Úrskurðarnefndin er Fyrirmyndarstofnun ársins 2016.
Könnunin Stofnun ársins 2016 er samstarfsverkefni SFR stéttarfélags, VR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar auk fjármála- og efnahagsráðuneytisins, fyrir hönd ríkisins. Könnunin tekur því til allra starfsmanna ríkisstofnana óháð stéttarfélagsaðild og er ein stærsta vinnumarkaðskönnun sem unnin er hér á landi. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í Hörpu við hátíðlega athöfn hinn 12. maí 2016.
Hlaut úrskurðarnefndin sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun ársins 2016 í annað sinn.
Í flokki minnstu stofnananna, 20 starfsmenn eða færri, voru fyrirmyndar stofnanirnar þrjár:
1. sæti STOFNUN ÁRSINS 2016
Héraðsdómur Suðurlands
2. sæti FYRIRMYNDARSTOFNUN 2016
Hljóðbókasafn Íslands
3. sæti FYRIRMYNDARSTOFNUN 2016
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
Markmið könnunarinnar „Stofnun ársins“ er að veita stjórnendum og starfsmönnum tæki til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi og eins aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Í samræmi við niðurstöður mun úrskurðarnefndin vinna að því áfram hörðum höndum að bæta úr málshraða fyrir nefndinni.