Skip to main content
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Með janúar 18, 2016janúar 8th, 2019Fréttir

Öllum málum sem kærð voru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er lokið

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála var sett á stofn með skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 sem tóku gildi 1. janúar 1998. Hinn 1. janúar 2012 tóku gildi lög nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og var sú nefnd þá sett á laggirnar. Í lögunum var jafnframt kveðið á um að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála skyldi ljúka efnismeðferð þeirra mála sem fyrir henni væru, en 31. desember 2011 voru 125 mál óafgreidd hjá nefndinni frá árunum 2008-2011.

Með lögum nr. 139/2014 var lögunum breytt og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála falið að taka við og ljúka afgreiðslu þeirra kærumála sem voru óafgreidd hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og á árinu 2015 var auknum fjárveitingum veitt til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þeim tilgangi að ljúka þeim málum öllum. Síðasta ólokna máli úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála lauk með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem upp var kveðinn 10. desember 2015.

Vefsíðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, www.usb.is, hefur jafnframt verið lokað og þeim sem þangað leita er beint sjálfkrafa á vefsíðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála www.uua.is og er þar nú að finna alla úrskurði beggja nefndanna.