðarhúsalóðir séu ekki ætlaðar sem geymslustaðir fyrir hjólhýsi, sbr. m.a. gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, en í kæru sé ein röksemdin sú að erfitt sé að koma hjólhýsi til geymslu inni á lóðinni. Vitni kærandi til afgreiðslu annarra mála sem hann telji sambærileg. Ljóst sé að mörg þeirra séu það ekki, sé litið til þeirra atriða sem ráði mati og áður séu nefnd. Sérstaklega hafi verið talið mikilvægt að gæta að umferðaröryggi við afgreiðslu mála, þótt að slíkt kunni að leiða til fækkunar almenningsbílastæða, enda hafi markmiðið verið að fækka þeim tilvikum að bílum sé lagt á akbraut í götustæðinu.

Niðurstaða: Mál þetta snýst um lögmæti ákvörðunar sveitarstjórnar Skagafjarðar um að hafna umsókn kæranda og eiginmanns hennar um breikkun á innkeyrslu að húsi þeirra að Drekahlíð 4 og lögmæti synjunar sveitarstjórnar á beiðni þeirra um endurupptöku þeirrar ákvörðunar.

Hin kærða ákvörðun um synjun um breikkun aðkomu inn á lóð Drekahlíðar 4 var tekin 3. september 2014 og tilkynning þess efnis var send á annað heimilisfang en lögheimili kæranda með bréfi, dags. 5. s.m. Umsækjendur fóru fram á endurupptöku málsins 2. október s.á. og verður því við það að miða að þeim hafi þá verið kunnugt um fyrrgreinda ákvörðun sveitarstjórnar. Endurupptökubeiðninni var synjað af hálfu sveitarstjórnar og var sú niðurstaða tilkynnt með bréfi, dags. 3. nóvember 2014, sem ekki var sent á lögheimilisfang kæranda og einungis stílað á meðumsækjanda hans. Verður ekki fullyrt að tilkynning sveitarstjórnar um synjun á beiðni kæranda um endurupptöku hafi borist honum fyrr en með bréfi, dags. 26. maí 2015. Í því bréfi var tilkynnt að afstaða sveitarstjórnar, að fengnu áliti lögmanns sveitarfélagsins, til beiðni um endurupptöku ákvörðunarinnar frá 5. september 2014 væri óbreytt og fylgdi rökstuðningur lögmannsins bréfinu. Var kæranda veittur 14 daga frestur til að fara fram á frekari rökstuðning fyrir synjun endurupptöku málsins, sem hann gerði með bréfi, dags. 3. júní 2015. Jafnframt var þar farið fram á afhendingu málsgagna og upplýsingar um afgreiðslu sambærilegra mála. Því bréfi var svarað fyrir hönd sveitarfélagsins með bréfi lögmanns þess, dags. 5. nóvember s.á.

Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er kærufrestur til nefndarinnar einn mánuður frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Í 4. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er mælt fyrir um að sé beðist endurupptöku máls rofni kærufrestur. Hafni stjórnvaldið hins vegar að taka málið til meðferðar á ný haldi kærufrestur áfram að líða að nýju frá þeim tíma þegar sú ákvörðun er tilkynnt aðila. Samkvæmt 28. gr. stjórnsýslulaga skal vísa kæru frá berist hún að liðnum kærufresti nema að afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Kæra verður þó ekki tekin til efnismeðferðar ef meira en ár er liðið síðan ákvörðun var tilkynnt aðila, sbr. 2. mgr. 28. gr.

Eins og að framan greinir barst kæranda tilkynning um synjun á endurupptöku ákvörðunar um höfnun á umsókn kæranda hinn 26. maí 2015 og fylgdi þeirri tilkynningu rökstuðningur fyrir þeirri synjun. Rann frestur til að kæra upphaflega ákvörðun frá 3. september 2014 því út í síðasta lagi í lok júní 2015, eða rúmum fimm mánuðum áður en kæra í máli þessu barst úrskurðarnefndinni og rúmum 14 mánuðum eftir að kæranda hlaut að vera kunnugt um synjun umsóknar sinnar og beðið var um endurupptöku ákvörðunarinnar. Verður kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar sveitarstjórnar Skagafjarðar frá 3. september 2014 því vísað frá úrskurðarnefndinni með vísan til 28. gr. stjórnsýslulaga.

Í tilkynningu um höfnun á beiðni um endurupptöku málsins frá 26. maí 2015 var kæranda gefinn kostur á að óska frekari rökstuðnings fyrir þeirri ákvörðun, sem og hann nýtti sér hinn 3. júní s.á. Sá rökstuðningur barst ekki fyrr en með bréfi sveitarfélagsins, dags. 5. nóvember 2015, og telst því kæra þeirrar ákvörðunar hafa borist innan kærufrests, eða hinn 4. desember s.á.

Í rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir synjun á beiðni um endurupptöku kemur m.a. fram að aðkoma að lóð kæranda sé þegar rúm. Tvö bílastæði séu fyrir framan húsið og hafi verið frá upphafi samkvæmt uppdráttum og ekki hafi komið fram haldbær rök fyrir þeirri kröfu að nauðsynlegt sé að hafa þrjú bílastæði á lóðinni. Þá komi einnig fram að þau hús sem kærandi vísi til í endurupptökubeiðni sinni séu töluvert stærri en hús kæranda, sem réttlæti þá stærri innkeyrslu. Með fjölgun bílastæða við Raftahlíð 71, 73 og 77 hafi bílar, sem lagt hafi verið við akbraut, flust á viðkomandi lóðir, en það eigi ekki við í tilfelli kæranda. Kærandi telur hins vegar að ekki búi fullnægjandi rök að baki ákvörðuninni um synjun á endurupptöku máls og honum sé mikilvægt að fá aðkomu inn á lóð sína breikkaða.

Heimild fyrir endurupptöku ákvörðunar stjórnvalds er í 24. gr. stjórnsýslulaga og eru þar skilyrði endurupptöku þau að ákvörðun hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að ákvörðun var tekin. Ekki verður séð af þeim gögnum og upplýsingum sem fyrir liggja í máli þessu að umrædd ákvörðun hafi byggst á röngum eða ófullnægjandi gögnum, en málsaðila greinir á hinn bóginn á um réttmæti ákvörðunarinnar og um mat sveitarstjórnar á þeim sjónarmiðum sem búa henni að baki. Að þessu virtu verður ekki talið að skilyrði endurupptöku skv. nefndri 24. gr. stjórnsýslulaga hafi verið fyrir hendi og verður kröfu um ógildingu þeirrar ákvörðunar því hafnað.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist sökum mikils fjölda mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Kröfu um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Skagafjarðar frá 3. september 2014 um að hafna umsókn um leyfi fyrir breikkun á innkeyrslu Drekahlíðar 4 er vísað frá úrskurðarnefndinni.

Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Skagafjarðar frá 29. október 2014 um að synja um endurupptöku fyrrgreindrar ákvörðunar.

____________________________________
Ómar Stefánsson

______________________________              _____________________________
Ásgeir Magnússon                                                  Þorsteinn Þorsteinsson

 

2/2014 Suðurnesjalína 2

Með
Árið 2016, fimmtudaginn 24. nóvember, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Ásgeir Magnússon dómstjóri.

Fyrir var tekið mál nr. 2/2014, kæra á ákvörðun Orkustofnunar frá 5. desember 2013 um að veita Landsneti hf. leyfi til að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. janúar 2014, sem barst nefndinni 7. s.m., kæra Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands, þá ákvörðun Orkustofnunar frá 5. desember 2013 að veita Landsneti hf. leyfi til að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2. Er gerð krafa um að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að Orkustofnun verði gert að meta flutningsþörf fyrir raforku á línuleiðinni. Jafnframt er þess krafist að framkvæmdaraðili líti til fleiri valkosta við kerfisútfærslu línunnar, þ.m.t. til jarðstrengja.

Gögn málsins bárust frá Orkustofnun 5. febrúar 2014.

Málsatvik og rök: Mati á umhverfisáhrifum Suðvesturlína, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi, lauk með áliti Skipulagsstofnunar, dags. 17. september 2009. Hinn 21. desember 2012 sótti Landsnet um leyfi til Orkustofnunar til að reisa og reka raforkuflutningsvirkið Suðurnesjalínu 2 og 1. febrúar 2013 birti Orkustofnun auglýsingu í Lögbirtingablaði þar sem þeim aðilum er málið varðaði var gefið færi á að kynna sér umsóknina og koma á framfæri skriflegum sjónarmiðum sínum til 1. mars s.á., sbr. 3. mgr. 34. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Bárust athugasemdir, m.a. frá Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, sem eru annar kærenda málsins. Orkustofnun veitti Landsneti leyfi 5. desember 2013 til að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2 og hefur sú ákvörðun verið kærð til úrskurðarnefndarinnar, eins og áður greinir.

Hinn 24. febrúar 2014 tók ráðherra ákvörðun um að heimila Landsneti að framkvæma eignarnám á hluta af jörðum nánar tiltekinna landeigenda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Sú ákvörðun var felld úr gildi með dómum Hæstaréttar uppkveðnum 12. maí 2016, í málum nr. 511/2015, 512/2015, 513/2015 og 541/2015.

Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 796/2015, uppkveðnum 13. október 2016, var hin kærða ákvörðun Orkustofnunar felld úr gildi.

Kærendur vísa m.a. til þess að við umrædda leyfisveitingu hafi Orkustofnun brotið gegn rétti Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands til að andmæla athugasemdum Landsnets vegna athugasemda samtakanna. Sé vísað til 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar um. Með broti á andmælarétti hafi einnig verið brotið gegn jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, sbr. 11. gr. þeirra. Þá hafi rannsóknarregla 10. gr. laganna verið brotin, en ekki verði annað séð en að leyfisveitingin byggi eingöngu á framlögum gögnum Landsnets og athugasemdum fyrirtækisins við innsendar athugasemdir. Ekki hafi verið tekið tillit til nýrra upplýsinga eða gagna frá öðrum aðilum, sem þó hafi borist stofnuninni. Sé bent sérstaklega á gögn varðandi lagningu jarðstrengja og tilheyrandi kostnað. Þá hafi rökstuðningur Orkustofnunar ekki fullnægt 22. gr. stjórnsýslulaga. Loks hafi stofnunin, með því að samþykkja rekstur 220 kV loftlínu, ekki sinnt lögboðnu eftirlitshlutverki sínu og hafi rök stofnunarinnar fyrir svo mikilli flutningsgetu ekki verið nægileg. Hafi hún ekki lagt sjálfstætt mat á raunverulega þörf á raforkuflutningi á línuleiðinni eða skoðað aðra valkosti, s.s. jarðstrengi.

Af hálfu Orkustofnunar er bent á að með auglýsingu í Lögbirtingablaði hafi öllum þeim aðilum er málið varðaði verið gefinn kostur á að kynna sér umsókn Landsnets um flutningsvirki. Hafi annar kærenda og tilgreindir landeigendur komið að athugasemdum vegna hennar, og hafi þeim fylgt gögn sem Landsnet hafi átt rétt á að tjá sig um samkvæmt andmælareglu stjórnsýslulaga. Andmæli Landsnets hafi hvorki leitt í ljós nýjar upplýsingar né gögn sem kallað hafi á að réttur yrði veittur til að andmæla þeim. Afstaða og rök aðila hafi legið fyrir í málinu og hafi því ekki þurft að veita þeim frekar færi á að tjá sig, enda augljóslega óþarft, sbr. niðurlag 13. gr. stjórnsýslulaga. Einnig hafi fulls jafnræðis verið gætt og öllum gefinn kostur á að koma að athugasemdum. Sé því þess vegna vísað á bug að jafnræðisregla 11. gr. stjórnsýslulaga hafi verið brotin. Þá sé og ljóst að Orkustofnun hafi ekki brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. sömu laga heldur farið vandlega yfir og metið sjónarmið aðila, eins og stjórnvöldum beri skylda til að gera svo tryggt sé að mál sé nægilega vel upplýst áður en stjórnvaldsákvörðun er tekin. Tilvísun kærenda til greinaskrifa og skýrslna vegna jarðstrengja hafi ekkert nýtt fram að færa og rök Landsnets fyrir uppbyggingu 220 kV háspennulínu séu málefnaleg og taki bæði tillit til núverandi þarfa og aðstæðna í kerfinu, sem og framtíðarþarfar. Á grundvelli rannsóknar stofnunarinnar á gögnum málsins hafi verið tekin rökstudd ákvörðun með vísan til 9. gr. raforkulega nr. 65/2003, en skv. 22. gr. stjórnsýslulaga skuli í rökstuðningi vísa til þeirrar réttarreglna er ákvörðun stjórnvalds byggi á. Stofnunin hafi greint frá þeim meginsjónarmiðum sem ráðandi hafi verið við mat hennar, m.a. með vísan í þróun og stefnumörkun atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum, virkjunarkosti í nýtingarflokki rammaáætlunar á Reykjanesi og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Loks verði ekki séð af kæru á hvern hátt Orkustofnun eigi að hafa vanrækt eftirlitsskyldu sína.

Leyfishafi bendir á að í kæru komi fram að kærendum hafi verið kunnugt um hina kærðu ákvörðun, en kæra hafi verið móttekin 7. janúar 2014, þ.e. að liðnum kærufresti. Þá sé  því mótmælt að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga og séu fullyrðingar þess efnis ekki studdar neinum gögnum. Bent sé á að það falli ekki undir verksvið úrskurðarnefndarinnar að fjalla um eftirlitshlutverk Orkustofnunar á grundvelli laga nr. 65/2003 og sama eigi við um ýmis önnur atriði í kæru. Brýn þörf og almannahagsmunir kalli á byggingu Suðurnesjalínu 2 þar sem allur raforkuflutningur fari um aðeins eina línu sem þegar sé fulllestuð. Sú meginregla gildi í stjórnsýslurétti að ekki sé réttmætt að ógilda stjórnvaldsákvörðun nema unnt sé að sýna fram á verulega annmarka á málsmeðferð hennar, sem telja verði að hafi haft áhrif á niðurstöðu stjórnvaldsins. Enga slíka annmarka sé að finna á málsmeðferð Orkustofnunar.
——-

Aðilar hafa gert ítarlegri grein fyrir máli sínu sem ekki þykir ástæða til að rekja hér nánar.

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um lögmæti leyfis til að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2, en Orkustofnun tók ákvörðun um útgáfu þess 5. desember 2013. Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefndinni 7. janúar 2014, en dómsmál til ógildingar nefndrar ákvörðunar var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með stefnu birtri 21. mars s.á. Meðferð kærumálsins var frestað á meðan á rekstri dómsmálsins stóð og svo sem greinir í málavaxtalýsingu lauk því á þann hátt að hin kærða ákvörðun var felld úr gildi, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 796/2015 frá 13. október 2016.

Þar sem hin kærða ákvörðun hefur ekki lengur réttarverkan að lögum hefur það enga þýðingu, hvorki með tilliti til einstaklingsbundinna hagsmuna né almannahagsmuna, að fá frekar skorið úr um lögmæti hennar. Verður kærumáli þessu þegar af þeim sökum vísað frá úrskurðarnefndinni.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist vegna framangreindra ástæðna.

Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

____________________________________
Nanna Magnadóttir

______________________________              _____________________________
Aðalheiður Jóhannsdóttir                                      Ásgeir Magnússon