Skip to main content
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

106/2005 Laufásvegur

Með

Ár 2007, fimmtudaginn 10. maí, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21, Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 106/2005, kæra á synjun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 23. nóvember 2005 á beiðni um að hluti fyrstu hæðar hússins að Laufásvegi 19 verði skráður sem hluti íbúðar 01-03 í húsinu að Laufásvegi 17, Reykjavík

Á málið er nú lagður svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 20. desember 2005, er barst nefndinni hinn 22. sama mánaðar, kærir H, f.h. Byggís ehf., eiganda íbúðar á fyrstu hæð hússins nr. 17 við Laufásveg, merkt 01-03, synjun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 23. nóvember 2005 á beiðni um að hluti neðri hæðar hússins að Laufásvegi 19 verði skráður sem hluti íbúðar 01-03 í húsinu að Laufásvegi 17, Reykjavík.  Núverandi eigandi íbúðarinnar, Óskar Þórmundsson, hefur tekið við kæruaðild málsins.  

Gerir kærandi þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi.  

Málavextir:  Húsið að Laufásvegi 17, sem var byggt árið 1956, er sambyggt húsinu að Laufásvegi 19, en það hús var byggt á árinu 1933.  Á fundi byggingarnefndar hinn 23. ágúst 1973 voru lóðirnar að Laufásvegi 15 og 17 sameinaðar lóðinni nr. 19 og var sameiginleg lóð hússins nr. 17-19 alls 1.222 m².  Á sama fundi voru samþykktar teikningar að viðbyggingu við fyrstu hæð hússins, er áður tilheyrði lóðinni nr. 17.  Fól samþykktin í sér heimild til að byggja við húsið bæði götumegin og bakatil.  Viðbyggingin bakatil stóð að hluta á lóð þeirri er áður var skráð nr. 19 og sýna samþykktar teikningar að rýmið er eitt og hið sama, með opi á milli.  Á árinu 1995 var samþykkt beiðni um að skipta upp lóðinni nr. 17-19 við Laufásveg en með skiptingunni var dregin lína þvert í gegnum framangreinda viðbyggingu.  Stóð því annar hluti hennar á lóðinni nr. 17 við Laufásveg en hinn á lóðinni nr. 19.  Á árinu 2004 var samþykkt beiðni þáverandi eiganda fyrstu hæðar hússins nr. 17 um að breyta húsnæðinu úr atvinnuhúsnæði í þrjár íbúðir.  Sýna samþykktar teikningar að rými það er stendur á lóðinni nr. 19 er skilið frá íbúð 01-03 með brunaþolnum vegg.             

Í júní 2005 barst embætti byggingarfulltrúa umsókn frá eiganda fyrstu hæðar hússins nr. 17 við Laufásveg um að skrá hluta fyrstu hæðar hússins nr. 19 sem hluta íbúðar 01-03 í húsinu nr. 17.  Umsóknin var tekin fyrir á afgreiðslufundi hinn 21. s.m. og var málinu frestað.
  
Með bréfi, dags. 29. ágúst 2005, fór Guðfinna Thordarson arkitekt ARK hússins ehf., f.h, kæranda í máli þessu, fram á það við skipulagsráð að ráðið tæki til efnislegrar meðferðar umsókn um skráningu hluta hússins nr. 19 við Laufásveg, nánar tiltekið matshluta 04, sem hluta íbúðar 01-03 í húsinu að Laufásvegi 17.  Var erindið tekið fyrir á fundi skipulagsráðs hinn 23. nóvember 2005 þar sem lögð var fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 15. nóvember 2005, ásamt bréfi Magnúsar B. Brynjólfssonar hdl., dags. 27. október 2005, f.h. eigenda hluta hússins nr. 19 við Laufásveg, þar sem umsókninni var mótmælt.  Í umsögn lögfræði- og stjórnsýslu segir m.a. eftirfarandi:  „Erindi ARKhússins ehf. lýtur efnislega að því að skipulagsyfirvöld samþykki að hluti einnar lóðar sé eignatengdur annarri lóð. Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum er óheimilt að samþykkja að byggt sé yfir lóðamörk með þeim hætti að húsrými eins húss sé nýtt eða tilheyri öðru húsi. Eru ákvæði um lágmarksfjarlægðir í 75. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Ljóst er að eigendum Laufásvegar 17 og Laufásvegar 19 greinir verulega á um eignarhaldið að rými því sem um ræðir í máli þessu. Það er ekki á valdi skipulags- og byggingaryfirvalda að skera úr um eignarétt milli aðila. Slíkt er aðeins á valdi dómstóla. Í ljósi ofangreinds er lagt til að byggingarfulltrúi synji byggingarleyfisumsókn Byggis ehf. Einnig er lagt til með vísan í ofangreint að skipulagsráð hafni erindi ARKhússins ehf.“  Skipulagsráð synjaði erindinu með eftirfarandi bókun:  „Synjað með vísan til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.“  Borgarráð samþykkti afgreiðsluna á fundi sínum hinn 24. nóvember 2005.  

Framangreindri samþykkt skipulagsráðs hefur kærandi skotið til úrskurðarnefndarinnar svo sem að framan greinir.

Málsrök kæranda:  Af hálfu kæranda er því haldið fram að við skiptingu lóðarinnar nr. 17–19 við Laufásveg á árinu 1995 hafi verið gerð þau mistök að hluti fyrstu hæðar hússins að Laufásvegi 17 hafi orðið eftir á lóðinni nr. 19.  Húshluti þessi hafi allt frá byggingu hans, árið 1973, tilheyrt húsinu nr. 17 við Laufásveg.  Þegar skipting lóðarinnar hafi verið samþykkt af borgaryfirvöldum hafi verið notast við mæliblað sem hafi verið í ósamræmi við samþykktar teikningar og húsaskipan lóðarinnar.  Lóðaskiptingin hafi verið þvert á húseignina nr. 17 og umræddur húshluti því orðið eftir á lóðinni nr. 19 en áfram tilheyrt húsi nr. 17.   

Kærandi hafi keypt neðstu hæð hússins að Laufásvegi 17 í þeim tilgangi að breyta henni í íbúðir sem byggingaryfirvöld hafi samþykkt, þó með því skilyrði að sá hluti fyrstu hæðar hússins er standi á lóðinni nr. 19 yrði undanskilinn.  Á samþykktri teikningu hússins nr. 17, sem sé frá árinu 2004, og í skráningartöflu, er fylgt hafi þeirri byggingarleyfisumsókn, sé umræddur húshluti ekki með.  Í þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið að Laufásvegi 17 segi:  „Sá hluti 1. hæðar hússins, sem áður tilheyrði nr. 17, en er á lóð nr. 19 eftir lóðarskiptingu, tilheyrir nú lóð nr. 19.“  Húshlutinn sé því hvergi skráður, hvorki á lóð nr. 17 né nr. 19.  Eigandi íbúðar nr. 01-03 í húsinu nr. 17 sé þinglýstur eigandi hins umdeilda húshluta. 

Af hálfu borgaryfirvalda hafi á fyrri stigum máls þessa verið vísað til þess að ekki sé til neinn matshluti nr. 04 í húsinu nr. 19 við Laufásveg hjá Fasteignamati ríkisins.  Í umsókn kæranda til byggingaryfirvalda hafi verið sótt um að samþykkt yrði að umræddur húshluti yrði skráður sem nýr matshluti (04) á lóðinni nr. 19 sem yrði eignatengdur íbúð 01-03 í húsinu nr. 17.  Það sé því í hæsta máta eðlilegt að enginn matshluti sé skráður hjá Fasteignamati ríkisins. 

Borgaryfirvöld hafi einnig vísað til þess að samþykki meðeigenda skorti sem sé sérkennilegt þar sem breytingin sé engin og eingöngu nauðsynleg vegna mistaka við skiptingu lóðarinnar árið 1995.  Við skiptingu lóðarinnar hafi ekki þurft samþykki meðeigenda og aðrir eigendur en umsækjandi hafi ekki vitað af skiptingunni fyrr en mörgum árum síðar.  Ný lög um fjöleignarhús hafi gengið í gildi hinn 1. janúar 1995 og því ætti það sama að gilda um þessar ákvarðanir ef jafnræðisreglu væri fylgt.  Íbúar að Laufásvegi 19 séu brenndir af samskiptum sínum við byggingaryfirvöld varðandi sorpmál o.fl. og ólíklegt að samþykki þeirra fáist, enda hafi hingað til ekki þurft samþykki þeirra fyrir breytingum á baklóð og við lóðamörk húss nr. 21 við Laufásveg.

Skráður eigandi fyrstu hæðarinnar að Laufásvegi 19 og fyrrum eigandi fyrstu hæðarinnar að Laufásvegi 17 reyni nú að búa til ágreining um eignarhald húshlutans.  Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 18. febrúar 2004 í máli nr. A-356/2003, ásamt þinglýstri yfirlýsingu Sparisjóðs vélstjóra, sýni að eignaréttur kæranda á húshlutanum sé ótvíræður.  

Einkennilegt sé að byggingaryfirvöld synji umsókn kæranda með þeim rökum að óheimilt sé að byggja yfir lóðamörk með þeim hætti að húsrými eins húss sé nýtt frá öðru húsi eða tilheyri því.  Byggingaryfirvöld hafi ekki átt í erfiðleikum með að samþykkja tengingu matshluta 02 og 03 á lóðinni nr. 19 við Laufásveg við húsið nr. 21 með samþykkt byggingarnefndar hinn 11. maí 1995 og aftur þegar nýr tengigangur hafi verið reistur árið 2002.  Það sé því brot á jafnræðisreglu að meina kæranda, eiganda á hinum enda lóðarinnar, að gera slíkt hið sama, sérstaklega þar sem hann sé neyddur til þess vegna mistaka byggingaryfirvalda.

Málsrök Reykjavíkurborgar:  Af hálfu borgaryfirvalda er vísað til þess að skipting lóðarinnar nr. 17-19 við Laufásveg, er samþykkt hafi verið árið 1995, hafi verið gerð að beiðni þáverandi eiganda.  Við samþykkt beiðninnar hafi byggingaryfirvöld ekki gert sér ljóst að opið væri á milli húsanna á u.þ.b. 2,5 m breiðu bili á fyrstu hæð í norðurhlið enda hafi eigandi lóðarinnar ekki upplýst um það.  Skiptingin hefði ekki verið samþykkt ef upplýsingar varðandi þetta efni hefðu legið fyrir.  Ekki hafi verið um samþykki meðeigenda að ræða þar sem einn og sami aðilinn hafi átt lóðina.  Samkvæmt samþykktum aðaluppdráttum hússins nr. 17 við Laufásveg, dags. 16. mars 2004, komi glögglega fram að umræddur húshluti sé lokaður af með steinvegg og tilheyri húsi nr. 19.  Hinn 27. júlí 2005 hafi byggingarfulltrúi skoðað íbúð 01-03 að Laufásvegi 17 og hafi þá komið í ljós að opið hafi verið á milli íbúðarinnar og umrædds rýmis að Laufásvegi 19, enda verið að ljúka innréttingu þess sem hluta íbúðar 01-03.  Hafi byggingarfulltrúi gert kröfu til þess að lokað yrði þar á milli.  Ekki sé vitað til þess að orðið hafi verið við þessum fyrirmælum, enda hafi lokaúttekt ekki farið fram. 

Í þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu vegna hússins að Laufásvegi 17 segi um skiptingu þess:  „Sá hluti 1. hæðar hússins sem áður tilheyrði nr. 17, en er á lóð nr. 19 eftir lóðaskiptingu, tilheyrir nú lóð nr. 19.“  Því sé ljóst að umdeildur húshluti sé á lóð nr. 19 og eigi að vera aðskilinn frá Laufásvegi 17 með brunaþolnum skilrúmum, sbr. samþykktan aðaluppdrátt frá 16. mars 2004.

Hvað varði eignarhald kæranda á hinu umdeilda rými þá hafi hann ekki sýnt fram á eignarhald sitt með óyggjandi hætti.  Ekki sé til skráningartafla vegna húseignarinnar Laufásvegur 19 og því verði ekki ráðið af aðaluppdráttum þess húss hverjum húshlutinn tilheyri, enda sé ágreiningur uppi um eignarhaldið, sbr. andmælabréf eiganda hluta hússins nr. 19 við Laufásveg.  Það sé ekki á valdsviði skipulagsráðs Reykjavíkur að úrskurða um eignarhald, það sé verkefni dómstóla.

Með vísan til gr. 77.2 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 sé óheimilt að skipta húseign í sjálfstæðar fasteignir nema hver hluti um sig fullnægi ákvæðum byggingarreglugerðar og annarra samþykkta og reglugerða.  Skilyrt sé að eignaskiptayfirlýsing liggi fyrir áður en heimilt sé að þinglýsa gögnum um slíka skiptingu.  Hvorki hafi verið lögð fram eignaskiptayfirlýsing vegna Laufásvegar 19, þar sem fram komi hver sé eignarhluti kæranda, né heldur hafi kærandi sýnt fram á að fasteignin geti staðið sjálfstæð.  Engin gögn hafi verið lögð fram sem sýni hólfun eignarinnar frá öðrum hlutum Laufásvegar 19 eða grein gerð fyrir aðkomu að eigninni.  Vitað sé að sendiráð Bandaríkjanna hafi meinað eigendum Laufásvegar 19 umferð um lóð sína.

Þá sé á það bent að kærandi hafi enn ekki tilkynnt byggingarfulltrúa að gengið hafi verið frá brunahólfandi vegg milli íbúðar 01-03 á Laufásvegi 17 og hins umdeilda rýmis í húsi nr. 19.

Hvað varði vísan kæranda til þess að byggingaryfirvöld hafi áður samþykkt eignatengingu matshluta 02 og 03 á lóðinni Laufásvegur 19 við húsið nr. 21 með samþykkt, dags. 11. maí 1995, og aftur þegar nýr tengigangur hafi verið reistur árið 2002, sé á það bent að aðstæður séu þar með allt öðrum hætti.  Um sé að ræða lóð erlends sendiráðs sem njóti úrlendisréttar.  Að auki séu alls staðar eldvarnarhurðir á milli bygginga á lóðamörkum.  Þær framkvæmdir séu allar afturkræfar, en um slíkt yrði ekki að ræða yrði fallist á kröfu kæranda í málinu, t.d. ef húsið nr. 19 við Laufásveg yrði rifið.
 
Það sé mat Reykjavíkurborgar að samkvæmt skipulags- og byggingarlögum sé óheimilt að samþykkja að byggt sé yfir lóðamörk með þeim hætti að húsrými eins húss sé á annarri lóð.  Ákvæði um lágmarksfjarlægðir séu í 75. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.  Ljóst sé að kæranda, sem sé þinglýstur eigandi íbúðar 01-03 á Laufásvegi 17, og eiganda þess hluta 1. hæðar á Laufásvegi 19, sem liggi að hinu umdeilda rými, greini verulega á um eignarhald þess.  Það sé ekki á valdi skipulags- og byggingaryfirvalda að skera úr um eignarrétt milli aðila, slíkt sé aðeins á valdi dómstóla.

Athugasemdir kæranda við greinargerð byggingaryfirvalda:  Af hálfu kæranda er ítrekað að hann sé þinglýstur eigandi hins umdeilda rýmis og því mótmælt að byggingaryfirvöldum hafi á árinu 1995 verið ókunnugt um að opið væri á milli húsanna nr. 17 og 19 við Laufásveg.  Byggingarnefnd hafi samþykkt á fundi hinn 23. ágúst 1973 teikningar sem sýni að um tveggja metra op sé á milli hússins nr. 17 og húshlutans sem nú sé á lóðinni nr. 19. 

Því sé mótmælt að ekki hafi þurft samþykki meðeiganda fyrir lóðarskiptingunni á árinu 1995 þar sem einn og sami aðilinn hafi átt lóðina.  Sé það í hæsta máta einkennileg staðhæfing þar sem í húsunum að Laufásvegi 17 og 19 séu a.m.k. sjö eigendur íbúða sem hafi verið algjörlega óviðkomandi umsækjanda um lóðarskiptinguna og hafi þeir ekki vitað af henni fyrr en nokkrum árum seinna.  Engin deila væri í gangi í dag hefðu byggingaryfirvöld ekki skipt lóðinni.  Dregin hafi verið lína þvert yfir viðbyggingu sem sé við hús nr. 17 og þar með hafi hluti viðbyggingarinnar lent inni á lóð nr. 19.

Þegar hafist hafi verið handa við að breyta neðri hæðum hússins nr. 17 við Laufásveg í íbúðir hafi byggingarfulltrúi gert kröfu um að brunaveggur yrði á hinum nýju lóðamörkum húsanna og því sýni samþykktar byggingarnefndarteikningar þar steyptan vegg.  Á þeim tíma hafi ekki verið vitað hvað gert yrði við húshlutann á lóð nr. 19 og alveg eins hafi komið til greina að selja hann eigendum í húsinu nr. 19 en af því hafi ekki orðið heldur hafi hann verið seldur núverandi eiganda íbúðar nr. 01-03 við Laufásveg 17.

Kæranda gruni að hentugra sé fyrir byggingaryfirvöld að hinn umdeildi húshluti tilheyri eigendum hússins nr. 19 og í því sambandi vísi hann til deilna íbúa Laufásvegar 19 og sendiráðs Bandaríkjanna að Laufásvegi 21, en eftir lóðarskiptinguna árið 1995 hafi baklóðin að Laufásvegi 19 verið seld sendiráðinu og hafi afsalinu verið þinglýst þó svo að engin formleg skipting lóðarinnar nr. 19 hafi farið fram.  Kæranda sé tjáð að hið umdeilda rými sé kjörið undir ruslatunnur hússins nr. 19.  Það skýri hugsanlega afstöðu byggingarfulltrúa. 

Byggingarfulltrúi haldi því fram að deilur séu um eignarhald hins umdeilda rýmis og vísi í bréf Magnúsar B. Brynjólfssonar hdl., dags. 27. október 2005, til skipulags- og byggingarsviðs.  Byggingarfulltrúa hafi verið gerð grein fyrir úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 18. febrúar 2004 í máli A-356/2003 sem sýni með ótvíræðum hætti eignarhald kæranda á þessu rými (geymsla).  Með úrskurði héraðsdóms hafi eigandi hluta hússins að Laufásvegi 19 verið borinn út úr fasteigninni að Laufásvegi 17 með beinni aðfarargerð. 

Að auki megi benda á að á fundi byggingarnefndar hinn 7. maí 2002 hafi verið tekin fyrir umsókn eigenda hússins að Laufásvegi 19 um að fá samþykktar reyndarteikningar af húsinu ásamt breytingum.  Erindinu hafi verið frestað en með umsókninni hafi fylgt allar teikningar og skráningartafla ásamt samþykki allra meðeigenda.  Engar athugasemdir hafi verið gerðar við skráningartöfluna og sé umræddan húshluta þar hvergi að finna, sem á teikningum er ýmist sagður bakhús eða viðbygging húss nr. 17.  Erindið sé enn óafgreitt, að því er virðist af óviðráðanlegum ástæðum. 

Niðurstaða:  Í máli þessu er deilt um synjun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á beiðni um að u.þ.b. 20 m² rými á fyrstu hæð hússins að Laufásvegi 19 verði skráð sem hluti íbúðar nr. 01-03 í húsinu að Laufásvegi 17, Reykjavík. 

Í umsókn kæranda felst að farið er fram á breytingu á byggingarleyfi hússins þannig að umrædd íbúð verði stækkuð sem nemur stærð rýmisins sem deilt er um í máli þessu.  Telur úrskurðarnefndin að beiðni varðandi framangreint verði ekki afgreidd af byggingaryfirvöldum nema umsækjandi leggi fram nauðsynleg gögn, s.s. breyttar byggingarnefndarteikningar, annað hvort af sjálfsdáðum eða í kjölfar leiðbeiningar yfirvalda.     

Þrátt fyrir framangreint var beiðni kæranda tekin til afgreiðslu og henni synjað.  Var synjunin studd þeim rökum í fyrsta lagi að samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 sé óheimilt að samþykkja að byggt sé yfir lóðamörk með þeim hætti að húsrými eins húss sé nýtt frá öðru húsi eða tilheyri því og að ákvæði um lágmarksfjarlægðir sé að finna í 75. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998.  Á framgreind rök verður ekki fallist.  Í skipulags- og byggingarlögum er ekki að finna ákvæði í þessa veru og 75. gr. byggingarreglugerðar á fyrst og fremst við um aðskilin hús en ekki þau sem sambyggð eru líkt og hér hagar til. 

Þá er og hin kærða ákvörðun studd þeim rökum að kæranda og eiganda hluta hússins að Laufásvegi 19 greini á um eignarhald hins umdeilda rýmis og að það sé ekki á valdi skipulags- og byggingaryfirvalda að skera úr um eignarrétt milli aðila.  Á framangreind rök verður heldur ekki fallist.  Í þinglýstu afsali, dags. 26. október 2005, þar sem kærandi máls þessa afsalar íbúð 01-03 að Laufásvegi 17 til núverandi eiganda hennar, segir m.a. eftirfarandi:  „2 herbergja íbúð á jarðhæð í húsinu nr. 17 við Laufásveg og geymsla skv. þinglýstri yfirlýsingu í húsinu nr. 19 við Laufásveg í Reykjavík með öllu því sem fylgir og fylgja ber þ.m.t. hlutdeild í sameign hússins og lóðarréttindum.“  Núverandi eigandi íbúðar 01-03 að Laufásvegi 17 er því þinglýsur eigandi rýmis þess sem deilt er um í máli þessu og hefur hinni þinglýstu heimild ekki verið hnekkt.  Bar því að leggja hana til grundvallar við úrlausn málsins.   

Samkvæmt framansögðu var hin kærða ákvörðun ekki studd haldbærum rökum svo sem áskilið er, sbr. 2. mgr. 39. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Að auki skorti á að gætt væri leiðbeiningarskyldu 7. gr. og rannsóknarreglu 10 gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við meðferð málsins.  Var undirbúningi og gerð hinnar kærðu ákvörðunar þannig áfátt í svo veigamiklum atriðum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega vegna málafjölda sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar og vegna tímafrekrar gagnaöflunar.

Úrskurðarorð:

Synjun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 23. nóvember 2005, á umsókn um að hluti hússins að Laufásvegi 19 verði skráður sem hluti hússins að Laufásvegi 17, Reykjavík, er felld úr gildi. 

 

____________________________________
Hjalti Steinþórsson

 

 

_______________________________      _____________________________
             Ásgeir Magnússon                                      Þorsteinn Þorsteinsson       

40/2005 Skólavörðustígur

Með

Ár 2007, miðvikudaginn 18. apríl, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21, Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur. 

Fyrir var tekið mál nr. 40/2005, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að heimila byggingu vinnustofu á lóðinni nr. 25 við Skólavörðustíg. 

Á málið er nú lagður svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 17. maí 2005, er barst nefndinni hinn 18. sama mánaðar, kærir Othar Örn Petersen hrl., f.h. S, Íragerði 14, Stokkseyri, eiganda að hluta hússins að Skólavörðustíg 25A, Reykjavík ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. apríl 2005 um að heimila byggingu vinnustofu á lóðinni nr. 25 við Skólavörðustíg.  Á fundi borgarráðs hinn 14. s.m. var afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest. 

Gerir kærandi þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi. 

Málavextir og rök:  Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa hinn 5. apríl 2005 var samþykkt umsókn um leyfi til að byggja vinnustofu úr steinsteypu og timbri (matshluti 04) á lóðinni nr. 25 við Skólavörðustíg.  Var samþykktin staðfest á fundi borgarráðs hinn 14. s.m. 

Er hin kærða ákvörðun var tekin var kærandi máls þessa eigandi hluta hússins nr. 25A við Skólavörðustíg og setti fram kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna ofangreindrar samþykktar byggingarfulltrúa. 

Kærandi teflir fram fjölmörgum rökum fyrir kröfu um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar, m.a. þeim að hin fyrirhugaða skúrbygging muni hafa í för með sér aukna umferð inn á lóð kæranda og takmarka þar með eðlilega nýtingu hennar. 

Með kaupsamningi, dags. 1. ágúst 2006, seldi kærandi eignarhlut sinn í húsinu að Skólavörðustíg 25A og fór afhending hins selda fram samdægurs og skyldi afsal til kaupanda gefið út eigi síðar en hinn 15. sama mánaðar samkvæmt ákvæðum þess samnings.  Hefur úrskurðarnefndin leitað afstöðu kaupanda til kærumáls þessa en hann hefur ekki látið málið til sín taka. 

Niðurstaða:  Kærandi byggir málskot sitt vegna hins umdeilda byggingarleyfis á atvikum er tengjast rétti hans sem eiganda að eignarhluta í húsinu að Skólavörðustíg 25A.  Fyrir liggur kaupsamningur þar sem kærandi afsalar eignarhluta sínum í umræddu húsi til þriðja aðila og urðu eigendaskiptin hinn 1. ágúst 2006.  Kaupandi hefur ekki látið málið til sín taka þrátt fyrir að leitað hafi verið afstöðu hans til þess. 

Samkvæmt framansögðu á kærandi ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um ágreiningsefni máls þessa.  Jafnframt liggur fyrir að núverandi eigandi tekur ekki við aðild málsins.  Verður málinu því vísað frá úrskurðarnefndinni. 

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega sökum mikils fjölda mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar. 

Úrskurðarorð:

Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

 

 

____________________________________
Hjalti Steinþórsson

 

 

___________________________      _____________________________
Ásgeir Magnússon                                    Þorsteinn Þorsteinsson

16/2007 Dettifossvegur

Með

Ár 2007, fimmtudaginn 26. apríl, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21 í Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur. 

Fyrir var tekið mál nr. 16/2007, kæra Skútustaðahrepps á þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að synja um meðmæli með veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu 1. áfanga Dettifossvegar samkvæmt veglínu B.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 23. febrúar 2007, er barst nefndinni í símbréfi 26. sama mánaðar, kærir Dýrleif Kristjánsdóttir hdl., fyrir hönd Skútustaðahrepps, þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að synja um meðmæli samkvæmt 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með veitingu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu 1. áfanga Dettifossvegar samkvæmt veglínu B.  Hin kærða ákvörðun var tilkynnt kæranda með bréfi, dags. 24. janúar 2007.  Um kæruheimild vísast til lokamálsliðar tilvitnaðs 3. tl. til bráðbirgða.

Málsatvik:  Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi lagningar nýs svonefnds Dettifossvegar, vestan Jökulsár á Fjöllum, um Skútustaðahrepp og Norðurþing.  Í matsskýrslu Vegagerðarinnar, dagsettri í júní 2006, eru metin umhverfisáhrif  framkvæmdarinnar og er þar gerð grein fyrir mismunandi kostum um legu vegarins frá hringveginum og norður undir Dettifoss.  Er þar í meginatriðum um tvo kosti að ræða, veglínu A sem liggur nærri núverandi vegslóða og veglínu B sem tengist hringveginum nokkru austar og liggur nær Jökulsá uns komið er norður undir Dettifoss, en þar falla veglínur þessar saman.  Hinn 27. júlí 2006 veitti Skipulagsstofnun álit sitt á grundvelli 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 með síðari breytingum.  Lagðist stofnunin gegn því að vegurinn yrði lagður eftir veglínu B en féllst á framkvæmdina að öðru leyti með skilyrðum sem getið er í álitinu.  Í álitinu kom fram að ekki þyrfti að breyta Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 en syðsti hluti fyrirhugaðs vegar liggur innan marka þess.  Jafnframt var tekið fram að Aðalskipulag Skútustaðahrepps 1996 – 2015 næði ekki yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði og þyrfti sveitarstjórn að sækja um meðmæli Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 áður en unnt væri að veita framkvæmdaleyfi.    

Með bréfi, dags. 13. desember 2006, sótti Vegagerðin um framkvæmdaleyfi vegna lagningar Dettifossvegar, 1. áfanga samkvæmt veglínu merkt B.  Í samræmi við 3. tl. ákvæðis til bráðabirgða við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 óskaði Skútustaðahreppur með erindi, dags. 5. janúar 2007, eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með lagningu vegarins í samræmi við umsókn Vegagerðarinnar.  Með bréfi, dags. 24. janúar 2007, synjaði Skipulagsstofnun um meðmæli með vísan til niðurstöðu sinnar varðandi veglínu B í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum.  Á grundvelli sérstakrar kæruheimildar í tilvísuðum tölulið ákvæðis til bráðabráðabirgða skaut kærandi niðurstöðu Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 23. febrúar 2007, svo sem að framan greinir.

Málsrök kæranda:  Af hálfu Skútustaðahrepps er því í fyrsta lagi haldið fram að synjun Skipulagsstofnunar sé byggð á ómálefnalegum forsendum sem eigi sér ekki stoð í lögum og sé þannig ekki í málefnalegum tengslum við lagagrundvöll og þau markmið sem liggi að baki ákvæði 3. töluliðar ákvæðis til bráðabirgða við skipulags- og byggingarlög um lögbundna bindandi álitsumleitan sveitarstjórnar Skútustaðahrepps til Skipulagsstofnunar til undirbúnings töku stjórnvaldsákvörðunar.  Synjunin sé því haldin verulegum efnisannmarka og ólögmæt.  Þegar af þeirri ástæðu eigi að fallast á kröfu kæranda.

Verði ekki á þetta fallist sé í öðru lagi á því byggt að verulegir annmarkar séu á málsmeðferð Skipulagsstofnunar, vegna erindis Skútustaðahrepps þar sem óskað sé meðmæla, þar eð álitsgjafi hafi ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sína, og leiði þetta til þess að verulegir efnisannmarkar séu á niðurstöðu Skipulagsstofnunar um synjun meðmæla.

Í þriðja lagi sé byggt á því að verulegir efnisannmarkar séu á áliti Skipulagsstofnunar varðandi mat á umhverfisáhrifum Dettifossvegar, en til niðurstöðu þess álits sé vísað í synjun stofnunarinnar um meðmæli.  Vegna þessara efnisannmarka verði álitið ekki lagt til grundvallar þegar metið sé hvort mæla eigi með umræddri framkvæmd.  Annmarkarnir séu þó ekki þess eðlis að álitið verði ekki lagt til grundvallar við veitingu framkvæmdaleyfis.

Ofangreindir annmarkar leiði hver fyrir sig til þess að synjun Skipulagsstofnunar um meðmæli sé ólögmæt og úrskurðarnefndinni beri að endurskoða niðurstöðuna og mæla með veitingu framkvæmdaleyfisins í samræmi við erindi Skútustaðahrepps.

Af hálfu kæranda eru færð fram ítarleg rök fyrir þeim sjónarmiðum sem liggja að baki framangreindum málsástæðum.  Er þar m.a. áréttað að allar forsendur séu til þess, með hliðsjón af stöðu skipulagsmála í Skútustaðahreppi, að mæla með umræddri framkvæmd.  Samkvæmt matsskýrslu vegna Dettifossvegar, á bls. 18, sé staða skipulagsmála í Skútustaðahreppi með eftirfarandi hætti: 

„Þar er í gildi aðalskipulag 1996-2015, 1. endurskoðun aðalskipulags Reykjahlíðar 1986-2006. Aðalskipulagið afmarkast af hreppamörkum í norðri og vestri, Jörundi og Búrfelli í austri og Suðurárbotnum í suðri. Það nær því ekki yfir það landsvæði sem veglínan liggur um. Svæðisskipulag miðhálendisins 2015, staðfest 1999, er hinsvegar í gildi á framkvæmdasvæðinu og afmarkast af Eilífi í norðri. Sunnan þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum fellur fyrirhugað framkvæmdasvæði innan náttúruverndarsvæðis í svæðisskipulaginu (Kafli 6.2.1). Í greinargerð með skipulaginu segir: „Hólmatungnavegur (F862), Skútustaðahreppi. Liggur frá Hringveginum að Dettifossi að vestan, alls 22 km. Gert er ráð fyrir að vegurinn geti færst austur að Jökulsá á Fjöllum þar sem eru að mestu aurar og ógróið land.““

Staða skipulagsmála á framkvæmdasvæðinu sé því sú að í gildi sé Svæðisskipulag miðhálendis Íslands 2015 en hvorki aðalskipulag né deiliskipulag.  Samkvæmt orðalagi 3. tl. bráðbirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. samtenginguna „eða“, sé nægjanlegt að ein tegund skipulagsáætlunar liggi fyrir, t.d. eins og í þessu tilviki svæðisskipulag.  Kærandi hafi þó talið, og miðað þá m.a. við framkvæmd úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, sbr. t.d. mál nr. 12/1999, að í ákvæðinu fælist ekki bara formkrafa heldur einnig efniskrafa, þ.e. að þar sem ekki væru fyrir hendi bindandi fyrirmæli um staðsetningu vegarins í svæðisskipulagi því sem í gildi sé, væru fyrir hendi skilyrði til að beita umræddum tölulið ákvæðis til bráðabirgða og þá nauðsynlegt að óska meðmæla Skipulagsstofnunar.  Hin fyrirhugaða framkvæmd sé hins vegar með engum hætti í andstöðu við skipulag og því allar forsendur til, og jafnframt skylt, að mæla með henni frá þeim sjónarhóli.

Ítrekað skuli að einu sjónarmiðin sem Skipulagsstofnun sé heimilt að leggja til grundvallar hinu lögbundna bindandi áliti sínu samkvæmt 3. tl. umrædds bráðabirgðaákvæðis séu sjónarmið tengd skipulagi svæðisins.  Synjun stofnunarinnar sé því byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum og þar af leiðandi ólögmæt.

Ýmsum frekari rökum er teflt fram af hálfu kæranda sem ekki þykir ástæða til að rekja frekar í úrskurði þessum en úrskurðarnefndin hefur haft þau öll til hliðsjónar við úrlausn málsins.

Málsrök Skipulagsstofnunar:  Af hálfu Skipulagsstofnunar er tekið fram að Svæðisskipulag miðhálendis Íslands 2015 hafi verið staðfest af umhverfisráðherra hinn 10. maí 1999 með fyrirvara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum.  Niðurstaða í mati á umhverfisáhrifum hafi legið fyrir með áliti Skipulagsstofnunar 27. júlí 2006.  Þar komi fram að svæðið meðfram Jökulsá á Fjöllum, frá Dettifossi að hringvegi, hafi mikið verndargildi þar sem þar sé að finna ummerki um stærstu hlaup sem orðið hafi á jörðinni eftir síðasta jökulskeið og að lagning Dettifossvegar samkvæmt veglínu B myndi hafa varanleg og óafturtæk áhrif á jarðmyndanir, landslag og ásýnd svæðisins.  Hafi Skipulagsstofnun engan veginn talið sér fært að mæla með framkvæmd sem stofnunin hefði áður í áliti sínu talið hafa veruleg neikvæð og óafturtæk áhrif og sem í Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 sé með fyrirvara um niðurstöður mats á umhverfisáhrifum.  Það væri að mati Skipulagsstofnunar ekki málefnaleg niðurstaða.

Ábending Skipulagsstofnunar um að Skútustaðahreppur hafi ekki tekið afstöðu til álits stofnunarinnar hafi engin áhrif haft á þá niðurstöðu að mæla ekki með veitingu framkvæmdaleyfis.  Sú rökstudda afstaða þurfi hins vegar að liggja fyrir við ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfis.

Loks sé því hafnað að nokkuð sé við það að athuga að Skipulagsstofnun láti í áliti sínu í ljós álit á því hvort umhverfisáhrif tiltekinna kosta séu ásættanleg eða óásættanleg.  Þetta hafi Skipulagsstofnun gert í álitsgerðum sínum og styðjist þar m.a. við 1. mgr. 24. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

Frekari rök koma fram í umsögn Skipulagsstofnunar sem ekki verða rakin hér.  Þá hefur kærandi andmælt sjónarmiðum stofnunarinnar.  Hefur úrskurðarnefndin haft til hliðsjónar við úrlausn málsins öll þau sjónarmið sem aðilar hafa sett fram í málinu.

Niðurstaða:  Samkvæmt 4. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 skal sveitarstjórn fjalla um og taka afstöðu til þess hvort framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir.  Verður að skilja ákvæði þetta svo að fyrirhuguð framkvæmd þurfi að eiga sér viðhlítandi stoð í samþykktu skipulagi, staðfestu af ráðherra eftir því sem við á.  Ekki er í ákvæðinu gerður greinarmunur á einstökum skipulagsstigum og ræðst það því af öðrum atvikum hverjar kröfur eru gerðar um skipulag í hverju tilviki fyrir sig.  Verður ráðið af orðalagi 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, eins og ákvæðinu var breytt með lögum nr. 170/2000, að framkvæmdaleyfi geti átt stoð í svæðisskipulagi jafnt sem aðalskipulagi eða deiliskipulagi, en með nefndri breytingu var svæðisskipulagi bætt inn í ákvæðið.  Benda lögskýringargögn til þess að tilgangur þeirrar breytingar hafi verið sá að gera sveitarfélögum kleift að hagnýta sér svæðisskipulag sem sett hefði verið á svæðum þar sem enn væri ólokið gerð aðalskipulags einstakra sveitarfélaga.  Kom fram í greinargerð að þetta ætti einkum við á miðhálendinu, en einnig víða í dreifbýlum sveitarfélögum þar sem umfangsmikil vinna hefði verið lögð í gerð svæðisskipulags.

Ekki er um það deilt að fyrirhuguð framkvæmd við 1. áfanga Dettifossvegar fellur innan marka Svæðisskipulags miðhálendis Íslands 2015.  Í grein 4.16.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 er fjallað um samgöngur í skipulagsáætlunum.  Kemur þar fram að í svæðisskipulagi skuli gera grein fyrir þegar byggðum og fyrirhuguðum samgöngumannvirkjum, s.s. þjóðvegum, flugvöllum og höfnum, svo og helstu umferðaræðum og tengingum við þær.  Í samræmi við tilvitnað ákvæði er í Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 gerð grein fyrir vegum og slóðum á skipulagssvæðinu.  Er m.a. sýnd á skipulagsuppdrætti lega núverandi vegslóða frá hringveginum niður með Jökulsá á Fjöllum að vestanverðu að Dettifossi og áfram norður í Kelduhverfi.  Þá segir svo í greinargerð skipulagsins:  „Hólmatungnavegur (F862), Skútustaðahreppi. Liggur frá hringveginum að Dettifossi að vestan, alls 22 km.  Gert er ráð fyrir að vegurinn geti færst austur að Jökulsá á Fjöllum þar sem eru að mestu aurar og ógróið land.“

Úrskurðarnefndin telur að í framangreindu ákvæði felist fullnægjandi heimild í skipulagslegu tilliti fyrir umræddum vegi þrátt fyrir að hvorki sé gerð grein fyrir helgunarsvæði hans né legu á skipulagsuppdrætti, enda þykir mælikvarði uppdráttarins, sem er 1:350.000, ekki gefa tilefni til þess, sbr. lokamálslið greinar 4.16.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.  Er þá einnig litið til þess að um er að ræða svæði þar sem ekki er að vænta umtalsverðrar mannvirkjagerðar er áhrif gæti haft á legu vegarins.  Verður að telja fullnægjandi, eins og hér stendur á, að hún ráðist af hönnunarforsendum og vegtæknilegum atriðum sem ítarlega er gerð grein fyrir í matsskýrslu og fylgiskjölum hennar.

Af hálfu Skipulagsstofnunar hefur verið á það bent að Svæðisskipulag miðhálendis Íslands 2015 hafi verið staðfest árið 1999 af ráðherra með fyrirvara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum þeirra framkvæmda sem féllu undir þágildandi lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993 m.s.br.  Vísaði fyrirvari þessi til þess að á þeim tíma þegar skipulagið var staðfest kvað Skipulagsstofnun upp bindandi úrskurði um mat á umhverfisáhrifum og sættu þeir kæru til umhverfisráðherra.  Var það á færi þessara stjórnvalda að hafna einstökum framkvæmdum vegna neikvæðra umhverfisáhrifa og því eðlilegt að hafa um þetta fyrirvara við staðfestingu skipulagákvarðana.

Með lögum nr. 74/2005 var horfið frá þessu fyrirkomulagi.  Lætur Skipulagsstofnun, eftir gildistöku þeirra laga, í té lögbundið álit um mat á umhverfisáhrifum sem ekki er bindandi fyrir sveitarstjórn við ákvörðun um framkvæmdaleyfi, en skylt er að taka rökstudda afstöðu til álitsins við leyfisveitinguna.  Verður að skýra nefndan fyrirvara við staðfestingu ráðherra með hliðsjón af þessum lagabreytingum á þann veg að áskilið sé að gætt hafi verið gildandi laga um mat á umhverfisáhrifum.  Hefur Skipulagsstofnun látið í té álit sitt um mat á umhverfisáhrifum í máli því sem hér er til meðferðar og stendur umræddur fyrirvari ekki í vegi fyrir því að stuðst verði við Svæðisskipulag miðhálendis Íslands 2015 við ákvörðun um framkvæmdaleyfi það sem um var sótt.

Miðað við framanritað er fyrir hendi skipulag sem felur í sér fullnægjandi heimild til útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir margnefndum vegi.  Getur 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 því ekki átt við í málinu og var sveitarstjórn ekki skylt að leita meðmæla Skipulagsstofnunar með veitingu leyfisins.  Þykir af þessum sökum ekki hafa þýðingu að skera úr um lögmæti synjunar Skipulagsstofnunar um meðmælin, enda voru þau óþörf.  Verður ekki heldur séð að kærandi eigi neina lögvarða hagsmuni því tengda að fá efnisúrlausn í málinu og verður kærumáli þessi því vísað frá úrskurðarnefndinni.

Vegna vísunar kæranda til úrskurðar í máli nr. 12/1999 tekur úrskurðarnefndin fram að í því máli var hvorki fyrir hendi staðfest aðalskipulag né samþykkt deiliskipulag og að á þeim tíma er það mál var til úrlausnar skorti heimild þá sem síðar var lögfest með lögum nr. 170/2000 fyrir því að svæðisskipulag gæti verið grundvöllur framkvæmdaleyfis.  Var það mál því ekki sambærilegt máli því sem hér er til úrlausnar og hefur það ekkert fordæmisgildi í málinu.

Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. 

 

 

___________________________
Hjalti Steinþórsson

 

 

_____________________________     _________________________________
  Ásgeir Magnússon                                 Þorsteinn Þorsteinsson

14/2005 Blesugróf

Með

Ár 2007, miðvikudaginn 18. apríl, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21, Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur. 

Fyrir var tekið mál nr. 14/2005, kæra á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar um deiliskipulag Blesugrófar. 

Á málið er nú lagður svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 9. febrúar 2005, er barst nefndinni samdægurs, kærir B, Stjörnugróf 29, Reykjavík samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 15. desember 2004 um deiliskipulag Blesugrófar.  Á fundi borgarráðs hinn 6. janúar 2005 var afgreiðsla nefndarinnar staðfest. 

Gerir kærandi þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi. 

Málavextir og rök:  Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 28. júlí 2004 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Blesugrófar sem áður hafði verið kynnt hagsmunaaðilum á svæðinu.  Var tillagan auglýst frá 18. ágúst 2004 til 29. september s.á. og bárust skipulagsyfirvöldum borgarinnar athugasemdir við tillöguna, þar á meðal frá kæranda.  Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 15. desember 2004 var hin auglýsta tillaga samþykkt og hlaut hún staðfestingu borgarráðs hinn 6. janúar 2005.  Auglýsing um gildistöku samþykktarinnar birtist í B-deild Stjórnartíðinda hinn 16. júní 2005.  Með hinni kærðu deiliskipulagssamþykkt var fellt úr gildi deiliskipulag Blesugrófar frá 29. ágúst 1961. 

Markmið hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar var m.a. að móta stefnu við framtíðaruppbyggingu hverfisins og styrkja heildarmynd þess. 

Athugasemdir kæranda á undirbúningsstigi hinnar kærðu ákvörðunar lutu að samþykktum teikningum húss hans að Stjörnugróf 29, lóðarmörkum og byggingarreit innan lóðarinnar, gegnumakstri innan hverfisins og girðingum á lóðarmörkum. 

Niðurstaða:  Í kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar var í engu gerð grein fyrir rökum fyrir kröfu um ógildingu heldur voru þau boðuð síðar.  Engin rök hafa þó borist nefndinni.  Í gögnum málsins kemur fram að borgaryfirvöld hafa, eftir að kæra var sett fram, komið til móts við athugasemdir kæranda sem hann hafði gert á undirbúningsstigi hinnar kærðu ákvörðunar.  Af þessum ástæðum verður ekki séð að kærandi eigi nú lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kæruefni máls þessa og verður málinu því vísað frá úrskurðarnefndinni. 

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega sökum mikils fjölda mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar. 

Úrskurðarorð:

Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

 

 

____________________________________
Hjalti Steinþórsson

 

 

___________________________        _____________________________
Ásgeir Magnússon                                 Þorsteinn Þorsteinsson

32/2005 Túngata

Með

Ár 2007, miðvikudaginn 18. apríl, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21 í Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur. 

Fyrir var tekið mál nr. 32/2005, kæra á synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 9. mars 2005 á umsókn um að breyta notkun hússins að Túngötu 34, Reykjavík í gistiheimili með sex íbúðareiningum. 

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. apríl 2005, er barst nefndinni sama dag, kærir Björn Líndal hdl., fyrir hönd Lýsingar hf. Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 9. mars 2005 á umsókn um að breyta notkun hússins að Túngötu 34, Reykjavík í gistiheimili með sex íbúðareiningum.  Gerir kærandi þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi. 

Málsatvik og rök:  Hinn 24. ágúst 2004 sótti kærandi um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins að Túngötu 34 í Reykjavík úr heimagistingu í gistiheimili.  Fasteignin er á svæði sem hefur ekki verið deiliskipulagt.  Vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.  Málið kom til kasta skipulagsráðs sem samþykkti að grenndarkynna umsókn kæranda á fundi sínum hinn 19. janúar 2005.  Við grenndarkynninguna komu fram andmæli íbúa við fyrirhuguðum rekstri er snérust einkum um aukið ónæði, bílastæðavandamál og sorphirðu.  Skipulagsráð afgreiddi erindið hinn 9. mars 2005 með svofelldri bókun:  „Umsókn um breytta notkun synjað.  Ákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur útilokar ekki að veitt verði leyfi til rekstrar gistiheimila á íbúðarsvæðum að uppfylltum þeim skilyrðum að starfsemin valdi ekki óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óeðlilega mikillar umferðar.  Með vísan til athugasemda íbúa er ekki talið að þeim skilyrðum sé fullnægt.“ 

Kærandi bendir á að fyrirhugaður gistiheimilisrekstur hafi ekki önnur eða meiri áhrif á umhverfið en sambærilegur rekstur í íbúðarhverfum sem hafi verið heimilaður.  Skipulagsráð hafi ekki gætt samræmis eða jafnræðis við hina kærðu ákvörðun og sé það brot á 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.  Þá sé með hinni kærðu ákvörðun vegið að stjórnarskárvörðum atvinnuréttindum kæranda.  Auk þess hafi málsmeðferð verið ábótavant þar sem kæranda hafi ekki verið kynntar framkomnar athugasemdir og gefinn kostur á að tjá sig um þær.  Sé þetta brot á andmælareglu stjórnsýslulaga. 

Niðurstaða:  Samkvæmt þinglýstu afsali, dags. 18. nóvember 2005, varð Íslenska prinsessan ehf. eigandi fasteignarinnar að Túngötu 34 í Reykjavík og sama dag seldi það fyrirtæki DB ehf. fasteignina.  Samkvæmt þinglýstum kaupsamningi, dags. 29. desember 2006, seldi síðan DB ehf. umrædda fasteign til einkahlutafélagsins Abios ehf.

Þar sem kærandi er ekki lengur tengdur greindri fasteign sem eigandi eða afnotahafi verður hann ekki talinn eiga lögvarinna hagsmuna að gæta varðandi gildi hinnar kærðu ákvörðunar.  Núverandi eiganda hefur verið tilkynnt um kærumálið og honum gefinn kostur á að láta málið til sín taka innan tiltekins frests en hann hefur látið það hjá líða.  Verður kærumáli þessu því vísað frá úrskurðarnefndinni. 

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulaga sökum mikils málafjölda sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar. 

Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. 

 

 

___________________________
Hjalti Steinþórsson

 

 

_____________________________        _________________________________
Ásgeir Magnússon                                    Þorsteinn Þorsteinsson

48/2005 Laugavegur

Með

Ár 2007, miðvikudaginn 18. apríl, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21, Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 48/2005, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi hússins að Laugavegi 161.      

Á málið er nú lagður svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 20. júní 2005, er barst nefndinni samdægurs, kærir J, Laugavegi 161, Reykjavík ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 17. maí 2005 um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi hússins að Laugavegi 161.  Á fundi borgarráðs hinn 19. s.m. var afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.  

Gerir kærandi þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi.  

Málavextir og rök:  Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa hinn 17. maí 2005 var veitt samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi hússins að Laugavegi 161 vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar.  Var samþykktin staðfest á fundi borgarráðs hinn 19. s.m.

Í kæru til úrskurðarnefndarinnar krefst kærandi þess að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og boðar rökstuðning kærunnar síðar.  Engin rök hafa þó borist nefndinni.  Í greinargerð borgaryfirvalda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 5. febúar 2007, er gerð krafa um frávísun málsins og var kæranda kynnt efni greinargerðarinnar með bréfi, dags. 15. mars 2007.  Var kæranda veittur frestur til 30. mars 2007 til að tjá sig um efni greinargerðar borgaryfirvalda sem hann nýtti sér ekki.       

Niðurstaða:  Í kærumáli þessu er deilt um samþykki byggingarfulltrúa fyrir núverandi innra fyrirkomulagi hússins að Laugavegi 161 í tilefni af gerð eignaskiptayfirlýsingar.  Fyrir úrskurðarnefndinni hefur kærandi hvorki gert grein fyrir hagsmunum þeim er hann kann að eiga af því að fá hina kærðu samþykkt úr gildi fellda né mögulegu eignarhaldi hans á hluta hússins.  Verður ekki ráðið af málsgögnum, eins og málið liggur nú fyrir, að kærandi eigi lögvarða hagsmuni í málinu og verður því af þeim sökum vísað frá úrskurðarnefndinni.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega sökum mikils fjölda mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

 

____________________________________
Hjalti Steinþórsson

 

___________________________        _____________________________
Ásgeir Magnússon                                       Þorsteinn Þorsteinsson

 

 

42/2005 Þjóðleikhúsreitur

Með

Ár 2007, fimmtudaginn 12. apríl, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21, Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 42/2005, kæra á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 13. apríl 2005 um deiliskipulag staðgreinireits 1.151.4, Þjóðleikhúsreits. 

Á málið er nú lagður svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. maí 2005, er barst nefndinni samdægurs, kærir S, formaður Félags bókagerðarmanna, f.h. félagsins, eiganda hússins að Hverfisgötu 21, Reykjavík, samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 13. apríl 2005 um deiliskipulag fyrir staðgreinireit 1.151.4, Þjóðleikhúsreit.  Á fundi borgarráðs hinn 28. apríl s.á. var afgreiðsla ráðsins staðfest.  

Gerir kærandi þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi.  

Málavextir:  Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 11. febrúar 2004 voru lögð fram drög að forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi staðgreinireits 1.151.4, Þjóðleikhúsreits, er afmarkast af Ingólfsstræti, Lindargötu, Smiðjustíg og Hverfisgötu.  Var samþykkt að kynna forsögnina fyrir hagsmunaaðilum.  Að lokinni forkynningu meðal hagsmunaaðila var málið tekið fyrir á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa hinn 12. nóvember 2004 og ákveðið að vísa því til skipulags- og byggingarnefndar, sem á fundi hinn 17. nóvember 2004 samþykkti að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.  Á fundi skipulagsráðs hinn 2. febrúar 2005 var lögð fram tillaga að deiliskipulagi reitsins sem samþykkt var að auglýsa.  Fól deiliskipulagstillagan m.a. í sér heimild til að reisa þriggja hæða byggingu við Þjóðleikhúsið að Hverfisgötu 19, er myndi snúa að Lindargötu, með mest tíu metra vegghæð og tveggja hæða byggingu sunnan við hana með mest sjö metra vegghæð.  Milli nýbygginganna og Þjóðleikhússins yrði heimilað að byggja léttar tengibyggingar með mest fjögurra metra vegghæð.  Þá yrði og heimilað að byggja tvær kjallarahæðir undir öllum nýbyggingum.  Heildarbyggingarmagn á lóðinni að Hverfisgötu 19 eftir stækkun yrði 10.610 m² og leyfilegt nýtingarhlutfall 2,67.  Í tillögunni fólst einnig heimild til að auka byggingarmagn á tveimur íbúðarhúsalóðum, þ.e. Smiðjustíg 11 og 13.  Að Smiðjustíg 13 var heimilað að fjarlægja viðbyggingu hússins og setja annað flutningshús, hæð og ris, ofan á núverandi kjallara eða byggja nýtt bárujárnshús með risi og þakhalla.  Heildarbyggingarmagn á lóðinni eftir stækkun yrði 391 m² og nýtingarhlutfall 0,83.  Að Smiðjustíg 11 yrði heimilað að rífa geymsluskúr og byggja við eina hæð og kjallara sunnan við húsið með þakgarði eða svölum.  Einnig að byggja létta útbyggingu og/eða svalir innan byggingarreits vestan hússins og mætti samanlögð lengd þeirra á hverri hæð vera allt að 40% húshliðar sem að garði myndi snúa.  Heildarbyggingarmagn á lóðinni yrði 580 m² og nýtingarhlutfall 1,19.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi Þjóðleikhúsreits var auglýst frá 18. febrúar 2005 til 1. apríl s.á. og setti kærandi fram athugasemd vegna tillögunnar.  Á fundi skipulagsráðs hinn 13. apríl 2005 var málið tekið fyrir ásamt athugasemd kæranda og umsögn skipulagsfulltrúa og var hin auglýsta deiliskipulagstillaga samþykkt.  Borgarráð samþykkti afgreiðsluna á fundi hinn 28. s.m.  Skipulagsstofnun tilkynnti í bréfi, dags. 19. maí 2005, að hún gerði ekki athugasemd við birtingu gildistökuauglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda sem birtist hinn 25. maí 2005. 

Framangreindri samþykkt skipulagsráðs hefur kærandi skotið til úrskurðarnefndarinnar svo sem að framan greinir.

Málsrök kæranda:  Af hálfu kæranda er vísað til þess að hæð fyrirhugaðrar viðbyggingar Þjóðleikhússins sé 10 metrar sem byrgja muni fyrir útsýni úr húsi hans til norðurs auk þess sem lokað sé fyrir aðkomuleið frá Lindargötu.  Kjallarar sem sýndir séu í þversniði virðist verða nýttir sem bílageymsla enda sé ekki gerð grein fyrir bílastæðum í hinni kærðu samþykkt.  Slíkt sé í andstöðu við skipulagsreglugerð sem geri ráð fyrir einu bílastæði fyrir hver sex sæti í leikhúsinu.  Bent sé á mengunarhættu vegna útblásturs sem þó sé ærin fyrir.  Ekkert vanti og engu sé ofaukið í Þjóðleikhúsinu og viðbygging af þeirri stærðargráðu sem sé fyrirhuguð sé síst til fegurðarauka.

Bent sé á að starfsmenn kæranda hafi lagt bifreiðum sínum bak við húsið að Hverfisgötu 21 og hafi haft til þess lykil/kóða.  Ekki komi fram í hinni kærðu samþykkt hvar starfsmenn kæranda muni í framtíðinni eiga að leggja bifreiðum sínum og í engu sé gerð grein fyrir hvort þeim verði bættur skaðinn.  

Samkvæmt hinni kærðu samþykkt sé heimiluð stækkun og breyting hússins nr. 11 við Smiðjustíg.  Á lóðinni sé nú skúrbygging sem heimilað sé að rífa og byggja í hennar stað hús á einni hæð með kjallara.  Þessi heimild sé óskiljanleg þar sem hækkun á gluggalausum vegg sé Lýðveldisgarðinum til mikilla lýta.  Þá komi það kæranda undarlega fyrir sjónir að skipulagshönnuður hins kærða deiliskipulags skuli vera umsagnaraðili um eigin hönnun en eigandi Smiðjustígs 11 sé höfundur hinnar kærðu ákvörðunar.  

Umferð milli lóðanna að Hverfisgötu 21 og Þjóðleikhússins muni aukast og áskilji kærandi sér rétt til að setja girðingu í norður- og vesturlóðarmörk.  

Málsrök Reykjavíkurborgar:  Af hálfu borgaryfirvalda er vísað til þess að Þjóðleikhúsið uppfylli ekki nútímakröfur um bílastæði vegna starfseminnar sem ekki verði bætt úr nema með auknu byggingarmagni á lóðinni.  Í deiliskipulagssamþykktinni sé veitt heimild til að byggja tvær hæðir neðanjarðar á lóð Þjóðleikhússins þar sem mögulegt sé að gera bílastæði, auk þess sem rætt hafi verið um að samnýta bílastæði með ríkisstofnunum norðan Lindargötu.

Bent sé á að í skilmálum deiliskipulagsins, sem séu almennir skilmálar fyrir miðborgarsvæði Reykjavíkur, segi eftirfarandi:  „Einkaréttarlegar kvaðir um takmarkanir á notkun húsa eða húshluta s.s. ákvæði í kaupsamningum eða skv. þinglýstum kvöðum, sem ekki hafa hlotið samþykki borgaryfirvalda, gilda ekki í þeim tilvikum sem þær brjóta gegn þeim markmiðum sem settar eru fram um landnotkun/notkun í skipulagsáætlunum.  Í ljósi þessa verða eingöngu þinglýstar kvaðir sem lúta að umferð um lóð sýndar á uppdráttum.  Ekki verða sýndar aðrar kvaðir, sem er að finna í þinglýstum samningum einkaaðila.“  Þetta þýði ekki að verið sé að fella úr gildi samninga einkaaðila.  Það sé hvorki hlutverk deiliskipulags né markmið yfirvalda með gerð þess að festa slíka samninga í sessi í deiliskipulagi.  Sveitarfélag sé ekki skaðabótaskylt vegna samninga milli lóðarhafa um bílastæði á einkalóðum.

Ekki sé um að ræða heimild til að gera tveggja hæða byggingu á lóð Smiðjustígs 11 á lóðarmörkum að Lýðveldisgarði eins og kærandi haldi fram, heldur einnar hæðar viðbyggingu við núverandi skúr á lóðarmörkunum.  Um sé að ræða um fimm metra viðbyggingu til austurs þannig að mögulegt verði að tengja skúrinn aðalhúsinu.  Tillaga sé gerð að þessari viðbyggingu í ljósi þess að hún sé ekki talin verða Lýðveldisgarðinum til lýta.

Rétt sé að skipulagsráðgjafarnir sem unnið hafi hina kærðu deiliskipulagssamþykkt séu eigendur að hluta í tveimur húsum á reitnum.  Þeir séu ekki hönnuðir skipulagsins heldur ráðgjafar skipulagsyfirvalda varðandi framtíðarnotkun svæðisins.  Þeir þekki svæðið mjög vel þar sem þeir hafi hannað hið nýja hús Hæstaréttar á reitnum ásamt því að hafa verið með starfsemi á svæðinu um árabil.  Skipulagsforsögn, sem gerð hafi verið áður en hafist hafi verið handa við gerð deiliskipulagstillögunnar, sé hluti forsendna deiliskipulagsins og fjalli um framtíðarstefnu varðandi uppbyggingu, verndun og landnotkun á svæðinu.  Í skipulagsforsögninni sé gerð grein fyrir ýmsum upplýsingum um reitinn og stefnumörkun skipulagsyfirvalda lýst.  Það séu því skipulagsyfirvöld sem hafi hinn endanlega ákvörðunarrétt varðandi útfærslu deiliskipulagsins.  Öllum hagsmunaaðilum á svæðinu hafi verið send tilkynning um að hafin væri vinna við gerð deiliskipulagstillögu svæðisins og þeim boðið að koma með ábendingar og óskir varðandi nýtingu eigin lóða og tillöguna í heild sinni.  Tekið hafi verið tillit til hugsanlegra hagsmunaárekstra hönnuða við gerð deiliskipulagsins og hafi viðkomandi ráðgjafar verið teknir af verkinu og tillagan unnin hjá skipulagsfulltrúa.

Í deiliskipulagssamþykktinni sé ekki veitt heimild til aksturs bifreiða að baklóð Þjóðleikhússins, frá Hverfisgötu.  Ekki sé tekið á girðingu lóða í deiliskipulaginu, en bent á 67. gr. byggingarreglugerðar þar sem segi m.a.:  „Leita skal samþykkis byggingarnefndar á gerð og frágangi girðingar ef hún er hærri en 1.80 m eða nær lóðamörkum en sem svara hæð hennar, mælt frá jarðvegshæð við girðinguna eða frá hæð lóðar á lóðamörkum ef hún er meiri. Girðing á mörkum lóða er háð samþykki beggja lóðarhafa.“

Í umsögn skipulagsfulltrúa varðandi hæð viðbyggingar komi fram að í tilefni af 40 ára afmæli Þjóðleikhússins hafi verið ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á húsakosti þess.  Árið 1989 hafi verið unnin áfangaskýrsla þar sem m.a. hafi komið fram að framsetning og umbúnaður leiklistar hafi breyst mikið síðan Þjóðleikhúsið hafi verið hannað á árunum 1920 til 1930 og rýmisþörf vegna nútímastarfsemi í húsinu hafi síðan þá aukist mikið.  Í upphafi tíunda áratugar tuttugustu aldar hafi verið gerðar miklar breytingar innanhúss.  Að öðru leyti hafi leikhúsið verið svo til óbreytt frá upphafi og þyki nú vera komið að endurbótum á ytra byrði hússins og löngu tímabærri stækkun.  Í Skúlagötuskipulagi, er samþykkt hafi verið árið 1986, sé tekið fram að húsin við Smiðjustíg skuli standa áfram en með fyrirvara um framkvæmdir við Þjóðleikhúsið.  Það hafi því lengi verið gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum við Þjóðleikhúsið.  Það hafi verið friðað af menntamáalráðherra árið 2004 og því sé ljóst að farið verði með mikilli gát í allar breytingar á núverandi útliti hússins enda séu þær háðar lögum um húsafriðun.  Hin kærða samþykkt gefi afmarkaða heimild til viðbyggingar við austurhlið Þjóðleikhússins og gefi hvorki til kynna endanlega útfærslu né útlit fyrirhugaðrar viðbyggingar.  Eins og fram hafi komið liggi mikið við að hún sé vel af hendi leyst þannig að hún dragi ekki úr mikilvægi hins friðaða mannvirkis og verði til fegurðarauka í umhverfinu.  Einnig sé tekið fram að orðið hafi verið við athugasemdum kæranda varðandi götumynd Smiðjustígs.

Ljóst sé að aðstæður á lóðum innan reitsins séu mismunandi og nýtingarhlutfall sé aðeins eitt þeirra atriða sem notað sé til að stýra og takmarka byggingarheimildir innan lóða.  Á þeim lóðum þar sem veittar séu heimildir til viðbygginga og/eða til að rífa núverandi hús og byggja ný sé kveðið á um mismunandi hátt nýtingarhlutfall sem endurspeglist af stærð þess byggingarreits sem lóðin sé talin þola með vísan til legu hennar gagnvart eldri byggð og annara atriða sem máli geti skipt.  Hvergi sé kveðið á um það í skipulags- og byggingarlögum að nýtingarhlutfall skuli vera það sama á öllum lóðum þegar deiliskipulagt sé í þröngri og gamalli byggð.  Ætíð þurfi að meta hverja lóð fyrir sig þegar nýtingarhlutfall sé ákveðið.

Að lokum sé minnt á að eigendur fasteigna í þéttbýli geti ávallt vænst þess að breytingar verði gerðar á skipulagi sem haft geta í för með sér skerðingu á útsýni, aukið skuggavarp, umferðaraukningu eða aðrar breytingar.  Verði menn almennt að sæta því að með almennum takmörkunum geti hagsmunir þeirra í einhverju verið skertir með slíkum breytingum.

Niðurstaða:  Í máli þessu er deilt um gildi deiliskipulagsbreytingar svokallaðs Þjóðleikhúsreits, er staðfest var í borgarráði hinn 28. apríl 2005, en fyrir var í gildi deiliskipulag, staðfest af ráðherra hinn 13. maí 1986.  Á skipulagssvæðinu er fyrir gróin byggð með mótaða landnotkun, m.a. Þjóðleikhúsið og nýbygging Hæstaréttar.  Felur hin kærða skipulagsbreyting m.a. í sér heimild til að auka byggingarmagn á lóð Þjóðleikhússins að Hverfisgötu 19 og á lóðinni nr. 11 við Smiðjustíg. 

Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 er svæði það er hér um ræðir miðborgarsvæði þar sem byggð er tiltölulega þétt og nýtingarhlutfall lóða hátt.  Hús kæranda stendur við hlið Þjóðleikhússins, en fyrirhugaðar byggingar samkvæmt hinni kærðu ákvörðun eru norðan húss kæranda og hafa því óveruleg áhrif á birtu eða skuggavarp.  Verður ekki séð að hinar umdeildu breytingar, þar á meðal fyrirhuguð viðbygging við Þjóðleikhúsið, hafi í för með sér slíkt óhagræði að leiða eigi til ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og verður því ekki fallist á kröfu kæranda í málinu.  Verður og til þess að líta að hafi kærandi sannanlega orðið fyrir fjárhagslegu tjóni við gildistöku skipulagsbreytingarinnar er honum tryggður réttur til skaðabóta samkvæmt 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Samkvæmt öllu framansögðu verður ekki fallist á kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega vegna málafjölda sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu samþykktar skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 13. apríl 2005 um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.151.4 Þjóðleikhúsreits sem staðfest var í borgarráði hinn 28. apríl 2005.

 

 

____________________________________
Hjalti Steinþórsson

 

 

______________________________      _______________________________
Ásgeir Magnússon                                           Þorsteinn Þorsteinsson 

 

50/2006 Gvendargeisli

Með

Ár 2007, fimmtudaginn 12. apríl, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21 í Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur. 

Fyrir var tekið mál nr. 50/2006, kæra á synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 7. júní 2006 um breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðina að Gvendargeisla 104 í Reykjavík er fól í sér að breyta innbyggðum bílskúr í íbúðarhúsnæði og heimild til að reisa frístandandi bílskúr á lóðinni.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 14. júní 2006, er barst nefndinni hinn 19. sama mánaðar, kærir Þ, eigandi fasteignarinnar að Gvendargeisla 104, Reykjavík, synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 7. júní 2006 um breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðina að Gvendargeisla 104 í Reykjavík er fól í sér að breyta innbyggðum bílskúr í íbúðarhúsnæði og heimild til að reisa frístandandi bílskúr á lóðinni.  Borgarráð staðfesti þá ákvörðun hinn 8. sama mánaðar.

Málavextir:  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. febrúar 2004 var lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 19. nóvember 2003, með fyrirspurn kæranda um hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 75 fermetra bílskúr, að mestu niðurgrafinn, sunnan húss sem heimilað hafði verið að byggja á lóðinni nr. 104 við Gvendargeisla.  Var erindið afgreitt með eftirfarandi bókun:  „Jákvætt, enda verði bílageymsla felld vel í land. Umsækjandi láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samráði við skipulagsfulltrúa. Grenndarkynna þarf tillöguna.“

Tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrrgreinda fyrirspurn var síðan lögð fram á fundi skipulagsfulltrúa hinn 27. maí 2005 þar sem samþykkt var að grenndarkynna hana.

Að lokinni grenndarkynningu var málið tekið fyrir hjá skipulagsfulltrúa hinn 10. febrúar 2006, þar sem fyrir lá undirskriftalisti 18 íbúa og tvö athugasemdabréf.  Var á fundinum ákveðið að vísa málinu til skipulagsráðs.  Hinn 1. mars 2006 var málið tekið fyrir hjá skipulagsráði og beiðninni synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.  Borgarráð staðfesti þá afgreiðslu hinn 2. mars 2006.

Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2006  var lögð fram ný tillaga kæranda, dags. 20. mars 2006, að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Gvendargeisla 104 og var erindinu synjað með svofelldri bókun:   „Synjað með vísan til raka í eldri umsögn skipulagsfulltrúa með vísan til fyrri málsmeðferðar.“  Var afgreiðslan staðfest á fundi borgarráðs hinn 8. júní 2006.  Hefur kærandi skotið þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar eins og að framan greinir.

Málsrök kæranda:  Kærandi vísar til þess að hann hafi í desember 2005 sótt um leyfi fyrir að byggja frístandandi bílgeymslu við norðurhlið einbýlishúss að Gvendargeisla 104 í Reykjavík en lóðin sé innst í botngötu og sé við rætur aflíðandi brekku.  Gert hafi verið ráð fyrir að bílgeymslan yrði niðurgrafin í brekkuna, þannig að hún stæði um einn metra upp úr jörð, þrjá metra frá suðurhlið hússins og yrði 75 fermetrar að innanmáli.  Vegna aðstæðna hefði bílgeymslan óveruleg útlitsáhrif.

Í kjölfar þess að skipulagsráð hafi hafnað umsóttri útfærslu vegna framkominna athugasemda íbúa, m.a. í þá veru að bílgeymsla væri orðin of stór hluti hússins, hafi kærandi sótt um breytta tilhögun með því að innbyggð bílgeymsla í húsi yrði nýtt til íbúðar en umsótt bílgeymsla yrði frístandandi.  Þessu hafi einnig verið hafnað með vísan til afgreiðslu fyrri umsóknar.

Athygli sé vakin á að heimilt sé, samkvæmt gildandi skipulagi, að reisa 250-300 fermetra hús á umræddri lóð og hafi kærandi þegar greitt lóðagjöld í samræmi við það.  Samkvæmt skilmálum fyrir H einbýlishús við Gvendargeisla sé viðmiðunarstærð húsa um 215 fermetrar fyrir utan bílgeymslu, en stærð húss kæranda sé nú 163 fermetrar með bílgeymslu á 744 fermetra lóð.   Mörg hús við götuna séu um og yfir 300 fermetra að stærð.

Engin málefnaleg rök hafi verið færð fram fyrir hinni kærðu synjun borgaryfirvalda.  Byggingarmagn á lóð yrði innan marka skipulags, umsótt bílgeymsla muni ekki valda skuggavarpi, hindra útsýni eða hafa á nokkurn hátt áhrif á götuna svo sem fram komi í umsögn skipulagsfulltrúa.  Kærandi hafi einungis sótt um að fá að nýta byggingarrétt sem lóð hans fylgi á þann hátt sem best henti.  Íbúar götunnar eigi ekki að geta með athugasemdum sínum svipt kæranda þessum rétti án rökstuddrar ástæðu.

Málsrök Reykjavíkurborgar:  Reykjavíkurborg krefst þess að hin kærða ákvörðun standi óhögguð. 

Samkvæmt gildandi skipulagsskilmálum sé gert ráð fyrir að viðmiðunarstærð einbýlishúsa við Gvendargeisla sé 215 fermetrar fyrir utan bílskúra.  Það að kærandi hafi kosið að byggja minna hús á lóð sinni sé hans val og veiti ekki rétt til byggingar bílgeymslu til þess að fullnýta lóðina.  Greiðslur lóðagjalda hafi því enga þýðingu í máli þessu. 

Þrátt fyrir að skipulagsyfirvöld hafi upphaflega tekið jákvætt í fyrirspurn kæranda sé ljóst að við grenndarkynningu hafi komið fram mikil andstaða  á meðal íbúa við götuna, m.a. vegna þeirrar óvissu hvernig slík bílgeymsla yrði nýtt á seinni tímum.  Þó kærandi hygðist einungis nota hana sem geymslu undir fornbíla o.fl. sé óvíst hvernig seinni eigendur myndu nýta slíkt rými.  Gæti því stærð bílgeymslunnar leitt af sér óæskilega atvinnustarfsemi á síðari tímum sem ekki ætti heima í íbúðarhverfum.  Í ljósi mótmæla íbúa og þess að stærð og staðsetning bílskúrs samræmdist ekki deiliskipulagi hafi það verið mat skipulagsráðs að synja ofangreindri tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 104 við Gvendargeisla.

Niðurstaða:  Á umræddu svæði er í gildi deiliskipulag fyrir austursvæði Grafarholts, íbúðarsvæði, frá árinu 2000 með síðari breytingum.  Af fyrirliggjandi gögnum verður ráðið að skipulagsskilmálar fyrir tilteknar lóðir við Gvendargeisla fyrir einbýlishús af gerðinni H hafi verið samþykktir á árinu 2002 og taka þeir m.a. til lóðar kæranda.  Samkvæmt sérákvæðum í þeim skilmálum  er kveðið á um að bílgeymslur skuli vera innbyggðar og snúa að götu.  Hin umsótta tilhögun á frístandandi bílgeymslu á lóðinni að Gvendargeisla 104, er snéri að íbúðarhúsi, fól því í sér frávik frá gildandi skipulagi hverfisins.

Við deiliskipulagningu nýbyggingarsvæða, eins og hér um ræðir, er m.a. tekin ákvörðun um landnotkun, tilhögun byggðar og húsagerðir og er deiliskipulag sem tekið hefur gildi bindandi fyrir stjórnvöld og borgara, sbr. 2. mgr. greinar 6.4 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.  Hafa verður í huga að við úthlutun lóða á slíkum svæðum liggur þegar fyrir í deiliskipulagi hvaða heimildir eru fyrir hendi til nýtingar einstakra lóða og geta lóðarhafar ekki vænst þess að fyrra bragði að skipulagi verði breytt varðandi nýtingu og fyrirkomulag bygginga á lóðum þeirra.  Verða borgarar að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á skipulagi, sem mótar byggð á skipulagssvæðinu, nema að veigamiklar ástæður eða skipulagsrök mæli með því.  Verður því að gjalda varhug við því, m.a. með tilliti til fordæmisgildis, að ráðist sé í breytingar á nýlegu deiliskipulagi eftir óskum einstakra lóðarhafa.

Þrátt fyrir að fallast megi á það með kæranda að umsótt breyting á skipulagi lóðar hans hafi óveruleg grenndaráhrif og byggingarmagn yrði innan marka gildandi skipulags verður ekki fallist á að það eigi að leiða til ógildingar hinnar kærðu synjunar.

Með vísan til framangreindra sjónarmiða verður ekki fallist á kröfu kæranda í máli þessu.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist sökum mikils málafjölda sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 7. júní 2006, er borgarráð staðfesti hinn 8. sama mánaðar, um breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðina að Gvendargeisla 104 í Reykjavík.

 

___________________________
Hjalti Steinþórsson

 

_____________________________        _________________________________
Ásgeir Magnússon                                  Þorsteinn Þorsteinsson

18/2007 Bergstaðastræti

Með

Ár 2007, föstudaginn 30. mars, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21 í Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur. 

 

Fyrir var tekið mál nr. 18/2007, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 27. febrúar 2007 um að veita leyfi fyrir endurbyggingu hússins að Hverfisgötu 44 á lóðinni að Bergstaðastræti 16, Reykjavík. 

 

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

 

úrskurður: 

Með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 7. mars 2007, er barst nefndinni 8. sama mánaðar, kærir Sigurbjörn Þorbergsson hdl., f.h. ÞG verktaka ehf., eiganda fasteignanna að Spítalastíg 20 og baklóðar að Spítalastíg 6, og S, eiganda Spítalastígs 6 og hluta fasteignarinnar að Spítalastíg 4, Reykjavík, þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 27. febrúar 2007 að veita leyfi fyrir endurbyggingu hússins að Hverfisgötu 44 á lóðinni að Bergstaðastræti 16, Reykjavík. 

 

Gera kærendur þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að kveðinn verði upp úrskurður til bráðabirgða um stöðvun framkvæmda samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi.  Þykir málið nú nægjanlega upplýst til þess að það verði tekið til endanlegs úrskurðar og verður því ekki tekin afstaða til stöðvunarkröfunnar. 

 

Málsatvik og rök:  Með kæru, dags. 7. mars 2006, skutu kærendur deiliskipulagsákvörðun borgarráðs frá 24. nóvember 2005, er tekur til umrædds svæðis, til úrskurðarnefndarinnar. 

 

Hinn 26. september 2006 var tekin fyrir á embættisafgreiðslufundi byggingarfulltrúa umsókn um leyfi til að endurbyggja húsið að Hverfisgötu 44 á lóðinni að Bergstaðastræti 16 og var hún samþykkt.  Skutu kærendur máls þessa þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar sem vísaði kærunni frá með úrskurði uppkveðnum hinn 29. desember 2006 í kjölfar þess að byggingaryfirvöld afturkölluðu umdeilt leyfi.  Var ástæða afturköllunarinnar sú að nýtingarhlutfall lóðarinnar að Bergstaðastræti 16 samkvæmt veittu byggingarleyfi yrði hærra en heimilað var í deiliskipulagi reitsins.  Jafnframt hafa kærendur skotið ákvörðun skipulagsráðs frá 17. janúar 2007 um breytt nýtingarhlutfall lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18 til úrskurðarnefndarinnar, en auglýsing um gildistöku þeirrar ákvörðunar var birt í B-deild Stjórnartíðinda 13. febrúar 2007. 

 

Eftir að ákvörðun um breytt nýtingarhlutfall lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18 hafði tekið gildi samþykkti byggingarfulltrúi byggingarleyfi fyrir flutningshúsi á lóðinni að Bergstaðastræti 16 að nýju og hafa kærendur nú skotið þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar eins og að framan er rakið. 

 

Benda kærendur á að hið kærða byggingarleyfi eigi stoð í fyrrgreindu skipulagi svo sem því hafi verið breytt.  Þeir hafi kært téðar ákvarðanir til úrskurðarnefndarinnar og telji þær ólögmætar.  Á meðan ekki liggi fyrir niðurstaða í kærumálinu vegna skipulagsins leiki vafi á um gildi þess og sé því krafist ógildingar hins kærða byggingarleyfis. 

 

Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að hið kærða byggingarleyfi standi óraskað enda sé ekkert komið fram um að leyfið sé haldið annmörkum. 

 

Byggingarleyfishafi bendir á að kærendur eigi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta vegna veitingar umdeilds byggingarleyfis og eigi krafa kærenda enga lagastoð.  Þá sé ekkert fram komið um að skipulag það sem leyfið styðjist við sé haldið form- eða efnisannmörkum. 

 

Niðurstaða:  Kærendur máls þessa eiga lóðir í næsta nágrenni við lóðina Bergstaðastræti 16 og geta heimildir í skipulagi eða leyfi fyrir húsbyggingu á þeirri lóð snert hagsmuni þeirra og haft grenndaráhrif.  Þeir hafa kært skipulagsákvarðanir þær sem hið kærða byggingarleyfi á stoð í og voru taldir eiga hagsmuna að gæta við grenndarkynningu vegna breytts nýtingarhlutfalls lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18.  Verður kærumáli þessu því ekki vísað frá sökum aðildarskorts.

 

Úrskurðarnefndin hefur fyrr í dag kveðið upp úrskurð þar sem áðurnefndar skipulagsákvarðanir voru felldar úr gildi og á því umdeilt byggingarleyfi ekki lengur viðhlítandi stoð samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.  Verður það af þeim sökum fellt úr gildi með vísan til 2. mgr. 43. gr. nefndra laga.  

 

Úrskurðarorð:

 

Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 27. febrúar 2007 um að veita leyfi fyrir endurbyggingu hússins að Hverfisgötu 44 á lóðinni Bergstaðastræti 16, Reykjavík er felld úr gildi.

 

___________________________
Hjalti Steinþórsson

 

_____________________________   ____________________________
Ásgeir Magnússon                              Þorsteinn Þorsteinsson

18/2006 Bergstaðastræti

Með

Ár 2007, föstudaginn 30. mars kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skúlagötu 21 í Reykjavík.  Mættir voru Hjalti Steinþórsson forstöðumaður, Ásgeir Magnússon héraðsdómari og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur. 

Fyrir var tekið mál nr. 18/2006, kæra á samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 24. nóvember 2005 um deiliskipulag fyrir reit 1.184.0, er afmarkast af Óðinsgötu, Bjargarstíg, Grundarstíg og Spítalastíg, og á breytingu á því deiliskipulagi er skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti hinn 17. janúar 2007 varðandi nýtingarhlutfall lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18. 

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður: 

Með bréfum til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 7. mars 2006 og 7. mars 2007, er bárust nefndinni 7. mars 2006 og 8. mars 2007, kærir Sigurbjörn Þorbergsson hdl., f.h. ÞG verktaka ehf., eiganda fasteignanna að Spítalastíg 20 og baklóðar að Spítalastíg 6, og S, eiganda Spítalastígs 6 og hluta fasteignarinnar að Spítalastíg 4, Reykjavík, samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 24. nóvember 2005 um deiliskipulag fyrir reit 1.184.0, er afmarkast af Óðinsgötu, Bjargarstíg, Grundarstíg og Spítalastíg, og á breytingu á því deiliskipulagi er skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti hinn 17. janúar 2007 varðandi nýtingarhlutfall lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18.  Gera kærendur þá kröfu að hinar kærðu ákvarðanir verði felldar úr gildi. 

Með bréfi, dags. 7. mars 2007, kærðu kærendur fyrrgreinda deiliskipulagsbreytingu ásamt veittu byggingarleyfi fyrir flutningi húss að Bergstaðastræti 16.  Í ljósi þess að deiliskipulag svæðisins er til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni vegna fyrra málskots kærenda þykir rétt að sameina kæru vegna deiliskipulagsbreytingarinnar því máli sem er nr. 18/2006. 

Málavextir:  Á árinu 2003 voru unnin drög að deiliskipulagi staðgreinireita 1.184.0 og 1.184.1 og voru þau kynnt hagsmunaaðilum á svæðinu.  Að þeirri kynningu lokinni var lögð fram tillaga að uppbyggingu lóðarinnar Bergstaðastræti 16-18 á fundi skipulags- og byggingarnefndar 7. apríl 2004 og var samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum.  Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 12. maí 2004 var tillagan til umfjöllunar ásamt athugasemdum er borist höfðu, m.a. frá öðrum kærenda.  Á fundinum var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um framkomnar athugasemdir, dags. 6. maí 2004, og var samþykkt að auglýsa framlagða skipulagstillögu til kynningar.  Borgarráð samþykkti þá afgreiðslu á fundi sínum 18. maí 2004. 

Hinn 10. janúar 2005 var haldinn fundur með hagsmunaaðilum þar sem kynnt var ný tillaga að deiliskipulagi umædds reits.  Fólst breytingin frá fyrri tillögu aðallega í því að dregið var úr byggingarmagni á lóðinni nr. 16-18 við Bergstaðastræti vegna framkominna athugasemda íbúa um að fyrirhugað byggingarmagn væri of mikið.  Á kynningartíma fyrri tillögunnar komu fram athugasemdir frá fjölda íbúa og hagsmunaaðila, m.a. frá kærendum.  Ákvað skipulagsráð á fundi sínum hinn 23. febrúar 2005 að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna nýja tillögu að deiliskipulagi þar sem gert væri ráð fyrir allt að þremur flutningshúsum á umræddri lóð.  Urðu lyktir mála þær að skipulagsráð ákvað hinn 13. apríl 2005 að kynna nýja tillögu að deiliskipulagi staðgreinireits 1.184.0 þar sem gert var ráð fyrir tveimur flutningshúsum á lóðinni að Bergstaðastræti 16-18 og að nýtingarhlutfall þeirrar lóðar yrði 1,2.  Athugasemdir við tillöguna bárust frá kærendum og nokkrum öðrum en skipulagsráð samþykkti auglýsta tillögu hinn 9. nóvember 2005 með breytingum sem lagðar voru til í umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu og var sú afgreiðsla staðfest í borgarráði hinn 24. nóvember.  Tók deiliskipulagið gildi með auglýsingu þar um í B-deild Stjórnartíðinda hinn 8. febrúar 2006.  Skutu kærendur þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar eins og fyrr greinir. 

Hinn 26. september 2006 var tekin fyrir á embættisafgreiðslufundi byggingarfulltrúa umsókn um leyfi til að endurbyggja húsið að Hverfisgötu 44 á lóðinni að Bergstaðastræti 16 og var hún samþykkt.  Skutu kærendur máls þessa þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar sem vísaði kærunni frá með úrskurði uppkveðnum hinn 29. desember 2006 í kjölfar þess að byggingaryfirvöld afturkölluðu umdeilt leyfi.  Var ástæða afturköllunarinnar sú að nýtingarhlutfall lóðarinnar að Bergstaðastræti 16 samkvæmt veittu leyfi yrði hærra en heimilað var í deiliskipulagi reitsins. 

Á fundi skipulagsfulltrúa hinn 17. nóvember 2006 var lögð fram tillaga að „leiðréttingu“ á deiliskipulagi umdeilds reits er fól í sér hækkun nýtingarhlutfalls lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18 úr 1,2 í 1,5 og var sú tillaga grenndarkynnt.  Athugasemdir bárust frá nokkrum aðilum við grenndarkynninguna, þar á meðal frá kærendum.  Samþykkti skipulagsráð deiliskipulagsbreytinguna hinn 17. janúar 2007 með þeirri breytingu að nýtingarhlutfall lóðarinnar að Bergstaðastræti 18 yrði 1,35 í stað 1,5.  Tók breytingin gildi við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda hinn 13. febrúar 2007.  Skutu kærendur þeirri ákvörðun einnig til úrskurðarnefndarinnar. 

Málsrök kærenda:  Hvað varðar deiliskipulagið er borgarráð samþykkti hinn 24. nóvember 2005 benda kærendur á að með því hafi verið varpað fyrir róða fyrri skipulagshugmyndum um nýbyggingu að Bergstaðastræti 16-18, en í staðinn gert ráð fyrir flutningshúsum sem væru hærri en fyrrgreind nýbygging.  Þá væri byggingarréttur kærenda á baklóðum minnkaður verulega með hinni kærðu ákvörðun. 

Málsmeðferð deiliskipulagsins hafi brotið gegn ákvæðum 6. kafla skipulagsreglugerðar, þar sem borgarráð Reykjavíkur hafi ekki fengið athugasemdir vegna deiliskipulagstillögunnar til umfjöllunar.  Sveitarstjórn hafi með því verið svipt möguleikanum til að sinna lögbundinni skyldu til að fjalla um athugasemdirnar.  Skipulagsráð hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að breyta framlagðri tillögu, fella hana síðan niður og leggja fram nýja í staðinn.  Auglýsing nýju tillögunnar sé auk þess í andstöðu við ákvæði skipulagsreglugerðar þar sem segi að sveitarstjórn skuli samþykkja að auglýsa tillögu áður en kemur að auglýsingu.  Það hafi hvorki verið gert þegar tillögunni hafi verið breytt né þegar ný tillaga hafi verið gerð. 

Að mati kærenda hafi varaformaður skipulagsráðs verið vanhæfur við afgreiðslu skipulagstillögunnar þar eð hann hafi gefið út yfirlýsingar á opinberum vettvangi, á kynningarfundi með íbúum, sem bendi til að hann hafi þá þegar verið búinn að taka afstöðu í málinu kærendum í óhag. Leiði það til að ákvörðunin sé ógildanleg og beri að fella hana úr gildi. 

Gerðar séu athugasemdir við mat á vægi andmæla vegna umdeilds deiliskipulags.  Hluti þeirra 217 hagsmunaaðila sem skrifað hafi undir andmælabréf í september 2004 hafi ekki haft hagsmuna að gæta og ekki liggi fyrir hverjir hafi skrifað undir eða komið að þeim andmælum.  Það brjóti gegn því markmiði skipulagsreglugerðar að tryggja réttaröryggi að taka ekki tillit til athugasemda kærenda sem eigi verulegra hagsmuna að gæta í málinu, svara ekki erindum þeirra en leggja þess í stað til grundvallar sjónarmið annarra sem jafnvel eigi engra hagsmuna að gæta.  Með þessari málsmeðferð sé kærendum mismunað með ómálefnalegri afstöðu skipulagsyfirvalda. 

Markmiði skipulagsins um verndun byggðamynsturs megi ná fram með öðrum hætti en með flutningshúsum og hafi því verið gengið lengra en nauðsyn krafði til að ná fram þeim markmiðum og sama eigi við um takmörkun á byggingarmagni á baklóðum kærenda þar sem mögulegt hafi verið að koma til móts við sjónarmið þeirra án þess að raska hagsmunum annarra. 

Hið kærða deiliskipulag sé haldið slíkum form- og efnisannmörkum að leiða eigi til ógildingar þess.  Breyting sú á deiliskipulaginu er skipulagsráð hafi samþykkti hinn 17. janúar 2007 sé einnig ólögmæt. 

Ekki hafi verið heimilt að fara með breytingartillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, enda slíkt aðeins heimilt þegar breytingar verði á mælipunktum eða minni háttar breyting á einstökum húsum.  Hækkun nýtingarhlutfalls um 25% sé ekki óveruleg í ljósi þess að lóðir í nágrenninu hafi nýtingarhlutfall innan við 1,0. 

Því sé andmælt að skipulagsbreytingin hafi falið í sér leiðréttingu á gildandi skipulagi, enda hafi tillögunni verið breytt við meðferð hennar með því að nýtingarhlutfall lóðarinnar að Bergstaðastræti 18 hafi verið lækkað úr 1,5 í 1,35 án þess að rök séu fyrir því að nýtingarhlutfall þeirrar lóðar skuli vera lægra en lóðarinnar að Bergstaðastræti 16. 

Ætla megi að umdeild skipulagsbreyting sé til komin vegna byggingarleyfis fyrir flutningshúsi að Bergstaðastræti 16 sem hafi verið afturkallað þar sem það hafi stangast á við gildandi skipulag.  Hafi framkvæmdir þá verið hafnar við grunn hússins.  Byggja kærendur á því að ekki sé heimilt, sbr. 4. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga, að breyta skipulagi þar sem framkvæmt hafi verið í ósamræmi við skipulag fyrr en jarðrask hafi verið afmáð. 

Með umdeildu deiliskipulagi hafi verið mörkuð sú stefna að hafa byggingarmagn hlutfallslega lítið miðað við fyrri hugmyndir og verði ekki séð að umrædd hækkun nýtingarhlutfalls samræmist þeirri stefnu.  Hið aukna byggingarmagn valdi auk þess ójafnvægi milli lóða innan deiliskipulagsreitsins. 

Andmæli Reykjavíkurborgar:  Reykjavíkurborg byggir á því að meðferð hinnar umdeildu deiliskipulagstillögu, er samþykkt hafi verið í borgarráði hinn 24. nóvember 2005, hafi að öllu leyti verið í samræmi við reglur skipulags- og byggingarlaga.  Þá hafi samráð við hagsmunaaðila við undirbúning hennar að öllu leyti verið í samræmi við vinnureglur Reykjavíkurborgar um nýskipulagningu í eldri byggð.  Í þeim tilvikum fái allir hagsmunaaðilar á reitnum senda tilkynningu um að deiliskipulagsgerð sé vændum, auk þess sem viðhöfð hafi verið sérstök hagsmunaaðilakynning á tillögunni sjálfri áður en hún hafi verið auglýst á lögformlegan hátt.  Tveir opnir kynningarfundir hafi verið haldnir á meðan vinnan stóð yfir og séu þá ótalinn fjöldi funda embættismanna með hagsmunaaðilum sem hafi viljað kynna sér málið betur.  Þá sé því eindregið mótmælt að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið deiliskipulagsgerð og að hið samþykkta deiliskipulag brjóti gegn nokkrum ákvæðum stjórnsýslulaga, s.s. meðalhófsreglu og/eða jafnræðisreglu laganna. 

Tvívegis hafi verið auglýstar tillögur að deiliskipulagi reitsins og í bæði skiptin í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga.  Hið kærða deiliskipulag hafi verið samþykkt í skipulagsráði og af sveitarstjórn, þ.e. borgarráði Reykjavíkur, sem hafi yfirfarið framkomnar athugasemdir í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga.  Eðli máls samkvæmt taki tillögur að deiliskipulagi ýmsum breytingum í málsmeðferð, enda geri skipulags- og byggingarlög beinlínis ráð fyrir því að svo geti farið.  Ákvæði laganna um samráð við íbúa, kynningar og auglýsingar á tillögum væru markleysa ef ekki væri unnt að taka tillit til athugasemda og ábendinga sem fram komi við lögbundna málsmeðferð.  Sé því vandséð á hvaða hátt kærendur telji skipulagsráð hafa gengið framhjá sveitarstjórn eins og haldið sé fram í kæru, en í ákvæðum samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og samþykktar um skipulagsráð séu ráðinu veittar allrúmar heimildir til að annast um stjórnsýslu skipulagsmála í umboði borgarráðs, sbr. samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, 6., 38. og 39. gr. skipulags- og byggingarlaga og heimild í 1. mgr. 41. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.  Minnt sé á að tillagan hafi verið yfirfarin af Skipulagsstofnun sem hafi ekki gert athugasemdir við málsmeðferðina né við svör skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda. 

Athugasemdir kærenda um meint vanhæfi varaformanns skipulagsráðs vegna þátttöku hans á kynningarfundi séu óskiljanlegar.  Varaformaður skipulagsráðs hafi stýrt fundum ráðsins við meðferð málsins vegna vanhæfis formanns og hafi því verið viðstaddur áðurnefndan kynningarfund sem haldinn hafi verið 27. júní 2006.  Umdeilt mál hafi fengið venjubundna meðferð og á greindum fundi hafi komið fram að ætíð væri leitað eftir athugasemdum hagsmunaaðila í samræmi við lög og leitast væri við að taka tillit til þeirra að því marki sem mögulegt væri. 

Að gefnu tilefni sé tekið fram að Reykjavíkurborg telji sig ekki hafa heimildir til að undanskilja einhvern hluta athugasemda sem berist við kynningu skipulags.  Hafa verði í huga að verið sé að auglýsa í fjölmiðlum eftir athugasemdum þeirra sem einhverjar hafi og ekki sé í lögum að finna takmarkanir á því hverjir mega gera athugasemdir, s.s. með kröfu um lögvarða hagsmuni af úrlausn máls.  Leitast sé við í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna að meta allar athugasemdir sem berist og gera grein fyrir þeim og svara, þó að sumir teljist að sjálfsögðu eiga meiri hagsmuna að gæta en aðrir. 

Hvað varði athugasemdir kærenda, um að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda þeirra og erindum þeirra ekki svarað, sé vísað til umsagnar lögfræðideildar og skipulagsfulltrúa sem skipulagsráð hafi gert að sinni við samþykkt deiliskipulagsins.  Þar sé athugasemdum kærenda svarað ítarlega.  Á það sé minnt að skipulagsyfirvöld geti ekki farið eftir öllum skoðunum og ábendingum sem komi fram við meðferð skipulagstillagna og beri ekki skylda til þess.  Skipulagsyfirvöldum beri aftur á móti að fara málefnalega yfir allar athugasemdir og svara þeim, hvort sem unnt sé að koma til móts við þær eða ekki. 

Málsástæður í kæru virðist byggja á því að hið kærða deiliskipulag Bergstaðastrætisreits, þar sem gert sé ráð fyrir flutningshúsum á lóð nr. 16-18 við Bergstaðastræti, skerði á einhvern hátt hagsmuni kærenda.  Ekki verði séð til hvaða hagsmuna sé verið að vísa en nefnd lóð sé í eigu Reykjavíkurborgar og geti byggingarheimildir á þeirri lóð aldrei skert beina hagsmuni kærenda.  Ætla megi að verið sé að vísa til framlagðra hugmynda kærenda um samnýtingu lóða þeirra og lóðar Reykjavíkurborgar sem fyrri skipulagstillaga hafi gert ráð fyrir.  Þær hugmyndir hafi þótt heppilegar ef unnt yrði að samnýta umræddar lóðir en í ljósi mikillar andstöðu íbúa hafi þótt rétt að staldra við og athuga hvort möguleiki væri að koma til móts við þær athugasemdir.  Ekki sé unnt að fallast á það sjónarmið að breyting á byggingarheimildum á lóð í eigu Reykjavíkurborgar í deiliskipulagsferli geti á einhvern hátt verið skerðing á hagsmunum kærenda sem í raun hafi ekki orðið fyrir öðru en því að von þeirra um úthlutun umræddrar lóðar og uppbyggingu hafi brugðist. 

Með hinu kærða deiliskipulagi hafi verið dregið úr byggingarmagni á lóðinni nr. 16-18 við Bergstaðastræti frá fyrri tillögu og sé nú gert ráð fyrir tveimur reitum fyrir aðflutt hús.  Reitirnir hafi verið hafðir tiltölulega rúmir svo unnt væri að koma þar fyrir reisulegum timburhúsum.  Leyfileg hámarkshæð samkvæmt tillögunni sé í samræmi við hæð þeirra timburhúsa í nágrenninu sem reisulegust þyki.  Telji kærendur að hagsmunum þeirra sé með þessu raskað geti þeir eftir atvikum átt rétt á bótum samkvæmt ákvæði 33. gr. skipulags- og byggingarlaga, en ákvörðun í því efni eigi ekki undir úrskurðarnefndina. 

Nauðsynlegt sé að minna á að eigendur fasteigna í þéttbýli geti ávallt vænst þess að breytingar verði gerðar á skipulagi sem haft geti í för með sér skerðingu á útsýni, aukið skuggavarp, umferðaraukningu eða aðrar breytingar.  Verði menn almennt að sæta því að með almennum takmörkunum geti hagsmunir þeirra í einhverju verið skertir með slíkum breytingum. 

Hvað hina kærðu leiðréttingu deiliskipulagsins varði sé vísað til samantektar skipulagsfulltrúa, dags. 12. janúar 2007, um framkomnar athugasemdir og svör við þeim, en þar hafi einungis verið um að ræða breytingu á nýtingarhlutfalli lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18 og hafi málsmeðferð verið í fullu samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga.  Í greindri samantekt segi m.a:  „Þegar umsókn barst um flutning hússins að Hverfisgötu 44 á lóðina nr. 16 við Bergstaðastræti var hún afgreidd jákvætt þar sem talið var að húsið samræmdist markmiðum deiliskipulagsins varðandi stór og reisuleg timburhús fyrir umrædda lóð. Eftir að byggingarleyfi hafði verið gefið út kom í ljós að n.hl.f. lóðarinnar reyndist vera hærra en kveðið var á um í skilmálum skipulagsins. Ekki er ástæða til að rekja frekar ástæður þess að svo fór, á þessu stigi málsins, en staðfest hefur verið að um mannleg mistök var að ræða.  Árið 2002 fór fram breyting á þágildandi skipulagsreglugerð sem fékk númerið 420/2002, þannig að í stað þess að nýtingarhlutfall væri hlutfall milli heildargólfflatar á lóð eða reit og flatarmáls lóðar, kom ný regla þess efnis að nýtingarhlutfall væri nú hlutfall milli brúttóflatarmáls bygginga og byggingahluta í lokunarflokkum A og B sbr. ÍST 50: 1998 á lóð eða reit og flatarmáls lóðar. Af þessu leiðir að allir fermetrar í húsi, t.a.m. gólfflötur í risi sem er undir 180 cm lofthæð og sem áður voru undanskildir við útreikninga á flatarmáli húss, voru nú teknir með í brúttóflatarmáli skv. nefndum stöðlum.   Svo virðist sem að við ákvörðun um nýtingarhlutfall umræddra lóða í gildandi deiliskipulagi hafi ekki verið tekið tillit til þessarar reglugerðarbreytingar og er því uppgefið nýtingarhlutfall lóðanna í ósamræmi við markmið deiliskipulagsins um flutning stórra og reisulegra reykvískra timburhúsa á lóðirnar. Þegar brúttóflatarmál þeirra húsa sem sýnd eru á skýringarmynd á deiliskipulagsuppdrættinum er reiknað, kemur í ljós að nýtingarhlutfall þeirra er í ósamræmi við uppgefið nýtingarhlutfall skv. deiliskipulaginu, heldur nokkru hærra. Þetta ósamræmi er nú, með kynntri tillögu, verið að leiðrétta, þannig að samræmi verði á milli markmiða deiliskipulagsins,  skýringarmynda, hæðarkóta og samþykktu nýtingarhlutfalli lóðanna.  Það er því verið að leiðrétta útreikninga og eins og bréfritari bendir á telst það vera minni háttar breyting á deiliskipulagi reitsins og er því grenndarkynnt sem slík. Ekki er fallist á að breytingin sé þess eðlis að hana beri að auglýsa, enda væri slík málsmeðferð í andstöðu við venjubundna túlkun formreglna skipulags- og byggingarlaga.“ 

Niðurstaða:  Á fundi sínum hinn 13. apríl 2005 samþykkti skipulagsráð að auglýsa til kynningar nýja tillögu að deiliskipulagi reits 1.184.0, en fallið hafði verið frá eldri tillögu sem áður hafði verið auglýst fyrir reitinn.  Var þessari afgreiðslu vísað til borgarráðs.  Ekki verður séð að borgarráð hafi fjallað um tillöguna á þessu stigi en hún var allt að einu auglýst til kynningar og var í auglýsingunni vísað til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Skipulagsráð samþykkti síðan auglýsta tillögu hinn 9. nóvember 2005 með breytingum sem lagðar voru til í umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu og var sú afgreiðsla staðfest í borgarráði hinn 24. nóvember 2005.  Var auglýsing um gildistöku skipulagsins loks birt í B-deild Stjórnartíðinda hinn 8. febrúar 2006. 

Málsmeðferð sú sem að framan er lýst samræmist ekki ákvæði 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem áskilið er að sveitarstjórn skuli samþykkja að auglýsa tillögu að deiliskipulagi samkvæmt ákvæðinu.  Er það ekki á færi skipulagsráðs að taka ákvörðun um auglýsingu nýrrar skipulagstillögu og breytir þar engu um þótt áður hafi verið samþykkt og auglýst skipulagstillaga að sama svæði sem síðar hefur verið fallið frá.  Verður ekki heldur séð að skipulagsráði hafi verið falið vald til ákvarðana um að auglýsa tillögur að nýju deiliskipulagi, enda er slíkra ákvarðana ekki getið í 12. gr. gildandi samþykkta fyrir ráðið en þar eru talin þau verkefni sem ráðinu er falið að afgreiða án staðfestingar borgarráðs.  Brast skipulagsráð þannig vald til þess að ákveða, án staðfestingar borgarráðs, að auglýsa hina umdeildu skipulagstillögu og að auki var þessi málsmeðferð til þess fallin að hafa áhrif á síðari afstöðu borgarráðs til málsins.  Þykir þessi annmarki eiga að leiða til ógildingar hinnar umdeildu tillögu og breytir það ekki þeirri niðurstöðu þótt borgarráð hafi staðfest skipulagið eftir kynningu þess og með þeim breytingum sem þá höfðu verið á því gerðar. 

Með hinni kærðu ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur 17. janúar 2007 var nýtingarhlutfalli lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18, sem eru innan umrædds skipulagsreits, breytt úr 1,2 í 1,5 fyrir lóðina að Bergstaðastræti 16 og úr 1,2 í 1,35 fyrir lóðina að Bergstaðastræti 18.  Var sú breyting gerð með svonefndri leiðréttingu á skipulaginu sem var grenndarkynnt fyrir hagsmunaðilum með stoð í 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Um heimild stjórnvalda til leiðréttingar á tilkynntum eða birtum stjórnvaldsákvörðunum er fjallað í 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og verða slíkar leiðréttingar aðeins gerðar þegar um bersýnilegar villur er að ræða og er þá þeim er málið varðar tilkynnt um leiðréttinguna.  Ekki verður séð af gögnum málsins að nýtingarhlutfall umræddra lóða hafi átt að vera 1,35 og 1,5 í stað 1,2 og getur því hér með engu móti verið um leiðréttingu að ræða eins og það hugtak er skýrt í stjórnsýslurétti.  Þess í stað verður að telja að ætlan skipulagsráðs hafi verið að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi því sem þegar hafði verið samþykkt fyrir reitinn, enda var málsmeðferðin í samræmi við það. 

Áform skipulagsyfirvalda voru kynnt sem leiðrétting og var sú framsetning til þess fallin að valda misskilningi.  Þá var á kynningaruppdrætti sýnt sem núverandi ástand sú byggð sem fyrir var á reitnum áður en deiliskipulagið sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda hinn 8. febrúar 2006 kom til sögunnar.  Varð helst ráðið af kynningargögnum að nýtt skipulag með umræddri leiðréttingu ætti að koma í þess stað.  Sagði raunar í bréfi skipulagsfulltrúa til hagsmunaaðila, dags. 21. nóvember 2006, að með samþykkt umræddrar leiðréttingar félli úr gildi uppdráttur sem samþykktur hefði verið í borgarráði 24. nóvember 2005.  Verður að telja að umræddri grenndarkynningu hafi verið svo verulega áfátt að ekki hafi verið unnt að leggja hana til grundvallar við ákvörðun um þá skipulagsbreytingu sem að var stefnt.  Verður sú ákvörðun því einnig felld úr gildi. 

Uppkvaðning úrskurðar í málinu hefur dregist sökum mikils málafjölda sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar. 

Úrskurðarorð:

Samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 24. nóvember 2005 um deiliskipulag fyrir reit 1.184.0 er felld úr gildi.  Einnig er felld úr gildi ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur um breyting á nefndu deiliskipulagi er samþykkti hinn 17. janúar 2007 varðandi nýtingarhlutfall lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18.

 

___________________________
Hjalti Steinþórsson

 

_____________________________         _________________________________
Ásgeir Magnússon                     Þorsteinn Þorsteinsson