Skip to main content
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

17/2018 Langabrekka

Með

Árið 2019, fimmtudaginn 4. apríl, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mættir voru Ómar Stefánsson varaformaður, Ásgeir Magnússon dómstjóri og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 17/2018, kæra á ákvörðun skipulagsráðs Kópavogsbæjar frá 15. janúar 2018 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Löngubrekku 5, Kópavogi.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. febrúar 2018, er barst nefndinni sama dag, kærir eigandi, Löngubrekku 5, Kópavogi, þá ákvörðun skipulagsráðs Kópavogsbæjar frá 15. janúar 2018 að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Löngubrekku 5. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi og að byggingarfulltrúa Kópavogs verði gert að veita leyfi fyrir viðbyggingu við bílskúrinn að Löngubrekku 5.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Kópavogsbæ 20. júlí 2018.

Málavextir: Kærandi hefur um árabil óskað eftir leyfi bæjaryfirvalda Kópavogs fyrir byggingu við bílskúr sinn að Löngubrekku 5. Hefur því erindi hans ítrekað verið hafnað af bæjaryfirvöldum, auk þess sem íbúar á aðliggjandi lóð hafa ætíð andmælt þeim byggingar­áformum. Umrædd fasteign er á ódeiliskipulögðu svæði.

Kærandi lagði fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu bílskúrs að Löngubrekku 5 hinn 8. júní 2015. Á fundi skipulagsnefndar 22. s.m. var samþykkt að grenndarkynna umsótta breytingu, með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá íbúum Álfhólsvegar 61. Að lokinni grenndarkynningu hafnaði skipulagsnefnd umsókninni 26. október s.á. Bæjarráð tók afgreiðslu skipulagsnefndar fyrir hinn 29. s.m. og vísaði henni til bæjarstjórnar, sem staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar 10. nóvember 2015. Byggingarfulltrúi hafnaði í kjölfarið byggingarleyfisumsókn kæranda hinn 12. s.m. með vísan til afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarstjórnar og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með bréfi, dags. 10. desember 2015, kærði kærandi þá ákvörðun byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem felldi hana úr gildi með úrskurði uppkveðnum 16. nóvember 2017. Kærandi sótti að nýju um leyfi fyrir viðbyggingu við áðurgreindan bílskúr 20. s.m. og vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til skipulagsráðs á fundi sínum 7. desember s.á., með vísan til 44. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð hafnaði erindinu 15. janúar 2018 og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kærandi óskaði eftir rökstuðningi skipulagsráðs fyrir ákvörðuninni 17. s.m. Bæjarráð og bæjarstjórn staðfestu afgreiðslu skipulagsráðs hinn 18. og 23. janúar 2018 og var umbeðinn rökstuðningur veittur með bréfi, dags. 30. s.m. Með vísan í afgreiðslu skipulagsráðs og bæjarstjórnar hafnaði byggingarfulltrúi byggingarleyfisumsókn kæranda hinn 6. júlí 2018.

Málsrök kæranda: Kærandi telur augljóst að engin frekari rannsókn hafi farið fram vegna byggingarleyfisumsóknar hans, s.s. með því að afla umsagnar sérfróðra aðila um málið, og með því hafi verið brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar sé kveðið á um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin. Í þessu máli hafi verið sérstakt tilefni fyrir skipulagsyfirvöld til frekari rannsóknar á málinu eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi fellt fyrri ákvörðun byggingarfulltrúa úr gildi. Skipulagsráð hafi ákveðið að hundsa niðurstöðu úrskurðarnefndar. Í umsögn bæjarskipulags Kópavogs um stækkun bílskúrs frá 16. mars 2007 sé mælt með því að leyfið verði veitt og í umsögn frá 26. október 2015 séu ekki tilgreind nein atriði sem valda ættu því að umsókninni yrði hafnað.

Rökstuðningur skipulagsráðs fyrir ákvörðuninni sé vægast sagt sérkennilegur. Látið sé að því liggja að umsókn um byggingarleyfi hafi eingöngu snúist um að grenndarkynna umsóknina og að ekki hafi þurft að taka afstöðu til annars. Synjunin hafi eingöngu byggst á mótmælum lóðarhafa Álfhólsvegar 61 og fullyrðingum þeirra um að kærandi muni nota viðbygginguna á annan hátt en getið sé um í umsókn. Í rökstuðningi sé fullyrt að viðbyggingin muni hafa veruleg grenndaráhrif gagnvart aðliggjandi lóð, en hvorki sé vitnað í rannsóknir á málinu né rök eða útskýringar færðar fyrir fullyrðingunni. Í engu sé tekið undir þessar fullyrðingar í fyrrnefndum umsögnum bæjarskipulags Kópavogs.

Í lóðarleigusamningi frá 1. janúar 2008 sé hvergi getið um að hafa skuli samráð við lóðarhafa aðliggjandi lóðar við framkvæmdir við lóðamörk, eins og fullyrt sé í rökstuðningi skipulagsráðs. Samkvæmt núgildandi byggingarlögum sé ekki krafist samþykkis lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna framkvæmda á lóðamörkum. Þá sé fullyrt í rökstuðningnum að umrædd viðbygging sé ekki í samræmi við tilgang og markmið skipulagslaga og mannvirkjalaga nr. 160/2010. Þessi fullyrðing sé ekki útskýrð nánar.

Málsrök Kópavogsbæjar: Kópavogsbær vísar til þess að samkvæmt 14. gr. lóðarleigusamnings Kópavogsbæjar fyrir Löngubrekku 5 skuli lóðarhafi hafa samráð við nágranna um frágang á sameiginlegum lóðamörkum. Af því leiði að séu framkvæmdir fyrirhugaðar á lóðamörkum þurfi samþykki aðliggjandi lóðarhafa að liggja fyrir. Ljóst sé að hin umdeilda viðbygging muni liggja að lóðamörkum Álfhólsvegar 61 og framkvæmdir á lóðamörkum því óhjákvæmilegar. Þar sem lóðarhafi Álfhólsvegar 61 hafi ítrekað mótmælt umræddum framkvæmdum hafi skipulagsráð ekki þótt ástæða til að grenndarkynna tillöguna að nýju enda væri byggingarleyfisumsóknin efnislega samhljóða fyrri umsókn, sem hafi verið grenndarkynnt. Af þeirri ástæðu hafi skipulagsráð hafnað grenndarkynningu framlagðrar tillögu.

Niðurstaða: Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nefndin það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvalds-ákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlinda­mála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á því sviði. Í samræmi við þetta tekur úrskurðar­nefndin lögmæti kærðrar ákvörðunar til endurskoðunar en tekur ekki nýja ákvörðun í málinu. Af þessum sökum tekur nefndin aðeins til úrlausnar kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar en það fellur utan valdheimilda nefndarinnar að leggja fyrir byggingarfulltrúa að veita hið umsótta byggingarleyfi. Verður því ekki tekin afstaða til þess hluta kröfugerðar kæranda í máli þessu.

Endanleg afgreiðsla umsóknar um byggingarleyfi og útgáfu þess er í höndum byggingarfulltrúa samkvæmt skýrum ákvæðum laga nr. 160/2010 um mannvirki, sbr. 11. gr., 13. gr. og 2. mgr. 9. gr. laganna. Verður því svo litið á að í máli þessu sé kærð fyrirliggjandi ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar frá 6. júlí 2018 um að synja umsókn kæranda um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Löngubrekkur 5, enda er hin kærða ákvörðun skipulagsráðs liður í málsmeðferð byggingarleyfisumsóknar en telst ekki ákvörðun sem bindur enda á mál í skilningi 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Í 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kemur fram sú meginregla að gera skuli deili­skipulag fyrir svæði eða reiti þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Undanþágu frá þeirri skyldu er að finna í 1. mgr. 44. gr. laganna. Þar er tekið fram að þegar sótt sé um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd, sem sé í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggi ekki fyrir, geti sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hafi til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr. laganna, ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar sé framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Verður ekki ráðið af orðalagi ákvæðisins að sú skylda sé fyrir hendi þegar sveitarstjórn, eða öðrum aðila sem falin er fullnaðarafgreiðsla máls, leggst gegn því að veita umsótt leyfi.

Í rökstuðningi Kópavogsbæjar fyrir hinni kærðu ákvörðun er rakið að umsókn kæranda sé efnislega sú sama og grenndarkynnt hafi verið árið 2015. Hafi það verið mat skipulagsráðs að ekki væri forsenda fyrir annarri grenndarkynningu þar sem lóðarhafi aðliggjandi lóðar hefði verið mótfallinn fyrirhugaðri viðbyggingu frá upphafi og að samkvæmt gildandi lóðarleigusamningi skuli hafa samráð við lóðarhafa aðliggjandi lóðar vegna framkvæmda við lóðamörk. Fyrir hafi legið að samþykki þeirra fengist ekki fyrir umsóttum framkvæmdum. Verður að telja rök þessi málefnaleg fyrir þeirri ákvörðun að synja um grenndarkynningu umsóknar kæranda.

Með vísan til þess sem að framan er rakið, og þar sem ekki liggur fyrir að aðstæður hafi breyst eftir grenndarkynningu fyrri umsóknar kæranda, verður kröfu kæranda um ógildingu hennar hafnað.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Kópavogi frá 6. júlí 2018 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Löngubrekku 5 í Kópavogi.

11/2019 Ægisíða

Með

Árið 2019, fimmtudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Ómar Stefánsson varaformaður og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 11/2019, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. janúar 2019 um að samþykkja umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við einbýlishús á lóð nr. 44 við Ægisíðu og breyta innra skipulagi þess.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. febrúar 2019, er barst nefndinni sama dag, kærir TD á Íslandi ehf., Starhaga 16, Reykjavík, þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. janúar 2019 að samþykkja umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við einbýlishús á lóð nr. 44 við Ægisíðu og breyta innra skipulagi þess. Skilja verður kröfugerð kæranda svo að gerð sé krafa um að ákvörðunin verði felld úr gildi og að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðar­­­­nefndinni. Þykir málið nægilega upplýst til að það verði tekið til endanlegs úrskurðar og verður því ekki tekin afstaða til stöðvunar­kröfu kæranda.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Reykjavíkurborg 27. febrúar 2019.

Málavextir: Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúans í Reykjavík 11. september 2018 var tekin fyrir umsókn eiganda um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu norðan við hús og til að breyta innra skipulagi einbýlishúss á lóð nr. 44 við Ægisíðu. Var erindinu vísað til skipulagsfulltrúa sem ákvað á fundi sínum 14. s.m. að umsóknin skyldi grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum. Athugasemdir bárust á kynningartíma umsóknarinnar, m.a. frá kæranda. Umhverfis- og skipulagsráð afgreiddi hina grenndarkynntu umsókn 12. desember 2018 með vísan til fyrirliggjandi umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember s.á. Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. janúar 2019 var byggingarleyfisumsóknin samþykkt og staðfesti borgarráð­ þá afgreiðslu 17. s.m.

Málsrök kæranda: Kærandi telur uppbyggingu á lóðinni ekki vera í samræmi við sýn upphaflegs hönnuðar eða borgaryfirvalda, skv. teikningum frá 1952, 1955 og 1992. Teikning af svæðinu frá 1955 sýni að gert hafi verið ráð fyrir bílskúr vestan megin við íbúðarhúsið að Ægisíðu 44. Deiliskipulag fyrir Starhaga og Þormóðsstaðaveg geri hins vegar ekki ráð fyrir bílskúr við fyrrgreint hús. Fyrirhuguð viðbygging samræmist ekki byggðamynstri og hafi meiri áhrif á götumynd Starhaga en götumynd Ægisíðu. Viðbyggingin verði í beinni sjónlínu frá gluggum í norðvesturhorni húss kæranda að Starhaga 16, þ.e. bæði frá kjallara og miðhæð hússins. Fyrirhuguð viðbygging muni því draga verulega úr útsýni og upplifun frá rýmunum auk þess sem hún muni þrengja að innkeyrslu að bílskúr að Starhaga 16.

Ekki hafi verið óskað eftir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar vegna uppbyggingar á lóðarmörkum í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 þar að lútandi. Ljóst sé að samþykki beggja lóðarhafa aðliggjandi lóða þurfi fyrir því að reisa girðingu á mörkum lóðanna, sé girðingin 1,8 m að hæð. Óski kærandi eftir að svæðið í heild sinni verði deiliskipulagt eða að lögð verði fram ný teikning þar sem tekið verði tillit til athugasemda hans. Óskað sé m.a. eftir því að nýbyggingin verði höfð í beinni línu við bílskúr kæranda á lóðinni við Starhaga 16.

Málsrök Reykjavíkurborgar: Borgaryfirvöld fallast ekki á þau rök kæranda að viðbygging við aðalbyggingu á baklóð Ægisíðu 44 sé ekki í samræmi við gamlar teikningar eða áætlanir. Teikningin frá 1955 sýni vissulega bílskúr vestan megin við húsið að Ægisíðu 44 en þar sé húsið á Starhaga 16 einnig sýnt mun minna en það sé nú. Þótt þessi teikning sé til þá sé svæðið ódeiliskipulagt. Rétt sé að deiliskipulagsuppdráttur fyrir Starhaga og Þormóðsstaða­veg sýni engan bílskúr á lóð við Ægisíðu 44, en það deiliskipulag fjalli ekki um lóðirnar norðan við Starhaga eða Ægisíðu 44 og sýni eingöngu það ástand sem þar hafi verið árið 1992.

Byggðamynstur fyrir Starhaga og Ægisíðu einkennist af því að íbúðarhús séu framarlega eða á miðri lóð og bílskúrar í aukahlutverki á baklóð. Engin byggingarlína sé til fyrir hús á baklóðum og teljist staðsetning og stærð heimilaðrar byggingar falla að því byggðamynstri sem einkenni hverfið. Jafnframt sé ekki hægt að fallast á röksemdir um að viðbygging á baklóð Ægisíðu 44 skerði útsýni úr gluggum í kjallara húss við Starhaga 16 eða úr gluggum sem snúi út að baklóð. Ekki séu sannfærandi röksemdir fyrir skertu útsýni þegar hæð frá gólfi í glugga sé 1,8 m auk þess sem bílskúr á lóð Starhaga 16 sé í sjónlínu og skerði útsýni úr gluggum úr kjallara og úr gluggum hússins sem snúi út að baklóð. Íbúar í þéttri byggð geti ávallt vænst þess að einhverjar breytingar verði í nágrenni þeirra sem geti haft áhrif á grenndarhagsmuni þeirra, en réttur til útsýnis sé ekki lögbundinn.

Í lögum eða reglugerðum sé ekki gerður áskilnaður um samþykki eigenda aðlægra lóða þegar byggt sé á lóðarmörkum skv. gr. 7.2.3. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Vísað sé í þessu sambandi til úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í kærumáli nr. 58/2011.

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um lögmæti byggingarleyfis fyrir viðbyggingu á baklóð Ægisíðu 44 sem liggja mun að vesturmörkum lóðar kæranda að Starhaga 16, en ekki er í gildi deiliskipulag er tekur til lóðarinnar Ægisíðu 44.

Í 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kemur fram sú meginregla að gera skuli deiliskipulag fyrir svæði eða reiti þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Undanþágu frá þeirri skyldu er að finna í ákvæði 1. mgr. 44. gr. laganna. Þar er kveðið á um að þegar sótt sé um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem sé í samræmi við aðalskipulag hvað varði landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggi ekki fyrir þá geti skipulagsnefnd ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar, enda fari áður fram grenndarkynning. Umsókn um greint byggingarleyfi var grenndarkynnt með lögmæltum fjögurra vikna athugasemdarfresti skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga og kom kærandi að athugasemdum sínum við grenndarkynninguna. Í kjölfar þess var umsóknin tekin til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsráði og hún samþykkt auk þess sem afstaða var tekin til framkominna athugasemda. Byggingarfulltrúi samþykkti síðan byggingarleyfis­umsóknina á grundvelli ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs og var sú ákvörðun staðfest í borgarráði 17. janúar 2019.

Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er lóðin við Ægisíðu 44 á svæði merktu ÍB-3 Hagar í borgarhluta 01 Vesturbæ. Um svæðið segir að byggð þess sé fastmótuð og hafi svæðið verið fullbyggt um 1970. Byggð sé heilsteypt að stærstum hluta. Samkvæmt aðalskipulaginu má í fastmótaðri byggð gera ráð fyrir breytingum á núverandi húsnæði, viðbyggingum og öðrum endurbótum, svo og nýbyggingum eftir því sem ákveðið er í hverfis- og/eða deiliskipulagi. Í ljósi þessa verður ekki séð að umrætt leyfi fari gegn framangreindum markmiðum aðalskipulags.

Húsið á lóðinni Ægisíðu 44 er 200 m² að stærð samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands, en á samþykktum aðaluppdráttum er fyrirhuguð viðbygging 73,2 m². Nýtingarhlutfall lóðarinnar eftir stækkun telst því 0,31. Til samanburðar má nefna að nýtingarhlutfall lóðarinnar Ægisíðu 46 er 0,42 og nýtingarhlutfall lóðar kæranda er 0,47. Þá er nýtingarhlutfall samkvæmt deiliskipulagsskilmálum Ægisíðu, sem var samþykkt árið 2005, að jafnaði á bilinu 0,5–0,6 en þar er hámarksnýtingarhlutfall 0,65. Nýtingarhlutfall aðliggjandi lóða er því töluvert hærra en lóðar byggingarleyfishafa. Við götuna Starhaga og Ægisíðu eru bílskúrar staðsettir innarlega á lóð, eða þar sem lóðamörk eru við baklóðir Lynghaga, og hafa þeir því óveruleg áhrif á götumynd. Þá eru dæmi þess á sambærilegum lóðum í nágrenni við lóð byggingarleyfishafa að reist hafi verið bakhús eða viðbyggingar á baklóðum til þess að nýta lóðirnar sem best. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að byggðamynstur eða yfirbragð byggðar breytist við tilkomu viðbyggingar á baklóð byggingarleyfishafa.

Samkvæmt framangreindu liggur ekki annað fyrir en að málsmeðferð byggingarleyfis-umsóknarinnar hafi verið lögum samkvæmt enda hin leyfða byggingarframkvæmd í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Voru því skilyrði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga uppfyllt og heimilt að grenndarkynna hina umþrættu umsókn.

Kærandi heldur því fram að með hinu kærða byggingarleyfi sé með ólögmætum hætti gengið gegn grenndarhagsmunum hans vegna útsýnisskerðingar, m.a. frá gluggum í norðvestur horni Starhaga 16, bæði frá kjallara og miðhæð hússins. Þar að auki muni viðbyggingin þrengja að bílskúr kæranda. Samkvæmt fyrirliggjandi uppdráttum mun fyrirhuguð viðbygging að stærstum hluta liggja samsíða bílskúr kæranda sem liggur að lóðarmörkum Ægisíðu 44 og er í ­sjónlínu­­ frá framangreindum rýmum í húsi kæranda. Útsýni er því þegar skert frá húsi kæranda til norðvesturs vegna bílskúrsins en umdeild viðbygging verður í sambærilegri hæð. Verður því ekki séð að heimilaðar breytingar raski grenndarhagsmunum kæranda að nokkru marki vegna skerðingar á útsýni. Þá verður viðbyggingin staðsett inni á lóð leyfishafa og mun hún því ekki þrengja að bílskúr á lóð kæranda. Ekki er fallist á með kæranda að byggingarleyfishafi þurfi að afla samþykkis kæranda fyrir heimilaðri byggingarframkvæmd samkvæmt gr. 7.2.3. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, enda tekur ákvæðið samkvæmt efni sínu einungis til skjólveggja eða girðinga.

Með vísan til alls þess sem að framan er rakið verður kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar hafnað.

Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. janúar 2019 um að samþykkja umsókn um leyfi til að reisa viðbyggingu norðan við einbýlishús að Ægisíðu 44 og breyta innra skipulagi þess.

148 og 157/2017 Fylkisvegur

Með

Árið 2019, fimmtudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Ómar Stefánsson varaformaður og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 148/2017, kæra á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 26. október 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. desember 2017, er barst nefndinni 21. s.m., kæra eigendur, Brekkubæ 40, eigendur, Brekkubæ 38, eigendur, Brekkubæ 34, eigendur, Brekkubæ 32, eigendur, Brekkubæ 31, eigendur, Brekkubæ 33, eigendur, Brekkubæ 35, og eigendur, Brekkubæ 37, þá ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 26. október 2017 að samþykkja breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6.

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. desember 2017, er barst nefndinni 28. s.m., kæra eigendur, Deildarási 4, og eigendur, Deildarási 6, fyrrgreinda ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur með vísan til sömu raka og málsgagna sem fram koma í fyrrgreindri kæru. Þar sem kærumálin varða sömu ákvörðun og hagsmunir kærenda þykja ekki standa því í vegi verður greint kærumál, sem er nr. 157/2017, sameinað máli þessu. Gera kærendur þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Reykjavíkurborg 28. febrúar 2018.

Málavextir: Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 1. febrúar 2017 var tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6. Í breytingunni fólst m.a. að leggja gervigras á keppnisvöll og setja upp fjögur 24,4 m há ljósamöstur við hann. Samþykkti ráðið að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr., sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna. Afgreiðsla skipulagsráðs var samþykkt í borgarráði 9. febrúar 2017 og var tillagan auglýst frá 15. s.m. til og með 29. mars s.á. Bárust sjö athugasemdir á kynningartíma tillögunnar, m.a. frá kærendum.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. október 2017 voru nefndar athugasemdir lagðar fram ásamt greinargerð löggilts raflagnahönnuðar frá 28. ágúst s.á. og ódagsettum umgengnisreglum Fylkis á aðalleikvangi. Samþykkti ráðið tillöguna með þeim breytingum og skilyrðum sem fram komu í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. október 2017, þar sem lagt var til að reist yrði sérstök hljóðgirðing og að greinargerð löggilts raflagnahönnuðar og umgengnisreglur Fylkis yrðu hluti af skilmálum deiliskipulagsins. Var sú afgreiðsla samþykkt í borgarráði 26. s.m. og tók deiliskipulagsbreytingin gildi með birtingu auglýsingar þar um í B-deild Stjórnar­tíðinda 24. nóvember s.á.

Málsrök kærenda: Kærendur telja að málsmeðferð deiliskipulagstillögunnar hafi verið verulega ábótavant. Í gr. 5.2.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 segi að ef „tillaga að deiliskipulagi eða tillaga að breytingu á því tekur til svæðis sem liggur að lóðamörkum, landamörkum eða sveitarfélagamörkum skal haft samráð við eiganda þess lands, lóðarhafa eða viðkomandi sveitarfélag áður en tillagan er samþykkt til auglýsingar. Kostnaður sem hlýst af kynningu í aðliggjandi sveitarfélagi greiðist af því sveitarfélagi sem ber ábyrgð á tillögunni.“ Lóðirnar við Brekkubæ sem liggi að keppnisvelli Fylkis séu eignarlóðir. Í engu hafi verið gætt að þessari samráðsskyldu sem augljóslega sé ekki aðeins að formi til heldur eigi hún að hafa raunhæfa þýðingu fyrir hlutaðeigandi. Eitt og sér feli þetta í sér að auglýsing deiliskipulagstillögunnar hafi verið ólögmæt. Samráðið verði að eiga sér stað áður en slík tillaga sé lögð fram. Í svörum skipulagsfulltrúa frá 13. október 2017 segi að deiliskipulags­tillagan liggi ekki að lóðarmörkum athugasemdaraðila og því eigi gr. 5.2.1. ekki við. Lóðir kærenda, sem séu eignarlóðir, séu u.þ.b. 14 m frá húsvegg að þeim göngustíg sem liggi á milli lóðanna og íþróttavallarins. Samtals séu það u.þ.b. 6 m sem falli undir göngustíginn, þ.e. frá lóðarmörkum kærenda að íþróttavellinum. Það mæli gegn allri skynsemi að komast að þeirri niðurstöðu að deiliskipulagssvæðið liggi ekki að lóðarmörkum athugasemdaraðila. Með ákvæðinu sé beinlínis verið að gæta hagsmuna þeirra lóðareigenda sem liggi að því svæði sem deiliskipulagið snúist um. Það yrði beinlínis í andstöðu við gr. 5.2.1. ef túlkun ákvæðisins ætti að vera með því móti sem komi fram í svörum skipulagsfulltrúa.

Kynningargögn, uppdrættir og forsendur tillögunnar séu ófullnægjandi, byggi á röngum forsendum og standist hvorki skipulagslög né skipulagsreglugerð. Í fyrsta lagi hafi ekki verið getið um það í texta eða skilmálum tillögunnar að hún heimilaði lagningu gervigrass á keppnisvelli, en í því felist viðamikil breyting á mögulegri nýtingu vallarins. Engir fyrirvarar séu gerðir um hámarksnýtingu í tillögunni og deiliskipulagsbreytinginni muni því fylgja verulega aukin umferð og ónæði. Í öðru lagi sé ekki gert ráð fyrir fjölgun bílastæða þrátt fyrir breytingu á nýtingu mannvirkja. Þá séu þær forsendur sem lýst séu í skipulaginu fyrir þeirri ráðstöfun að fjölga ekki bílastæðum beinlínis rangar. Í þriðja lagi sé ekkert fjallað um áhrif lýsingar eða aukinnar nýtingar á nærliggjandi íbúðabyggð. Það sé í andstöðu við ýmis ákvæði gr. 5.3. í skipulagsreglugerð og geri íbúum í nágrenninu mjög erfitt um vik að vita hverju þeir eigi von á. Við samþykkt tillögunnar segi að Fylkir skuli eiga samráð við íbúa um fram­kvæmd og nýtingu vallarins. Fylkir hafi ekki séð sig knúinn til að ræða við íbúa að neinu leyti fram til þessa.

Fyrirhugaður veggur umhverfis Fylkisvöll sé ekki útfærður að nokkru leyti í deiliskipulags­tillögunni. Veggurinn muni hafa veruleg áhrif á nýtingu eigenda við Brekkubæ á lóðum sínum. Í samþykktri tillögu segi um þetta atriði: „Lagt er til að sett verði upp sérstök hljóðgirðing sem afmarkar keppnisvöll gagnvart görðum og húsum íbúa við Brekkubæ 29-39 og 32-44. Útlit, lengd og hæð girðingar skal unnin í góðu samstarfi Fylkis við íbúa. Auk þess er ekki heimilt að vera með auglýsingaskilti á umræddri hljóðgirðingu sem snýr að lóðum og húsum við Brekkubæ.“ Hér sé um algjörlega ófullnægjandi upplýsingar að ræða, en slíkt sé í andstöðu við gr. 5.3.2.1. í skipulagsreglugerð þar sem kveðið sé á um að í deiliskipulagi skuli tilgreina með nákvæmum hætti hvernig þær byggingar sem leyfðar séu skuli vera að hæð og útliti. Það varði eigendur við Brekkubæ verulega hvernig veggurinn komi til með að líta út, hver hæð hans verði, þykkt og útlit að öðru leyti. Á fundi sem íbúar hafi mætt til með fyrirsvarsmönnum Fylkis í kjölfar þess að tillagan hafi verið kynnt íbúum í upphafi hafi komið fram að fyrirhugað væri að umræddur veggur yrði 4 m á hæð. Það sé gert ráð fyrir því í skipulagreglugerð að allar byggingar séu tilgreindar með nákvæmum hætti í deiliskipulagi en það geti ekki staðist að það verði háð samkomulagi á milli einhverra hvernig byggingin eigi að líta út.

Gildandi deiliskipulag fyrir svæðið sé frá árinu 2010. Í deiliskipulagsákvörðunum fyrir svæðið hafi verið afmarkað til hvaða afnota hver af hinum þremur knattspyrnuvöllum sé. Þar hafi líka ávallt verið tekið fram hvaða völlur sé gervigrasvöllur. Aldrei hafi verið ýjað að því að við þessa velli skyldi koma flóðlýsing, að undanskildum gervigrasvelli sem standi við sundlaug. Í ljósi þess komi það mjög á óvart að nú skuli Fylkir, í samráði við Reykjavíkur­borg, gera ráð fyrir að breyta keppnisvelli sínum í gervigrasvöll með flóðlýsingu. Engar forsendur um nýtingu svæðisins og tilgang nýtingarinnar hafi breyst, hvorki frá 2007 né 2010. Það sé ólíðandi misbeiting á skipulagsvaldi og skortur á yfirsýn og fagleika að breyta skipulagi svo ört. Þessi framkvæmd gangi gegn tilgangi skipulagsáætlana og raski mjög réttaröryggi fasteignaeigenda á svæðinu. Það gangi ekki upp að framkvæmdaraðilum sé heimilt að dulbúa risastórar framkvæmdir og breytingar á nýtingu fasteigna með því að taka fjölda minni skrefa og breyta deiliskipulagi ítrekað með örfárra missera millibili. Í 1. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segi að með þeim reglum sem þar komi fram sé tryggt réttaröryggi í meðferð skipulagsmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi. Í greinargerð með ákvæðinu segi að með lögunum sé ætlunin að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu svæðis þannig að íbúum sé skapað réttaröryggi um það hverju þeir geti átt von á í þéttbýli. Það sé í andstöðu við markmið laganna að samþykkt sé nýtt deiliskipulag í hvert sinn sem lóðarhafi vilji gera breytingar.

Hvorki af hálfu framkvæmdaraðila né borgarinnar hafi komið fram hvaða þörf fyrirhuguð flóðlýsing sé ætlað að mæta. Skipulag íþróttasvæðisins hljóti að sæta eðlilegum takmörkunum af réttmætum hagsmunum íbúa Brekkubæjar á að nýta hús og garða sína sem hefðu risið áður en uppbygging íþróttamannvirkjanna hófst. Þetta eigi einnig við um hagsmuni þeirra sem hafi keypt hús á svæðinu á síðustu árum. Ekkert í nánast nýjum skipulagsákvörðunum hafi bent til þess að sú tillaga sem nú liggi fyrir væri á döfinni. Ef tilgangurinn sé sá að breyta nýtingu íþróttasvæðisins þá hljóti það að þurfa að koma fram í skipulaginu eða forsendum þess, enda myndi slík breyting ekki hafa minni áhrif en tillaga um ljósamöstur. Ekkert slíkt hafi komið fram. Ekkert hafi staðið því í vegi hingað til að Fylkir keppi í efstu deild í knattspyrnu án flóðlýsingar. Það hljóti að vera lágmarkskrafa að það liggi fyrir röksemdir fyrir svo verulegum breytingum á deiliskipulagi.

Í samþykktri tillögu á deiliskipulagi komi fram að keppnisvelli skuli breytt og gerður að gervigrasvelli. Kærendur telji að ef breyta eigi nýtingu vallarins með svo verulegum hætti þá þarfnist slíkt mikillar umræðu og samráðs við íbúa í Brekkubæ um mótvægi við ónæði, hávaða, umferð, umferðaröryggi, bílastæði og sambærilega þætti. Ekkert mat á þessum þáttum hafi farið fram. Þá verði heldur ekki unað við það ósamræmi sem sé á milli skipulags­tillögunnar sjálfrar sem skilgreini umræddan völl sem keppnisvöll annars vegar og yfirlýsinga Fylkis í fjölmiðlum um aukna nýtingu vallarins hins vegar. Þær yfirlýsingar auk hugmynda um flóðlýsingu bendi til að ætlun félagsins sé að stórauka nýtingu vallarins. Slíkt sé í andstöðu við skipulagstillöguna sem tali um keppnisvöll, fyrri skipulagsákvarðanir og rétt­mæta hagsmuni íbúa í nágrenni vallarins.

Jafnvel þótt Fylkir gæti sýnt fram á einhverja hagsmuni af umræddum breytingum þá séu hagsmunir íbúa í Brekkubæ þeim yfirsterkari. Samkvæmt tillögunni verði sett upp flóðlýsing við lóðamörk kærenda. Um sé að ræða tvö 24,4 m há ljósamöstur sem verði um 6-7 m frá lóðamörkum og um 20-25 m frá stofu- og svefnherbergisgluggum. Möstrin muni gnæfa yfir raðhúsalengjurnar tvær og lýsa beint niður í garða við húsin. Hæð mastranna sé svipuð og fjarlægð þeirra frá húsalengjunum. Þá verði tvö 24,4 m há ljósamöstur einnig sett upp við suðurenda keppnisvallarins en ljós frá þeim muni lýsa beint í átt að raðhúsalengjunum. Skerðing sem af þessu hljótist sé langt um fram það sem íbúar í íbúðahverfi í þéttbýli geti með nokkru móti búist við eða þurft að sættast á, jafnvel þótt þeir búi í nágrenni íþróttamannvirkis. Engar kvaðir séu settar í skipulagstillöguna um nýtingu ljósanna og ekkert í fyrirliggjandi skipulagsáætlunum eða skýringaruppdráttum útskýri hver ljósmengunin verði, hvert hún muni berast eða hver verði áhrif hennar á raðhúsalengjurnar. Slíkt sé óásættanlegt. Skýringarmyndir sem kærendur hafi sjálfir útbúið útskýri alvarleika málsins.

Áhyggjur kærenda lúti ekki einvörðungu að flóðlýsingu heldur einnig að aukinni nýtingu keppnisvallarins. Mikilvægt sé að setja takmörk á nýtingu keppnisvallarins en það hafi ekki verið gert við samþykkt tillögunnar, heldur hafi verið sett inn sú breyting að Fylkir skuli eiga í góðu samstarfi við íbúa um umgengni og reglur um nýtingu vallarins. Reykjavíkurborg komi sér undan því að afgreiða málið með eðlilegu móti og í staðinn varpi ábyrgðinni yfir á Fylki. Slík afgreiðsla geti ekki staðist ákvæði skipulagslaga og reglugerða.

Þegar leikin sé knattspyrna á keppnisvelli Fylkis fylgi því hætta af boltaspyrnum sem berist inn í garða við enda vallarins. Þar séu iðulega börn að leik sem ekki séu að fylgjast með viðkomandi knattspyrnuleik. Það sé hætta fólgin í því fyrir börn og fullorðna að fá sér að óvörum bolta í höfuðið. Þessi áhætta sé ásættanleg þegar jafn fáir leikir og æfingar fari fram á vellinum eins og hafi verið. Við aukna nýtingu vallarins muni þessi áhætta aukast að sama skapi.

Skipulagstillagan geri ráð fyrir breytingu á keppnisvellinum sem gefi möguleika á verulega aukinni nýtingu hans. Ef viðburðum, æfingum, mótum eða sambærilegu fjölgi þá muni það hafa í för með sér verulega aukningu á bílaumferð. Reynslan sýni að svæðið ráði engan veginn við þá bílaumferð sem slíkum viðburðum fylgi. Það væri óforsvaranlegt, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum, að auka umferð án tilheyrandi framkvæmda til mótvægis. Nauðsynlegt hefði verið að taka á heildaráhrifum sem geti orðið af svo veigamikilli breytingu á nýtingu svæðisins að öllu leyti.

Málsrök Reykjavíkurborgar: Af hálfu borgaryfirvalda er bent á að breyting á auglýstri tillögu fyrir Fylkissvæðið hafi verið auglýst á grundvelli 1. mgr. 41. gr., sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ásamt því að vera auglýst samkvæmt skipulagslögum hafi verið sent bréf til hagsmunaaðila í hverfinu sem sé umfram lagaskyldu. Deiliskipulagstillagan lúti ekki að svæði er liggi að lóðarmörkum athugasemdaraðila og því eigi samráðsskylda skv. skipulagsreglugerð ekki við. Vakin sé þó athygli á að tillagan geri ráð fyrir samráði við íbúa varðandi ýmsa þætti. Málsmeðferð skipulagsbreytingarinnar hafi því verið í fullu samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Ekki sé talin þörf á að breyta deiliskipulagi sérstaklega ef breyta eigi yfirborði á íþróttasvæði úr venjulegi grasi í gervigras, enda einungis um yfirborðsfrágang að ræða sem ekki sé byggingarleyfisskyldur. Hvað varði „vegginn“ sem um ræði í kæru þá sé um að ræða hljóðgirðingu sem sett hafi verið í deiliskipulag að mætti reisa í samráði við íbúa. Litið sé svo á að samþykki þeirra sé forsenda fyrir girðingunni. Ekkert liggi fyrir um að Fylkir geti einhliða ákveðið hæð eða gerð hennar.

Stjórn Fylkis hafi samþykkt umgengisreglur um notkun á keppnisvelli Fylkis og ákveðin sérákvæði hafi verið sett inn í skilmála deiliskipulagsins, sbr. uppfærðan skipulagsuppdrátt frá 13. október 2017. Í þeim skilmálum komi fram að Fylkir skuli eftir fremsta megni haga skipulagi þannig að ónæði verði lágmarkað eftir kl. 20:00 alla daga. Æfinga- og keppnislýsing í yngri flokkum verði að hámarki 200 lúx en keppnislýsing 300 lúx hjá meistaraflokki félagsins, auk þess sem miðað sé við fulla lýsingu 500 lúx að hámarki þrisvar á ári og þá eingöngu tengt sjónvarpsleikjum og landsleikjum. Eingöngu sé um að ræða notkun flóð­lýsingar frá 15. ágúst til 1. apríl þar sem flóðlýsing verði ekki notuð að sumri til. Enn fremur skuli Fylkir eiga í góðu samstarfi við útfærslur á girðingum, framkvæmdum tengdum flóðlýsingu og umgengisreglum við nágranna svæðisins þannig að allir geti vel við unað, enda eigi framkvæmdirnar ekki að hafa neikvæð grenndaráhrif í för með sér.

Lýsing á vellinum sé í samræmi við greinargerð ráðgjafa sem jafnframt sé hluti af gögnum deiliskipulags og skuli miðað við þá ráðgjöf við útfærslu lýsingar. Helstu forsendur í henni séu þær að grenndaráhrif vegna lýsingar séu talin óveruleg eða engin skv. þeim útreikningum á lýsingu sem liggi fyrir. Um sé að ræða LED flóðlýsingu sem veiti góða afskermingu og sé auðvelt að stýra, auk þess sem minni sjónmengun sé af þeim heldur en hefðbundinni flóðlýsingu. Ekki komi beint fram á skipulagsuppdrætti eða kynningargögnum þörf Fylkis fyrir flóðlýsingu og bætta nýtingu á svæðinu, en hagsmunir félagsins séu þeir að efla starf þess og bæta aðstöðuna í heild til framtíðar þar sem núverandi æfingasvæði anni ekki þörfum félagsins. Iðkendum sé að fjölga og þ.a.l. fjölgi æfingum á svæðinu. Jafnframt standi til að hætta alfarið æfingum á svæðinu við Hraunbæ-Bæjarháls og muni allar æfingar og keppni í fótbolta fara fram innan Fylkissvæðisins. Auðveldi það allt skipulag og utanumhald að hafa alla aðstöðuna á einu svæði.

Heimildir fyrir flóðlýsingu á svæðinu komi fram í aðalskipulagi, en séu nánar útfærðar í deiliskipulagi. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 segi: „ÍÞ. Íþróttasvæði Fylkis. Íþróttasvæði. Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu og þróun svæðisins til íþrótta- og kappleikja. Íþróttasvæði innan þéttbýlis sem þjóna einu hverfi eða borgarhluta eru merkt með ÍÞ á uppdrætti en eru einnig skilgreind sem opin svæði (OP), sem almennt útivistarsvæði innan þéttbýlis. Á íþróttasvæðum er gert ráð fyrir allri þeirri starfsemi sem tengist íþróttum og íþróttaiðkun þar sem m.a. er gert ráð fyrir aðstöðu og skipulagðri starfsemi íþróttafélaganna í borginni. Íþróttasvæði þjóna einum eða fleiri borgarhlutum. Sundlaugar flokkast almennt undir íþróttastarfsemi en eru einnig heimilar á opnum svæðum (OP). Á íþróttasvæðum má gera ráð fyrir öllum mannvirkjum sem tengjast starfsemi viðkomandi svæðis s.s. flóðlýsingu, gervigrasvöllum, stúkubyggingum og íþróttahöllum, sundlaugum, sundhöllum og líkams­ræktarstöðvum, samkomusölum, félagsaðstöðu o.s.frv. Gera má ráð fyrir veitingaaðstöðu og íþróttavöruverslun á íþróttasvæðum.“

Ekki sé talið að flóðlýsing og lagning gervigrass muni auka bílastæðaþörf og/eða umferð. Umferð muni dreifast betur yfir daginn og fram á kvöld en um sé að ræða að mestu hverfis­tengda starfsemi sem gera megi ráð fyrir að öllu jöfnu sé sótt og nýtt af íbúum í hverfinu og þá sérstaklega börnum og unglingum sem komi gangandi eða hjólandi. Eins og á flestum íþróttasvæðum þegar mót eða stærri viðburðir fari fram þá verði bílastæðaþörf leyst með samnýtingu bílastæða í hverfinu, s.s. við skóla, kirkju og/eða við verslunar- og þjónustukjarna við Rofabæ. Ekki sé heldur fallist á að með breytingunni sé aukin hætta á slysum vegna knattiðkunar.

Niðurstaða: Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er kærufrestur til úrskurðarnefndarinnar einn mánuður frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðun þá sem kæra lýtur að. Sé um að ræða ákvörðun sem sætir opinberri birtingu telst kærufrestur frá birtingu ákvörðunar. Í 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er fjallað um áhrif þess ef kæra berst að liðnum kærufresti. Ber þá samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins að vísa kæru frá nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til efnismeðferðar. Hin kærða ákvörðun var birt í B-deild Stjórnartíðinda 24. nóvember 2017. Mátti kærendum vera kunnugt um hina kærðu deiliskipulagsákvörðun frá opinberri birtingu hennar. Kæra frá íbúum Deildaráss 4 og 6 barst úrskurðarnefndinni 28. desember s.á. eða eftir að kærufresti lauk. Verður kæru þeirra því vísað frá úrskurðarnefndinni, enda verður ekki talið að undantekningarákvæði 28. gr. stjórnsýslulaga eigi við í máli þessu eins og atvikum er háttað. Kæra íbúa við Brekkubæ barst úrskurðarnefndinni hins vegar innan lögmælts kærufrests og verður hún tekin til efnislegrar meðferðar.

Hin kærða deiliskipulagsbreyting tekur til íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6 og felur m.a. í sér að gert er ráð fyrir gervigrasi á keppnisvelli og að reist verði fjögur 24,4 m há ljósamöstur við hann. Standa hús kærenda við Brekkubæ í um 30 m fjarlægð frá umræddum keppnisvelli.

Samkvæmt 3. mgr. 5.2.1. gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 skal haft samráð við lóðarhafa ef tillaga að breytingu á deiliskipulagi tekur til svæðis sem liggur að lóðamörkum þeirra áður en tillagan er auglýst til kynningar. Það ákvæði á samkvæmt orðanna hljóðan ekki við í tilfelli kærenda, enda liggur göngu- og hjólreiðastígur á milli hins deiliskipulagða svæðis og lóða þeirra. Bar Reykjavíkurborg því ekki skylda til að hafa sérstakt samráð við kærendur skv. nefndu ákvæði áður en tillagan var samþykkt til auglýsingar. Deiliskipulagstillagan var kynnt með almennri auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 41. gr., sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fyrir liggur að kærendur komu að athugasemdum sínum við tillöguna á kynningartíma hennar. Afstaða var tekin til framkominna athugasemda í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og var tillagan afgreidd í skipulagsnefnd að kynningu lokinni ásamt svörum við athugasemdum er borist höfðu. Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar og tók deiliskipulagsbreytingin gildi með birtingu auglýsingar þar um í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni lögboðinni yfirferð Skipulagsstofnunar. Var málsmeðferð hinnar kærðu skipulags­ákvörðunar því lögum samkvæmt.

Við beitingu skipulagsvalds ber þess að gæta að breytingar á deiliskipulagi rúmist innan heimilda aðalskipulags, sbr. 7. mgr. 12. gr. skipulagslaga, og að stefnt sé að lögmætum markmiðum með breytingunni. Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er lóðin að Fylkisvegi 6 á skilgreindu íþróttasvæði. Um íþróttasvæði Fylkis segir í aðalskipulaginu að gert sé ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu og þróun svæðisins til íþrótta- og kappleikja. Í kaflanum Landnotkun – skilgreiningar í bindandi hluta aðalskipulagsins er kveðið á um að á íþróttasvæðum megi gera ráð fyrir öllum mannvirkjum sem tengist starfsemi viðkomandi svæðis, s.s. flóðlýsingu og gervigrasvöllum. Í hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu kemur fram að meðal forsendna uppbyggingar á svæðinu séu óskir um betri almenna aðstöðu fyrir félagsstarf og fjölbreyttari aðstöðu til íþróttaiðkana. Að framangreindu virtu var áskilnaði 7. mgr. 12. gr. skipulagslaga um innbyrðis samræmi skipulagsáætlana fullnægt auk þess sem ekki verður annað séð en að hin kærða deiliskipulagsbreyting sé í samræmi við markmið og stefnu aðalskipulags, sbr. 3. mgr. 37. gr. sömu laga.

Sveitarstjórn fer með skipulagsvald innan marka sveitarfélags eins og fram kemur í 3. mgr. 3. gr. skipulagslaga. Í því felst tæki sveitarstjórnar til að hafa áhrif á og þróa byggð og umhverfi með bindandi hætti. Ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags skv. 1. mgr. 38. gr. tilvitnaðra laga og gildir hið sama um breytingar á slíku skipulagi, sbr. 43. gr. laganna. Þó ber við töku skipulagsákvarðana m.a. að hafa í huga það markmið c-liðar 1. mgr. 1. gr. laganna að tryggt sé að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi. Sveitarstjórnir eru enn fremur bundnar af lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins, er felur m.a. í sér að með ákvörðun sé stefnt að lögmætum markmiðum.

Kærendur telja að hagsmunir þeirra muni skerðast vegna ljósmengunar frá flóðljósum, aukinnar nýtingar á keppnisvelli, hættu af boltaspyrnum inn í garða fasteigna þeirra og aukinnar bílaumferðar. Ljóst er að flóðlýsing keppnisvallar með fjögur 24,4 m há möstur í um 30 m fjarlægð frá raðhúsalengjum við Brekkubæ mun hafa í för með sér grenndaráhrif í formi ljósmengunar. Í skilmálum deiliskipulagsbreytingarinnar er að finna samþykktar umgengnisreglur Fylkis þar sem notkun flóðljósanna er takmörkuð og mun sú viðbót hafa komið til í kjölfar athugasemda á kynningartíma tillögunnar. Þá liggur fyrir greinargerð löggilts raflagnahönnuðar þar sem fram kemur að uppstilling og útreikningar á lýsingu miði að því að lágmarka áhrif í nánasta umhverfi vallarins. Breytingar þær sem heimilaðar eru með umdeildri skipulagsbreytingu eru til þess fallnar að auka notagildi keppnisvallarins og verður íþróttaaðstöðu, sem verið hefur við Hraunbæ/Bæjarháls, sinnt á skipulagssvæðinu. Má ætla að umferð aukist eitthvað af þessum sökum en umferð að og frá íþróttasvæðinu fer þó ekki um íbúðargötu kærenda. Verða grenndaráhrif þau sem umdeildum breytingum kann að fylgja ekki talin vera umfram það sem íbúar í nágrenni skipulagðra íþróttasvæða mega vænta af starfsemi sem þar fer fram. Að framangreindu virtu verður ekki talið að umrædd skipulagsbreyting sé slík að réttur kærenda sé fyrir borð borinn í skilningi áðurgreinds c-liðar 1. mgr. 1. gr. skipulagslaga. Rétt þykir þó að benda á að geti þeir sem eiga hagsmuna að gæta sýnt fram á tjón vegna breytinga á deiliskipulagi geta þeir eftir atvikum átt rétt á bótum af þeim sökum, sbr. 51. gr. skipulagslaga.

Fram kemur í hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu að forsendur uppbyggingar á svæðinu séu óskir um betri almenna aðstöðu fyrir félagsstarf og fjölbreyttari aðstöðu til íþróttaiðkana. Þá verði uppfylltar kröfur KSÍ og knattspyrnusambands Evrópu um aðbúnað leikmanna og áhorfenda á leikjum keppnisliða í efstu deild. Með hliðsjón af því verður talið að efnisleg og lögmæt markmið hafi búið að baki hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu auk þess sem tekið var mið af fyrrgreindri stefnu aðalskipulags um frekari uppbyggingu svæðisins.

Samkvæmt gr. 5.3.2.2. í skipulagsreglugerð skal í deiliskipulagi m.a. setja skilmála um frágang við lóðarmörk og girðingar. Í skilmálum hinnar kærðu deiliskipulagsbreytingar, svo sem þeim var breytt í kjölfar athugasemda á kynningartíma tillögunnar, kemur fram að lagt sé til að reist verði sérstök hljóðgirðing sem afmarki keppnisvöll gagnvart görðum og húsum íbúa við Brekkubæ. Útlit, lengd og hæð girðingar skuli unnin í samstarfi Fylkis við íbúa nærliggjandi húsa. Af þessum skilmálum verður ekki ráðið hvert umfang fyrirhugaðrar hljóðgirðingar muni verða. Slík girðing verður hins vegar ekki reist án þess að byggingarleyfi verði veitt, sem eftir atvikum er kæranlegt til úrskurðar­nefndarinnar. Að teknu tilliti til þess, sem og yfirlýsingar borgaryfirvalda í máli þessu um að samþykki íbúa nærliggjandi húsa sé forsenda fyrir girðingunni, þykir þó ekki ástæða til að ógilda heimild skipulagsins fyrir hljóðgirðingunni.

Með vísan til alls þess sem að framan er rakið er hin kærða ákvörðun ekki haldin þeim form- eða efnisannmörkum sem raskað geta gildi hennar og verður kröfu um ógildingu ákvörðunarinnar því hafnað.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Kröfum kærenda að Deildarási 4 og 6 er vísað frá úrskurðarnefndinni.

Hafnað er kröfu annarra kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 26. október 2017 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6.

37/2018 Vörðusund

Með

Árið 2019, fimmtudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður og Ásgeir Magnússon dómstjóri. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor tók þátt í fundi nefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað.

Fyrir var tekið mál nr. 37/2018, kæra á álagningu stöðuleyfisgjalds vegna tveggja vinnuskúra á lóðinni Vörðusundi 5, Grindavík.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. mars 2018, er barst nefndinni sama dag, kærir Flagghúsið ehf. álagningu stöðuleyfisgjalds að fjárhæð kr. 51.665 vegna tveggja vinnuskúra á lóð félagsins að Vörðusundi 5, Grindavík. Er þess krafist að álagningin verði felld úr gildi.

Jafnframt er gerð krafa um ógildingu gjaldskrár nr. 161/2011 fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ og endurgreiðslu allra álagðra gjalda samkvæmt henni. Þá er þess krafist að úrskurðarnefndin veiti bæjarritara, bæjargjaldkera og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs áminningu svo og að byggingarfulltrúi Grindavíkurbæjar verði leystur frá störfum án tafar.

Gögn málsins bárust frá Grindavíkurbæ 6. apríl 2018 og í janúar og febrúar 2019.

Málavextir: Kærandi fékk sendan greiðsluseðil með bókunardegi 25. janúar 2018 frá Grindavíkurbæ að fjárhæð kr. 51.665 vegna stöðuleyfisgjalds. Í kjölfarið sendi fyrirsvarsmaður kæranda fyrirspurn til Grindavíkurbæjar, dags. 6. febrúar 2018, og óskaði eftir upplýsingum um þær forsendur sem lægju að baki innheimtu stöðuleyfisgjaldsins auk þess sem hann óskaði eftir skrá yfir þá sem stöðuleyfisgjöld í sveitarfélaginu hefðu verið innheimt hjá. Eftir ítrekanir kæranda svaraði sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrirspurninni hinn 22. febrúar 2018 og upplýsti um að innheimta stöðuleyfisgjalds á lóð Vörðusunds 5 væri vegna lausafjármuna á lóðinni og ætti sér stoð í gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Innheimt hefði verið eitt stöðuleyfisgjald þrátt fyrir að tveir stöðuleyfisskyldir lausafjármunir hefðu verið á lóðinni þar sem litið væri svo á að þeir féllu báðir undir sama stöðuleyfið. Í lok bréfsins var tekið fram að ef það yrði mat byggingarfulltrúa að viðkomandi hlutir væru ekki stöðuleyfisskyldir væri sjálfsagt að fella gjaldið niður, en í því tilviki myndi koma til skoðunar hvort viðkomandi lausar byggingar féllu undir að vera byggingarleyfisskyld mannvirki skv. 12. tölul. 3. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og 51. tl. gr. 1.2.1. í byggingarreglugerð.

Hinn 26. febrúar 2018 sendi kærandi að nýju fyrirspurn til bæjarins þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um ástæðu mismunandi álagningarfjárhæða stöðuleyfisgjalda milli aðila innan sama árs og dags samkvæmt álagningarskrá stöðuleyfisgjalda. Í svari Grindavíkurbæjar kom fram að ástæðan fyrir því væri að gjöld vegna stöðuleyfa miðuðust við byggingarvísitölu samkvæmt gjaldskrá fyrir byggingar- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ og væri gjaldskráin uppfærð fyrsta dag hvers mánaðar. Í framhaldi af þessu benti kærandi á að samkvæmt 4. gr. gjaldskrárinnar sem birst hefði í B-deild Stjórnartíðinda 22. febrúar 2011 ættu gjöld samkvæmt gjaldskránni að miðast við byggingarvísitölu 1. janúar 2009 og taka breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingar á vísitölunni. Grindavíkurbær samþykkti þetta og staðfesti að bærinn myndi endurreikna álögð gjöld sem hefðu tilvísun í gjaldskrána og endurgreiða það sem oftekið hefði verið í samræmi við lög nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Í framhaldi af þessu benti kærandi m.a. á að verðbreytingaviðmið gjaldskrárinnar væri ári áður en lög sem gjaldskráin sækti stoð í hefðu tekið gildi og að enginn byggingarvísitölugrunnur væri til með viðmið 2009. Barst kæra vegna álagningarinnar úrskurðarnefndinni 5. mars. 2018.

Hinn 31. janúar 2019 fór kærandi fram á endurgreiðslu á öllum álögðum stöðuleyfisgjöldum sem gjaldfærð hefðu verið á hann af Grindavíkurbæ. Ástæðan fyrir þeirri beiðni var svar Mannvirkjastofnunar við erindi hans, sem framsent hafði verið til stofnunarinnar, þar sem fram kom að ekki væri að finna heimild í gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 til að krefjast umsóknar um stöðuleyfi vegna vinnuskúra og leggja gjald á samkvæmt því. Í greininni væri tæmandi talið hvaða lausafjármunir væru stöðuleyfisskyldir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Áliti Mannvirkjastofnun því að almennt væri ekki heimilt að innheimta stöðuleyfisgjöld vegna vinnuskúra á iðnaðarlóð á grundvelli gr. 2.6.1. í fyrrnefndri byggingarreglugerð. Slíkur vinnuskúr gæti talist mannvirki í skilningi 12. tölul. 3. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki væri hann talinn jarðfastur eða varanlega skeyttur við jörð. Almennt væri því um byggingarleyfisskyld mannvirki að ræða, sem gæti þó verið háð undantekningum skv. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð. Grindavíkurbær hafnaði endurgreiðslubeiðni kæranda með þeim rökum að álit byggingarfulltrúa hefði ekki breyst um að umræddur lausafjármunur væri stöðuleyfisskyldur. Þá var tekið fram að vinnuskúrar væru einungis heimilir á lóð meðan á byggingarframkvæmdum stæði. Annar skúrinn á lóðinni gæti talist vinnuskúr.

Málsrök kæranda: Kærandi telur að með álagningu stöðuleyfisgjalds vegna vinnuskúrs á lóð sinni hafi sveitarfélagið brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Í kafla 2.6. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 séu með tæmandi hætti taldir þeir lausafjármunir sem hægt sé að rukka stöðuleyfisgjöld fyrir en kærandi hafi hvorki verið upplýstur um undir hvað vinnuskúr falli af því sem þar sé upptalið né hvor þeirra tveggja vinnuskúra sem séu á lóðinni sé stöðuleyfisskyldur. Í Grindavíkurbæ séu 25 vinnuskúrar víðsvegar um bæinn auk 245 annarra lausafjármuna sem teljist stöðuleyfisskyldir samkvæmt fyrrnefndu ákvæði byggingarreglugerðar. Vinnuskúr á lóð kæranda hafi verið eini vinnuskúrinn sem Grindavíkurbær hafi innheimt stöðuleyfisgjald vegna og að auki hafi einungis verið lögð á 67 stöðuleyfisgjöld árið 2018. Á öðrum lóðum innan sveitarfélagsins hafi einungis verið lagt á eitt stöðuleyfisgjald þrátt fyrir að á þeim lóðum hafi verið fleiri stöðuleyfisgjaldsskyldir lausafjármunir. Að auki megi bæta við að á lóðum embættismanna stjórnsýslu Grindavíkurbæjar séu óskattlögð stakstæð hús.

Ljóst sé af gögnum málsins að Grindavíkurbær hafi í gegnum árin hringlað með skilgreiningu sína á því hver af vinnuskúrunum á iðnaðarlóð kæranda að Vörðusundi 5 sé stöðuleyfisskyldur. Á lóðinni Vörðusund 5 séu nú tveir sérsmíðaðir og færanlegir vinnuskúrar. Hvorki vatn né rafmagn sé tengt þeim þar sem þeir séu geymdir á iðnaðarlóðinni til síðari verkefna. Á mynd af lóðinni frá byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2015 séu tveir vinnuskúrar á lóðinni ásamt einum gámi. Samkvæmt álagningarseðli 2015 hafi þá verið lagt á stöðuleyfisgjald fyrir einn gám sem greitt hafi verið og gámurinn í framhaldi af því verið fjarlægður af lóðinni. Árið 2016 hafi hins vegar borist álagningarseðill vegna tveggja gáma á lóð kæranda. Athugasemdum kæranda vegna þessa hafi ekki verið svarað og hafi kærandi greitt stöðuleyfisgjald vegna 2016-2017. Á árinu 2018 hafi síðan verið lagt á vegna vinnuskúranna eitt ótilgreint stöðuleyfisgjald með þeim rökum að þótt um tvo stöðuleyfisskylda hluti væri að ræða væri litið svo á að þeir féllu undir sama stöðuleyfið. Í svari bæjarins við fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. janúar 2019, hafi vinnuskúrarnir á lóðinni síðan verið orðnir að byggingarleyfisskyldu mannvirki og stöðuleyfisskyldum gámi.

Gjaldskrá nr. 161/2011 fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ, sem hið kærða stöðuleyfisgjald byggi á, sæki stoð í 51. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki. Lögin hafi tekið gildi eftir gildistöku gjaldskrárinnar og því sé augljóst að ákvæði um heimild bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar til innheimtu byggingarleyfis og þjónustugjalda samkvæmt lögunum hafi ekki verið fyrir hendi á samþykktardegi hennar. Þá sé ljóst að heimildarákvæði gjaldskrárinnar hafi verið bætt inn í eftir að bæjarstjórn samþykkti hana sem veki upp grun um brot sem varðað geti við 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í 51. gr. laga um mannvirki sé kveðið á um að upphæð gjalds í gjaldskrá fyrir veitta þjónustu og verkefni byggingarfulltrúa skuli taka mið af kostnaði við þjónustu og vera byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd séu þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldskráin sem samþykkt hafi verið af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í desember 2010 hafi ekki byggt á neinni rekstraráætlun. Fyrsta rekstararáætlun Grindavíkurbæjar hafi ekki litið dagsins ljós fyrr en í mars 2018 þar sem fram hafi komið að upphæð gjalds skyldi taka mið af kostnaði við þjónustu.

Kærandi geri kröfu um að byggingarfulltrúa Grindavíkurbæjar verði sagt upp vegna áðurnefnds ætlaðs hegningarlagabrots og vegna brots hans á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar við álagningu stöðuleyfisgjalda. Bæjarritara Grindavíkurbæjar eigi að áminna vegna óhóflegs dráttar á að svara fyrirspurn sem send var til hans 6. febrúar 2018, fjármálastjóra Grindavíkurbæjar eigi að áminna vegna rangs verðbótaviðmiðs í gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld og loks eigi að áminna sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna ámælisverðrar hótunar í svari við fyrirspurn kæranda um hvaða forsendur lægju að baki rukkun um stöðuleyfi fyrir árið 2018.

Málsrök Grindavíkurbæjar: Af hálfu Grindavíkurbæjar er farið fram á að kærunni verði vísað frá í heild sinni þar sem hún uppfylli ekki skilyrði 1. og 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Að auki hafi eins mánaðar kærufrestur verið liðinn þegar kæran hafi verið send til úrskurðarnefndarinnar skv. 2. mgr. 4. gr. laganna. Greiðsluseðill fyrir stöðuleyfisgjaldinu hafi verið sendur kæranda 1. febrúar 2018 og verði því að telja að kæranda hafi frá þeim tíma mátt vera kunnugt um ákvörðunina.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála starfi á grundvelli fyrrnefndra laga um nefndina en samkvæmt 1. gr. þeirra sé hlutverk hennar að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála. Því eigi að vísa frá kröfum kæranda sem varði það að byggingarfulltrúi Grindavíkurbæjar verði leystur frá störfum og að nefndum starfsmönnum bæjarins verði veitt áminning.

Gjaldskrá nr. 161/2011 fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ byggi á gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sbr. 51. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og hafi stöðuleyfisgjöld innan sveitarfélagsins því haft fullnægjandi lagastoð. Því sé hafnað að jafnræðis hafi ekki verið gætt við álagninguna en óljós tilvísun kæranda til annarra lausafjármuna á öðrum lóðum hafi ekki þýðingu, enda liggi ekki fyrir hvort skilyrði gr. 2.6.1. í fyrrnefndri byggingarreglugerð hafi átt við í þeim tilvikum. Málefnaleg sjónarmið kunni að liggja að baki þeim tölum sem kærandi vísi til í kæru sinni. Samkvæmt fyrrnefndu ákvæði í byggingarreglugerðinni beri aðila að sækja um stöðuleyfi til leyfisveitanda ef tilteknir lausafjármunir eiga að standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega séu skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Sveitarfélagið hafi lagt á eitt stöðuleyfisgjald vegna tveggja vinnuskúra sem hafi verið á lóðinni Vörðusund 5. Gjaldið sé lögmætt enda hafi öll skilyrði fyrir því verið uppfyllt.

Sveitarfélagið mótmæli því að verðbreytingaákvæði 4. gr. fyrrnefndrar gjaldskrár bæjarins nr. 161/2011 sé ólögmætt. Gjaldskráin hafi tekið gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda 22. febrúar 2011. Í framkvæmd hafi gjaldið tekið breytingum mánaðarlega í stað árlega eins og kveðið sé um í gjaldskránni. Hins vegar hafi verið brugðist við þessu, verklag bætt og þeim aðilum verið endurgreitt sem greitt hafi gjaldið miðað við mánaðarlegar breytingar í stað árlegrar.

Viðbótarathugasemdir kæranda: Að mati kæranda uppfyllir kæran öll skilyrði 1. og 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Þess sé getið í leiðbeiningum kærumála að eigi kærumál ekki heima í viðkomandi úrskurðarnefnd eigi nefndin að beina henni til réttra aðila. Kæran hafi borist innan tímafrests, en sönnun þess sé að kærandi hafi sent tölvupóst til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Grindavíkurbæjar 6. febrúar 2018, sem hafi verið sama dag og greiðsluseðill stöðuleyfisgjalda hafi borist honum. Þrátt fyrir þessar tafir hafi kæra verið send til úrskurðarnefndarinnar 5. mars s.á. eða innan við einum mánuði frá því að greiðslukrafa Grindavíkurbæjar hafi borist kæranda og grunur um brot sveitarfélagsins vaknað.

Gjaldskrá sú sem staðfest hafi verið í bæjarráði 15. desember 2010 sé ekki sú sama og auglýst hafi verið í B-deild Stjórnartíðinda 22. febrúar 2011. Auglýsta gjaldskráin, nr. 161 fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ, sé með breytingum á texta ásamt því að gjaldliðum hafi verið breytt. Því sé gjaldskráin einfaldlega fölsuð og marklaus og álagning samkvæmt henni ómerk að öllu leyti. Þá geti verðskrá sem tekið hafi gildi 22. febrúar 2011 ekki haft verðbótaviðmið frá janúar 2009 og þaðan af síður verðbótagrunn frá 2009 sem ekki sé til sem opinber verðbótagrunnur Hagstofunnar. Vandséð sé hvernig fölsuð útgáfa af gjaldskránni, sem samþykkt hafi verið í bæjarráði 1. desember 2010, hafi heimild í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sem gefin hafi verið út tveimur árum síðar.

Fullyrðing um að gámar séu á lóð kæranda sé röng því hvorugur vinnuskúrinn standist neina málasetningu staðlaðs flutningagáms, líkt og hann sé skilgreindur í 36. mgr. gr. 1.2.1. í fyrrnefndri byggingarreglugerð. Grindavíkurbær hafi hafnað beiðni um endurgreiðslu stöðuleyfisgjalda á þeirri forsendu að minni vinnuskúrinn sé stöðuleyfisskyldur lausafjármunur, þrátt fyrir að Mannvirkjastofnun hafi skorið úr um að vinnuskúrar væru ekki stöðuleyfisskyldir.

Grindavíkurbær hafi lagt fram frumrit tveggja misvísandi reikninga, sem hvorugur hafi komið áður fyrir sjónir kæranda. Ekki sé ljóst hvor þessara reikninga eigi að hafa verið sendur kæranda hinn 26. febrúar 2018. Ljóst sé að sveitarfélagið hafi haft frumrit reikninganna undir höndum. Staðfesti það að reikningarnir hafi aldrei verið sendir til kæranda þar sem annars væru þeir ekki til sem frumrit hjá sveitarfélaginu. Þaðan af síður sem tvö misvísandi eintök sama reiknings, sem jafnframt sé ábending um fölsun sönnunargagna.

—–

Frekari rök og sjónarmið kæranda liggja fyrir í málinu sem ekki verða rakin hér nánar, en úrskurðarnefndin hefur haft þau til hliðsjónar við úrlausn málsins.

Niðurstaða: Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nefndin það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á því sviði. Af þessum sökum fellur það utan valdheimilda nefndarinnar að hafa almennt eftirlit með störfum starfsmanna sveitarfélaga, mæla fyrir um uppsögn þeirra eða veita þeim áminningu. Verður þeim kröfum kæranda því vísað frá úrskurðarnefndinni.

Hin kærða gjaldskrá nr. 161/2011 fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Grindavíkurbæ tók gildi með birtingu þar um í B-deild Stjórnartíðinda 22. febrúar 2011. Samkvæmt 4. gr. hennar var hún sett með heimild í 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 ásamt 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrrnefnd lög tóku gildi 1. janúar 2011 og höfðu því tekið gildi þegar gjaldskráin tók gildi. Gerir kærandi kröfu um ógildingu gjaldskrárinnar og endurgreiðslu allra gjalda á hennar grundvelli. Kæruheimild er að finna í 59. gr. mannvirkjalaga þar sem segir að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar séu á grundvelli laganna sæti kæru til úrskurðarnefndarinnar. Gjaldskráin er almenn stjórnvaldsfyrirmæli og beinist að ótilteknum fjölda manna. Hún felur í sér réttarreglur og er því ekki til staðar kæruheimild vegna þessa kæruatriðis.

Hins vegar telst álagning á grundvelli gjaldskrárinnar til stjórnvaldsákvarðana og verður því að skilja kröfu kæranda á þann hátt að kærð sé álagning stöðuleyfisgjalda vegna lóðar kæranda á grundvelli gjaldskrárinnar. Fram kemur í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 að frestur til að kæra ákvörðun til nefndarinnar sé einn mánuður frá því að kæranda varð eða mátti vera kunnugt um hina kærðu ákvörðun. Hvað varðar álagningu eldri stöðuleyfisgjalda á grundvelli gjaldskrárinnar, áður en til álagningar kom vegna ársins 2018, er ljóst að kærufrestur var löngu liðinn þegar kæra barst 5. mars 2018. Sætir það kæruefni því ekki lögmætisathugun úrskurðarnefndarinnar auk þess sem ekki er á hennar valdsviði að mæla fyrir um endurgreiðslu álagðra gjalda samkvæmt gjaldskránni frá upphafi ásamt dráttarvöxtum. Verður þessum þætti málsins því einnig vísað frá úrskurðarnefndinni.

Fari aðili fram á rökstuðning fyrir ákvörðun hefst kærufrestur ekki fyrr en rökstuðningur hefur verið tilkynntur honum skv. 3. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 , að því gefnu að beiðni hafi borist innan 14 daga frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðunina, sbr. 3. mgr. 21. gr. laganna. Hið umdeilda stöðuleyfisgjald fyrir árið 2018 var lagt á 25. janúar það ár. Líkt og fram hefur komið sendi kærandi fyrirspurn til Grindavíkurbæjar 6. febrúar 2018 og óskaði eftir frekari upplýsingum um álagninguna og var honum svarað 22. s.m. Að framangreindu virtu barst kæran innan kærufrests hvað varðar þann lið hennar sem snýr að álagningu stöðuleyfisgjalds fyrir árið 2018.

Fjallað er um stöðuleyfi í kafla 2.6. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Um veitingu stöðuleyfis segir í gr. 2.6.1. að ef lausafjármunum sem upptaldir séu í ákvæðinu sé ætlað að standa í lengri tíma en tvo mánuði utan svæða þar sem sérstaklega sé gert ráð fyrir geymslu þeirra skuli sækja um stöðuleyfi til leyfisveitanda. Umsókn um stöðuleyfi á að vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og á henni að fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á. Þá skal í umsókn gera grein fyrir tilgangi og lengd stöðuleyfis og henni eiga að fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna. Í gr. 2.6.2. er fjallað um heimild leyfisveitanda til að fjarlægja lausafjármuni. Skal leyfisveitandi krefja eiganda um að fjarlægja lausafjármun sem er án stöðuleyfis innan eðlilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar, að öðrum kosti verði það gert á kostnað eiganda.

Samkvæmt því sem fram hefur komið er forsenda þess að eigandi stöðuleyfisskylds lausafjármunar fái útgefið stöðuleyfi að hann sæki um slíkt leyfi til leyfisveitanda og skili inn ákveðnum gögnum. Geri hann það ekki á leyfisveitandi þess kost að krefja eigandann um að fjarlægja hlutinn eða að öðrum kosti getur hann gert það á kostnað hans. Ekkert í málinu bendir hins vegar til að svo hafi verið gert heldur mun stöðuleyfi hafa verið veitt án umsóknar, en fyrir því er ekki heimild í byggingarreglugerð, sbr. það sem áður er rakið. Blasir þá við að sveitarfélaginu var jafnframt óheimilt að krefja kæranda um greiðslu gjalds vegna stöðuleyfis sem hann hafði ekki sótt um. Þegar af þeirri ástæðu verður að telja hina kærðu álagningu stöðuleyfisgjalds vegna ársins 2018 háða slíkum annmörkum að það varði ógildingu hennar.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi álagning stöðuleyfisgjalds að fjárhæð kr. 51.665 fyrir árið 2018 vegna tveggja vinnuskúra á lóðinni Vörðusundi 5, Grindavíkurbæ.

Að öðru leyti er kærumáli þessu vísað frá úrskurðarnefndinni.

33/2018 Reyðarfjörður

Með

Árið 2019, fimmtudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður og Ásgeir Magnússon dómstjóri. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor tók þátt í fundi nefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað.

Fyrir var tekið mál nr. 33/2018, kæra á ákvörðun heilbrigðisnefndar Austurlands frá 7. febrúar 2018 um að samþykkja útgáfu starfsleyfis til handa Íslenska gámafélaginu ehf. fyrir jarðgerð á allt að 600 tonnum á ári af lífrænum eldhúsúrgangi frá heimilum og fyrirtækjum á starfsstöð félagsins að Hjallanesi 10-14, Reyðarfirði.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. febrúar 2018, er barst nefndinni 28. s.m., kærir eigandi, Árgötu 1, Reyðarfirði, þá ákvörðun heilbrigðisnefndar Austurlands frá 7. febrúar 2018 að samþykkja útgáfu starfsleyfis til handa Íslenska gámafélaginu ehf. fyrir jarðgerð á allt að 600 tonnum á ári af lífrænum eldhúsúrgangi frá heimilum og fyrirtækjum á starfsstöð félagsins að Hjallanesi 10-14, Reyðarfirði. Verður að skilja kæruna svo að þess sé krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Einnig gerir kærandi athugasemd við að ekki hafi verið gerð krafa um mat á umhverfisáhrifum af hálfu Skipulagsstofnunar.

Gögn málsins bárust frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands 28. maí 2018 og í mars 2019.

Málavextir: Hinn 11. september 2017 tilkynnti Íslenska gámafélagið ehf. Skipulagsstofnun um fyrirhugaða jarðgerð í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, sbr. lið 11.15 í 1. viðauka. Í niðurstöðu stofnunarinnar, dags. 16. nóvember s.á., kom fram að hún liti svo á að framkvæmdin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum en stofnunin tók jafnframt fram í niðurstöðu sinni að hún teldi helstu neikvæðu áhrif jarðgerðarinnar vera hljóð-, lyktar-, og sjónmengun, sem og örverumengun í tengslum við vinnuferlið. Mótvægisaðgerðir sem stefnt væri að ættu hins vegar að draga úr neikvæðum áhrifum og þar sem jarðgerðin væri á skilgreindu iðnaðarsvæði með svipaða starfsemi ætti hún að falla að umhverfinu hvað varðaði hljóð- og sjónmengun.

Í kjölfarið sótti félagið um starfsleyfi til að jarðgera á tilgreindri starfsstöð sinni á Reyðarfirði allt að 600 tonn á ári af lífrænum heimilisúrgangi og samskonar úrgangi frá fyrirtækjum af svæðinu í kring. Drög að starfsleyfi voru auglýst til kynningar í staðarblaðinu Dagskránni á Austurlandi 12. október 2017. Athugasemdafrestur var til og með 7. nóvember s.á. og skilaði kærandi inn athugasemdum innan þess frests, sem var svarað 16. desember s.á. Athugasemdir hans lutu m.a. að skorti á kynningu, hættu á lyktarmengun og óþægindum vegna nálægðar starfseminnar við tjaldsvæði og íbúðarbyggð, sem og að því að svæðið væri eingöngu ætlað fyrir iðnað. Þá bar málið á góma á íbúafundi sem haldinn var á Reyðarfirði 26. október 2017.

Hinn 30. nóvember 2017 fór Heilbrigðiseftirlit Austurlands í eftirlitsferð á umrætt athafnasvæði Íslenska gámafélagsins. Í eftirlitsferðinni kom m.a. fram að leyfishafi hefði áform um að leiða loft frá jarðgerðarmúgnum í gegnum timburkurl og úða með lyktareyði yfir múginn þegar verið væri að snúa honum. Í kjölfar eftirlitsferðarinnar gerði heilbrigðiseftirlitið kröfur um úrbætur og tók fram að starfsleyfi yrði gefið út þegar svæðið væri tilbúið og fyrirtækið kallaði til lokaúttektar. Starfsleyfið myndi þá vera tilbúið til afhendingar og yrði það formlega gefið út ef uppsetning og frágangur yrði í samræmi við kynnt áform. Á fundi heilbrigðisnefndar Austurlands 13. desember 2017 var bókað að nefndin samþykkti útgáfu starfsleyfisins þegar tilsettum skilyrðum um hreinsun svæðisins, vélbúnað o.þ.h. hefði verið mætt og starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins staðfest það með úttekt. Með úttekt 23. janúar 2018 staðfesti heilbrigðiseftirlitið að búið væri að mæta þeim kröfum sem það hefði gert 30. nóvember 2017. Starfsleyfið var gefið út síðar sama dag með gildistíma til 23. janúar 2022. Heilbrigðisnefnd Austurlands staðfesti útgáfu starfsleyfisins á fundi sínum 7. febrúar 2018.

Málsrök kæranda: Af hálfu kæranda er bent á að í starfsleyfinu hafi verið tekið fram að hægt yrði að krefjast þess af leyfishafa að notast yrði við efni og verklag til að draga úr lyktarmengun. Þess hafi hins vegar ekki verið krafist í starfsleyfinu að notuð yrði besta fáanleg tækni við meðhöndlun úrgangs, líkt og krafa sé gerð um í reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs. Starfsemin standi í um 500 m fjarlægð frá næstu íbúðarbyggð og í 200 m fjarlægð frá tjald- og útisvistarsvæði Reyðarfjarðar og hefði í ljósi athugasemda á íbúafundi og innsendra athugasemda átt að krefjast bestu fáanlegu tækni skilyrðislaust í starfsleyfinu.

Ferill útgáfu starfsleyfisins hafi verið ámælisverður og fullnægjandi úttekt hafi ekki átt sér stað. Í fundargerð heilbrigðisnefndar Austurlands frá 7. febrúar 2018 hafi komið fram að starfsleyfið hafi verið gefið út 23. janúar 2018. Starfsleyfið hafi verið samþykkt með fyrirvara um útgáfu þegar öllum skilyrðum hefði verið framfylgt og starfsemin hefði verið tekin út af heilbrigðiseftirlitinu. Þegar starfsleyfið hafi verið gefið út hafi ekki verið búið að tengja vélbúnaðinn við rafmagn og starfsemin því ekki verið tilbúin samkvæmt skilyrðum leyfisins. Því hefði ekki getað átt sér stað fullnægjandi úttekt í samræmi við afgreiðslu og samþykkt heilbrigðisnefndar.

Kærandi gerir athugasemd við að Skipulagsstofnun hafi ekki gert kröfu um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar í ljósi þess hve nálægt byggð hún standi. Leyfishafi hafi leyfi til að vinna með allt að 600 tonn af úrgangi og hafi tekið fram í starfsleyfisumsókn sinni að mögulega gæti bæst við jarðgerð frá fleiri stöðum þegar fram í sækti, s.s. frá Hornafirði. Í rökstuðningi Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum komi fram að ekki sé talin ástæða til að krefjast slíks mats, m.a. af því að starfsemin sé í meira en 500 m fjarlægð frá íbúðabyggð. Hins vegar sé hvergi getið nálægðar við tjald- og útivistarsvæði sem íbúar og gestir sæki í auknum mæli ár hvert.

Málsrök Heilbrigðiseftirlits Austurlands: Af hálfu heilbrigðiseftirlitsins er bent á að í reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs sé besta fáanlega tækni við meðhöndlun úrgangs skilgreind og í 11. gr. reglugerðarinnar sé gerð krafa um að bestu fáanlegu tækni sé beitt. Hins vegar sé ekki kveðið á um það í reglugerðinni að í starfsleyfi skuli sérstaklega tekið fram að beita skuli bestu fáanlegu tækni við meðhöndlun úrgangs. Í starfsleyfisskilyrðum með hinu kærða starfsleyfi séu talin upp þau lög og reglugerðir sem um starfsemina gildi, þ.m.t. fyrrnefnd reglugerð um meðhöndlun úrgangs. Í almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi sem fylgi starfsleyfinu sé síðan gerð krafa um bestu fáanlegu tækni í gr. í 1.4. Því leiki ekki vafi á því að starfsleyfishafi hafi verið upplýstur um að honum bæri að beita bestu fáanlegu tækni við starfsemina ásamt því að í starfsleyfisskilyrðum hafi verið gerðar ítarlegar kröfur um vinnulag, mengunarvarnir og innra eftirlit á athafnasvæðinu.

Því sé mótmælt að ferill starfsleyfisins hafi að einhverju leyti verið ámælisverður og að starfsleyfið hafi verið gefið út áður en fullnægjandi úttekt hafi farið fram. Heilbrigðiseftirlitið hafi farið þrisvar sinnum í úttekt á athafnasvæðið áður en starfsleyfið hafi verið gefið út og það hafi ekki verið gert fyrr en úrbótum hafi verið lokið og heilbrigðiseftirlitið staðfest það með úttekt.

Athugasemdir leyfishafa: Leyfishafa var boðið að koma á framfæri athugasemdum vegna kærunnar en hefur ekki látið málið til sín taka.

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um lögmæti þeirrar ákvörðunar heilbrigðisnefndar Austurlands frá 7. febrúar 2018 að samþykkja útgáfu starfsleyfis fyrir jarðgerð á 600 tonnum af lífrænum eldhúsúrgangi frá heimilum og fyrirtækjum á starfsstöð leyfishafa að Hjallanesi 10-14, Reyðarfirði.

Kærandi gerir í málinu aukinheldur athugasemd við þá ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 16. nóvember 2017, að láta ekki fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar. Hann kærir þó hvorki þá ákvörðun né gerir kröfur í því sambandi. Þá er af gögnum málsins ljóst að kærandi vissi um þá ákvörðun í síðasta lagi þegar honum bárust svör heilbrigðisnefndar, dags. 16. desember 2017, við athugasemdum hans við drög að hinu kærða starfsleyfi, en í svörunum var vísað til nefndrar ákvörðunar. Gat hann þá þegar kynnt sér efni matsskylduákvörðunarinnar en í henni er leiðbeint um kæruleið og kærufrest. Var því mánaðarkærufrestur liðinn þegar kæra barst í málinu 28. febrúar 2018, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Að teknu tilliti til framangreinds eru ekki efni til að fjalla frekar um nefnda ákvörðun.

Fram kemur í 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 að þeir einir geti kært stjórnvaldsákvarðanir til úrskurðarnefndarinnar sem eigi lögvarða hagsmuni tengda ákvörðun sem kæra á, nema í tilteknum undantekningartilvikum sem þar eru greind. Verður að skýra þetta ákvæði í samræmi við almennar reglur stjórnsýsluréttarins um aðild í kærumálum, þar sem áskilið er að kærandi eigi beina einstaklingsbundna hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kærð er. Kærandi er búsettur í um 1,1 km fjarlægð frá svæðinu þar sem hin kærða starfsemi er fyrirhuguð og er ekki hægt að útiloka að hann geti orðið var við mengun, þ.m.t. lyktarmengun, vegna starfseminnar. Á kærandi því að mati nefndarinnar þá lögvörðu hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun sem krafist er samkvæmt greindu lagaákvæði.

Lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir hafa það að markmiði að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi ásamt því að koma í veg fyrir eða að draga úr losun og koma í veg fyrir myndun úrgangs í því skyni að vernda umhverfið, sbr. 1. gr. laganna. Þegar hin kærða ákvörðun var tekin kom fram í 6. gr. laganna að allur atvinnurekstur, sbr. viðauka I-V, ætti að hafa gilt starfsleyfi. Heilbrigðisnefndir gáfu út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem talinn var upp í viðauka IV í lögunum, þ. á m. vegna endurnýtingar úrgangs sem fellur þar undir, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna.

Í 3. mgr. 7. gr. laga nr. 7/1998 er kveðið á um hvernig skuli staðið að undirbúningi og auglýsingu útgáfu starfsleyfis skv. 1. mgr. Vinna á tillögur, auglýsa opinberlega hvers efnis þær eru og hvar megi nálgast þær. Er og tekið fram að heimilt sé að gera skriflegar athugasemdir við tillögu heilbrigðisnefndar innan fjögurra vikna frá auglýsingu. Nánar er fjallað um þessi atriði í 2. mgr. 24. gr. í reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sem gilti á þeim tíma er hið kærða starfsleyfi var gefið út. Er þar kveðið á um skyldu útgefanda starfsleyfis til að auglýsa á tryggan hátt, s.s. í dagblaði eða staðarblaði ef við á, að starfsleyfistillagan sé komin fram, hvers efnis hún sé og hvar hún liggi frammi. Tilgreina skal frest til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna og skal hann vera fjórar vikur frá auglýsingu vegna starfsleyfa fyrir annan atvinnurekstur en þann sem tilgreindur er í fylgiskjali I og I. viðauka. Í 1. mgr. nefnds reglugerðarákvæðis er jafnframt tekið fram að tryggja skuli að almenningur eigi greiðan aðgang að starfsleyfisumsóknum og skal umsókn vera aðgengileg hjá viðkomandi sveitarstjórn ásamt starfsleyfistillögu.

Drög að hinu kærða starfsleyfi voru auglýst í staðarblaði svæðisins, Dagskránni á Austurlandi, 12. október 2017 með athugasemdafresti til og með 7. nóvember s.á. Kom þar fram að starfsleyfisdrögin ásamt fylgigögnum væru aðgengileg á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Austurlands skv. 24. gr. í reglugerð nr. 785/1999. Þá var tekið fram að vildu menn koma á framfæri ábendingum eða athugasemdum um starfsleyfisdrögin skyldi það gert skriflega á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir 8. nóvember 2017. Samkvæmt auglýsingunni um hið kærða starfsleyfi var frestur til að gera athugasemdir við tillöguna ekki veittur í fullar fjórar vikur, líkt og krafa er gerð um skv. þeim lögum og reglum sem áður er lýst. Ljóst er að framkomnar athugasemdir geta leitt til breytinga á kynntum drögum þar sem auglýst starfsleyfistillaga er ekki endanlegt starfsleyfi. Réttur almennings til athugasemda áður en ákvörðun er tekin er því nátengdur rétti til andmæla, sem og þeirri skyldu stjórnvalda að tryggja að mál hafi verið nægilega rannsakað áður en ákvörðun er tekin í því, sbr. 10. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Er ekki hægt að útiloka að athugasemdir hefðu getað komið fram innan lögboðins fjögurra vikna athugasemdafrests er hefðu getað breytt að einhverju leyti inntaki hins kærða starfsleyfis. Sá frestur var hins vegar ekki veittur og verður þegar af þeirri ástæðu ekki komist hjá því að fella starfsleyfið úr gildi. Verður því ekki frekar fjallað um efnislegar málsástæður kæranda.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi ákvörðun heilbrigðisnefndar Austurlands frá 7. febrúar 2018 um að samþykkja útgáfu starfsleyfis til handa Íslenska gámafélaginu ehf. fyrir jarðgerð á allt að 600 tonnum á ári af lífrænum eldhúsúrgangi frá heimilum og fyrirtækjum á starfsstöð félagsins að Hjallanesi 10-14, Reyðarfirði.

11/2018 Kalkþörungaset í Miðfirði

Með

Árið 2019, fimmtudaginn 28. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður og Geir Oddsson auðlindafræðingur. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor tók þátt í fundi nefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað.

Fyrir var tekið mál nr. 11/2018, kæra á ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 14. desember 2017 um að nýting kalkþörungasets í Miðfirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. janúar 2018, er barst nefndinni 22. s.m., kæra Veiðifélag Miðfirðinga og Kvísl ehf., eigandi Króksstaða og hluta Miðfjarðarár, þá ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 14. desember 2017 að nýting kalkþörungasets í Miðfirði, 1.200 m³ á ári í 30 ár, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Jafnframt er gerð krafa um frestun réttaráhrifa en þó er tekið fram að ekki sé krafist úrskurðar um hana að svo stöddu. Vegna framsetningar kröfunnar þótti ekki tilefni til að taka afstöðu til framkominnar kröfu um stöðvun framkvæmda.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Skipulagsstofnun 26. febrúar 2018.

Málavextir: Forsaga máls þessa er nokkur. Hinn 14. maí 2015 sótti Icecal ehf. um leyfi til Orkustofnunar fyrir hagnýtingu á 1.200 m³ af kalkþörungaseti á ári innan ákveðins svæðis í Miðfirði. Óskað var eftir nýtingarleyfi til 30 ára, eða frá 2015 til 2045. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins skal við veitingu leyfa samkvæmt lögunum gætt ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum. Í samræmi við tilvitnaða málsgrein leitaði Orkustofnun umsagna Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, Húnaþings vestra, Minjastofnunar Íslands, Náttúrustofu Norðurlands vestra, Náttúrustofu Vestfjarða og Samgöngustofu áður en leyfið var veitt. Í bréfi sínu til umsækjanda, dags. 20. nóvember 2015., benti Orkustofnun á að tilkynna þyrfti um fyrirhugaða framkvæmd til Skipulagstofnunar og var það gert 4. desember s.á. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu 9. s.m. að umrædd framkvæmd væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Hinn 30. maí 2016 veitti Orkustofnun umsækjanda leyfi til töku kalkþörungasets af hafsbotni í vestanverðum Miðfirði við Húnaflóa.

Í janúar 2016 bárust úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kærur vegna fyrrnefndrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar og kvað nefndin upp úrskurð 3. október 2017 í kærumálum nr. 3/2016 og 8/2016 þar sem ákvörðunin var felld úr gildi. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að ekki verði ráðið af hinni kærðu ákvörðun og rökstuðningi hennar að mat Skipulagsstofnunar þess efnis að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum hafi farið fram með fullnægjandi hætti samkvæmt viðmiðum 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Með bréfi, dags. 7. nóvember 2017, tilkynnti Icecal að nýju um fyrirhugaða framkvæmd til Skipulagsstofnunar. Fram kom í tilkynningunni að hinn 30. maí 2016 hefði félagið fengið leyfi frá Orkustofnun til hagnýtingar á 1.200 m3 af kalkþörungaseti á ári í 30 ár innan tilgreinds svæðis í Miðfirði. Við leyfisumsóknina hafi verið stuðst við setlagarannsóknir tilgreindrar jarðfræðistofu frá árinu 2004, auk rannsókna á kalkþörungum í Húnaflóa frá árinu 1980. Við val á svæði hafi verið horft til niðurstaðna setmælinga m.t.t. magns lífræns og ólífræns sets. Sótt hafi verið um leyfi til efnisnáms á svæði þar sem kalkþörungaset sé talið í sem mestu magni. Fyrirhugað sé að nýta skip útbúið með krana og gálga eða dælubúnað sem nýtist við efnistökuna. Þar sem umfang nýtingar sé almennt lítið sé lögð á það áhersla að nýting verði eins vistvæn og kostur sé og taki mið af lögun kalkþörungasetsins. Gert sé ráð fyrir að set verði flutt í kerjum, sekkjum eða einhverju sambærilegu og notast sé við hefðbundnar aðferðir, eins og við löndun á matvælum úr sjó, s.s. fiski. Skipulagt efnisnám muni fara fram á afmörkuðu efnistökusvæði með þeim hætti að rask á botnlífi verði sem minnst. Sama gildi um rask sem áhrif hafi á fiskistofna á svæðinu þar sem grugg frá efnistöku sé almennt lítið í samanburði við umfangsmeiri efnistöku annars staðar.

Skipulagsstofnun tók nýja ákvörðun í málinu 14. desember 2017. Þar kom fram að stofnunin hefði ekki talið tilefni til að óska sérstaklega eftir umsögnum, en þess í stað stuðst við umsagnir frá árinu 2015 sem Orkustofnun hefði óskað eftir vegna leyfisumsóknar framkvæmdaraðila. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar er vísað til þess að í umsögn Umhverfisstofnunar hafi komið fram sú skoðun stofnunarinnar að þau stærðarviðmið sem ætlað sé að gefa vísbendingar um líkleg áhrif efnistöku ættu að öllum líkindum ekki við þegar um efnistöku á seti væri að ræða, sér í lagi þegar verið væri að vinna efni sem væri jafn viðkvæmt og kalkþörungaset. Skipulagsstofnun taki undir það sjónarmið að gerð efnis sem taka eigi sé ekki síður mikilvægur þáttur þegar horft sé til líklegra áhrifa af efnistöku. Tekið hafi verið á þessu vandamáli við samþykkt laga nr. 138/2014 um breytingu á lögum nr. 106/2000. Við lagabreytinguna hafi efnistaka sem áður hafi verið undir stærðarviðmiðum laganna orðið tilkynningarskyld. Ekki liggi fyrir hversu mikið sé af lifandi kalkþörungum innan fyrirhugaðs efnistökusvæðis. Að mati Skipulagsstofnunar felist neikvæð áhrif framkvæmdar fyrst og fremst í röskun lifandi kalkþörunga sem séu afar viðkvæmir og séu mikilvægt búsvæði fyrir sjávardýr og gróður. Vaxtartími kalkþörunga sé afar hægur og áhrifin því langvarandi og vart afturkræf nema ef litið sé til mjög langs tíma. Stofnunin taki þó ekki undir þá umsögn Hafrannsóknastofnunar að nýtingin sé ekki sjálfbær þar sem um afar hóflega nýtingu á auðlindinni sé að ræða. Í ljósi þess telji Skipulagsstofnun að áhrif framkvæmdarinnar á kalkþörunga verði nokkuð neikvæð en staðbundin. Mikilvægt sé að við efnisnám verði notast við aðferðir sem takmarki gruggmyndun og þess gætt að áhrifa gæti ekki út fyrir fyrirhugað efnistökusvæði. Stofnunin telji eðlilegt að í nýtingarleyfi verði sett skilyrði um fyrirkomulag efnistöku, rannsóknir á lífríki, vöktun og hvernig bregðast skuli við niðurstöðum rannsókna og vöktunar. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna sé það niðurstaða stofnunarinnar að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, sbr. þau viðmið sem tilgreind séu í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Hefur framangreind ákvörðun verið kærð, eins og áður segir.

Málsrök kærenda: Kærendur benda á að Skipulagsstofnun hafi ekki aflað nýrra umsagna hinna ýmsu stofnana og Húnaþings vestra áður en stofnunin hafi tekið ákvörðun sína 14. desember 2017. Í stað þess hafi hún látið umsagnir til Orkustofnunar frá miðju ári 2015 duga, en þær umsagnir hafi verið gefnar löngu fyrir ógildingarúrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hinn 3. október 2017. Umsagnirnar hafi því verið úreltar þegar hin kærða ákvörðun var tekin auk þess sem þær hafi verið veittar annarri óviðkomandi stofnun. Þá sé í hinni kærðu ákvörðun hvorki getið um né fjallað um athugasemdir og mótmæli kærenda sem komi fram í málum nr. 3/2016 og 8/2016. Kærendur mótmæli túlkun Skipulagsstofnunar á 9. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd, en stofnunin misskilji víðtækt ákvæði greinarinnar þannig að hún eigi einungis við um ákvarðanir á grundvelli náttúruverndarlaganna.

Orkustofnun hafi gefið út leyfi til töku kalkþörungasetsins 30. maí 2016, en það leyfi hafi orðið markleysa eftir að fyrri ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi verið ógilt af úrskurðarnefndinni 3. október 2017, sbr. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Veruleg óvissa sé um áhrif framkvæmdarinnar. Fram komi í umsögn Umhverfisstofnunar að stærðarviðmið efnistöku í 1. viðauka laga nr. 106/2000, sem ætlað sé að gefa vísbendingar um líkleg áhrif efnistöku á landi, eigi að öllum líkindum ekki við þegar um sé að ræða efnistöku á hafsbotni, sérstaklega þegar efni sé dælt upp af hafsbotni úr seti sem sé jafn viðkvæmt og kalkþörungar. Þá megi líta til umsagnar Hafrannsóknastofnunar þar sem komi fram að vegna óvenju hægs vaxtar kalkþörunga muni það væntanlega taka hundruð ára fyrir þá og lífríkið að jafna sig. Þess vegna sé ekki um að ræða sjálfbæra nýtingu. Einnig segi í umsögn Fiskistofu að ástæða kunni að vera til að skoða á landsvísu hvort kalkþörunganám kunni að hafa neikvæð áhrif á afkomu laxfiska og annarra lífvera sem nýti sér búsvæði á grunnsævi. Í Miðfirði sé ein mikilvægasta laxveiðiá landsins. Fiskistofa bendi á að það svæði og það magn sem sótt sé um leyfi til að nýta, sé ekki fjarri þeim mörkum sem sett hafi verið til viðmiðunar um framkvæmdir sem skuli vera háðar mati á umhverfisáhrifum. Jafnframt komi fram hjá framkvæmdaraðila að sótt verði um frekara efnisnám á leyfistímanum, ef ástæða reynist til. Því telji Fiskistofa eðlilegt að umhverfisáhrif verði metin.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar sé enn verulega ábótavant og langt frá því að bera með sér að stofnunin hafi rannsakað málið sérstaklega með sjálfstæðum og víðfeðmum hætti, með tilliti til allra þeirra atriða sem máli skipta, áður en hún hafi tekið ákvörðun sína. Ekki dugi að fullyrða um það heldur verði ákvörðunin að bera með sér að málið hafi verið rannsakað.

Sem dæmi um lítt rökstuddar og óviðunandi staðhæfingar Skipulagsstofnunar sé vísað til orðalags stofnunarinnar varðandi umfang framkvæmda, þ.e. „[g]era má ráð fyrir“ að umhverfisáhrif framkvæmdar takmarkist við efnistökusvæðið. Kærandi spyrji hvers vegna megi gera ráð fyrir að umhverfisáhrif framkvæmdar takmarkist við efnistökusvæðið, hvernig efnistökusvæðið takmarkist eða hvernig það sé tryggt að ekkert rask verði utan hins formlega 25.000 m2 efnistökusvæðis. Ráðagerð stofnunarinnar sé ekki rökstudd og engin trygging sé fyrir því að ekki verði umhverfisáhrif af framkvæmdinni utan hins formlega efnistökusvæðis. Þvert á móti sé ástæða til að óttast veruleg umhverfisáhrif utan framkvæmdasvæðisins, bæði bein og óbein, m.a. á lífríki Miðfjarðarár og vatnasvæði árinnar og Miðfjarðarins í heild. Fleiri dæmi megi finna en um stærð og fjölbreytileika áhrifa segi í ákvörðun Skipulagsstofnunar að helstu neikvæðu áhrifin séu vegna rasks á kalkþörungaseti og þeirrar eyðileggingar á búsvæðum sem því fylgi og sé svo viðhaft orðalagið „[g]era má ráð fyrir“ að umfang áhrifa ráðist af umfangi rasks. Þá segi um líkur á áhrifum „má ganga út frá“ því að framkvæmd muni raska búsvæðum og hafa áhrif á sjávargróður og dýr á framkvæmdasvæði svo og „[t]elja má“ að litlar líkur verði á öðrum áhrifum.

Um tímalengd, tíðni og óafturkræfi áhrifa segi að fyrir liggi að vaxtartími kalkþörunga sé afar hægur og það taki því lífríkið langan tíma að jafna sig eftir rask. Sé vísað í umsögn Hafrannsóknastofnunar um að efnisnám kalkþörungasets sé ekki sjálfbær nýting á náttúruauðlind. Í niðurstöðu ákvörðunar Skipulagsstofnunar gildi það sama. Hún endurspegli ekki sjálfstæða rannsókn eða rökstudda og þar sé aðeins ein lagatilvísun.

Enginn viti hvaða áhrif fyrirhuguð námuvinnsla geti haft á laxa- og bleikjugöngur í Miðfjarðará eða á lífríki vatnasvæðis árinnar og fjarðarins. Miðfjarðará sé ein mesta laxveiðiá landsins og geti verið í stórhættu ef af námuvinnslunni verði með tilheyrandi uppróti og kalkþörungaskoli í firðinum. Sérstaklega hljóti sú hætta að eiga við á göngutíma seiða til sjávar og á tíma göngu lax og silungs í ána. Áður en til greina komi að heimila framkvæmdina sé brýnt að framkvæma margvíslegar rannsóknir á náttúru svæðisins og láta fara fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, sem ætla megi að geti stefnt í stórhættu lífríki umhverfisins í nágrenni námuvinnslunnar.

Málsrök Skipulagsstofnunar: Skipulagsstofnun telur að þótt umsagnir í málinu séu frá árinu 2015 þá séu þær ekki úreltar. Þrátt fyrir að þær hafi verið veittar Orkustofnun þá hafi verið hægt að byggja á þeim, enda hafi leyfisumsókn lotið að sömu framkvæmd og hin kærða ákvörðun lúti að. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi í úrskurði sínum frá 3. október 2017 ekki gert athugasemd við það að Skipulagsstofnun hafi ekki leitað umsagna leyfisveitanda samkvæmt 5. mgr. 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Kærendur nefni að í ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 14. desember 2017 sé hvorki getið né fjallað um athugasemdir og mótmæli kærenda varðandi fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Stofnunin fái ekki séð að henni sé skylt að lögum að víkja að athugasemdum og mótmælum í umræddum kærum varðandi fyrri ákvörðun stofnunarinnar, enda hafi úrskurðarnefndin fellt hana úr gildi. Aftur á móti hafi stofnuninni borið að taka mið af þeim sjónarmiðum og lagarökum sem komu fram í úrskurði nefndarinnar sem hún og gerði áður en hún tók hina kærðu ákvörðun. Af samanburði á umræddum kærum og því sem fram komi í úrskurði nefndarinnar verði ráðið að úrskurðarnefndin hafi ekki tekið undir öll sjónarmið og rök sem fram hafi komið í kærunum.

Því sé hafnað að Skipulagsstofnun misskilji 9. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Gerð hafi verið breyting á ákvæðinu með lögum nr. 109/2015. Eftir þá breytingu gildi ákvæðið einungis um ákvarðanir teknar á grundvelli náttúruverndarlaga. Ákvæðið gildi því ekki um ákvarðanir Skipulagsstofnunar sem teknar séu á grundvelli laga nr. 106/2000.

Í kærunni sé því haldið fram að veruleg óvissa sé um áhrif framkvæmdarinnar. Í því sambandi sé vitnað til umsagna Umhverfisstofnunar, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu. Í umsögn Umhverfisstofnunar sé þeirri afstöðu lýst að stærðarviðmið, sem ætlað sé að gefa vísbendingu um líkleg áhrif efnistöku á landi, eigi að öllum líkindum ekki við þegar um efnistöku á hafsbotni sé að ræða, sérstaklega þegar efni sé dælt upp af hafsbotni úr seti sem sé jafn viðkvæmt og kalkþörungar. Skipulagsstofnun bendi á að gerð efnis sem taka eigi sé ekki síður mikilvægur þáttur þegar horft sé til líklegra áhrifa efnistöku. Tekið hafi verið á þessu vandamáli við samþykkt laga nr. 138/2014 um breytingu á lögum nr. 106/2000. Við lagabreytinguna hafi efnistaka, sem áður hafi verið undir stærðarviðmiðunum, orðið tilkynningarskyld. Þá sé í tölulið 2.04 ekki aðeins talað um efnistöku á landi heldur einnig úr hafsbotni.

Eins og fram komi í ákvörðun Skipulagsstofnunar þá felist neikvæð áhrif framkvæmdarinnar fyrst og fremst í röskun lifandi kalkþörunga sem séu afar viðkvæmir fyrir raski og séu mikilvægt búsvæði fyrir sjávardýr og gróður. Vaxtartími kalkþörunga sé afar hægur og áhrifin því langvarandi og vart afturkræf nema til mjög langs tíma sé litið. Skipulagsstofnun taki þó ekki undir með Hafrannsóknastofnun að nýtingin sé ekki sjálfbær vegna þess að um sé að ræða afar hóflega nýtingu á auðlindinni. Í ljósi þess sem hér sé rakið telji Skipulagsstofnun að áhrif framkvæmdarinnar á kalkþörunga verði nokkuð neikvæð og staðbundin en ekki veruleg, eins og skilgreining á umtalsverðum umhverfisáhrifum áskilji, sbr. p-lið 3. gr. laga nr. 106/2000. Þess skuli getið að í umsögn Umhverfisstofnunar komi fram sú afstaða að um hóflega nýtingu sé að ræða.

Kærendur vísi til ummæla Fiskistofu í umsögn sinni en horfi vísvitandi fram hjá því að í umsögninni sé vikið að því að þar sem fyrirhuguð efnistaka sé fremur lítil að umfangi og til langs tíma, efnistökusvæðið sé afmarkað og nokkuð fjarri árósi Miðfjarðará, sé ekki líklegt að hún hafi mikil áhrif á afkomu laxfiska á svæðinu. Vegna þeirra orða Fiskistofu að það svæði og það magn sem sótt sé um leyfi til að nýta sé ekki fjarri þeim mörkum sem sett hafi verið til viðmiðunar um framkvæmdir sem skuli vera háðar mati á umhverfisáhrifum bendi Skipulagsstofnun á að það atriði geti ekki leitt til þess að framkvæmdin eigi að fara í mat á umhverfisáhrifum heldur þurfi að meta hvort framkvæmdin skuli matsskyld á grundvelli þeirra viðmiða sem fram komi í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Þá veki stofnunin athygli á því að mörkin í tölulið 2.01 séu há, enda um matsskylda framkvæmd að ræða í A-flokki. Því sé nokkuð langt seilst að tala um að stærð efnistökusvæðisins sé ekki fjarri mörkunum. Einnig geri stofnunin athugasemd við það orðalag Fiskistofu að henni þyki „eðlilegt“ að metin verði umhverfisáhrif framkvæmdarinnar áður en efnistaka hefjist. Skipulagsstofnun bendi á að ákvörðun um matsskyldu skuli byggjast á lagarökum og lagasjónarmiðum en ekki sjónarmiðum um hvað sé eðlilegt.

Því sé hafnað að Skipulagsstofnun hafi ekki rannsakað málið. Fram komi í niðurlagi hinnar kærðu ákvörðunar að í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hafi stofnunin farið yfir þau gögn sem lögð hafi verið fram af hálfu framkvæmdaraðila við tilkynningu og fyrirliggjandi umsagnir. Þá hafi stofnunin aflað nánar tilgreindrar greinar frá 1980 sem fjalli um kalkþörunga í Húnaflóa og hugsanlega nýtingu þeirra. Vitnað hafi verið til greinarinnar og fjallað um rannsóknirnar í ákvörðuninni. Eins og málið hafi legið fyrir stofnuninni út frá þessum gögnum og að gættum viðmiðum í 2. viðauka laga nr. 106/2000 hafi stofnunin ekki talið tilefni til að afla frekari upplýsinga, enda hafi legið fyrir hendi allar þær upplýsingar sem máli hafi skipt eða verið nauðsynlegar.

Þá hafni Skipulagsstofnun því að ákvörðunin sé ekki rökstudd. Þegar ákvörðunin sé borin saman við fyrri ákvörðunina, sem úrskurðarnefndin hafi gert athugasemd við, sé ljóst að rökstuðningnum í fyrri ákvörðuninni hafi verið ábótavant. Í hinni kærðu ákvörðun sé tekin afstaða til þess sem komi fram í umsögnum Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknastofnunar auk þess sem tekin sé afstaða til þess hvort og hvaða þýðingu það hafi að áhrif verði á kalkþörungaset sem sé á lista OSPAR samningsins um viðkvæm búsvæði sem séu í hættu eða á undanhaldi, en úrskurðarnefndin hafi í úrskurði sínum kallað eftir þessum atriðum. Gerðar hafi verið breytingar á gátlistanum í samræmi við úrskurð nefndarinnar að því leyti að bætt hafi verið við þeim atriðum sem vantaði og koma fram í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Einnig sé í reitunum „Já/Nei/Útskýring“ að finna mun ítarlegri umfjöllun heldur en í fyrri ákvörðuninni. Þar sé gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem hafi þýðingu í málinu. Rökstuðningurinn fullnægi því kröfum 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Kærendur vísi til staðhæfinga í hinni kærðu ákvörðun sem þeir telji lítt rökstudda, t.d. um að „telja [megi] að litlar líkur verði á öðrum áhrifum, eins og t.d. áhrifum á laxfiska í Miðfjarðará.“ Skipulagsstofnun bendi á að þau ummæli verði að skoða í samhengi við það sem komi fram á öðrum stað í ákvörðuninni, þ.e. tilvísun í umsögn Fiskistofu þess efnis að ólíklegt sé að efnistaka hafi áhrif á laxfiska á svæðinu. Með það í huga fái Skipulagsstofnun ekki séð að hin tilvitnuðu orð feli í sér lítt rökstudda staðhæfingu. Þá víki kærendur að þeim orðum Skipulagsstofnunar að fyrir liggi að vaxtartími kalkþörunga sé afar hægur og það taki því lífríkið langan tíma að jafna sig eftir rask. Í umsögn Hafrannsóknastofnunar komi fram að stofnunin telji efnisnám kalkþörungasets ekki sjálfbæra nýtingu á náttúruauðlind. Skipulagsstofnun bendi á að í niðurstöðukafla ákvörðunar hennar komi fram að vaxtartími kalkþörunga sé afar hægur og áhrifin því langvarandi og vart afturkræf nema á mjög löngum tíma. Einnig vísi kærendur til þeirra ummæla í ákvörðuninni að gera megi ráð fyrir að umhverfisáhrif framkvæmdar takmarkist við efnistökusvæðið. Skipulagsstofnun bendi á að gögn málsins gefi ekki til kynna að umhverfisáhrifin nái út fyrir framkvæmdasvæðið. Því hafi stofnunin ekki haft forsendur til að leggja annað til grundvallar. Í tilkynningu framkvæmdaraðila til stofnunarinnar sé gerð grein fyrir efnistökusvæðinu og með tilkynningunni fylgi kort/hnit af efnistökusvæðinu. Þannig hafi legið fyrir upplýsingar um afmörkun svæðisins áður en stofnunin hafi tekið ákvörðun í málinu.

Kærendur nefni að niðurstaða ákvörðunar Skipulagsstofnunar beri ekki vitni um sjálfstæða rannsókn og rökstudda niðurstöðu, en þar sé aðeins ein lagatilvísun. Stofnunin bendi á að það verði að meta ákvörðunina í heild sinni. Þegar það sé gert, en ekki bara einblínt á niðurstöðukaflann, komi í ljós að ákvörðunin beri merki þess að vera rökstudd og að undirbúningur hennar hafi fullnægt kröfum rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.

Athugasemdir framkvæmdaraðila: Framkvæmdaraðili telur ljóst að efnisleg rök fyrir möguleikum á áfalli fyrir hagsmunaaðila á svæðinu, verði af fyrirhugaðri efnistöku í Miðfirði, séu án rökstuðnings eða tilvitnana í rannsóknir eða til fyrri atburða vegna sambærilegra framkvæmda. Ljóst sé að rask af dragnótaveiðum hafi verið í firðinum áratugum saman, ásamt veiði með plógum og rækjutrolli, án þess að það hafi haft áhrif á göngu laxa í Miðfjarðará. Í samanburði sé efnistakan af völdum framkvæmdaraðila fjær og líklega minni, en auk þess liggi fyrir álit þess efnis að efnistakan muni að öllum líkindum ekki hafa nein áhrif.

——-

Bæði kærendur og Skipulagsstofnun vísa jafnframt til þeirra málsraka sem fram komu í kærumálum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 3/2016 og 8/2016 og rakin eru í úrskurði nefndarinnar frá 3. október 2017. Verður ekki fjallað nánar um þau sjónarmið hér en úrskurðarnefndin hefur haft þau öll til hliðsjónar við úrlausn málsins.

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að nýting kalkþörungasets í Miðfirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Að mati kærenda ber nauðsyn til að slíkt mat fari fram vegna mögulegra áhrifa framkvæmdarinnar á lífríki Miðfjarðarár og nánasta umhverfi hennar.

Efnistaka úr hafsbotni þar sem áætlað er að raska minna en 25.000 m2 svæði eða efnismagn er minna en 50.000 m3 fellur undir flokk C í 1. viðauka við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, sbr. tölul. 2.04 viðaukans. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna skulu framkvæmdir í þeim flokki háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Skal framkvæmdaraðili tilkynna Skipulagsstofnun um fyrirhugaða framkvæmd í flokki C, sbr. 2. mgr. nefndrar 6. gr., og tekur stofnunin ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 5. mgr. lagagreinarinnar. Segir þar nánar að ákvörðun skuli taka innan tveggja vikna frá því að fullnægjandi gögn hafi borist, við ákvörðunina skuli fara eftir viðmiðum í 2. viðauka laga nr. 106/2000 og að Skipulagsstofnun sé heimilt að leita álits leyfisveitanda og annarra aðila eftir eðli máls hverju sinni. Í samræmi við 2. mgr. 6. gr. tilkynnti framkvæmdaraðili Skipulagsstofnun um fyrirhugaða framkvæmd, svo sem frá er greint í málavaxtalýsingu. Í tilkynningunni kemur fram að framkvæmdaraðili hafi fengið leyfi frá Orkustofnun til hagnýtingar á 1.200 m³ af kalkþörungaseti á ári í 30 ár innan tiltekins svæðis í Miðfirði.

Samkvæmt þeim ákvæðum 6. gr. laga nr. 106/2000 sem áður er lýst ræðst matsskylda af því hvort framkvæmd getur haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Í p-lið 3. gr. laganna eru umhverfisáhrif skilgreind sem umtalsverð ef um er að ræða „[v]eruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.“ Í 5. mgr. nefndrar 6. gr. segir að við ákvörðun um matsskyldu skuli fara eftir viðmiðum 2. viðauka laganna, en þar eru þeir þættir sem líta ber til taldir upp í þremur töluliðum. Varða þeir eðli framkvæmdar, staðsetningu og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, sbr. 1.-3. tölul. 2. viðauka. Undir hverjum tölulið eru svo talin upp önnur atriði sem líta ber til. Hefur Skipulagsstofnun útbúið eyðublað og sniðmát ákvörðunar um framkvæmd í flokki C. Þá er fyrirliggjandi gátlisti þar sem spurt er hvort framkvæmdin hafi áhrif á þætti sem taldir eru í 32 liðum sem flokkaðir eru í þrennt, sbr. 1.-3. tölul. 2. viðauka, þ.e. eftir eðli framkvæmdar, staðsetningu og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar. Er hin kærða ákvörðun að formi svo sem að framan er lýst.

Hvað varðar eðli framkvæmdar fjallar Skipulagsstofnun fyrst og fremst um hvort framkvæmdin sé umfangsmikil. Þar er rakið að fyrirhuguð framkvæmd feli í sér töku á allt að 36.000 m3 á þrjátíu árum og að fyrirhugað efnistökusvæði sé 24.150 m2 að stærð. Vísað er til þess að niðurstöður könnunar frá árinu 1980 á kalki í sjávarseti í vestanverðum Húnaflóa gefi til kynna að útbreiðsla kalkþörungasets á svæðinu sé töluverð. Við könnunina hafi fundist kalkþörungaset víða á grunnsævi í innsta hluta Húnaflóa en setið hafi þó verið sérstaklega áberandi með vestanverðum Miðfirði og í Hrútafirði.

Að því er varðar staðsetningu framkvæmdar þá vísar Skipulagsstofnun til þess að í umsögn Fiskistofu komi fram að ólíklegt sé að efnistakan hafi áhrif á laxfiska á svæðinu, efnissvæðið sé afmarkað, umfangslítið og nokkuð fjarri árósi Miðfjarðarár. Tekur Skipulagsstofnun undir þau ummæli og telur ekki líklegt að efnisnámið og gruggmyndun því samfara hafi neikvæð áhrif á laxfiska á svæðinu. Um getu náttúruauðlinda á svæðinu til endurnýjunar segir Skipulagsstofnun að vaxtarhraði kalkþörunga sé afar hægur og framkvæmdin hafi því áhrif á magn náttúruauðlinda. Þá vísar stofnunin til þess að kalkþörungaset sé á lista samningsins um verndun Norðaustur-Atlantshafsins (OSPAR samningsins), sem Ísland hefur fullgilt, um viðkvæm búsvæði sem séu í hættu eða á undanhaldi. Hafsvæðum OSPAR samningsins sé skipt í fimm undirsvæði og sé hafsvæði við Ísland á svæði I. Ástand búsvæða kalkþörunga sé ólíkt á milli undirsvæða og hafi aðildarríkin verið hvött til að grípa til verndaraðgerða á svæði III en ekki á öðrum svæðum. Að því er varðar áhrif framkvæmdanna á gróður og búsvæði dýra segir að framkvæmdin muni raska gróðri og búsvæðum sjávardýra á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði, en með hliðsjón af umsögn Fiskistofu megi gera ráð fyrir að áhrifin verði staðbundin og hafi ekki áhrif á afkomu laxfiska í nærliggjandi ám.

Þegar kemur að eiginleikum hugsanlegra áhrifa telur Skipulagsstofnun að gera megi ráð fyrir að umhverfisáhrif framkvæmda takmarkist við efnistökusvæðið. Helstu neikvæðu áhrifin séu vegna rasks á kalkþörungaseti og þeirrar eyðileggingar á búsvæðum sem því fylgi. Gera megi ráð fyrir að umfang áhrifa ráðist af því raski sem verði, en með hliðsjón af stærð efnistökusvæðis megi ætla að magn og fjölbreytileiki áhrifa verði takmarkaður. Ganga megi út frá því að framkvæmd muni raska búsvæðum og hafa áhrif á sjávargróður og dýr á framkvæmdasvæði, en litlar líkur verði á öðrum áhrifum. Þá liggi fyrir að vaxtartími kalkþörunga sé afar hægur og það taki því lífríkið langan tíma að jafna sig eftir rask.

Eðli máls samkvæmt fer það eftir þeirri framkvæmd sem ákvörðunin snýst um hver þeirra atriða sem tiltekin eru í 1.-3. tölul. 2. viðauka laga nr. 106/2000 vega þyngst við mat Skipulagsstofnunar á því hvort umhverfisáhrif framkvæmdar teljist umtalsverð. Það leiðir þó ekki sjálfkrafa til matsskyldu að einhver þeirra atriða eigi við um fyrirhugaða framkvæmd. Þótt eitt af viðmiðunum um matsskyldu sé eðli framkvæmdar, m.a. með tilliti til stærðar og umfangs hennar, þá veldur umfang efnistökunnar eitt og sér ekki matsskyldu, enda hefur löggjafinn ákveðið að metið verði hverju sinni hvort efnistaka af þeirri stærð sem hér um ræðir sé líkleg til að valda svo umtalsverðum áhrifum að mat á umhverfisáhrifum þurfi að fara fram.

Kærandi telur skorta á rökstuðning í ákvörðun Skipulagsstofnunar, m.a. að því er varðar þá afstöðu hennar að umhverfisáhrif framkvæmdar takmarkist við efnistökusvæðið, auk þess sem rannsókn málsins hafi verið ábótavant. Rökstuðningur Skipulagsstofnunar um að neikvæð áhrif framkvæmdarinnar séu staðbundin tekur m.a. mið af umsögn Fiskistofu þar sem kemur fram að þar sem fyrirhuguð efnistaka sé fremur lítil að umfangi og til langs tíma, efnistökusvæðið afmarkað og nokkuð fjarri árósi Miðfjarðarár, sé ekki líklegt að hún hafi mikil áhrif á afkomu laxfiska á svæðinu. Einnig segir í umsögn Umhverfisstofnunn að um hóflega nýtingu sé að ræða þar sem lögð verði áhersla á að valda sem minnstum skaða utan hins eiginlega efnistökusvæðis. Hefur og ekkert fram komið í málinu sem gefur tilefni til að ætla að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar muni ná út fyrir fyrirhugað efnistökusvæði. Fyrir stofnuninni lágu umsagnir fagstofnana og leyfisveitanda sem aflað var við leyfisveitingu vegna sömu framkvæmdar og höfðu aðstæður ekki breyst frá þeim tíma. Verður því ekki séð að ástæða hafi verið fyrir Skipulagsstofnun að afla sérstaklega nýrra umsagna til að málið teldist nægjanlega upplýst, líkt og kærendur halda fram. Skal áréttað í því sambandi að ekki hvílir skylda á stofnuninni að afla álita vegna framkvæmda í flokki C í 1. viðauka laga nr. 106/2000, að því gefnu að málið sé nægjanlega upplýst án þess að svo sé gert, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því síður er stofnunin bundin af umsögnum sem aflað er við leyfisveitingu og lýsa eftir atvikum afstöðu umsagnaraðila til matsskyldu þótt þær upplýsingar, sem og aðrar, geti stuðlað að rannsókn málsins. Verður talið að Skipulagsstofnun hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og rökstutt ákvörðun sína að því marki sem nauðsyn bar til. Þá bendir ekkert til þess að mat Skipulagsstofnunar hafi að öðru leyti verið ómálefnalegt eða stutt ónógum gögnum.

Að virtum aðstæðum öllum er það álit úrskurðarnefndarinnar að Skipulagsstofnun hafi við undirbúning ákvörðunar sinnar lagt viðhlítandi mat á þá þætti sem máli skiptu og vörðuðu það hvort umtalsverð umhverfisáhrif hlytust af framkvæmdinni og við það mat tekið tillit til viðeigandi viðmiða 2. viðauka laga nr. 106/2000. Miðað við allar aðstæður var ekki sérstök þörf á að reifa varúðarsjónarmið við undirbúninginn og gat varúðarregla 9. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd ekki heldur komið til skoðunar, enda tekur ákvæðið samkvæmt orðanna hljóðan einungis til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli þeirra laga. Er og rétt að taka fram að þar sem niðurstaða Skipulagsstofnunar var sú að framkvæmdin væri ekki matsskyld þá var eðli máls samkvæmt ekki nauðsyn á mati á umhverfisáhrifum eða sérstökum rannsóknum því tengdu.

Með vísan til alls þess sem að framan er rakið verður kröfu kærenda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar hafnað.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

 

Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 14. desember 2017 um að nýting kalkþörungasets í Miðfirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

86/2018 Suðurgerði

Með

Árið 2019, þriðjudaginn 26. mars, tók Nanna Magnadóttir, formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, með heimild í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 130/2011, fyrir:

Mál nr. 86/2018, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar frá 15. maí 2018 um að samþykkja aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar 2015-2035.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. júní 2018, er barst nefndinni sama dag, kærir A afgreiðslumáta, samskiptameðferð og brot á eignarétti umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar við afgreiðslu aðalskipulags Vestmannaeyjabæjar 2015-2035, sem samþykkt var í bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar 15. maí 2018. Vísar kærandi nánar til bréfs skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem tilkynnt var „afgreiðsla og niðurstaða sveitarfélagsins v/innsend bréf. Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulagt Vestmannaeyja 2015-2035.“ Skilja verður kæruna svo að gerð sé krafa um að hið kærða aðalskipulag verði fellt úr gildi að svo miklu leyti sem það brjóti í bága við hagsmuni kæranda.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Vestmannaeyjabæ 25. júní 2018.

Málavextir: Mál þetta á sér nokkra forsögu. Með afsali, dags. 28. apríl 1971, afsalaði nánar tilgreint dánarbú „afnotarétti sínum að fyrirhugaðri lóð eftir væntanlegu skipulagi Vestmannaeyjakaupstaðar, er verður nr. 9 við Suðurgerði, í Vestmannaeyjum, allrar lóðarinnar eins og skipulag bæjarins segir til um“ til kæranda. Í afsali þessu kemur einnig fram að kærandi eignist með afsalinu túnréttindi úr Gerðistúni og að kæranda sé, afsalsgjafa vegna, heimilt að fá útgefinn lóðarleigusamning til sín frá Vestmannaeyjakaupstað fyrir húslóð. Á fundi byggingarnefndar Vestmannaeyjakaupstaðar 23. maí 1972 dró nefndin í efa að dánarbúið hefði rétt til að selja lóðarréttindi vegna Suðurgerðis 9. Nefndin samþykkti þó að mæla með að bæjarstjóra yrði heimilað að gefa út lóðarleigusamning til kæranda, enda hæfust framkvæmdir innan eins árs. Uppbygging á svæðinu frestaðist hins vegar vegna eldgossins í Vestmannaeyjum sem hófst 23. janúar 1973.

Kærandi sendi bréf til sveitarfélagsins, dags. 28. maí 1979, til að mótmæla fyrirhuguðu deiliskipulagi austurbæjar, þar sem skipulagið færi gegn eignarétti kæranda sem lóðareiganda að Suðurgerði 9. Hinn 8. maí 1985 ítrekaði kærandi með bréfi til bæjarins að hann teldi gengið á rétt sinn. Í fundargerð byggingarnefndar bæjarins frá 23. maí 1985 er tekið fram að hægt sé að fallast á ofangreind sjónarmið kæranda frá 8. maí 1985 þegar svæðið verði tilbúið til úthlutunar. Hinn 14. febrúar 1988 ritaði kærandi bæjarstjórn bréf þar sem sömu sjónarmið komu fram og áður. Kærandi taldi auglýsta deiliskipulagstillögu austurbæjar minnka þá lóð sem hann teldi sig eiga réttindi yfir og óskaði eftir því að hafa forgang á vali lóðar í stað lóðarinnar við Suðurgerði 9. Einnig fór kærandi fram á að mismunur á stærð lóðanna yrði annaðhvort greiddur kæranda eða dreginn frá gatnagerðargjöldum. Sömu athugasemdir komu fram í bréfi kæranda 16. janúar 1990 vegna tillögu að aðalskipulagi Vestmannaeyja 1988-2008.

Þegar aðalskipulag fyrir Vestmannaeyjar 2015-2035 var auglýst gerði kærandi athugasemdir, dags. 5. apríl 2018. Athugasemdir þessar voru sambærilegar athugasemdum við fyrri skipulagsáætlanir á svæðinu. Kærandi gerði þannig „athugasemd við auglýsingu um skipulag Vestmannaeyjabæjar 2015-2035, þar sem það brýtur í bága við rétt [kæranda] sem eiganda húslóðarinnar Suðurgerði 9 Vestmannaeyjum.“ Við úrvinnslu athugasemda við auglýst aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035, dags. 9. maí 2018, var athugasemd kæranda flokkuð sem „almenn ábending“. Óskaði kærandi eftir skriflegum rökstuðningi við afgreiðslu athugasemdarinnar með tölvupósti 27. maí s.á. Honum var svarað 7. júní s.á. og bent á að lóðin Suðurgerði 9 væri ekki til og hefði ekki verið stofnuð af Vestmannaeyjabæ. Þá vísaði bærinn til þess að í afsali kæranda væri vísað til afnotaréttinda að fyrirhugaðri húslóð en ekki væri um að ræða afsal fyrir lóðaréttindum útgefnum af Vestmannaeyjabæ og að ekki lægju fyrir heimildir afsalsgjafa til þeirra réttinda sem afsöluð voru til kæranda. Að lokum hvatti Vestmannaeyjabær kæranda til að gera nánari grein fyrir réttindum sínum yfir lóðinni. Kærandi svaraði 12. júní s.á. þar sem fram kom saga samskipta kæranda við bæjaryfirvöld á á árunum 1971-1972, sem áður er fjallað um.

Málsrök kæranda: Kærandi byggir á því að aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar 2015-2035 brjóti í bága við eignarrétt hans þar sem „nýtt skipulag fer inn á lóðarmörk“ hans við Suðurgerði 9. Bendi kærandi á að í stað þess að taka athugasemd sína við aðalskipulagið til afgreiðslu hafi Vestmannaeyjabær flokkað athugasemdina sem almenna ábendingu. Kærandi hafi óskað eftir skriflegu svari við athugasemd sinni en teldi afgreiðslu bæjarins ekki uppfylla þau skilyrði. Hann hafi óskað skriflegs rökstuðnings en einungis fengið þau svör að lóðin sé ekki til og hafi ekki verið stofnuð. Bendi kærandi á að ætlun sín sé einungis að standa vörð um lögmætan eignarrétt sinn, en sveitarfélagið hafi ekki boðið fram neina lausnir í málinu. Hafi kærandi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar af þess hálfu.

Málsrök Vestmannaeyjabæjar: Af hálfu sveitarfélagsins er á það bent að samkvæmt 28. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fjalli aðalskipulag ekki um eignarréttindi að fasteignum heldur landnotkun, byggðaþróun o.s.frv. Athugasemd kæranda beinist að því að aðalskipulagið hafi með einhverjum hætti áhrif á eignaréttindi hans að umræddri fasteign. Ekki verði þó ráðið af athugasemdum kæranda á hverju sé byggt í því sambandi.

Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 geri ráð fyrir að svæði það er kærandi vísar til sem Suðurgerði 9 sé skipulagt sem íbúðabyggð. Hvað framangreint svæði varði sé engin breyting gerð á þeirri landnotkun eða byggðamynstri er ákveðin hefði verið í því aðalskipulagi sem áður hafi gilt. Ekki verði því séð með hvaða hætti núverandi aðalskipulag hafi brotið gegn réttindum kæranda og sé það ekki útskýrt frekar af hans hálfu. Kröfugerð kæranda sé mjög óljós og ekki verði ráðið, hvorki af kærunni né athugasemdum kæranda, að hvaða ákvörðun kæran beinist eða hvaða réttindum kærandi telji að brotið sé gegn og með hvaða hætti. Af þessum sökum sé farið fram á að máli þessu verði vísað frá úrskurðarnefndinni. Ella beri að hafna kröfum kæranda.

Suðurgerði 9 sé ekki til í núgildandi þinglýsingabókum, enda sé fasteignin ekki með fastanúmer og séu engar heimildir til staðar um stofnun eignarinnar. Sveitarfélagið hafi aldrei gefið út lóðaleigusamning vegna eignarinnar. Lóðin sé þó skipulögð sem íbúðalóð og sé laus til úthlutunar. Umsækjandi gæti þannig fengið úthlutuðum lóðarleigusamningi að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Sveitarfélagið telji samskiptum sínum við kæranda ekki áfátt. Með tölvupósti 7. júní 2018 hafi bærinn leitað eftir frekari upplýsingum frá kæranda um hvað málið snerist og hver réttindi hans væru. Almennt haggi aðalskipulag ekki við eða hafi áhrif á eignarréttindi aðila almennt. Því til viðbótar hafi engin breyting verið gerð á landnotkun eða byggðaskipulagi á því svæði sem athugasemdir kæranda hafi beinst að. Þá verði vart talið að skipulag umrædds svæðis til íbúðabyggðar sé í andstöðu við staðhæfingu kæranda um eignarréttindi að húslóð til íbúðabyggingar.

Niðurstaða: Samkvæmt 1. mgr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 verða ákvarðanir sem Skipulagsstofnun og ráðherra ber að skipulagslögum að staðfesta ekki bornar undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í 3. mgr. 29. gr. sömu laga kemur fram að aðalskipulag sé háð samþykki sveitarstjórnar og staðfestingu Skipulagsstofnunar og ráðherra í þeim tilvikum sem hann skal staðfesta aðalskipulag. Samkvæmt 2. ml. 3. mgr. 32. gr. laganna tekur aðalskipulag gildi þegar það hefur verið samþykkt af sveitarstjórn, hlotið staðfestingu Skipulagsstofnunar og verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Hið kærða aðalskipulag var samþykkt í bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar 15. maí 2018, staðfest af Skipulagsstofnun 10. september s.á. og birt í B-deild Stjórnartíðinda 24. september s.á. Samkvæmt skýrum fyrirmælum skipulagslaga brestur úrskurðarnefndina því vald til að taka hina kærðu ákvörðun til endurskoðunar. Hið sama á við um hvern þann ágreining sem kann að vera til staðar vegna undirbúnings og málsmeðferð þeirrar ákvörðunar. Verður kærumáli þessu af þeim sökum vísað frá nefndinni. Þá skal á það bent að eignarréttarlegur ágreiningur verður ekki til lykta leiddur fyrir úrskurðarnefndinni heldur heyrir hann undir lögsögu dómstóla.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

149/2017 Nesbali

Með

Árið 2019, föstudaginn 22. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Ómar Stefánsson varaformaður og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 149/2017, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans á Seltjarnarnesi frá 24. október 2016 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu að Nesbala 35.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. desember 2017, er barst nefndinni 22. s.m., kæra  fyrri eigandi Nesbala 33, og Lísa B. Hjaltested og eigandi, Nesbala 33, Seltjarnarnesi, þá ákvörðun byggingarfulltrúans á Seltjarnarnesi frá 24. október 2016 að samþykkja byggingarleyfi vegna nýbyggingar að Nesbala 35. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi og lagt verði fyrir bæjarstjórn að láta fjarlægja ólögmætan sökkul og lagnir undir fyrirhuguðu gróðurhúsi á lóðinni.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Seltjarnarnesbæ 9. apríl 2018.

Málavextir: Með umsókn, dags. 13. maí 2016, sótti lóðarhafi Nesbala 35 um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á nefndri lóð. Lóðin var þá á ódeiliskipulögðu svæði en vinna við deiliskipulag fyrir svæðið stóð yfir af hálfu Seltjarnarnesbæjar. Með bréfi, dags. 13. júlí 2016, gerði einn kærenda máls þessa athugasemdir við ósamþykkta uppdrætti að fyrirhugaðri nýbyggingu, m.a. varðandi gólfkóta og nýtingarhlutfall. Byggingarfulltrúi veitti 15. s.m. takmarkað byggingarleyfi til jarðvinnu vegna byggingar húss á nefndri lóð. Plötupróf var framkvæmt 7. október 2016 og 24. s.m. samþykkti byggingarfulltrúi aðaluppdrætti, uppdrætti af burðarvirki og teikningar að lögnum. Sama dag samþykkti hann einnig takmarkað byggingarleyfi til að fullgera sökkla og grunnlagnir. Fyrrnefndur kærandi hafði aftur samband við byggingarfulltrúa 10. nóvember s.á. og gerði athugasemd við fjarlægð sökkuls frá lóðarmörkum og að byggingarframkvæmdir væru hafnar án þess að fyrir lægi samþykkt deiliskipulag. Í svari byggingarfulltrúa til kæranda, dags. 14. s.m., kom fram að vegna tafa við gerð nýs deiliskipulags fyrir Vestursvæði hafi verið gefið út takmarkað byggingarleyfi til að ljúka við sökkla, grunnlagnir og grunnplötu. Þá segir í svari byggingarfulltrúa til kæranda, dags. 23. nóvember 2016, að uppdrættir sýni áformaða byggingu innan byggingarreits samkvæmt gildandi byggingarskilmálum en meira nýtingarhlutfall, sem þó sé innan skilmála deiliskipulags sem sé í vinnslu. Samþykkt sé að hús verði 3,15 m frá lóð nr. 33 við Nesbala og gólfkóti verði 5,35 m. Breyttir aðaluppdrættir vegna nýbyggingarinnar að Nesbala 35 voru svo samþykktir 21. desember 2016.

Að lokinni kynningu samþykkti skipulags- og umferðarnefnd 11. apríl 2017 að senda bæjar­stjórn til staðfestingar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vestursvæðis, sem m.a. tekur til lóðarinnar Nesbala 35. Samþykkti bæjarstjórnin skipulagstillöguna á fundi sínum 24. maí 2017 og tók deiliskipulagið gildi með birtingu auglýsingar þar um í B-deild Stjórnartíðinda 7. september s.á. Byggingarfulltrúi gaf svo að lokum út endanlegt byggingarleyfi fyrir fram­kvæmdum að Nesbala 35 hinn 17. janúar 2018.

Málsrök kærenda: Kærendur benda á að eitt af markmiðum skipulagslaga nr. 123/2010 sé að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi, sbr. c-liður 1. gr. laganna. Ljóst megi vera að bæjaryfirvöld hafi sniðgengið þetta markmið með því að heimila byggingu í trássi við skipulagslög og lög um mannvirki og veita einum aðila ríkari rétt en öðrum. Óheimilt hafi verið að veita leyfi, jafnt takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum sem og leyfi fyrir frekari framkvæmdum, fyrr en eftir samþykkt deiliskipulags og staðfestingu þess með birtingu í Stjórnartíðindum. Með auknu nýtingarhlutfalli umræddrar lóðar í samþykktu deiliskipulagi hafi bæjaryfirvöld staðfest eftir á það ólögmæti sem þau hafi áður samþykkt. Það að eiganda Nesbala 35 sé veitt 15% meiri nýting en öðrum sé tvímælalaust brot á jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Málsrök Seltjarnarnesbæjar: Af hálfu bæjaryfirvalda er farið fram á að málinu verið vísað frá á þeim grunni að kæran sé of seint fram komin. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sé kærufrestur til nefndarinnar einn mánuður frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðun. Af kæru sé raunar ekki fyllilega ljóst hvaða ákvörðun verið sé að kæra. Seltjarnarnesbær gangi út frá því að það séu hin takmörkuðu byggingarleyfi sem veitt hafi verið.

Í málinu liggi fyrir að framkvæmdir við byggingu hússins að Nesbala 35 hafi hafist strax í júlí 2016 þegar veitt hafi verið takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu. Þá hafi kæranda í síðasta lagi mátt vera ljóst að veitt hefði verið leyfi fyrir byggingarframkvæmdum á lóðinni. Einn kærenda hafi þá nokkru áður verið í samskiptum við byggingaryfirvöld, m.a. um teikningar að húsinu o.fl., sbr. m.a. bréf kæranda frá 13. júlí 2016. Plötupróf sem framkvæmt var 7. október 2016 beri með sér að þá þegar hafi verið kominn þjappaður púði á lóðina. Þá liggi fyrir, með hliðsjón af samskiptum kæranda og sveitarfélagsins í byrjun október 2016 og í nóvember s.á. um framkvæmdirnar, að þeim kæranda hafi verið ljóst að veitt hafi verið leyfi fyrir byggingu sökkla, enda framkvæmdir við þá verið hafnar, og í kjölfarið leyfi fyrir uppsteypu hússins, enda hafi kærandi fylgst grannt með framkvæmdum og m.a. mælt staðsetningu sökkla. Þá komi fram í kæru að byggingarframkvæmdum við húsið hafi verið lokið í byrjun september 2017. Kæranda hafi því verið kunnugt um framkvæmdirnar frá miðju ári 2016 þar til þeim hafi nánast verið lokið í september 2017. Þá hafi hann notið aðstoðar lögmanns frá því í apríl 2017. Kærufrestur hafi því verið löngu liðinn þegar framkvæmdin hafi verið kærð 22. desember 2017. Af þeirri ástæðu beri að vísa kærunni frá nefndinni. Enn fremur liggi fyrir að lóðarhafa hafi verið veitt heildar byggingarleyfi á grundvelli gildandi deiliskipulags 17. janúar 2018. Kærendur eigi því ekki lengur lögvarða hagsmuni af ógildingu fyrri leyfa. Því beri jafnframt að vísa málinu frá á þeirri forsendu.

Athugasemdir leyfishafa: Leyfishafi bendir á að hann hafi keypt lóð að Nesbala 35 árið 2016 og upp frá því hafi hafist vinna við að hanna húsið í sátt við skipulagsfulltrúa Seltjarnarnesbæjar. Takmarkað byggingarleyfi hafi verið gefið út 15. júlí 2016 og 14. desember s.á., en endanlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út 17. janúar 2018 í samræmi við deiliskipulag sem hafi öðlast gildi 7. september 2017. Húsið sé að öllu leyti byggt í samræmi við núgildandi deiliskipulag. Húsið hafi sérstaklega verið lækkað að norðanverðu, sem sé sú hlið sem snúi að húsi kæranda að Nesbala 33, með tilliti til þeirra sem þar búi, auk þess sem gluggar sem snúi í norður hafi verið hafðir sérstaklega háir svo að það væri ekki horft yfir að lóð kærenda.

Niðurstaða: Samkvæmt 59. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki sæta stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laganna kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Útgáfa byggingarleyfis veitir leyfishafa heimild til að hefja framkvæmdir í samræmi við þegar samþykkta umsókn þegar viðbótarskilyrði 13. gr. laga um mannvirki eru uppfyllt, s.s. um samþykki aðaluppdrátta og greiðslu gjalda. Útgáfan ein og sér felur ekki í sér kæranlega stjórnvaldsákvörðun, enda eru leyfin gefin út í skjóli þegar samþykktra byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laganna sem felur í sér kæranlega stjórnvaldsákvörðun. Eins og atvikum máls þessa er háttað verður því litið svo á að í máli þessu sé kærð ákvörðun byggingarfulltrúa frá 24. október 2016 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum að Nesbala 35 með áritun aðaluppdrátta.

Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 er kærufrestur til nefndarinnar einn mánuður frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðun þá sem kæra lýtur að. Samkvæmt kæru varð fyrri eigandi Nesbala 33 þess var að fyrirhugað væri að reisa nýbyggingu á lóð Nesbala 35 fyrri part sumars 2016. Gerði hann athugasemdir við bæjaryfirvöld vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar um sumarið. Í bréfi byggingarfulltrúa til kæranda, dags. 14. nóvember 2016, kemur fram að gefið hafi verið út takmarkað byggingarleyfi til að ljúka við sökkla, grunnlagnir og grunnplötu. Fól hið takmarkaða byggingarleyfi í sér samþykkta uppdrætti fyrir nýbyggingu. Gögn málsins bera með sér að framkvæmdir hafi hafist í kjölfar útgáfu hins takmarkaða byggingarleyfis frá 24. október 2016, en í bréfi kæranda til byggingarfulltrúa frá 10. nóvember s.á. eru gerðar athugasemdir við að byggingarframkvæmdir séu hafnar. Með hliðsjón af þessum aðdraganda og framkvæmdum á lóð Nesbala 35 verður að líta svo á að kæranda hafi mátt vera kunnugt um að byggingarleyfi fyrir nýbyggingu hafi verið samþykkt í síðasta lagi í nóvember 2016. Kæra í máli þessu barst hins vegar ekki fyrr en 22. desember 2017 eða rúmu ári síðar. Var lögbundinn kærufrestur þá löngu liðinn og byggingarframkvæmdum á umræddri lóð að mestu lokið.

Samkvæmt afsali vegna Nesbala 33, dags. 5. desember 2017, tóku núverandi eigendur Nesbala 33 við eigninni hinn 1. ágúst 2017. Ekki liggur fyrir að hvaða leyti þeir voru upplýstir um samskipti fyrri eiganda við bæjaryfirvöld vegna byggingarleyfisumsóknar Nesbala 35 og þann ágreining sem þar var á milli. Við afhendingu voru framkvæmdir að Nesbala 35 hins vegar langt á veg komnar og höfðu nýir eigendur þá tilefni til að afla upplýsinga um hið kærða byggingarleyfi. Verður og ekki fram hjá því litið að fjölskyldutengsl eru á milli núverandi eigenda og fyrri eiganda Nesbala 33. Að því virtu verður að líta svo á að kærufrestur hafi einnig verið liðinn að því er varðar núverandi eigendur Nesbala 33, en kæra í máli þessu barst hátt í fimm mánuðum eftir að þau fengu eignina afhenta.

Í 28. gr. stjórnsýslulaga er fjallað um áhrif þess ef kæra berst að liðnum kærufresti. Ber þá samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins að vísa kæru frá nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til efnis­meðferðar. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins verður kæru þó ekki sinnt ef meira en ár er liðið frá því að ákvörðun var tilkynnt aðila. Í frumvarpi því sem varð að stjórnsýslulögum nr. 37/1993 kemur m.a. fram í athugasemdum með nefndri 28. gr. að líta þurfi til þess hvort aðilar að málinu séu fleiri en einn og með andstæða hagsmuni, en undir þeim kringumstæðum sé rétt að taka mál einungis til kærumeðferðar að liðnum kærufresti í algerum undantekningartilvikum. Í máli þessu fara hagsmunir kærenda og handhafa hins kærða leyfis ekki saman. Þótt ekki verði séð að fyrri eiganda Nesbala 33 hafi verði leiðbeint um kæruleið og kærufrest í tilefni af samskiptum hans við byggingaryfirvöld vegna málsins, svo sem rétt hefði verið að gera samkvæmt 2. tl. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga, verður sá dráttur sem varð á að málið var kært ekki talinn afsakanlegur í ljósi þess sem áður er rakið. Að sama skapi er dráttur núverandi eigenda Nesbala 33 á að kæra málið heldur ekki talinn afsakanlegur að virtum fyrrnefndum aðstæðum. Eru því ekki uppfyllt skilyrði til að taka málið til meðferðar á grundvelli áðurgreindrar undanþágu 28. gr. stjórnsýslulaga, sbr. og áðurnefndan tímafrest 2. mgr. 28. gr. laganna.

Með vísan til þess sem að framan er rakið verður kærumáli þessu vísað frá úrskurðarnefndinni. Þar sem málið verður ekki tekið til efnismeðferðar verður eðli máls samkvæmt ekki tekin afstaða til lögmætis hins kærða byggingarleyfis.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Kæru þessari er vísað frá úrskurðarnefndinni.

153/2017 Fjörður 1

Með

Árið 2019, föstudaginn 22. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Ómar Stefánsson varaformaður og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 153/2017, kæra vegna ákvarðana bæjarstjórnar Fjarðabyggðar frá 16. nóvember 2017 um að krefjast þess að rafstöðvarhús og geymsluhús í landi Fjarðar 1 í Mjóafirði verði fjarlægð, sem og að vegur sem liggur frá Mjóafjarðarvegi að íbúðarhúsi í eigu kærenda í landinu Fjörður 1 verði fjarlægður.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. desember 2017, er barst nefndinni 24. s.m., kæra A, Merkjateigi 4 í Mosfellsbæ og B, Sólheimum 2, Breiðdalsvík, eigendur fasteignar í landi Fjarðar 1 og sameigendur jarðarinnar Fjarðar 1 í Mjóafirði þær ákvarðanir bæjarstjórnar Fjarðabyggðar frá 16. nóvember 2017 að krefjast þess að rafstöðvarhús og geymsluhús í landi Fjarðar 1 verði fjarlægð, sem og að krefjast þess að vegur sem liggur frá Mjóafjarðarvegi að íbúðarhúsi í þeirra eigu verði fjarlægður. Er þess aðallega krafist að hinar kærðu ákvarðanir verði felldar úr gildi, en til vara er þess krafist að rafstöðvarhúsið fái að standa gegn því að rafstöðin verði fjarlægð úr húsinu.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Fjarðabyggð 15. janúar 2018.

Málavextir: Hinn 1. apríl 2011 var sótt um byggingarleyfi fyrir þegar byggðu 42 m2 geymsluhúsi og 9,6 m2 rafstöðvarhúsi í landi Fjarðar 1. Byggingarfulltrúi Fjarðabyggðar veitti byggingarleyfi fyrir rafstöðvarhúsinu en hafnaði umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu­húsinu af þeirri ástæðu að teikningar sem óskað hefði verið eftir hefðu ekki borist.

Á fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar 12. maí 2011 var tekið fyrir erindi um framkvæmdaleyfi í landi Fjarðar 1 fyrir veglagningu frá Mjóafjarðarvegi og að íbúðarhúsi í eigu kærenda í landinu. Samkvæmt bókun í fundargerð þess fundar hafði Fjarða­byggð með óformlegum hætti leitað umsagnar Skipulagsstofnunar vegna vegagerðarinnar skv. bráðabirgðaákvæði 1 í skipulagslögum nr. 123/2010. Stofnunin var ekki tilbúin að mæla með vegalagningunni, sem þegar hafði farið fram, auk þess sem samþykki allra landeigenda fyrir framkvæmdinni lægi ekki fyrir. Taldi Skipulagsstofnun því að um óleyfisframkvæmd væri að ræða sem félli undir 53. gr. skipulagslaga, en í 3. mgr. þeirrar greinar segði að skipulagsfulltrúi gæti krafist þess að hin ólöglega framkvæmd yrði fjarlægð. Komst eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd því að þeirri niðurstöðu að nefndin gæti ekki gefið út framkvæmdaleyfi nema fyrir lægi samþykki allra landeigenda. Þá tók nefndin fram að ef slíkt yrði ekki uppfyllt þyrftu landeigendur að fjarlægja veginn.

Sameigandi lands jarðarinnar Fjarðar 1 kærði framangreindar ákvarðanir byggingarfulltrúa og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í úrskurði nefndarinnar nr. 39/2011 ógilti nefndin þá ákvörðun byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir rafstöðvarhúsinu með þeim rökum að réttarágreiningur væri uppi um heimildir til yfirráðs þess lands sem rafstöðvarhúsið stæði á. Þá vísaði nefndin frá þeim hluta kærumálsins sem varðaði veglagningu og geymsluhús af þeirri ástæðu að ekki væri séð að kærandi í málinu ætti lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun.

Á fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar 9. október 2017 fól nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa Fjarðabyggðar að tilkynna kærendum að nefndin hygðist taka til umfjöllunar og afgreiðslu tillögu um að kærendum yrði gert að fjarlægja rafstöðvarhús og geymsluhús á lóð í landi Fjarðar 1 og afmá jarðrask vegna bygginganna skv. 55. og 56. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og tillögu um að þeim yrði gert að fjarlægja veg í landi Fjarðar 1 að íbúðarhúsi í eigu kærenda, sbr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hinn 6. nóvember 2017 var samþykkt á fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar að kærendum, sem eigendum mannvirkjanna, yrði gert að fjarlægja umræddar byggingar, sbr. 55. og 56. gr. mannvirkjalaga, sem og fjarlægja veginn sem lægi frá Mjóafjarðarvegi að íbúðarhúsinu, sbr. 53. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfesti ákvarðanir nefndarinnar á fundi sínum 16. nóvember 2017 og var kærendum tilkynnt um þær í bréfi dags. 22. s.m., sem undirritað var fyrir hönd Fjarðabyggðar af skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.

Málsrök kærenda: Kröfu sína um ógildingu hinna kærðu ákvarðana byggja kærendur á því að smáhýsi undir rafstöð, eins og hér um ræði, sé undanþegið byggingarleyfi skv. g-lið gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Rafstöðin sé nauðsynleg þegar nota þurfi tæki sem gangi fyrir rafmagni og myndi það rýra notagildi fasteignar þeirra í landi Fjarðar 1 ef fjarlægja þyrfti hana. Geymsluhúsið, sem sé í raun tveir gámar í fjárhústóft, geti ekki talist vera bygging eða mannvirki í skilningi laga nr. 160/2010 um mannvirki, sbr. 3. gr. laganna. Þá sé vegurinn ekki framkvæmdaleyfisskyldur skv. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hann sé í raun varnargarður við lækinn Beljanda sem hafi verið byggður af Vegagerðinni á mörgum undanförnum árum í þeim tilgangi að verja þjóðveg 953, Mjóafjarðarveg, fyrir ágangi lækjarins. Með tíð og tíma hafi varnargarðurinn vissulega verið kominn í það horf að hægt hafi verið að aka bifreiðum á honum en það breyti því þó ekki að um varnargarð sé að ræða.

Niðurstaða Fjarðabyggðar, sem tilkynnt hafi verið með bréfi skipulags- og byggingarfulltrúa 22. nóvember 2017, hafi ekki verið sett fram á fullnægjandi hátt. Hvorki hafi rökstuðningur ákvörðunarinnar staðist þær lágmarkskröfur sem lýst sé í 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 né hafi kæruleiðbeiningar verið í samræmi við 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. laganna.

Málsrök Fjarðabyggðar: Af hálfu Fjarðabyggðar er bent á að til skoðunar ætti að koma að vísa frá þeim hluta af kröfum kærenda sem snúi að því að rafstöðvarhús eigi að fá að standa en rafstöð fjarlægð. Sveitarfélagið hafi hvorki tekið afstöðu til slíkrar kröfu né geti slík ákvörðun fallið undir lög nr. 160/2010 um mannvirki og valdsvið úrskurðarnefndarinnar. Að öðru leyti fer sveitarfélagið fram á að kröfum kærenda verði hafnað. Ákvörðun sveitarfélagsins hafi verið efnislega rétt, málsmeðferð í samræmi við reglur og í öllu falli séu engir slíkir annmarkar á ákvörðun Fjarðabyggðar að varði ógildingu. Málið hafi fengið langa og ítarlega málsmeðferð þar sem kærendur hafi a.m.k. tvisvar fengið heimild til andmæla. Gögn málsins liggi fyrir og helstu sjónarmið að baki ákvörðununum hafi verið kynnt. Hvorki sé unnt að fallast á að rafstöðvarhúsið sé undanþegið byggingarleyfi sem smáhýsi né að bygging geymsluhúsnæðis sé ekki byggingarleyfisskyld þótt hluti mannvirkisins séu gámar. Þá sé veglagningin framkvæmdaleyfisskyld að áliti sveitarfélagsins og ljóst sé að farið hafi verið í framkvæmdir vegna hans hvað sem líði fyrri framkvæmdum á staðnum.

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um lögmæti þeirra ákvarðana bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar að fara fram á að rafstöðvarhús og geymslubygging í landi Fjarðar 1 verði fjarlægð ásamt því að vegur sem liggur frá Mjóafjarðarvegi að íbúðarhúsi í landi Fjarðar 1 verði fjarlægður.

Fram kemur í 55. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki að byggingarfulltrúa sé heimilt að beita ýmsum þvingunaraðgerðum, t.a.m. í þeim tilvikum þegar ekki er til staðar tilskilið leyfi fyrir mannvirki. Í 2. mgr. tilvitnaðs ákvæðis kemur fram að byggingarfulltrúi geti krafist þess að hið ólöglega mannvirki eða byggingarhluti sé fjarlægt, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt sé byggingarframkvæmd hafin án þess að leyfi sé fengið fyrir henni eða hún brjóti í bága við skipulag. Í 2. mgr. 4. gr. laganna er tekið fram að sveitarstjórn beri ábyrgð á að stjórnsýsla og eftirlit byggingarfulltrúa sé í samræmi við ákvæði laganna. Í athugasemdum með ákvæðinu í frumvarpi því sem varð að mannvirkjalögum segir að um sé að ræða nokkrar breytingar frá gildandi lögum. Lögð sé til sú grundvallarbreyting að sveitarstjórn staðfesti að meginreglu ekki lengur ákvarðanir byggingarfulltrúa, auk þess sem lagt sé til að tilvist byggingarnefnda verði háð gerð sérstakrar samþykktar viðkomandi sveitarstjórnar. Slík samþykkt var í gildi fyrir byggingarnefnd Fjarðabyggðar og er áréttað í 1. gr. hennar að byggingarfulltrúi fari með verkefni sem mælt sé fyrir um í mannvirkjalögum. Þá er kveðið á um í 2. gr. samþykktarinnar að skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis af hálfu byggingarfulltrúa samkvæmt III. kafla laga um mannvirki sé að eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, sem annist verkefni byggingarnefndar skv. samþykkt nr. 567/2013 um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar og 7. laga um mannvirki, hafi samþykkt útgáfuna. Í samþykktinni er hins vegar hvorki byggingarnefnd né sveitarstjórn falið að samþykkja eða taka ákvörðun sem varðar beitingu þvingunarúrræðis skv. 2. mgr. 55. gr. mannvirkjalaga. Er ljóst samkvæmt skýru orðalagi laganna, sem nýtur frekari stuðnings í lögskýringargögnum, að byggingarfulltrúar, eða eftir atvikum Mannvirkjastofnun, hafa einir forræði á að beita þeim heimildum sem um er rætt.

Í 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er fjallað um framkvæmdir sem brjóta í bága við skipulag eða eru án leyfis. Í 1. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd sé hafin án þess að framkvæmdaleyfi sé fengið fyrir henni, framkvæmdaleyfi brjóti í bága við skipulag eða sé fallið úr gildi eigi skipulagsfulltrúi að stöðva slíkar framkvæmdir tafarlaust og leita staðfestingar sveitarstjórnar. Þá segir í 2. mgr. fyrrnefnds ákvæðis að ef framkvæmd er í ósamræmi við útgefið framkvæmdaleyfi eða skilyrði þess skuli skipulagsfulltrúi stöðva framkvæmdina þar til úr hefur verið bætt og tilkynna sveitarstjórn þá ákvörðun. Að lokum er í 3. mgr. tekið fram að ef skilyrði 1. og 2. mgr. eigi við geti skipulagsfulltrúi krafist þess að hin ólöglega framkvæmd sé fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt. Sinni framkvæmdaaðili ekki þeirri kröfu sé heimilt að framkvæma slíkar aðgerðir á hans kostnað. Líkt og sjá má af ákvæðinu er ekki gert ráð fyrir öðru en að skipulagsfulltrúi taki ákvörðun um að ólögleg framkvæmd verði fjarlægð og er ekki gert ráð fyrir aðkomu sveitarstjórnar með sama hætti og gert er í 1. og 2. mgr. nefndrar 53. gr. skipulagslaga. Var því bæjarstjórn ekki til þess bær að krefjast þess að vegur yrði fjarlægður heldur hefði þurft að koma til sjálfstæð ákvörðun skipulagsfulltrúa.

Samkvæmt því sem að framan er rakið var bæjarstjórn ekki til þess bær að taka hinar kærðu ákvarðanir heldur hefðu þurft til að koma annars vegar sjálfstæð ákvörðun byggingarfulltrúa vegna umdeildra mannvirkja og hins vegar ákvörðun skipulagsfulltrúa vegna meintrar vega­framkvæmdar í landi áðurgreindrar jarðar.

Liggur ekki fyrir að slíkar ákvarðanir hafi verið teknar þrátt fyrir að skipulags- og byggingar-fulltrúi hafi tilkynnt kærendum um hinar kærðu ákvarðanir, enda var með tilkynningunni einni og sér ekki tekin efnisleg afstaða til málsins af hans hálfu. Var meðferð málsins því ekki í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 55. gr. laga um mannvirki og 3. mgr. 53. gr. skipulagslaga. Ber þegar af þeim sökum að fella hinar kærðu ákvarðanir úr gildi.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist verulega vegna mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar frá 16. nóvember 2017 um að krefjast þess að rafstöðvarhús og geymsluhús í landi Fjarðar 1 verði fjarlægð.

Felld er úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar frá 16. nóvember 2017 um að krefjast þess að vegur sem liggur frá Mjóafjarðarvegi að íbúðarhúsi í eigu kærenda í landi Fjarðar 1 verði fjarlægður.

94/2018 Suðurgata

Með

Árið 2019, föstudaginn 22. mars, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Skuggasundi 3, Reykjavík. Mætt voru Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Ómar Stefánsson varaformaður og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 94/2018, kæra á ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 14. maí 2018 um að samþykkja með skilyrði umsókn um endurnýjun byggingarleyfis vegna Suðurgötu 49.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. júlí 2018, er barst nefndinni sama dag, kærir eigandi Suðurgötu 49, Siglufirði, þá ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 14. maí 2018 að samþykkja með skilyrði umsókn um endurnýjun byggingarleyfis vegna Suðurgötu 49. Skilja verður mála­tilbúnað kæranda svo að krafist sé ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar að því er skilyrði hennar varðar.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Fjallabyggð 18. júlí 2018 og í febrúar og mars 2019.

Málavextir: Hinn 7. mars 2018 sótti kærandi um endurnýjun byggingarleyfis til breytinga á húseigninni að Suðurgötu 49, en leyfi hafði áður verið samþykkt á árinu 2013. Meðal annars var sótt um að hækka þak, endurbyggja glugga og hurðir, sem og fjarlægja steypuhnalla á göflum. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við fyrirmæli 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá sex aðilum og var tæknideild bæjarins falið að vinna úr þeim. Athugasemdirnar lutu m.a. að því að mikilvægt væri að húsið að Suðurgötu 49 héldi upprunalegu útliti og væru steypuhnallarnir ásamt hvítum línum á stöfnum hússins stór hluti af arkitektúr þess. Saga hússins og útlit hefði tilfinningalegt gildi fyrir íbúa. Í svörum tæknideildar bæjarins við athugasemdunum var m.a. vísað til þess að samkvæmt húsaskráningu á Siglufirði, sem var unninn 2012-2013 og uppfærð í desember 2017, einkenndi hinn svokallaði „siglfirski gafl“ mörg steinsteypt hús á Siglufirði frá þriðja áratug 20. aldar og hefði stíllinn ákveðið menningarsögulegt gildi í bænum.

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 14. maí 2018 var umsókn kæranda tekin til afgreiðslu, svo og svör tæknideildar við þeim athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Var m.a. bókað að eitt af því sem einkenndi mörg steinsteypt hús á Siglufirði frá þriðja og fjórða áratug 20. aldar, væru kantaðir steypuhnallar á gaflbrúnum húsanna. Teldi nefndin mikilvægt að varðveita þessi einkenni frá húsum þess tíma og gerði þá kröfu að teikningum yrði breytt þannig að útlit og form steypuhnalla (brandmúr) á göflum hússins héldu sér. Að öðru leyti samþykkti nefndin greinda umsókn um byggingarleyfi. Bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar 6. júní 2018.

Málsrök kæranda: Kærandi fær ekki séð að bókun umhverfis- og skipulagsnefndar byggi á lagalegum forsendum. Í aðalskipulagi sé mælt fyrir um hverfisvernd sem taki til svæðis eða hverfis sem hafi sérkennandi yfirbragð og sé mikilvægur hluti af bæjarmyndinni. Þótt kærandi geti fallist á varðveislugildi einstakra húsa í bænum og að gera megi kröfur í því sambandi bendi hann á að Suðurgata 49 sé ekki á skilgreindu hverfisverndarsvæði skv. Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Þá njóti steypuhnallar fasteignarinnar ekki skráðrar hverfisverndar. Byggingaraldur hússins sé 88 ár og því njóti það ekki verndar fyrir aldurs sakir samkvæmt gildandi lögum.

Umtalsverðar skemmdir hafi komið í ljós við endurbyggingu hússins. Skemmdirnar hafi stafað af viðvarandi vatnsleka frá göflum hússins, auk þess sem óafturkræfur skaði hafi orðið á steinsteypu svokallaðra hnalla (brandmúra) svo hætta stafaði af. Að mati hönnunarstjóra verksins beri að fjarlægja hnallana. Gæði steinsteypunnar séu svo léleg að verja þurfi útveggina fyrir ágangi veðurs með klæðningu, t.d. bárujárni. Með því að hverfa frá hinum steinsteypta stíl millistríðsáranna og líkjast byggð aldamótanna 1900 megi setja húsið á bás með byggingarstíl bárujárnshúsanna í bænum. Hér sé um að ræða breytingu á steinsteyptu húsi í bárujárnshús. Að halda í hnallana á bárujárnshúsi sem tilheyri steinsteypuhúsum sé ekki forsvaranlegt. Steinsteypan í húsinu sé ónothæf vegna aldurs og lélegs viðhalds.

Með ódagsettu bréfi er barst úrskurðarnefndinni 14. febrúar 2019 vakti kærandi athygli á því að framkvæmdir hefðu verið stöðvaðar vegna kæru til nefndarinnar. Á meðan beðið hafi verið úrskurðar nefndarinnar hafi skemmdir aukist innandyra en tekist hafi að stemma stigu við auknum skaða með aðgerðum. Kærandi fari fram á forgang kærumálsins vegna aðkallandi skemmda og tjóns, en ljóst sé að eigendur hafi nú þegar beðið tjón vegna tafa.

Málsrök Fjallabyggðar: Af hálfu sveitarfélagsins er á það bent að byggingarleyfið hafi verið samþykkt að mestu leyti en skipulags- og umhverfisnefnd hafi hins vegar ekki getað fallist á að steypuhnallar á göflum hússins yrðu fjarlægðir. Í kærunni komi fram að tilgangur breytinganna sé meðal annars að færa húsið í þann byggingarstíl sem hafi einkennt byggð aldamótanna 1900 með bárujárnsklæðningu og hverfa frá þeim einkennum sem hafi einkennt hús á Siglufirði frá þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar með köntuðum steypuhnöllum á gaflbrúnum. Á þetta hafi skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn ekki getað fallist.

Það sé mat sveitarfélagsins að byggingarleyfisumsóknin hafi fengið málefnalega umfjöllun og að skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum nr. 160/2010 um mannvirki hafi verið fylgt í hvívetna. Við afgreiðslu umsóknarinnar hafi verið komið til móts við kæranda og honum gert kleift að breyta húsinu og gera það þannig betra til íbúðar. Einnig hafi við afgreiðslu umsóknarinnar verið horft til upphaflegs arkitektúrs hússins og samþykkt að halda skyldi í sérkenni sem húsið beri með sér.

Í umsókn kæranda um byggingarleyfi hafi hvergi komið fram að hnallarnir séu skemmdir og að óafturkræfur skaði hefði orðið á þeim. Mörg sambærileg hús séu á Siglufirði sem hafi þessa hnalla og sé búið sé að klæða þau til þess að halda þessu útliti.

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um þá ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 14. maí 2018 að samþykkja umsókn um endurnýjun byggingarleyfis vegna breytinga á húsnæðinu við Suðurgötu 49 á Siglufirði með því skilyrði að teikningum yrði breytt þannig að útlit og form steypuhnalla á göflum hússins myndi halda sér. Útgáfa byggingarleyfis af hálfu byggingarfulltrúa er háð samþykki nefndarinnar, skv. 2. gr. samþykktar nr. 555/2014 um afgreiðslu byggingarnefndar Fjallabyggðar, en samþykktin er sett með stoð í 7. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Því verður litið svo á að fyrir liggi lokaákvörðun í málinu sem borin verður undir úrskurðarnefndina. Kæranda var tilkynnt um ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar með bréfi, dags. 15. maí 2018, og var tekið fram að afgreiðsla nefndarinnar væri gerð með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar og að gert yrði viðvart ef afgreiðsla hennar yrði á annan veg. Þá var leiðbeint um að heimilt væri að vísa niðurstöðu sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og að kærufrestur væri einn mánuður. Í áðurnefndri samþykkt nr. 555/2014 er ekki kveðið á um að staðfestingu bæjarstjórnar á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar þurfi áður en til útgáfu byggingar­leyfis komi. Er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar því hin kæranlega ákvörðun í málinu og var mánaðar kærufrestur vegna hennar liðinn þegar kæra barst 6. júlí 2018, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Með hliðsjón af því að kæranda var leiðbeint um að það væri ákvörðun sveitarstjórnar sem væri kæranleg til úrskurðarnefndarinnar og að sú ákvörðun lá ekki fyrir fyrr en 6. júní 2018, verður þó talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr, sbr. 1. tl. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og verður málið því tekið til efnismeðferðar.

Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir umrætt svæði en í 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga kemur fram sú meginregla að gera skuli deiliskipulag fyrir svæði eða reiti þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Undanþágu frá þeirri skyldu er að finna í ákvæði 1. mgr. 44. gr. laganna. Þar segir að þegar sótt sé um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem sé í samræmi við aðalskipulag hvað varði landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggi ekki fyrir þá geti skipulagsnefnd ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar, enda fari áður fram grenndarkynning.

Eins og rakið er í málavaxtalýsingu var erindi kæranda um byggingarleyfi grenndarkynnt í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust frá sex nágrönnum. Í þeim var m.a. bent á mikilvægi þess að húsið að Suðurgötu 49 héldi upprunalegu útliti og að steypuhnallarnir ásamt hvítum línum á stöfnum hússins væri stór hluti af arkitektúr þess. Þá var vísað til þess í svörum tæknideildar bæjarins við innsendum athugasemdum að hinn svokallaði „siglfirski gafl“ einkenndi mörg steinsteypt hús á Siglufirði frá þriðja áratug 20. aldar. Gaflinn hefði jafnframt ákveðið menningarsögulegt gildi í bænum. Hið umdeilda skilyrði var sett fyrir hinu samþykkta byggingarleyfi með vísan til fyrrgreindra athugasemda og umsagnar. Skipulags- og umhverfisnefnd taldi mikilvægt að varðveita einkenni hússins og gerði þá kröfu að teikningum yrði breytt á þann veg að útlit og form steypuhnalla á göflum hússins héldi sér. Ákvarðanir um útlit mannvirkja og form eru almennt teknar við gerð deiliskipulags, sbr. 1. mgr. 37. gr. skipulagslaga, en sveitarstjórn, eða eftir atvikum skipulagsnefnd undir yfirstjórn sveitarstjórnar, ber ábyrgð á gerð þess skv. 1. mgr. 38. gr., sbr. 2. mgr. 6. gr. sömu laga. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. mannvirkjalaga er m.a. óheimilt að breyta útliti eða formi mannvirkis nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingar­fulltrúa. Í 5. mgr. sömu greinar segir að varði breyting á mannvirki útlit þess og form skuli leita samþykkis skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi sé veitt nema breyting sé óveruleg. Er og tiltekið um greinda málsgrein í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að mannvirkjalögum að í tilvikum þar sem um sé að ræða breytingu á útliti húss verði að teljast rökrétt að leita eftir samþykki skipulagsnefndar í ljósi eðlis slíkra breytinga. Þá segir í gr. 2.3.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 að samþykki skipulagsnefndar þurfi vegna breytinga á útliti eða formi mannvirkja áður en byggingarleyfi sé veitt sé breytingin ekki óveruleg og ekki liggi fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimili hana. Til að breyting geti talist óveruleg má hún ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd, sbr. 2. mgr. nefnds ákvæðis.

Þótt húsið nyti hvorki friðunar fyrir aldurs sakir né hverfisverndar samkvæmt aðalskipulagi verður, að teknu tilliti til framangreinds hlutverks skipulagsnefndar, að telja að hún hafi haft á valdi sínu mat um þau atriði sem hún lagði áherslu á, þ.e. óbreytt útlit og form steypuhnalla. Eru það og málefnaleg sjónarmið að varðveita einkenni steinsteyptra húsa frá ákveðnum byggingartíma. Með hliðsjón af þessu og með vísan til alls framangreinds bjuggu efnisrök að baki ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar að skilyrða samþykki sitt á umsókn kæranda um endurnýjun byggingarleyfis.

Kærandi tekur fram í kæru að skemmdir hafi komið í ljós vegna vatnsleka frá göflum hússins og hafi óafturkræfur skaði orðið á steinsteypu hinna umdeildu hnalla. Af umsókn um byggingarleyfi eða af gögnum málsins að öðru leyti verður hins vegar ekki ráðið að þessu hafi verið haldið fram áður en til ákvörðunar skipulags- og umhverfisnefndar kom. Var því ekki tilefni fyrir nefndina að kanna þetta atriði sérstaklega áður en hún ákvað að byggingarleyfi skyldi bundið því skilyrði að haldið yrði í hnallana. Verður því ekki fundið að rannsókn málsins, en á það skal bent að telji kærandi óraunhæft að uppfylla skilyrðið getur hann eftir atvikum beiðst endurupptöku málsins og er afgreiðsla slíkrar beiðni kæranleg til úrskurðarnefndarinnar.

Að öllu framangreindu virtu er hin kærða ákvörðun ekki haldin þeim annmörkum sem raskað geta gildi hennar og verður ógildingarkröfu kæranda af þeim sökum hafnað.

Uppkvaðning úrskurðar í máli þessu hefur dregist sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndarinnar.

Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjalla­byggðar frá 14. maí 2018 að samþykkja með skilyrði umsókn um endurnýjun byggingarleyfis vegna Suðurgötu 49.