Skip to main content
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

165/2024 Nönnugata

Með

Árið 2025, þriðjudaginn 25. febrúar, tók Arnór Snæbjörnsson, formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, með heimild í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 130/2011, fyrir:

Mál nr. 165/2024, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík, sem tilkynnt var með bréfi dags. 28. október 2024,  um að aðhafast ekki varðandi útlitsbreytingu á gluggum á Nönnugötu 16.

 Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, er barst nefndinni 29. nóvember 2024, kærir Húsfélagið Nönnugötu 16, þá ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík frá 28. október 2024 að aðhafast ekki vegna ábendingar um breytingu á ásýnd á gluggum á 2. hæð á Nönnugötu 16, þar sem ekki sé um að ræða verulega útlitsbreytingu með vísan í 2.3.4 gr. byggingarreglugerðar. Er þess krafist að úrskurðarnefndin ,,skoði málið og taki það til endurskoðunar.“

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Reykjavíkurborg 13. desember 2024.

Málavextir: Reykjavíkurborg barst þann 19. september 2024 ábending frá húsfélaginu Nönnugötu 16 um að gluggar á 2. hæð íbúðar nr. 202 samræmist ekki byggingartíma né teikningum hússins. Bent var á að ekki mætti breyta útliti hússins án samþykkis annarra eigenda og hafi þeir ekki verið látnir vita um þessar framkvæmdir. Erindið var tekið fyrir á fundi byggingarfulltrúa þann 26. september 2024 og bókað í fundargerð: ,,Nönnugata 16 – breyting á útliti glugga. Byggingarfulltrúi mun ekki aðhafast þar sem ekki er um að ræða verulega útlitsbreytingu með vísan í 2.3.4 gr. byggingarreglugerðar.“ Húsfélaginu var tilkynnt um um þessa niðurstöðu þann 28. október 2024. Úrskurðarnefndin lítur svo á að lögmæti þessarar afgreiðslu sé borin undir nefndina í máli þessu.

Málsrök kæranda/kærenda: Kærandi lýsir því að hann hafi kvartað til Reykjavíkurborgar um að eigandi íbúðar nr. 202 á annarri hæð hafi endurnýjað alla glugga á íbúðinni án samráðs við húsfélagið þannig að útlit þeirra varð annað en annarra glugga í húsinu. Kærður sé úrskurður deildar afnota- og eftirlits á umhverfissviði en teikningar af gluggunum í samþykktum teikningum hjá borginni hljóti að hafa tilgang. Gluggarnir vísi bæði út á Nönnugötu og Njarðargötu og sé stílbrotið hrópandi og augljóst öllum vegfarendum. Gluggarnir séu öðruvísi t.d. séu færri rúður í hverjum glugga, sem sé verulegur munur. Þetta sé lýti á yfirbragði hússins og leiði til lægra söluverðs fasteigna svo áhrifin séu bæði byggingarfræðileg og fjárhagsleg.

Málsrök Reykjavíkurborgar: Reykjavíkurborg vísar til þess að Jón Árnason og Ólafur Þór Celbat hafi lagt fram kæru í máli þessu fyrir hönd húsfélagsins Nönnugötu 16, sem skráð sé í fyrirtækjaskrá án þess að prókúruhafi sé tilgreindur. Ljóst sé að Jón og Ólafur, sem séu eigendur íbúða í húsinu, geti ekki lagt fram kæru í nafni húsfélagsins né skuldbundið félagið nema hafa til þess umboð skv. lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994, en í 71. gr. þeirra laga sé fjallað um umboð til þess að skuldbinda húsfélag og aðildarhæfi, en  æðsta vald í málefnum húsfélagsins sé í höndum almenns fundar þess sbr. 58. gr. laganna. Samkvæmt 12. tl. A-liðar 1. mgr. 41. gr. laganna þurfi einnig samþykki allra eigenda til ráðstafana og ákvarðana sem ekki varða sameignina og sameiginleg málefni, en eigendur telji æskilegt að þeir standi saman að og ráði í félagi. Umboð til rekstrar málsins þurfi að vera í samræmi við lög um fjöleignarhús og ná sérstaklega til rekstrar þessa máls. Slík ákvörðun þyrfti að vera tekin á dagskrá á löglega boðuðum húsfundi, með samþykki allra eigenda húsfélagsins. Kæran sé því haldin annmarka að þessu leyti og beri að vísa henni frá úrskurðarnefndinni.

Reykjavíkurborg fjallar einnig um viðeigandi ákvæði byggingareglugerðar nr. 112/2012, m.a. gr. 2.3.4., og mannvirkjalaga nr. 160/2010 m.a. gr. 9, 55, 56 og 60. Mat byggingarfulltrúa á því hvort breyting á útliti fjölbýlishússins við Nönnugötu 16 hafi verið veruleg og hvort beita ætti þvingunarúrræðum hafi verið stutt efnislegri- og málefnalegri skoðun og rökum, breytingin skerði ekki hagsmuni nágranna, breyti eða hafi áhrif á götumynd, né raski öryggis- og almannahagsmunum. Ekki sé því um verulega breytingu að ræða. Ekki verði séð að óveruleg framkvæmd eða útlitsbreyting eins og sú sem um sé að ræða geti falið í sér lækkun á fasteignaverði eignarinnar og kærandi hafi ekki sýnt fram á tjón. Úrskurðarnefndin eigi því að hafna kröfum kæranda.

Upplýsingaöflun úrskurðarnefndarinnar: Úrskurðarnefndin óskaði staðfestingar á að þeir aðilar sem undirrituðu kæruna fyrir hönd húsfélagsins að Nönnugötu 16 hefðu nauðsynlegt umboð til slíks. Leiðbeint var um þetta við móttöku kærunnar og síðan veittur frestur til þessa til eins mánaðar sem náði til 15. febrúar 2025. Ekkert slíkt umboð barst.

———-

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík að aðhafast ekki vegna ábendingar um breytingu á ásýnd á nýjum gluggum á 2. hæð á Nönnugötu 16, þar sem ekki sé um að ræða verulega útlitsbreytingu með vísan í gr. 2.3.4 gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Kæran er send og undirrituð af Jóni A. Árnasyni og Ólafi Þór Chelbat, fyrir hönd húsfélagsins Nönnugötu 16. Í húseigninni að Nönnugötu 16 eru 10 fastanúmer og um hana gilda fjöleignarhúsalög nr. 26/1994, m.a. um húsfélag og heimildir þess. Samkvæmt 66. gr. laganna skal í húsfélagi vera stjórn sem kosin er á aðalfundi, skipuð a.m.k. þrem mönnum og sé einn þeirra formaður sem kosinn er sérstaklega.

Í 1. og 2. mgr. 70. gr. laganna er stjórn húsfélags veitt heimild til að taka hvers kyns ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu vegna sameignar sem og að láta framkvæma minni háttar viðhald, viðgerðir og bráðnauðsynlegar og brýnar ráðstafanir sem ekki þola bið. Þá segir í 3. mgr. sömu greinar að ráðstafanir og framkvæmdir sem ganga lengra en kveðið er á um í 1. og 2. mgr. beri að leggja fyrir húsfund til umfjöllunar og ákvörðunar. Í 1. mgr. 71. gr. laganna segir að húsfélag sé skuldbundið út á við með skriflegri eða rafrænni undirritun meiri hluta stjórnarmanna og skuli formaður að jafnaði vera einn af þeim. Í 2. mgr. 71. gr. segir að húsfélagið geti verið aðili að dómsmáli, bæði til sóknar og varnar.

Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála skal kæra til nefndarinnar vera skrifleg og undirrituð og koma fram hver sé kærandi. Upp gefinn kærandi í máli þessu er húsfélagið Nönnugata 16, sem er skráð í fyrirtækjaskrá og hefur kennitölu. Það er lögbundið félag skv. lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús og þótt ljóst sé að Jón A. Árnason og Ólafur Þór Chelbet, sem undirrituðu kæruna f.h. húsfélagsins, séu eigendur íbúða í fjöleignarhúsinu að Nönnugötu 16 liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um að þeir séu stjórnarmenn í húsfélaginu eða að þeir hafi umboð félagsins til að leggja fram kæruna í nafni þess. Með því að ekki er ljóst að kæran stafi með lögformlegum hætti frá upp gefnum kæranda, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2024, er kæru þessari vísað frá úrskurðarnefndinni.

 Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

101/2024 Grenimelur

Með

Árið 2024, þriðjudaginn 5. nóvember, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Borgartúni 21, Reykjavík. Mætt voru Ómar Stefánsson varaformaður, Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 101/2024, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2024 um synjun umsóknar um að fá samþykkta íbúð í kjallara að Grenimel 25 í Reykjavík.

 Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 17. september 2024, er barst nefndinni 17. s.m., kæra eigendur matshluta 0001 í kjallara Grenimels 25, Reykjavík, þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2024 að synja umsókn um að fá samþykkta íbúð í kjallara að Grenimel 25 í Reykjavík. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Reykjavíkurborg 7. október 2024.

Málavextir: Grenimelur 25 í Reykjavík er parhús, sambyggt húsi númer 23 við sömu götu sem byggt var árið 1945. Samkvæmt skráningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru í húsinu skráðar tvær samþykktar íbúðir, merkt 0101, fnr. 202-7176 og 0201, fnr. 202-2177 og ein ósamþykkt íbúð í kjallara, merkt 0001, fnr. 202-7175. Árið 2021 festu kærendur kaup á hinni ósamþykktu íbúð í kjallara hússins. Eignin hafði þá gengið kaupum og sölum í einhver ár og árið 2004 var gerður eignaskiptasamningur um fasteignina Grenimel 25 þar sem kjallaraíbúðin var skráð sem ósamþykkt.

Þann 5. maí 2024 var sótt um byggingarleyfi til að breyta ósamþykktri íbúð 0001 í samþykkta. Umsókninni fylgdu breyttir aðaluppdrættir þar sem fram kom birt flatarmál rýmisins, að salarhæð væri 2,6 m og að íbúðin væri niðurgrafin að sunnan-, vestan- og suðaustanverðu. Samkvæmt uppdrættinum er í íbúðinni gert ráð fyrir samliggjandi eldhúsi og stofu, salerni og tveimur svefnherbergjum. Þá er gert ráð fyrir þremur stærri gluggum og tveimur minni á íbúðinni. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa, 14. maí, 5. júní og 14. ágúst 2024 þar sem erindinu var frestað og vísað til athugasemda. Á afgreiðslufundi byggingar­fulltrúa 10. september s.á var erindinu synjað með vísan til þess að hvorki framkvæmdin né breytt notkun samræmdist ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

 Málsrök kærenda: Kærendur vísa til þess að þeir hafi fest kaup á hinni ósamþykktu íbúð árið 2021 og hafi á þeim tíma verið lögð inn fyrirspurn til Reykjavíkurborgar hvort íbúðin fengist samþykkt. Farið hafi verið í húsaskoðun og lagðar inn teikningar til Reykjavíkurborgar.

 Árið 2004 hafi verið gerður eignaskiptasamningur sem samþykktur var af Reykjavíkurborg og umrædd íbúð skráð sem ósamþykkt íbúð í kjallara hússins. Á teikningum sem samþykktar voru 26. maí 1944 sjáist kjallararými með salerni og handlaug en ekkert eldhús, en þar sé rýmið aflokað frá annarri sameign og sannarlega ein heild. Þá hafi umrædd eign verið skráð í fasteignaskrá sem íbúðarrými á sér fasteignanúmeri og gengið kaupum og sölum í mörg ár.

Samkvæmt núgildandi byggingarreglugerð þurfi íbúðir í kjallara að uppfylla ákveðin skilyrði, þar á meðal þau að ein hlið íbúðar skuli vera óniðurgrafin og snúa til suðurs, suðvesturs, eða vesturs. Stofa umræddrar íbúðar snúi til suðurs, en sé niðurgrafin. Ekki sé mögulegt að grafa frá hlið hússins vegna aðkomu inn í sameiginlegan garð og vegna samliggjandi garðs við Grenimel 23. Samkvæmt reglugerðinni þurfi lofthæð í íbúðum að vera 2,50 m, en lofthæð umræddrar íbúðar sé 2,48 m.

Bent sé á að í gr. 6.1.5 í núgildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012, sé skýrt tekið fram að hús sem byggð voru í tíð eldri reglugerða og geta ekki uppfyllt öll ákvæði núverandi reglugerðar flokkist ekki undir ákvæði nýju reglugerðarinnar. Margir eigendur íbúða í Reykjavík sem byggðar voru á svipuðum tíma, sem sótt hafi um samþykki íbúðar fyrir árið 2012, hafi fengið slíkar umsóknir samþykktar án vandkvæða. Því telji kærendur að um eignaupptöku sé að ræða ef breyting á byggingarreglugerð árið 2012 eigi að hamla samþykkt á sambærilegu húsnæði.

Málsrök Reykjavíkurborgar: Borgaryfirvöld benda á að núverandi eigendur umrædds hús­rýmis hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og lagt fyrst inn fyrirspurn til byggingar­fulltrúa 28. júní 2022. Fyrirspurninni hafi verið svarað af byggingarfulltrúa 20. júlí s.á. með frestun, ásamt athugasemdablaði þar sem fram hafi komið að umsækjandi ætti að óska eftir íbúðarskoðun. Fyrirspurn kæranda hafi aftur verið svarað 30. maí 2023 með vísun í leið­beiningar á athugasemdablaði byggingarfulltrúa. Kærendum hafi þá þegar verið leiðbeint um að óska þyrfti eftir íbúðarskoðun til þess að skera mætti úr um hvort íbúðin uppfyllti ákvæði byggingarreglugerðar. Jafnframt hafi kærendum verið bent á að á gildandi aðaluppdráttum væri ekki sýnd íbúð í kjallara og þyrfti því að leggja fram nýja uppdrætti.

 Hinn 5. maí 2024 hafi einn kærenda sótt um byggingarleyfi til að breyta ósamþykktri íbúð 0001 að Grenimel 25 í samþykkta. Umsókninni hafi fylgt breyttir aðaluppdrættir þar sem fram komi að birt flatarmál rýmis 0001 í kjallara sé 59,7 m2 og salarhæð 2,6 m. Íbúðin sé niðurgrafin að sunnan, vestan og suðaustan. Teiknað hafði verið inn á uppdrátt samliggjandi eldhús og stofa, salerni og tvö svefnherbergi. Þrír stærri gluggar séu á íbúðinni og tveir minni. Erindið hafi verið tekið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa 14. maí, 5. júní og 14. ágúst 2024, þar sem því hafi verið frestað og vísað til athugasemda. Á afgreiðslufundi 10. september s.á. hafi erindinu svo verið synjað þar sem hvorki framkvæmdin né breytt notkun samræmdist ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Við breytingu á mannvirki sem byggt er í gildistíð eldri byggingarreglugerða skuli almennt byggja á sjónarmiðum algildrar hönnunar. Við breytta notkun þegar byggðra mannvirkja beri að uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, t.d. varðandi aðkomu, aðgengi, umferðarleiðir og innri rými mannvirkja, burðarþol og stöðugleika, hollustu, heilsu og umhverfi og öryggi við notkun, t.d. brunavarnir. Sé vikið frá almennum sjónarmiðum um algilda hönnun sé gerð sú krafa að slíkt skuli ítarlega rökstutt í hönnunargögnum og þá á hvaða grundvelli það sé gert.

 Samþykktur og þar með gildandi aðaluppdráttur af Grenimel 25 geri ekki ráð fyrir íbúð í kjallara, heldur sé merkt inn á teikningar vinnustofa og tvær geymslur. Ekki hafi áður verið sótt um að breyta kjallaranum í samþykkta íbúð og hafi því þurft að taka til skoðunar bæði breytingu á mannvirki og breytta notkun sem uppfylla þurfi ákvæði gildandi byggingarreglugerðar. Hafi kærendur því þurft að skila inn nýjum uppdráttum.

 Sjá megi af ítarlegum athugasemdum byggingarfulltrúa á athugasemdablöðum, dags. 14. maí 2024, 5. júní og 14. ágúst s.á., að vankantar væru á umsókn, einkum hvað varði skráningartöflu, teikningaskrá yfir aðaluppdrætti og skilyrði um að fylgigögn þurfi að fylgja öllum byggingar­leyfisumsóknum. Hafi m.a. komið fram í athugasemdablaði byggingarfulltrúa frá 14. maí 2024 að íbúðin þurfi að uppfylla öll ákvæði byggingarreglugerðar um íbúðarhúsnæði og eldvarnir skv. núgildandi byggingarreglugerð. Í reglugerðinni séu ekki til staðar neinar heimildir til frávika eða undanþágu þar um. Að auki væru upplýsingar á teikningum ekki fullnægjandi, en gera þurfi grein fyrir brunavörnum o.fl. Þá hafi Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins einnig bent á að húsnæðið skuli uppfylla kröfur sem gerðar séu til íbúða í dag. Flóttaleið um björgunarop teljist ekki fullgild flóttaleið og samræmist ekki algildri hönnun.

Við afgreiðslu málsins 5. júní 2024 hafi verið búið að bæta úr einhverjum athugasemdum sam­kvæmt athugasemdablaði, en þó takmarkað. Það sem út af hafi staðið hafi m.a. verið ákvæði byggingarreglugerðar um lofthæð og skilyrði vegna íbúða á jarðhæð sem og flóttaleiðir og brunavarnir. Í athugasemdablaði, dags. 14. ágúst 2024, og við afgreiðslu á fundi byggingar­fulltrúa hafi verið ítrekað að sýna þyrfti lóðarmörk og frágang og uppfæra skráningartöflu miðað við að um ósamþykkta íbúð væri að ræða. Þá hafi sérstaklega verið bent á að þar sem íbúðin uppfyllti hvorki ákvæði byggingarreglugerðar um íbúðarhúsnæði á jarðhæð né um flóttaleiðir, geti hún ekki talist fullgild íbúðareign. Þar sem skilyrði um algilda hönnun hafi ekki verið uppfyllt hafi verið þörf á ítarlegum rökstuðningi, svo sem í greinargerð eða hönnunargögnum, af hverju veita ætti frávik frá þeim skilyrðum. Hafi það því verið ómöguleika háð fyrir byggingarfulltrúa að taka afstöðu til hvort frávik 3. mgr. 6.1.5. gr. byggingarreglu­gerðar gætu átt við.

Þeir annmarkar séu einnig taldir vera á bæði umsókn og fylgigögnum, þrátt fyrir ítarlegar leiðbeiningar byggingarfulltrúa, íbúðarskoðun og athugasemdablöð hans, dags. 14. maí, 5. júní og 14. ágúst 2024, að ekki hafi verið unnt að taka til skoðunar hvort frávik gætu átt við í málinu er varði algilda hönnun. Gilda skilyrði gildandi byggingarreglugerðar um þá framkvæmd og breytt not sem hér séu til umræðu.

Viðbótarathugasemdir kærenda: Bent er á að þegar lögð var inn byggingarleyfisumsókn hafi komið fram athugasemdir frá starfsmanni byggingarfulltrúa t.d. varðandi kóta, lóðarmörk, girðingar o.fl. Brugðist hafi verið við öllum þeim athugasemdum og þær leiðréttar.

Árið 1945 þegar húsið var byggt hafi ekki verið gerðar kröfur um flóttaleiðir eða algilda hönnun eins og gert er í byggingarreglugerð frá 2012. Eins og kærendur hafi áður bent á þá séu heilu hverfin í Reykjavík byggð á þessum tíma með hálfa hæð niður og hálfa hæð upp og engan vegin hægt að uppfylla algilda hönnun í samræmi við núverandi gildandi reglugerð. Úr stofu sé stórt opnanlegt fag sem hægt sé að komast út um ef eldur komi upp í rýminu.

Í gr. 6.7.4 í byggingarreglugerð sé talað um stakt íbúðarherbergi, ekki íbúð sem slíka. Þar að auki nái íbúðarrými 0001 ekki að götu og bæði herbergin sem tilheyra íbúðarrýminu snúi að garði.

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um lögmæti ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2024 um að synja umsókn kærenda um að fá samþykkta íbúð í kjallara að Grenimel 25 í Reykjavík. Hin kærða ákvörðun var studd þeim rökum að íbúðin uppfyllti ekki ákvæði gr. 6.7.2., gr. 6.7.4. og gr. 9.2.5. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, hvorki sem breytt mannvirki í ljósi framlagðra gagna né um breytta notkun. Kæruheimild til úrskurðar­nefndarinnar er í 59. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki.

Í áðurgildandi byggingarreglugerð nr. 441/1998 kemur fram í gr. 12.8 að við umfjöllun um byggingarleyfisumsóknir sem varði breytingar á byggingum sem byggðar hafi verið fyrir gildistöku reglugerðarinnar, skuli taka mið af þeim reglugerðarákvæðum sem í gildi voru þegar þær voru byggðar, eftir því sem hægt sé að teknu tilliti til gildandi krafna um öryggis- og heilbrigðismál.

Í núgildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012 er ekki að finna sambærilegt ákvæði en í einstökum ákvæðum hennar er tekin afstaða til þess hvort þar greindar kröfur þurfi að uppfylla við breytingar á eldri mannvirkjum. Má þar nefna að í gr. 9.2.5. kemur fram að við breytingar á þegar byggðu mannvirki eða við breytta notkun skuli þess gætt að brunavarnir uppfylli kröfur skv. reglugerðinni og að breytingin skerði ekki brunavarnir annarra þátta mannvirkisins. Tekið er fram í gr. 12.1.2. að ákvæði 12. hluta reglugerðarinnar um öryggi við notkun eigi við um breytingu á þegar byggðu mannvirki og um breytta notkun þess. Þá er í gr. 6.1.5. fjallað um breytingu á þegar byggðu mannvirki eða breytta notkun þess. Í 2. mgr. greinarinnar kemur fram að við breytingu á mannvirki sem byggt er í gildistíð eldri byggingarreglugerða skuli almennt byggja á sjónarmiðum algildrar hönnunar. Í 3. mgr. gr. 6.1.5. segir svo: „Ef sérstökum erfið­leikum er bundið að uppfylla ákvæði þessa hluta reglugerðarinnar án þess að breyta að verulegu leyti megingerð mannvirkis, burðarvirki, útliti, innra skipulagi eða öðrum sérkennum sem vert er að varðveita, getur leyfisveitandi heimilað að vikið sé frá einstökum ákvæðum þessa hluta reglugerðarinnar. Í slíkum tilvikum skal hönnuður skila sérstakri greinargerð um það hvaða ákvæðum óskað er eftir að víkja frá, um ástæður þess að ekki er unnt að uppfylla þau og hvort unnt er með öðrum hætti að tryggja aðgengi þannig að markmið þessa hluta reglugerðarinnar séu uppfyllt. Taka skal sérstakt tillit til mannvirkja sem falla undir ákvæði laga um menningarminjar.“ Í gr. 6.1.6. sem fjallar um framsetningu krafna er síðan tekið fram að megin­reglur í 6. hluta reglugerðarinnar séu ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur séu frávíkjanlegar ef sýnt sé fram á að aðgengi og öryggi sé tryggt með jafngildum hætti og ef meginregla viðkomandi ákvæðis væri uppfyllt. Verður þá að skila með hönnunargögnum greinargerð hönnuðar þar sem gerð er grein fyrir og rökstutt með hvaða hætti meginregla ákvæðisins er uppfyllt og aðgengi og öryggi tryggt. Loks er í greininni tekið fram að önnur ákvæði umrædds hluta reglugerðarinnar séu ófrávíkjanleg nema annað sé sérstaklega tekið fram í viðkomandi ákvæði.

Af fyrrgreindum ákvæðum núgildandi byggingarreglugerðar verður sú ályktun dregin að beita skuli þeim ákvæðum hennar er varða öryggi og heilbrigði við breytingar á eldri mannvirkjum og við breytta notkun þeirra, en auk þess geti leyfisveitandi heimilað að vikið sé frá einstökum ákvæðum 6. hluta reglugerðarinnar þar sem þess er sérstaklega getið.

Í kafla 6.7. í byggingarreglugerð er fjallað um íbúðir og íbúðarhús. Fram kemur í gr. 6.7.2. og 6.7.6. sem fjalla um lofthæð og birtuskilyrði að lofthæð í íbúðarherbergjum og eldhúsi skuli vera a.m.k. 2,50 m að innanmáli, mælt frá fullfrágengnu gólfi að fullfrágengnu lofti. Þó sé heimilt að víkja frá þessu ef meðalhæð herbergis er minnst 2,20 m og lofthæð minnst 2,50 m í að minnsta kosti 2/3 hluta þess, mæld frá fullfrágengnu gólfi að fullfrágengnu lofti. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er lofthæð umræddrar kjallaraíbúðar 2,48 m. Lofthæðin nær því ekki því lágmarki sem mælt er fyrir um í nefndum greinum reglugerðarinnar.

Í 1. mgr., gr. 6.7.4. kemur fram að óheimilt sé að samþykkja nýja íbúð þar sem útveggir hennar eru niðurgrafnir nema að uppfylltum öllum þeim skilyrðum sem tiltekin eru í lið a–d. Þar kemur meðal annars fram í a. lið að minnst ein hlið íbúðarrýmis skuli ekki vera niðurgrafin, þ.e. frágengið yfirborð jarðvegs skal vera neðar en gólfkóti íbúðarinnar. Samkvæmt 2. mgr. er heimilt að stakt íbúðarherbergi sé niðurgrafið ef yfirborð frágengins jarðvegs utan útveggjar þess er að hámarki 0,5 m ofan við gólfplötu við gluggahlið og gluggahliðin er ekki nær akbraut en 3,0 m. Slík íbúðarherbergi og önnur stök íbúðarherbergi skulu fullnægja kröfum reglu­gerðarinnar um íbúðarherbergi að því er varðar glugga, björgunarop, lofthæð, stærð o.fl. Þá er tekið fram í 3. mgr. að allar aðrar kröfur til íbúða sem fram koma í reglugerðinni gildi um íbúðir sem falla undir 1. mgr., þ.m.t. kröfur um birtuskilyrði, loftræsingu og flóttaleiðir.

Eins og greinir í nefndri gr. 9.2.5. í byggingarreglugerð skal þess gætt við breytingar á þegar byggðu mannvirki eða við breytta notkun að brunavarnir uppfylli kröfur skv. reglugerðinni. Þá gilda sjónarmið um algilda hönnun, sbr. 2. mgr., gr. 6.1.5. Sé vikið frá sjónarmiðum um algilda hönnun skal hönnuður skila sérstakri greinargerð um það hvaða ákvæðum óskað er eftir að víkja frá, um ástæður þess að ekki er unnt að uppfylla þau og hvort unnt er með öðrum hætti að tryggja aðgengi þannig að markmið þessa hluta reglugerðarinnar séu uppfyllt. Það hafa kærendur ekki gert og var byggingarfulltrúa því ekki unnt að taka til skoðunar hvort frávik 3. mgr., gr. 6.1.5. gætu átt við.

Umsókn kærenda var tekin til meðferðar á fjórum afgreiðslufundum byggingarfulltrúa og athugasemdum komið áleiðis til kærenda þar sem bent var á ýmsa vankanta á umsókninni. Meðal annars kom fram að bæta þyrfti upplýsingar á teikningum og gera grein fyrir bruna­vörnum. Eins tíundaði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í umsögn sinni að flóttaleið um björgunarop teldist ekki fullgild flóttaleið og samræmdist ekki algildri hönnun. Af þeim sökum uppfyllti umrædd íbúð ekki ákvæði byggingarreglugerðar um flóttaleiðir. Við afgreiðslu málsins 5. júní 2024 höfðu kærendur brugðist við einhverjum athugasemdum samkvæmt athugasemdablaði, en ekki öllum. Meðal þess sem út af stóð voru ákvæði byggingarreglugerðar um lofthæð og skilyrði vegna íbúða á jarðhæð sem og flóttaleiðir og brunavarnir sem hefði þurft að fjalla um í greinargerð hönnuðar.

Að öllu framangreindu virtu var byggingarfulltrúa rétt að synja umsókn kærenda um að samþykkja kjallaraíbúð að Grenimel 25.

 Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. september 2024 um að synja umsókn um að fá samþykkta íbúð í kjallara að Grenimel 25 í Reykjavík.

87/2024 Tangabryggja

Með

Árið 2024, föstudaginn 11. október, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Borgartúni 21, Reykjavík. Mætt voru Ómar Stefánsson varaformaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 87/2024, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. júlí 2024 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13­–15.

 Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. ágúst 2024, er barst nefndinni 12. s.m., kærir húsfélag Tangabryggju 13–15 þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. júlí 2024 að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13–15. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Jafnframt er þess krafist að byggingarfulltrúa verði gert að endurtaka lokaúttekt samkvæmt skoðunarlista, sbr. gr. 3.5.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, eftir að byggingaraðili ljúki við bygginguna að fullu.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Reykjavíkurborg 12. september 2024.

Málavextir: Árið 2016 var sótt um byggingarleyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishús með 63 íbúðum á lóðinni nr. 18–24 við Tangabryggju sem síðar var breytt í Tangabryggju 13–15. Byggingarfulltrúi gaf út vottorð um lokaúttekt 21. júní 2019, en sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með úrskurði uppkveðnum 28. maí 2020 í máli nr. 54/2019 var ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi með vísan til þess að þáttum sem vörðuðu aðgengi skyldi ávallt vera lokið við gerð lokaúttektar, sbr. 4. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, en að mati nefndarinnar voru tiltekin skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 um bílastæði hreyfihamlaðra ekki uppfyllt.

Hinn 21. október 2020 gaf byggingarfulltrúi út nýtt vottorð um lokaúttekt og kærði kærandi þá ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar með kröfu um ógildingu hennar. Var þeirri kröfu hafnað með úrskurði í máli nr. 134/2020, uppkveðnum 6. maí 2021, en að virtri kvörtun kæranda til umboðsmanns Alþingis og fyrirspurnum umboðsmanns til nefndarinnar vegna kvörtunarinnar ákvað úrskurðarnefndin að endurupptaka málið að eigin frumkvæði. Í kjölfarið óskaði nefndin eftir áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna tiltekinna atriða. Úrskurður var kveðinn upp að nýju 4. maí 2022 þar sem úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að við útgáfu lokaúttektarvottorðs hefði fyrirkomulag loftræsingar mannvirkisins ekki uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar, en þar að auki komst meirihluti nefndarinnar að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag bílastæða fyrir hreyfihamlaða hefði heldur ekki uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar. Voru þeir annmarkar taldir leiða til ógildingar ákvörðunar byggingarfulltrúa.

Í kjölfar úrskurðarins lagði byggingaraðili fram byggingarleyfisumsókn með nýjum aðaluppdráttum og óskaði eftir því að byggingarlýsingu um loftræsingu og skilyrðum um snjóbræðslu fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða yrði breytt. Hinn 21. mars 2023 samþykkti byggingarfulltrúi umsóknina. Lokaúttekt fór fram að nýju 21. apríl s.á. og var hún staðfest með útgáfu vottorðs 25. s.m. Kærandi í máli þessu skaut þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar með kröfu um ógildingu hennar. Með úrskurði í máli nr. 63/2023, uppkveðnum 22. desember 2023, var fallist á kröfu kæranda og ákvörðun um útgáfu lokaúttektarvottorðsins felld úr gildi. Byggði niðurstaðan á því að annmarkar hefðu verið á frágangi Tangabryggju 13–15 þegar lokaúttekt fór fram, en vottorð hefði þó verið gefið út án athugasemda í andstöðu við fyrirmæli 36. gr. laga um mannvirki.

Hinn 18. júlí 2024 gaf byggingarfulltrúi út að nýju vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13–15. Í vottorðinu er því lýst að skoðun á mannvirki hafi farið fram 5. júní 2019, 21. október 2020 og 21. apríl 2023. Þá kemur fram að byggingarstjóri hafi með framlagningu ljósmynda staðfest að úrbótum væri lokið í tilefni af athugasemdum húsfélags fjöleignarhússins, þ.e. kæranda þessa máls, um að handlista vanti á vegg við gangbraut skábrautar fyrir framan bílgeymslu og að skábraut vanti í stað þreps á gönguleið á lóð. Lokaúttektin er síðan staðfest með athugasemd um loftræsingu íbúða.

Málsrök kæranda: Kærandi telur að fjölbýlishúsið að Tangabryggja 13–15 uppfylli ekki enn kröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012, enda hafi takmarkaðar úrbætur verið gerðar eftir að þrjár lokaúttektir hafi verið felldar úr gildi. Hinn 18. júní 2024 hafi byggingarfulltrúanum í Reykjavík verið send áskorun um að meta frágang fjölbýlishússins m.t.t. ákvæða byggingarreglugerðar og fylgja skoðunarhandbók og skoðunarlistum við framkvæmd úttektar.

Skilyrði byggingarreglugerðar um aðgengi fyrir alla séu með ýmsum hætti ekki uppfyllt. Fjögur bílastæði fyrir hreyfihamlaða sem staðsett séu í bílgeymslu séu þinglýst eign og tilheyri af þeim sökum fjórum íbúðum. Aðgengi frá þeim stæðum að íbúðum sé um fimm eldvarnardyr sem ekki hafi sjálfvirkan opnunarbúnað og því ekki á færi einstaklinga í hjólastól að fara þar um, sbr. gr. 6.4.2. í byggingarreglugerð. Þá sé aðkeyrslurampur að bílgeymslu ekki hannaður fyrir hreyfihamlaða. Eigendur fjögurra íbúða í fjölbýlishúsinu séu handhafar bílastæðamerkis fyrir hreyfihamlaða, en enginn þeirra eigi eitt af þeim fjórum bílastæðum fyrir hreyfihamlaða sem eru í bílgeymslu. Þeir þurfi því að deila þessu eina stæði á lóð fjölbýlishússins, en skv. töflu 6.01. í gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð eigi fjölbýlishúsið að hafa að lágmarki fjögur stæði fyrir hreyfihamlaða íbúa og gesti.

Flóttaleiðir í kjallara séu ekki færar hreyfihömluðum og uppfylli ekki skilyrði gr. 9.5.3. og 9.5.4. í byggingarreglugerð. Það að ekki séu fullnægjandi flóttaleiðir fyrir íbúa og gesti sem noti hjólastól ógni öryggi þeirra, en skortur á snúningsrými á báðum merktu flóttaleiðum bílgeymslu sé augljóst merki um þau mistök sem hafi átt sér stað við hönnun og byggingu fjölbýlishússins. Það hafi verið óskiljanleg niðurstaða hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 63/2023 að skortur á snúningsrými geri hjólastólanotendum ekki ókleift að nýta neyðarútganga úr bílgeymslu þegar forsenda þess að flýja eld og reyk sé einmitt sú að hægt sé að loka brunahurð á eftir sér. Það feli í sér brot á gr. 9.5.1. byggingarreglugerðar. Í vagna- og hjólageymslu Tangabryggju 15 séu aðeins tvö björgunarop sem þurfi að fara upp neyðarstiga til að komast út um. Ekki séu merktar flóttaleiðir úr hjólageymslunni í annað brunahólf. Af lyftugangi í kjallara Tangabryggju 15 sé ein flóttaleið merkt og leiði hún í stigahús en aðstæður séu með þeim hætti að hreyfihamlaðir geti ekki lokað hurð á eftir sér. Í öryggisúttekt frá 25. febrúar 2019 hafi úttektarfulltrúi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. gert athugasemd við flóttaleiðir í hjólageymslunni og merkt þær sem „ógreiðfærar/flóknar“. Byggingaraðili hafi svarað því að því er virðist með mynd af björgunaropi og látið þar við sitja.

Í niðurstöðukafla úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 63/2023 hafi verið tilgreint að fækka megi flóttaleiðum úr tveimur í eina að fenginni jákvæðri umsögn slökkviliðs. Slík umsögn liggi á hinn bóginn ekki fyrir. Mikilvægt sé að úrskurðarnefndin fái álit sérfróðra á tilhögun flóttaleiða í fjölbýlinu, enda ólíklegt að sérfræðiþekking á brunahönnun sé til staðar innan nefndarinnar að teknu tilliti til niðurstöðu fyrra kærumáls.

Samkvæmt áðurnefndum úrskurði nefndarinnar sé fyrirkomulag loftræsingar úr eldhúsum íbúða ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Þrátt fyrir það hafi byggingarfulltrúi ekki krafið byggingaraðila um úrbætur. Í athugasemd um þetta atriði á hinu kærða lokaúttektarvottorði sé vísað til texta í byggingarlýsingu hvað loftræsingu varði. Með því fari byggingarfulltrúi enn gegn niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar sem sé æðra stjórnvald. Sama gildi um loftun í svefnherbergjum. Þá sé ófullnægjandi loftræsing á baðherbergjum og á stigapalli. Það leiði til þess að í vindasömu veðri myndist undirþrýstingur á gangi sem sogi hurðir íbúða fastar þannig að börn og hreyfihamlaðir geti illmögulega opnað þær. Sé mikilvægt að úrskurðarnefndin fái sérfræðiálit um þetta atriði eins og gert hafi verið um loftræsingu íbúða.

Bílgeymslan sé óeinangruð og í henni sé útbreiddur leki um sprungur og kverkar. Borið hafi á myglu og molnað hafi úr holplötum. Takmarkaðar aðgerðir af hálfu byggingaraðila hafi átt sér stað. Frágangurinn sé í ósamræmi við 3. mgr. gr. 6.11.5. og 1. mgr. gr. 8.2.1. í byggingarreglugerð. Útidyr beggja stigaganga fjölbýlishússins, bæði anddyri og bakdyr, standist ekki veðurálag, en það fyrirkomulag sé í ósamræmi við gr. 6.3.1. og 6.3.2. byggingarreglugerðar. Þá hafi músagangur á svölum íbúða verið viðvarandi frá því að fyrstu íbúar hafi flutt inn árið 2019 og hafi byggingaraðila ekki enn tekist að binda enda á það. Brjóti það fyrirkomulag í bága við gr. 10.1.1. og 10.7.1. í byggingarreglugerð. Það sé með ólíkindum að í nýlegu fjölbýli sé hægt að kenna aldri byggingar um framangreinda þætti eins og úrskurðarnefndin hafi gert í úrskurði í máli nr. 63/2023

Það sé augljóst að fjölbýlishúsið að Tangabryggju 13–15 hafi ekki verið tekið út samkvæmt ákvæðum skoðunarhandbókar og skoðunarlista, sbr. gr. 3.5.1. byggingarreglugerðar. Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að fyrstu íbúar hafi flutt inn og lokaúttekt verið gerð sé byggingarfulltrúa skylt að endurtaka lokaúttektina að fullu, enda hafi vottorðið verið fellt úr gildi í heild sinni og ekki sé hægt að byggja nýja úttekt á eldri úttekt sem hafi verið ómerkt. Augljóst sé að lokaúttektin hafi ekki verið framkvæmd í heild þar sem enginn hafi verið viðstaddur hana eins og fyrri lokaúttektir og aðeins hafi verið stuðst við ljósmyndir. Þegar skylt sé að framkvæma nýja lokaúttekt beri að skoða bygginguna í því ástandi sem hún sé á þeim tíma. Bent sé á að byggingarreglugerðinni sé ætlað að tryggja lágmarkskröfur sem gera eigi til bygginga á Íslandi. Einnig sé ljóst að ekki sé hægt að gefa út lokaúttektarvottorð þegar ekki séu uppfyllt skilyrði reglugerðarinnar varðandi aðgengi, hollustuhætti og öryggismál, sbr. gr. 3.9.4.

Með því að gefa út hið kærða lokaúttektarvottorð og krefja byggingaraðila ekki um úrbætur á húsnæðinu virði byggingarfulltrúi úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 63/2023 að vettugi. Fram hafi komið í úrskurðinum að þeir annmarkar sem til staðar voru hefðu átt að leiða til synjunar úttektar og kröfu um endurtekningu hennar, sbr. gr. 5.3. í II. í viðauka við byggingarreglugerð. Í skoðunarlista Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna lokaúttektar komi fram í þætti 43 að ef loftræsing sé ekki til staðar í lokuðu rými, leiði það til athugasemdar um frávik í flokki 3, þ.e. synjun úttektar og kröfu um endurtekningu.

Málflutningur Reykjavíkurborgar og byggingaraðila hafi verið á þá leið að fjölbýlið sé byggt á sama hátt og önnur fjölbýli í borginni og því sé úrbóta ekki þörf. Það að önnur fjölbýli uppfylli heldur ekki ákvæði byggingarreglugerðar geti ekki leitt til þess að lokaúttekt Tangabryggja 13–15 fái sömu meðferð, ellegar myndu lög og reglugerðir missa mark sitt.

Málsrök Reykjavíkurborgar: Af hálfu Reykjavíkurborgar er tekið fram að kærandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn þeirra atriða sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi þegar tekið afstöðu til. Varðandi þann hluta sem snúi að loftræsingu íbúða fjölbýlishússins að Tangabryggju 13–15 þá sé það mat byggingarfulltrúa að fyrirkomulag þess stangist ekki á við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Hvað það varði sé vísað til umsagnar borgarinnar í máli nr. 63/2023. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í fyrrnefndu máli bendi til þess að lokaúttektarvottorðið hafi verið fellt úr gildi að hluta enda hafi einungis tilteknir annmarkar verið látnir leiða til ógildingar þess.

Bætt hafi verið úr þeim þáttum sem varði aðgengi og hafi það verið staðfest með framlagningu ljósmynda. Bent sé á að samkvæmt byggingarreglugerð sé lokaúttekt framkvæmd með sjónskoðun og því verði að teljast fullnægjandi skoðun að meta ljósmyndir frá byggingarstjóra sem staðfesti úrbætur, enda hefði niðurstaðan orðið sú sama og ef byggingarfulltrúi hefði mætt á staðinn.

Í gr. 3.9.4. byggingarreglugerðar segi að ef mannvirki uppfylli ekki öryggis- eða hollustukröfur geti leyfisveitandi synjað um útgáfu vottorðs um lokaúttekt, fyrirskipað lokun mannvirkis og lagt fyrir eiganda þess að bæta úr. Skuli þá lokaúttektarvottorð ekki gefið út fyrr en úrbætur hafi verið framkvæmdar. Af lestri ákvæðisins verði ekki annað ráðið en að byggingarfulltrúa sé veitt heimild til að beita ákveðnum úrræðum ef mannvirki uppfylli ekki öryggis- eða hollustukröfur, en ekkert bendi til þess að honum sé óheimilt að gefa út vottorð um lokaúttekt ef annmarkar teljast vera á þessum kröfum. Hins vegar segir svo í lokin að þáttum sem varði aðgengi skuli ávallt vera lokið við gerð lokaúttektar. Það orðalag bendi aftur á móti til þess að ekki sé um heimild að ræða.

 Athugasemdir byggingaraðila: Af hálfu byggingaraðila er bent á að upphaflega hafi lokaúttektarvottorð verið gefið út fyrir fimm árum. Húseigendur beri alla ábyrgð á því að lokaúttektir hafi verið felldar úr gildi í millitíðinni og hafi byggingaraðili reynt að koma til móts við kröfur húseigenda eftir fremsta megni. Fari svo að fjármálastofnanir gjaldfelli lánasamninga íbúðareigenda sökum þess að lokaúttekt sé ekki í gildi geti byggingaraðili ekki á nokkurn hátt orðið ábyrgur fyrir því tjóni sem eigendurnir kunni að verða fyrir. Þannig telji byggingaraðili sig ekki beinan hagsmunaaðila að kærumáli þessu en vilji samt sem áður koma á framfæri nokkrum grundvallarsjónarmiðum.

Kæran innihaldi að miklu leyti endurtekið efni sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi þegar fjallað um. Annað hvort eigi úrskurðarnefndin að vísa þeim atriðum frá eða þá að líta svo á að hún sé bundin af fyrri niðurstöðum um þau úrlausnaratriði. Í úrskurði í máli nr. 63/2023 hafi nefndin tekið fram þrjú atriði sem þarfnist frekari skoðunar. Það séu þrep á upphitaðri gönguleið að inngangi, handrið að gangbraut skábraut sem liggi frá bílgeymslu hússins og útsog úr íbúðum. Þrep á upphitaðri gönguleið hafi nú verið fjarlægt og handrið verið sett upp að gangbraut skábrautar. Eftir standi þá eitt atriði, útsog úr íbúðum. Hvað sem líði túlkun aðila á byggingarreglugerð nr. 112/2012 hvað það varði, liggi fyrir að byggingarfulltrúi hafi gert athugasemd vegna þess við útgáfu hins kærða lokaúttektarvottorðs eins og honum sé heimilt skv. 1. málslið 4. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki. Útsogið varði hvorki aðgengi né öryggis- eða hollustukröfur og hafi engin gögn verið lögð fram sem sýni fram á það. Einungis virðist byggt á því að matarlykt og undirþrýstingur sé meiri en kærandi vilji meina að sé eðlilegt. Af þessum sökum sé ekkert sem geti komið í veg fyrir að lokaúttektin haldi gildi sínu. Þá sé minnt á, eins og komið hafi fram í fyrri kærumálum, að útsog byggingarinnar sé í samræmi við teikningar og með sambærilegum hætti og í fjölmörgum öðrum fjölbýlishúsum sem byggð séu á sama tíma af öðrum byggingaraðilum í Reykjavík. Ástæða þess sé sú að fyrirkomulagið samræmist almennri og hefðbundinni túlkun byggingarreglugerðarinnar.

 Viðbótarathugasemdir kæranda: Kærandi hafnar því að það sé á ábyrgð eigenda íbúða fjölbýlishússins að Tangabryggju 13–15 að ekki hafi verið gefið út gilt vottorð um lokaúttekt, en ábyrgðin sé augljóslega hjá þeim sem hanni og byggi mannvirki sem eigi að vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 svo og hjá þeim sem hafi eftirlit með byggingu hússins og taki það út. Byggingarfulltrúa og byggingaraðila hafi verið gefin fjölmörg tækifæri til að bæta úr annmörkum byggingarinnar, enda hafi ábendingum verið komið á framfæri áður en fyrsta lokaúttektarvottorð fjölbýlishússins hafi verið gefið út 21. júní 2019.

Hvað varði tilvísun til þess að útsog frá íbúðum fjölbýlishússins sé í samræmi við önnur fjölbýli sem byggð hafi verið á síðustu árum í Reykjavík sé bent á að hefð geti ekki breytt ákvæðum byggingarreglugerðarinnar. Reglugerðin hafi þann tilgang að kaupendur fasteigna og íbúar þeirra geti gengið að þáttum er varði aðgengi og öryggis- og hollustuhætti vísum. Það sé ólíðandi að byggingarfulltrúi skuli skapa hefð fyrir undanþágum og skipuleggja lokaúttektir sínar þannig að illmögulegt sé að krefjast úrbóta, enda séu skoðunarlistar Reykjavíkurborgar með öðrum hætti en skoðunarlistar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það sé ekki í samræmi við gr. 5.1. í II viðauka við byggingarreglugerð þar sem segi að við framkvæmd lokaúttektar skuli styðjast við skoðunarlista stofnunarinnar.

Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 63/2023 sé skýr um það að lokaúttektarvottorðið hafi verið fellt úr gildi og felist í því krafa um að úttektin verði endurtekin. Hvergi komi fram að nægilegt sé að fá sendar myndir og yfirfara þær til að gefa út nýtt vottorð um lokaúttekt.

—–

Aðilar máls þessa hafa fært fram ítarlegri rök fyrir máli sínu sem ekki verða rakin hér frekar, en úrskurðarnefndin hefur haft þau öll til hliðsjónar við úrlausn málsins.

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um lögmæti þeirrar ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. júlí 2024 að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13–15.

Meðal markmiða laga nr. 160/2010 um mannvirki er að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt, sbr. a-lið 1. gr. laganna. Jafnframt er það markmið þeirra að tryggja aðgengi fyrir alla, sbr. e-lið sömu lagagreinar. Í því skyni mæla lögin fyrir um lögbundið eftirlit byggingarfulltrúa með mannvirkjagerð, sbr. 2. og 3. mgr. 16. gr. þeirra laga, en hluti af því eftirliti felur í sér framkvæmd lokaúttektar og útgáfu vottorðs. Samkvæmt 3. mgr. 36. gr. laganna skal við lokaúttekt gera úttekt á því hvort mannvirkið uppfylli ákvæði laganna og reglugerða sem settar hafa verið samkvæmt þeim og hvort byggt hafi verið í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Þá er mælt fyrir um í 4. mgr. lagagreinarinnar að ef mannvirkið uppfylli ekki að öllu leyti ákvæði laganna og reglugerða sem settar hafi verið samkvæmt þeim þá geti útgefandi byggingarleyfis gefið út vottorð um lokaúttektina með athugasemdum. Þáttum sem varði aðgengi skuli þó ávallt hafa verið lokið við gerð lokaúttektar. Segir jafnframt í 5. mgr. sömu lagagreinar að eftirlitsaðili geti fyrirskipað lokun mannvirkis komi í ljós við lokaúttekt að mannvirki uppfylli ekki öryggis- eða hollustukröfur og lagt fyrir eiganda þess að bæta úr, en lokaúttektarvottorð skuli þá ekki gefið út fyrr en það hafi verið gert.

Ágreiningsefni málsins hefur áður komið til kasta úrskurðarnefndarinnar eins og rakið er í málavöxtum. Í máli þessu færir kærandi fram ýmis rök og sjónarmið sem hann hefur áður fært fram fyrir úrskurðarnefndinni vegna atriða sem hann telur að uppfylli ekki skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2012, s.s. um bílastæði í bílgeymslu, flóttaleiðir, loftræsingu á stigagangi, rakaskemmdir og ytra form. Úrskurðarnefndin hefur í fyrri málum tekið þá afstöðu til þeirra álitaefna að þau raski ekki gildi umdeilds úttektarvottorðs og þykja ekki rök til þess að breyta þeirri afstöðu.

Í kærumáli nr. 63/2023 komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að nokkrir annmarkar hefðu verið á frágangi fjölbýlishússins að Tangabryggju 13–15 við lokaúttekt þess, en þrátt fyrir það hefði vottorð um úttekt verið gefið út án athugasemda. Benti nefndin á að umræddir annmarkar vörðuðu aðgengi og öryggis- eða hollustukröfur, sbr. 4. og 5. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010, og að slíkir annmarkar leiddu að jafnaði til synjunar úttektar og kröfu um að hún yrði endurtekin með vísan til gr. 5.3. í viðauka II með byggingarreglugerð.

Þeir annmarkar sem um ræddi sneru sem fyrr segir m.a. að þáttum sem varða aðgengi, en í málinu lá fyrir að frá inngangsdyrum fjölbýlishússins að sorpgeymslu, bílgeymslu og bílastæðum var að finna þrep á upphitaðri gönguleið. Taldi nefndin það fyrirkomulag ekki vera í samræmi við gr. 6.2.2. í byggingarreglugerð. Jafnframt lá fyrir að ekki var að finna handrið meðfram gangbraut skábrautar í samræmi við kröfur gr. 6.5.1. í byggingarreglugerð. Í kjölfar úrskurðarins fjarlægði byggingaraðili áðurnefnt þrep og kom fyrir handriði á gangbrautinni og hefur því verið bætt úr greindum annmörkum.

Jafnframt var það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í fyrrgreindu máli að fyrirkomulag loftræsingar í íbúðum fjölbýlishússins, þ.e. hvað varðar útsog frá eldhúsum íbúða og magn fersklofts sem berst til svefnherbergja, væri ekki í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar þar að lútandi. Byggði sú niðurstaða á áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem nefndin aflaði og lagði til grundvallar úrlausn sinni. Fyrir liggur í máli þessu að engar úrbætur hafa verið gerðar af hálfu byggingaraðila hvað það varðar. Aftur á móti gaf byggingarfulltrúi út hið kærða lokaúttektarvottorð með eftirfarandi athugasemd:

Í uppfærðum texta byggingarlýsingar á samþykktum aðaluppdráttum erindis BN061380 kemur fram að loftræsing íbúða skuli vera blanda af náttúrulegri og [vélrænni] loftræsingu. Þann 29. apríl 2016 tók í gildi reglugerð nr. 360/2016 þar sem gerðar eru breytingar á gr. 10.2.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Í gr. 22 í reglugerð nr. 360/2016 um loftræsingu íbúða og tengdra rýma kemur fram að útsog skuli vera úr eldhúsi og að ekki megi draga loft í gegnum önnur rými hússins. Í greinargerð loftræsihönnuðar hússins sem dagsett er 24. júní 2020 kemur fram að útfærsla loftræsingar í eldhúsum uppfylli kröfur gr. 22 og sé útfærslan ekki frábrugðin loftræsingu í öðrum sambærilegum íbúðarhúsum sem hönnuð voru og byggð á svipuðum tíma og standist kröfur byggingarreglugerðar um hollustu.

Bent skal á að í húsinu er ekki um lokuð eldhúsrými að ræða heldur eru eldhúsin opin og ekki sérstaklega afmörkuð í alrýmum. Kolafilter er í viftu yfir eldavél sem tekur matarlykt og fitu og filterað loft í alrými er dregið út um loftútsog á baðherbergi. Ferskloft er dregið inn um opnanleg fög í gluggum og um ferskloftsventla í útveggjum en þeir eru með filter og hljóðgildru.

Sem fyrr greinir er gert ráð fyrir því í 4. mgr. 36. gr. laga um mannvirki að byggingarfulltrúi geti gefið út vottorð með athugasemdum ef mannvirkið er „ekki fullgert við lokaúttekt, ef það uppfyllir ekki að öllu leyti ákvæði laga þessara eða reglugerða sem settar hafa verið samkvæmt þeim eða er ekki að öllu leyti í samræmi við samþykkt hönnunargögn“. Með því er skýrlega gert ráð fyrir að athugasemdir lúti að þeim þáttum sem uppfylla ekki kröfur byggingarreglugerðar eða eru ekki í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Framangreind athugasemd byggingarfulltrúa í hinu kærða lokaúttektarvottorði er þó ekki af þeim toga. Er hún fremur árétting á þeirri afstöðu byggingarfulltrúa, sem úrskurðarnefndin féllst ekki á í máli nr. 63/2023, að fyrirkomulag loftræsingar íbúðanna sé í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, en eðli málsins samkvæmt er ekki þörf á slíkum athugasemdum. Af þeim sökum skal bent á að úrskurður nefndarinnar er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, og hefur honum ekki verið hnekkt. Er hann af þeim sökum bindandi fyrir aðila málsins og byggingarfulltrúa, en ekki liggur fyrir að forsendur að þessu leyti hafi breyst frá uppkvaðningu úrskurðarins. Að teknu tilliti til framangreinds verður að líta svo á að byggingarfulltrúa hafi ekki verið stætt á að gefa út vottorðið með þeirri athugasemd sem gerð hefur verið grein fyrir. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hið kærða lokaúttektarvottorð úr gildi.

Úrskurðarnefndin telur tilefni til að koma þeirri ábendingu á framfæri að þegar lokaúttekt fer fram og fyrir liggur að mannvirki uppfyllir ekki að öllu leyti kröfur byggingarreglugerðar ber byggingarfulltrúa að fylgja fyrirmælum hennar um framkvæmd lokaúttektar, sbr. kafla 3.9. reglugerðarinnar og kafla 5 í II. viðauka. Er honum skylt að skrá athugasemd um frávikið og flokka það með viðeigandi hætti, sbr. gr. 5.3. í II. viðauka. Sé um að ræða athugasemd um frávik í flokki 2 eða 3 er honum óheimilt að gefa út vottorð nema skoðunar­skýrsla hafi borist sem staðfestir að lagfæringar hafi verið gerðar. Sé aftur á móti um að ræða athugasemd um frávik í flokki 1 getur hann gefið út vottorðið með athugasemd. Er þannig gert ráð fyrir að ekki einungis sé frávikið skráð heldur fari jafnframt fram mat um vægi þess og réttaráhrif.

Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. júlí 2024 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13–15.

58/2024 Leiðhamrar

Með

Árið 2024, fimmtudaginn 27. júní, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Borgartúni 21, Reykjavík. Mætt voru Ómar Stefánsson varaformaður, Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 58/2024, beiðni um að úrskurðað verði hvort framkvæmdir á lóðinni Leiðhömrum 54 séu háðar byggingarleyfi.

 Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. maí 2024, er barst nefndinni sama dag, fór umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fram á það við úrskurðarnefndina með vísan til 4. mgr. 9. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki að skorið yrði úr um hvort tilteknar framkvæmdir á lóðinni Leiðhömrum 54 væru háðar byggingarleyfi.

Málsatvik og rök: Hinn 11. apríl 2024 barst byggingarfulltrúanum í Reykjavík ábending um að framkvæmdir væru hafnar á lóðinni Leiðhömrum 54 án tilskilins leyfis. Hinn 15. s.m. sendi embættið bréf til lóðarhafa þar sem fram kom að hafnar væru framkvæmdir við byggingu skúrs á lóðarmörkum án leyfis lóðarhafa aðliggjandi lóðar, sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með bréfinu var tilkynnt um að allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir væru stöðvaðar með vísan til 55. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og gr. 2.9.1. í byggingarreglugerð. Yrði þeim tilmælum ekki sinnt myndi byggingarfulltrúi taka ákvörðun um framhald málsins sem gæti falist í aðstoð lögreglu, sbr. 4. mgr. 55. gr. laganna. Lóðarhafi kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en á meðan meðferð kærumálsins stóð yfir barst nefndinni beiðni frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar um að skorið yrði úr um hvort umræddar framkvæmdir væru háðar byggingarleyfi. Með úr­skurði í máli nr. 56/2024, uppkveðnum 31. maí 2024, vísaði úrskurðarnefndin kærumálinu frá á þeim grundvelli að stöðvun framkvæmda væri bráðabirgðaákvörðun sem ekki væri kæranleg til nefndarinnar, sbr. 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Reykjavíkurborg vísar til þess að embætti byggingarfulltrúa hafi borist ábending um að verið væri að byggja skúr á lóðamörkum án fyrirliggjandi byggingarleyfis. Farið hafi verið á vettvang og myndir teknar sem sýni ýmis skýli ásamt svokallaðri pergólu yfir heitum potti. Vafi hafi leikið á því hvort framkvæmdir væru háðar byggingarleyfi og hafi því sú ákvörðun verið tekin að leita til úrskurðarnefndarinnar til að fá úr því skorið.

Lóðarhafi Leiðhamra 54 bendir á að grindverk á lóðinni hafi þegar verið samþykkt, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 98/2022. Þær framkvæmdir sem hér um ræði feli m.a. í sér skýli fyrir hjól án hurðar. Einnig sé um að ræða ruslatunnuskýli sem á verði hurð. Í bakgarðinum sé pergóla sem nái yfir pottinn og að grindverki. Á bakvið skjólvegg við heita pottinn sé inngangur að sturtu, en ekki sé ætlunin að loka því rými. Vinstra megin við heita pottinn sé einnig lítið skot sem hugsað sé fyrir rólu. Þá sé skýli fyrir grill í bakgarðinum, það sé heldur ekki fyrirhugað að loka því. Enginn hluti framkvæmdanna muni ná upp fyrir grindverk lóðarinnar. Framkvæmdirnar séu óverulegar og minniháttar og undanþegnar byggingarheimild og -leyfi, sbr. gr. 2.3.4. eða d- og e-lið gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð. Þær hvorki skerði hagsmuni nágranna, t.d. hvað varði útsýni, skuggavarp eða innsýn, né hafi áhrif á götumynd, sbr. gr. 2.3.4. í byggingarreglugerð. Sé því ekki þörf á samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

Niðurstaða: Í máli þessu er tekin fyrir sú beiðni umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að úrskurðarnefndin skeri úr um hvort tilteknar framkvæmdir á lóðinni Leiðhömrum 54 séu háðar byggingarleyfi. Er beiðnin lögð fram með vísan til 4. mgr. 9. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki sem kveður á um að ef vafi leikur á því hvort mannvirki sé háð byggingarleyfi skuli leita niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Í 9. gr. laga nr. 160/2010 er fjallað um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir. Þar segir í 1. mgr. að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi leyfisveitanda. Þá segir að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að minni háttar mannvirkjagerð eða smávægilegar breytingar á mannvirkjum, sbr. flokkun mannvirkja skv. 1. mgr. 17. gr., skuli undanþiggja byggingarleyfi, að slíkar framkvæmdir séu einungis tilkynningarskyldar eða að gera skuli vægari kröfur um fylgigögn eða umsóknarferli.

Í samræmi við framangreint er í 1. mgr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 talin upp þau minni háttar mannvirki og framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarheimild og -leyfi, auk þess sem sú krafa er gerð að þær séu í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðarinnar sem við eiga hverju sinni. Þar er meðal annars upptalið pallagerð og annar frágangur á eða við jarðvegsyfirborð, sbr. d-lið, skjólveggir og girðingar sem eru allt að 1,8 m að hæð og ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m, sbr. e-lið, og smáhýsi sem er að hámarki 15 m2 og mesta hæð þaks 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs, sbr. f-lið. Í síðastnefndum lið segir jafnframt að sé smáhýsið minna en 3,0 m frá aðliggjandi lóð þurfi samþykki eigenda þeirrar lóðar. Slík smáhýsi séu ekki ætluð til gistingar eða búsetu. Orðið smáhýsi er síðan skilgreint í 81. tölul. gr. 1.2.1. sömu reglugerðar sem „[skýli] sem almennt er ætlað til geymslu garðáhalda o.þ.h. og er ekki ætlað til íveru. Smáhýsi er ekki upphitað. Hámarksstærð þess er 15 m2.“ Auk þess er í gr. 2.3.6. að finna upptalningu á þeirri mannvirkjagerð sem undanþegin er byggingarheimild og -leyfi en er háð tilkynningu til leyfisveitanda. Segir í 1. mgr. að framkvæmdin skuli ekki vera í ósamræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðarinnar eins og við eigi hverju sinni, en í d-lið er svo tilgreint að heitir og kaldir pottar eða laugar í görðum við íbúðarhús og frístundahús teljist til tilkynningarskyldrar mannvirkjagerðar.

Af fyrirliggjandi myndum og verklýsingu frá lóðarhafa Leiðhamra 54 verður ráðið að sú mannvirkjagerð sem hér um ræði feli í sér ýmsar framkvæmdir sem sambyggðar eru skjólvegg á mörkum lóðarinnar. Nánar tiltekið er um að ræða yfirbyggingu potts með pergólu auk nokkurra misstórra skýla fyrir reiðhjól, sorptunnur, sturtu og grill. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag Hamrahverfis frá árinu 1985, en ekki verður séð að ákvæði þess standi í vegi fyrir hinum umræddu framkvæmdum, sbr. gr. 5.3.2.11. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Ljóst er að pottur fellur undir d-lið 1. mgr. gr. 2.3.6. byggingarreglugerðar og er því tilkynningarskyld mannvirkjagerð. Hvað aðrar framkvæmdir varðar er ekki hægt að líta svo á að þær geti fallið undir fyrrgreinda d- eða e-liði 1. mgr. gr. 2.3.5. reglugerðarinnar, enda hvorki um að ræða gerð palls eða annan frágang á eða við jarðvegsyfirborð né gerð skjólveggjar eða girðingar. Aftur á móti verður með hliðsjón af áðurgreindri skilgreiningu byggingarreglugerðar á orðinu smáhýsi að fella framkvæmdirnar undir f-lið sama ákvæðis, en ljóst þykir af framlögðum myndum að flatarmál hvers smáhýsis fer ekki yfir viðmið ákvæðisins um 15 m2. Eru þau því undanþegin byggingarheimild og -leyfi en háð samþykki eiganda aðliggjandi lóðar ef smáhýsin eru innan við 3,0 m frá lóðamörkum.

Að framangreindu virtu er það álit úrskurðarnefndarinnar að umdeild mannvirkjagerð á lóðinni Leiðhömrum 54 sé ekki byggingarleyfisskyld skv. 9. gr. laga nr. 160/2010.

Úrskurðarorð:

Umdeild mannvirkjagerð á lóðinni Leiðhömrum 54 er ekki háð byggingarleyfi samkvæmt 9. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki.

63/2023 Tangabryggja

Með

Árið 2023, föstudaginn 22. desember, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Borgartúni 21, Reykjavík. Mættir voru Ómar Stefánsson varaformaður og Þorsteinn Þorsteinsson byggingarverkfræðingur. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Fyrir var tekið mál nr. 63/2023, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. apríl 2023 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13–15 í Reykjavík.

 Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. maí 2023, er barst nefndinni 17. s.m., kærir húsfélag Tangabryggju 13–15 þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. apríl 2023 að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13–15. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Jafnframt er þess krafist að byggingarfulltrúa verði gert að endurtaka lokaúttekt samkvæmt skoðunarlista, sbr. gr. 3.5.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, eftir að verktaki ljúki við bygginguna að fullu.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Reykjavíkurborg 28. og 29. júní 2023.

Málavextir: Árið 2016 var sótt um byggingarleyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishús með 63 íbúðum á lóðinni nr. 18–24 við Tangabryggju sem síðar var breytt í Tangabryggju 13–15. Byggingarfulltrúi gaf út vottorð um lokaúttekt 21. júní 2019, en sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með úrskurði uppkveðnum 28. maí 2020 í máli nr. 54/2019 var ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi með vísan til þess að þáttum sem vörðuðu aðgengi skyldi ávallt vera lokið við gerð lokaúttektar, sbr. 4. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, en að mati nefndarinnar voru tiltekin skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 um bílastæði hreyfihamlaðra ekki uppfyllt.

Hinn 21. október 2020 gaf byggingarfulltrúi út nýtt vottorð um lokaúttekt og kærði kærandi þá ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar með kröfu um ógildingu hennar. Var þeirri kröfu hafnað með úrskurði í máli nr. 134/2020, uppkveðnum 6. maí 2021, en að virtri kvörtun kæranda til umboðsmanns Alþingis og fyrirspurnum umboðsmanns til nefndarinnar vegna kvörtunarinnar ákvað úrskurðarnefndin að endurupptaka málið að eigin frumkvæði. Í kjölfarið óskaði nefndin eftir áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna tiltekinna atriða. Úrskurður var kveðinn upp að nýju 4. maí 2022 þar sem úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að við útgáfu lokaúttektarvottorðs hefði fyrirkomulag loftræsingar mannvirkisins ekki uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar, en þar að auki komst meirihluti nefndarinnar að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag bílastæða fyrir hreyfihamlaða hefði heldur ekki uppfyllt skilyrði byggingar­reglugerðar. Voru þeir annmarkar taldir leiða til ógildingar ákvörðunar byggingarfulltrúa.

Í kjölfar úrskurðarins lagði byggingaraðili fram byggingarleyfisumsókn með nýjum aðal­uppdráttum og óskaði eftir því að byggingarlýsingu um loftræsingu og skilyrðum um snjóbræðslu fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða yrði breytt. Hinn 21. mars 2023 samþykkti byggingarfulltrúi umsóknina. Lokaúttekt fór fram að nýju 21. apríl s.á. og var hún staðfest með útgáfu vottorðs 25. s.m.

 Málsrök kæranda: Kærandi bendir á að takmarkaðar úrbætur hafi verið gerðar eftir að tvö vottorð um lokaúttekt Tangabryggju 13–15 hafi verið felld úr gildi og uppfylli fjölbýlishúsið enn ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

 Í húsinu sé með ýmsum hætti ekki uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar um aðgengi fyrir alla. Fjögur bílastæði fyrir hreyfihamlaða, sem staðsett séu í bílgeymslu, séu þinglýst eign fjögurra íbúða. Aðgengi frá þeim stæðum að íbúðum sé um fimm eldvarnardyr sem ekki hafi sjálfvirkan opnunarbúnað og því ekki á færi einstaklinga í hjólastól að fara þar um, sbr. gr. 6.4.2. í byggingarreglugerð. Skábraut að bílgeymslu sé brattari en 1:20 eins og gerð sé krafa um í 1. mgr. gr. 6.4.11, en samkvæmt ákvæðinu skuli skábrautir að jafnaði ekki vera brattari en 1:20 . Aðeins einu stæði fyrir hreyfihamlaða hafi verið bætt við á lóð fjölbýlishússins eftir fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Eigendur þriggja íbúða í fjölbýlishúsinu séu handhafar bílastæðamerkis fyrir hreyfihamlaða, en enginn þeirra eigi eitt af þeim fjórum bílastæðum fyrir hreyfihamlaða sem eru í bílgeymslu. Þeir þurfi því að deila þessu eina stæði á lóð fjölbýlishússins, en skv. töflu 6.01. í gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð eigi fjölbýlishúsið að hafa að lágmarki fjögur stæði fyrir hreyfihamlaða íbúa og gesti.

Flóttaleiðir í kjallara séu ekki færar hreyfihömluðum og uppfylli ekki skilyrði gr. 9.5.3. og 9.5.4. í byggingarreglugerð. Flótti hreyfihamlaðra úr bílgeymslu sé ómögulegur samkvæmt merktum flóttaleiðum. Snúningsrými sé ekki til staðar fyrir framan hurð í bílgeymslu þannig að einstaklingur í hjólastól hafi ekki tök á að fara út um þær dyr. Í vagna- og hjólageymslu Tangabryggju 15 séu aðeins tvö björgunarop sem þurfi að fara upp neyðarstiga til að komast út um. Ekki séu merktar flóttaleiðir úr hjólageymslunni í annað brunahólf.

Handlista skorti á óupphitaðri og óupplýstri gönguleið að bílastæðum utanhúss sem og á gönguleið á skábraut sem liggi að bílageymslu, en skv. gr. 6.5.1. í byggingarreglugerð skuli handrið vera á öllum svölum bygginga, stigum, tröppum, pöllum, skábrautum og annars staðar þar sem hætta sé á falli. Byggingaraðili hafi ekki talið þörf á handriði á skábrautinni þar sem fallhætta sé ekki til staðar, en skábrautin sé samt sem áður brött eða 15° samkvæmt hönnunargögnum. Þá sé aðgengi fyrir blinda og sjónskerta ekki í samræmi við fyrirmæli gr. 6.2.2. í byggingarreglugerð. Fyrir framan hús sé óupphituð gönguleið frá inngöngum að ruslageymslu, en á þeirri leið sé ómerkt þrep. Gönguleið frá ruslageymslu að bílastæðum utanhúss annars vegar og að merktri gönguleið niður skábraut að bílageymslu hins vegar þveri akstursleið að og frá bílgeymslu. Þar ætti því að merkja sérstaklega með áherslumerkingu, enda ekki sjálfgefið að ökumaður og gangandi vegfarendur verði varir við hvorn annan þar sem skábraut sé við enda ruslageymslu. Blindir og sjónskertir séu því í sérstakri hættu.

Útsog úr eldhúsum íbúða og af gangi sé ekki til staðar. Þar af leiðandi séu ekki eðlileg loftskipti á þessum stöðum, sbr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Á uppdráttum komi fram að öll gluggalaus eða lokuð rými verði loftræst. Matarlykt leiði nú um íbúðir og fram á ganga. Loftræsing á baðherbergjum og þvottahúsum virðist ekki fullnægjandi. Óformlegar mælingar fagaðila sýni mun minni loftskipti en reglugerð kveði á um, en skv. gr. 10.2.5. ættu loftskipti á baðherbergi að vera að lágmarki 15 l/s og 20 l/s í þvottahúsi. Vísað sé til álits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og minnisblaðs verkfræðistofunnar Mannvits í enduruppteknu máli nr. 134/2020, en auk þess sé óskað eftir því að óháður aðili verði fenginn til að meta gæði þeirrar loftræsingar sem sé til staðar á baðherbergjum og þvottahúsum.

Sorpgeymsla sé án læstra dyra, en í hönnunargögnum sé gert ráð fyrir hurð. Gólf í sorp­geymslunni sé ómeðhöndlað sem torveldi þrif, en skv. gr. 6.12.7. í byggingarreglugerð skuli sorpgeymslur þannig frágengnar að auðvelt sé að þrífa þær. Þá vanti loftræsingu í sorpgeymslu svo hægt sé að læsa henni, sbr. gr. 6.12.7.

Bílgeymsla sé án einangrunar sem kalli á leka og myglu. Útbreiddur leki sé á öllum veggjum í bílgeymslu og í kverkum við holplötur. Borið hafi á myglu í innsta þriðjungi lofts og molnað hafi úr holplötum í lofti á nokkrum stöðum. Sprungur og skemmdir séu taldar vera vegna frostskemmda. Byggingaraðili hafi tvívegis þrifið upp myglu úr lofti, en þrátt fyrir það sé loft enn myglað. Varðandi þetta atriði sé vísað til gr. 8.1.1., 8.2.1., 6.3.2. og 6.11.5. í byggingarreglugerð

Viðvarandi músagangur hafi verið á svölum íbúða frá því að fyrstu íbúar hafi flutt inn árið 2019 og hafi byggingaraðila ekki enn tekist að binda enda á hann, en skv. gr. 10.1.1. og 10.7.1. í byggingarreglugerð eigi byggingar að vera þannig frágengnar að meindýr eigi ekki að komast inn í bygginguna, einstaka hluta hennar eða undir klæðningu. Samkvæmt gr. 6.3.1. og 6.3.2. eigi ytra byrði bygginga að standast það álag umhverfisþátta sem búast megi við. Útidyr beggja stigaganga standist samt ekki veðurálag og við úrkomu leki mikið inn. Byggingaraðili hafi sett niðurfall í anddyri Tangabryggju 13 til að takmarka tjón, en hafi ekki bætt úr hönnunargalla. Rafmagnstöflur séu ólæstar í sameiginlegu rými, sem á aðaluppdrætti sé skilgreint sem vagna- og hjólageymsla/tæknirými. Þar sé óhindrað aðgengi fyrir börn og fullorðna sem geti valdið slysum og tjóni fyrir íbúa hússins og brjóti því í bága við gr. 6.12.1. í byggingarreglugerð. Bílastæði á lóð fjölbýlishússins séu óupplýst ásamt hluta gangstígs, en það sé í andstöðu við gr. 6.2.2. og skapi hættu fyrir íbúa sem eigi þar leið um í skammdeginu. Byggingarfulltrúi hafi svarað athugum þar að lútandi á þá leið að hann telji lýsingu fullnægjandi og að lýsing sé í samræmi við hönnunargögn/lóðarblað, en meta eigi þau atriði eftir byggingarreglugerð.

Hefði skoðunarhandbók og skoðunarlistum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verið fylgt við lokaúttekt hefði komið til úrbóta varðandi fyrrnefnd efnisatriði. Ekki sé hægt að gefa út lokaúttektarvottorð þegar þáttum varðandi aðgengi, hollustuhætti og öryggismál séu ekki uppfyllt. Þá hafi byggingarfulltrúi virt að vettugi úrskurð úrskurðarnefndarinnar með því að krefja byggingaraðila ekki um úrbætur.

Gerð sé athugasemd við að byggingarfulltrúi taki skýrslu byggingaraðila um átaksmælingar hurða í kjallara gilda. Óskað sé eftir því að álit Öryrkjabandalags Íslands, sem lagt hafi verið fram í enduruppteknu máli nr. 134/2020, verði haft til hliðsjónar og óháður aðili fenginn til að átaksmæla dyrnar. Mælingar kæranda á hurðum í kjallara séu ekki í samræmi við mælingar sem tilgreindar séu í skoðunarskýrslu. Til að uppfylla 6. gr. reglugerðar nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit þurfi brunahurðir að hafa nægjanlegan þunga til að tryggja að hurð læsist og þétti þegar hún falli að. Eðlilega sé erfitt að uppfylla bæði skilyrði um að hurð sé nægjanlega létt fyrir alla að opna en jafnframt nægilega þung til að læsast. Einnig sé bent á álit Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem fram hafi komið að aðalaumferðarleið væri „allar leiðir í sameign, frá bílastæði, inn/út um aðalinngang, inn á og eftir gangi, að íbúðum, að geymslum, m.a. bílageymslum, og inn/út um aðra innganga.“

Málsrök Reykjavíkurborgar: Borgaryfirvöld vísa til þess að meðferð málsins hafi að öllu leyti verið í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012, laga nr. 160/2010 um mannvirki og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í kjölfar úrskurðar nefndarinnar í enduruppteknu máli nr. 134/2020 hafi byggingaraðili sótt um og fengið samþykkt byggingarleyfi vegna lagfæringa á þeim atriðum sem hafi leitt til ógildingar fyrra lokaúttektarvottorðs. Samþykkt hafi verið skilyrði um snjóbræðslu framan við húsið og í bílastæði fyrir hreyfihamlaða auk þess sem uppfærður hafi verið texti varðandi loftræsingu. Með þeirri breytingu teljist skilyrði byggingarreglugerðar um bílastæði fyrir hreyfihamlaða vera uppfyllt, en sú túlkun úrskurðarnefndarinnar að ekki megi setja bílastæði fyrir hreyfihamlaða í bílgeymslu sé ekki í samræmi við byggingarreglugerð. Til að gangast við kröfum úrskurðarnefndarinnar hafi byggingaraðili sótt um að setja bílastæði fyrir hreyfihamlaða í borgarlandi, en fengið synjun frá skrifstofu samgöngustjóra þar sem ekki hafi verið pláss í götunni til að fjölga bílastæðum fyrir hreyfihamlaða.

Ekki sé fallist á túlkun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á ákvæðum byggingarreglugerðar varðandi loftræsingu fyrir íbúðarhús sem fram komi í áliti stofnunarinnar í tengslum við endurupptekið kærumál nr. 134/2020. Því til stuðnings sé vitnað í minnisblað verkfræði­stofunnar Teknik, dags. 6. desember 2021. Til stuðnings þeirri afstöðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að útsog frá eldhúsum megi ekki berast í önnur rými sé vísað til gr. 10.2.3. í byggingarreglugerð um að nota skuli staðbundið útsog þar sem mengandi vinnsla fari fram. Bent sé á að eldhús í íbúðarhúsum flokkist ekki sem mengandi starfsemi innan bygginga heldur eigi greinin við um atvinnustarfsemi eins og tilvitnun í reglugerð Vinnueftirlits ríkisins beri með sér. Skýrt sé skv. gr. 10.2.5. að beita megi náttúrulegri loftræsingu til að skapa útsog úr rými. Í viðmiðunarreglum fyrir þá grein sé tilgreint hvaða loftskipti skulu vera möguleg að lágmarki, óháð gerð loftræsingar, en ekki sé gerð krafa um að þau loftskipti séu ávallt til staðar. Hvað varði þá afstöðu stofnunarinnar að opnanlegt gluggafag uppfylli ekki kröfur til útsogs náttúrulegrar loftræsingar, sbr. gr. 14.9.1. í byggingarreglugerð, þá tilgreini ákvæðið ekki meginreglur heldur almennar kröfur. Því sé ákvæði hennar ekki ófrávíkjanlegt sé sýnt fram á það að kröfur séu uppfylltar með öðrum hætti en segi í reglugerðinni.

Samkvæmt gr. 10.2.3. í byggingarreglugerð megi blanda útsogslofti við ferskloft ef tryggt sé að það mengi ekki ferskloft þess rýmis sem loftræst sé. Túlka megi greinina á þann veg að ef útsog frá eldhúsum sé hreinsað á fullnægjandi hátt þá megi blanda því aftur við ferskt loft í rýminu. Slíkri hreinsun sé t.d. hægt að ná fram með útsogsháfum staðsettum ofan við eldavélar útbúnum með kolasíum til lofthreinsunar. Bent sé á ákveðna mótsögn í byggingarreglugerð þegar komi að loftræsingu íbúða í fjölbýlishúsum. Ef fylgt sé viðmiðmunarkröfum um útsog í gr. 10.2.5. fyrir ákveðnar útfærslur af íbúðum geti skapast mun hærri loftskipti en viðmið í reglugerð og leiðbeinandi stöðum tilgreini og mæli með. Upphitunarkerfi þurfi að hita ferskt útiloft sem dregið sé inn í íbúðina á móti útsogi úr rýmum. Horfa þurfi heildstætt á byggingarreglugerð en ekki sértæka kafla, viðmunarreglur og greinar um loftræsingu, svo sem um innivist og orkunotkun. Út frá framangreindri umfjöllun hafi texti í byggingarlýsingu varðandi loftræsingu verið uppfærður og samþykktur af byggingarfulltrúa.

Við lokaúttekt hafi sérstaklega verið skoðað hvort frágangur eldvarnarhurða í aðalumferðarleið frá bílgeymslu að lyftum í kjallara uppfylli skilyrði laga um mannvirki og byggingar­reglugerðar og hafi svo verið. Umfjöllun þar um sé að finna í niðurstöðu vottorðs lokaúttektar. Að lokum sé bent á að úrskurðarnefndin hafi áður tekið afstöðu til annarra atriða í kærumálum nr. 54/2019 og 134/2020 og verði ekki fjallað efnislega um þau atriði.

 Málsrök byggingaraðila: Af hálfu byggingaraðila er bent á að mannvirkið uppfylli allar viðeigandi kröfur laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Byggt hafi verið í samræmi við hönnunargögn líkt og útgáfa lokaúttektarvottorðs staðfesti, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010. Auk framangreinds lúti stór hluta athugasemda kæranda, s.s. varðandi sorpgeymslur, tæknirými, lýsingar á bílastæðum, músagang o.fl., að atriðum sem myndu teljast minniháttar frávik. Hefðu þau í mesta lagi geta orðið til þess að byggingarfulltrúi hefði gefið út vottorð með athugasemdum skv. 4. mgr. 36. gr. mannvirkjalaga og 2. mgr. gr. 3.9.4. í byggingarreglugerð.

Byggingaraðili taki undir túlkun úrskurðarnefndarinnar í enduruppteknu máli nr. 134/2020 á b-lið 5. mgr. gr. 6.4.2. í byggingarreglugerð, þ.e. að ekki sé gerð krafa um að inngangs- og útidyr í aðalumferðarleiðum séu með sjálfvirkum opnunarbúnaði heldur einungis að vel sé hægt að koma slíkum búnaði fyrir. Sama eigi við hvað varði skábraut fyrir hjólastóla. Í úrskurðinum hafi nefndin vísað til samþykktra teikninga þar sem sjá megi að skábraut í bílgeymslu að inngangsdyrum sé styttri en 3 m og að halli sé 8,3% sem sé í samræmi við viðmiðunarreglu 2. mgr. gr. 6.4.11. í byggingarreglugerð. Að því marki sem röksemdir kæranda taki hugsanlega til gangstígs að inngangsdyrum bílageymslu utanhúss sé á það bent að sá gangstígur hafi hvorki verið hannaður né byggður sem skábraut fyrir hjólastóla. Þá hafi úrskurðarnefndin tekið afstöðu til röksemda kæranda um sorpgeymslur, tæknirými og lýsingar og merkingar á gönguleiðum.

Í kjölfar úrskurðar nefndarinnar í enduruppteknu máli nr. 134/2020 hafi byggingaraðili komið fyrir snjóbræðslu í bílastæðið fyrir hreyfihamlaða og sé það atriði því núna í samræmi við þann úrskurð. Í sama úrskurði hafi nefndin gert athugasemd við að byggingarfulltrúi hefði ekki, á grundvelli rannsóknarskyldu sinnar, tekið sjálfur til nánari skoðunar hvort að breytingar byggingaraðila „hefðu leitt til þess að umræddar hurðir uppfylltu þar með ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt byggingarreglugerð til slíkra hurða vegna brunavarna.“ Byggingaraðili hafi framkvæmt mælingar bæði fyrir og við úttekt mannvirkisins en mælingar við úttekt hafi farið fram í viðurvist byggingarfulltrúa. Í kjölfar úttektarinnar hafi byggingaraðili sent uppfærða skýrslu um átaksmælingar til byggingarfulltrúa. Dyr séu því í samræmi við gr. 6.4.3. og hafi byggingarfulltrúi sinnt rannsóknarskyldu sinni.

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í enduruppteknu máli nr. 134/2020 um að skilyrði 9. mgr. gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð hafi ekki verið uppfyllt feli það í sér að koma þurfi fyrir þremur sérmerktum bílastæðum fyrir hreyfihamlaða til viðbótar þeim sem fyrir séu. Í kjölfar úrskurðarins hafi byggingaraðili kannað hvort mögulegt væri að koma fyrir bílastæðum fyrir hreyfihamlaða í borgarlandi. Svör borgarinnar hafi verið á þá leið að ekkert svigrúm væri í borgarlandi og þyrfti þetta því að vera í höndum lóðarhafa. Byggingaraðili bendi á að hann sé ekki lóðarhafi og hafi engar heimildir yfir bílastæðum á lóð eða í bílageymslu. Þau stæði sem séu á lóð Tangabryggju 13–15 séu of langt frá aðalinngöngum mannvirkjanna til að þau geti uppfyllt skilyrði um stæði fyrir hreyfihamlaða, sbr. 1. mgr. gr. 6.2.4. Byggingaraðili standi því frammi fyrir ómöguleika upp á sitt eindæmi til að bregðast við úrskurði nefndarinnar varðandi stæði fyrir hreyfihamlaða. Í ljósi þess sé tilefni fyrir úrskurðarnefndina að endurskoða afstöðu sína í málinu að því er varði réttaráhrif umrædds annmarka. Í því samhengi skipti máli að ákvæði mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar um lokaúttektir séu reist á því að hægt sé að bregðast við athugasemdum sem fram komi við lokaúttekt, sbr. m.a. gr. 3.9.3. í byggingar­reglugerð. Hvorki eftirlitsaðilar né úrskurðarnefndin í málum nr. 54/2019 og 134/2020 hafi túlkað gr. 6.2.4. með þeim hætti sem hafi verið gerð í enduruppteknu máli nr. 134/2020, en þar að auki hafi nefndin klofnað í afstöðu sinni. Byggingaraðili telji rétt að nefndin taki sjálfstætt til skoðunar hvaða leiðir séu færar til að koma fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni. Ef niðurstaðan sé sú að ekkert sé hægt að gera sé óhjákvæmilegt að ákvörðun byggingarfulltrúa haldi gildi sínu.

Í úrskurði nefndarinnar í enduruppteknu máli nr. 134/2020 hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag loftræsingar í eldhúsum íbúða Tangabryggju 13–15 sé í andstöðu við 1. tölulið. 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Í kjölfar úrskurðarins hafi verið sótt um leyfi til að breyta aðaluppdráttum og skýra betur loftræsingu og forsendur loftræsihönnunar. Í samþykktum aðaluppdráttum komi nú fram að eldhús séu loftræst með opnanlegum gluggafögum og ferskloftsventlum í útveggjum og sé því útsog úr eldhúsum íbúða ekki dregið í gegnum önnur rými. Það geti þó verið óhjákvæmilegt að ferskloft úr alrými/eldhúsi dragist að útsogsbúnaði baðherbergis/þvottaherbergis, en það þýði ekki að útsog sé dregið í gegnum önnur rými. Loftræsing eldhús fjölbýlishússins að Tangabryggju 13–15 sé í fullu samræmi við viðeigandi ákvæði byggingarreglugerðar, líkt og staðfest hafi verið í fyrirliggjandi minnisblaði verkfræðistofunnar Teknik og greinargerð loftræsihönnuðar. Þá sé bent á að bað- og þvottaherbergi séu loftræst með vélrænu útsogi sem uppfylli viðmiðunarreglur gr. 10.2.5. en ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þetta atriði í úrskurði nefndarinnar.

Í úrskurði nefndarinnar í enduruppteknu máli nr. 134/2020 hafi nefndin lagt til grundvallar að skilyrði 3. töluliður 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð um ferskloft í svefnherbergi sé ekki uppfyllt. Var alfarið byggt á fyrirliggjandi áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem byggði á minnisblaði verkfræðistofunnar Mannvits. Í því minnisblaði hafi verið tekið fram að til að hægt væri að uppfylla kröfur ákvæðisins þyrfti „að lágmarki einn ferskloftsventil í hvert svefnherbergi til viðbótar við ferskloftsventilinn í alrýminu.“ Sá sem hafi ritað það minnisblað hafi staðfest við byggingaraðila að álit hans væri rangt. Í tölvubréfi hafi hann m.a. sagt að hann túlki ákvæðið á þá leið að 7 l/s á einstakling „sé þá í raun bara stærðun á opnanlega glugganum, þ.e. hversu mikið loftmagn hann getur flutt.“ Að mati byggingaraðila sé einsýnt að opnanlegt gluggafag í svefnherberginu sé fullnægjandi til þess að tryggja loftræsingu skv. 3. mgr. gr. 10.2.5. og að stærðin sé nægjanleg til að afkasta 7 l/s á hvern einstakling í herberginu.

Fyrirkomulag flóttaleiða í bílgeymslu Tangabryggju 13–15 sé að öllu leyti í samræmi við kröfur kafla 9.5. í byggingarreglugerð, líkt og ráða megi af samþykktum aðaluppdráttum. Við ákvörðun flóttaleiðanna hafi verið tekið tillit til algildrar hönnunar. Báðar flóttaleiðirnar frá bílageymslu leiði til öruggs staðar undir beru lofti á jörðu niðri í samræmi við 1. mgr. gr. 9.5.3. Ekki verði séð að hreyfihamlaðir myndu eiga í erfiðleikum með að loka hurðum vegna skorts á snúningsrými. Þá skuli á það bent að úr bílageymslu liggi önnur leið upp skrábraut inn í brunastúku. Brunahönnuður mannvirkisins hafi útfært allar flóttaleiðir og undirritað auk þess aðaluppdrætti. Þá hafi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. samþykkt brunahönnunina og aðaluppdrætti.

Hvað varði meintan skort á handlistum á gönguleiðum utanhúss sé bent á að af orðalagi gr. 6.5.1. í byggingarreglugerð megi ráða að tilvist fallhættu sé ráðandi um það hvort setja skuli upp handrið. Að mati byggingaraðila sé engin fallhætta á gönguleið utanhúss frá anddyri að bílastæðum og verði vart séð hvar skuli koma handriðum fyrir á þeirri leið. Þá hafi byggingaraðila tekið sérstaklega til skoðunar hvort fallhætta væri fyrir hendi á gangstíg að inngangsdyrum bílageymslu utanhúss, en hafi ekki talið svo vera.

Allar merkingar fyrir blinda og sjónskerta séu í samræmi við kröfur í gr. 6.2.2. í byggingar­reglugerð. Í 4. mgr. greinarinnar segi að „huga skuli“ að merkingu fyrir blinda og sjónskerta við afmörkun gönguleiða, t.d. með litbrigðum og/eða með breytingu á gerð yfirborðsefnis, og fullnægjandi frágangi vegna umferðar hjólastóla. Byggingaraðili bendi á að yfirborðsefni fyrir framan aðalinngang sé ekki hið sama og á gönguleið að ruslageymslu. Þá sé einnig annað yfirborðsefni fyrir framan inngang að ruslageymslu. Jafnframt séu gulmerkingar á köntum milli umferðargötu og gönguleiðar. Ekki verði því annað séð en að hugað hafi verið að merkingum fyrir blinda og sjónskerta í samræmi við framangreint. Engin þrep séu á gönguleiðum að inngöngum fjölbýlishússins. Þá sé gönguleið frá inngöngum að ruslageymslu upphituð þannig að aðgengi sé gott fyrir alla þá sem eigi leið um. Hvað varði það sjónarmið kæranda að gönguleið þveri akstursleið til og frá bílageymslu þá sé bent á að umrædd gönguleið sé sérstaklega merkt með hvítum merkingum og annað yfirborðsefni sé rétt áður en gengið sé út á akstursleiðina.

Það sé rangt hjá kæranda að bílgeymslan sé óeinangruð, en um þetta megi m.a. vísa til samþykktra aðaluppdrátta þar sem fram komi að ofan á þakplötu bílgeymslunnar sé lagður „tjörupappi/vatnseinangrandi lag“. Kærandi hafi vakið sérstaka athygli á þeim annmörkum sem hann hafi talið vera fyrir hendi að þessu leyti í aðdraganda lokaúttektarinnar, en byggingar­fulltrúi hafi ekki gert athugasemdir þar um við lokaúttekt. Ekkert liggi fyrir sem hnekki því mati byggingarfulltrúa. Engan veginn verði séð að ætluð vandamál í bílgeymslu séu á ábyrgð byggingaraðila. Þar að auki falli það hvorki undir hlutverk byggingarfulltrúa né úrskurðar­nefndarinnar að taka afstöðu til slíks álitamáls, enda um að ræða hugsanlegan einkaréttarlegan ágreining sem kalli á sönnunarfærslu. Að því er varði múrbrot það sem kærandi minnist á verði ekki annað ráðið en að það hafi verið einangrað tilvik þar sem brotnað hefði úr kanti á forsteyptri einingu í loftinu. Að lokum sé bent á að það sé að sjálfsögðu á ábyrgð kæranda að sinna viðhaldi á mannvirkinu, en lokið hafi verið við byggingu þess á árinu 2019.

Varðandi ætlaðan músagang þá sé mannvirkið að öllu leyti í samræmi við gr. 10.1.1., 10.5.5. og 10.7.1. í byggingarreglugerð. Byggingaraðili hafi reynt að bregðast við ábendingum kæranda þessu tengdu og lokað öllum mögulegum stöðum þar sem mýs gætu komist inn. Í kjölfar nýrra ábendinga frá kæranda hafi byggingaraðili farið aftur yfir alla neðri brún klæðningar og lokað öllum mögulegum leiðum með músaneti. Starfsmaður byggingaraðila hafi bent kæranda á að mýs gætu komist inn í byggingar með ýmsum leiðum sem væru byggingaraðila óviðkomandi. Fyrir lokaúttekt hafi kærandi vakið athygli á þessum annmörkum, en byggingarfulltrúi hafi ekki gert athugasemdir við úttekt. Ekkert liggi fyrir í málinu sem hnekki því mati byggingarfulltrúa.

Í kæru málsins sé rakið að útidyr beggja stigaganga standist ekki veðurálag og séu í ósamræmi við gr. 6.3.1. og 6.3.2. í byggingarreglugerð. Í þeim ákvæðum sé hvergi talað um eiginleika útidyrahurða. Það sé gert í gr. 6.2.4. án þess að gerðar séu sérstakar kröfur varðandi veðurálag. Ekkert bendi þó til þess að umræddar hurðir séu í ósamræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Kærandi hafi komið að athugasemdum um þetta atriði á framfæri við byggingarfulltrúa en við lokaúttekt hafi hann ekki gert athugasemdir að þessu leyti. Liggi ekkert fyrir sem hnekki því mati. Benda megi á að kæranda og byggingaraðila beri engan veginn saman um ætlaðan annmarka. Byggingaraðili hafi bent kæranda á að það væri á ábyrgð kæranda sem húsfélags að sinna eðlilegu viðhaldi, en byggingaraðili hafi þó ákveðið, umfram skyldu, að reyna að grípa til aðgerða til að minnka vatnsálag á hurðina og koma fyrir niðurfalli. Engin gögn styðji þá staðhæfingu kæranda að hurðir séu haldnar hönnunargalla, auk þess sem það falli hvorki undir hlutverk byggingarfulltrúa né nefndarinnar að taka afstöðu til slíks álitamáls.

 Viðbótarathugasemdir kæranda: Kærandi bendir á að í íbúðum fjölbýlishússins séu venjulegir eldhúsháfar en ekki útsogsháfar eins og borgaryfirvöld haldi fram í umsögn sinni, en kvörtun kæranda snúi að skorti á vélrænu útsogi í eldhúsum íbúðanna. Byggingarfulltrúi hafi í kjölfar úrskurðar í enduruppteknu máli nr. 134/2020 samþykkt breyting á texta á aðaluppdráttum til að aðlaga byggingarlýsingu að þeim annmörkum sem séu á húsinu. Um óeðlileg vinnubrögð sé að ræða þar sem byggingarfulltrúa beri að sjá til þess að húsið uppfylli skilyrði byggingarreglugerðar. Frekari skýring á loftræsingu og forsendum hennar bæti ekki þá loftræsingu sem eigi að vera til staðar, en skýrt sé skv. 1. mgr. gr. 10.2.5. að útsog eigi að vera til staðar úr eldhúsi. Borgaryfirvöld vísi til þess að túlka megi þau orð gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð nr. 112/2020 að „loftskipti skuli vera möguleg að lágmarki“ sem svo að þau þurfi ekki að vera ávallt til staðar heldur eingöngu að mögulegt sé að ná þeim. Um skrumskælingu á ákvæðinu sé að ræða, en það að eitthvað sé mögulegt að lágmarki þýði að frjálst sé að hafa loftskiptin meiri en þessi lágmarkskrafa tiltaki, en að öllu jöfnu sé hún ekki minni. Það sé ekki fullnægjandi að ná lágmarksloftskiptum einu sinni á ári eða einu sinni í mánuði.

Bent sé á að í enduruppteknu máli nr. 134/2020 hafi úrskurðarnefndin byggt niðurstöðu sína á áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hafi svo byggt álit sitt á minnisblaði verkfræðistofunnar Mannvits. Í því minnisblaði hafi verið tekið fram að til að hægt væri að uppfylla kröfu 3. mgr. gr. 10.2.5., um að magn fersklofts sem berist til svefnherbergja skuli aldrei vera minna en 7 l/s á hvern einstakling, þurfi ferskloftsventil í hvert herbergi. Í tölvubréfi starfsmanns þeirrar verkfræðistofu frá 23. september 2022 sé nú tekið fram að krafan um 7 l/s hafi með stærð opnanlegs fags glugga að gera og að „menn geta reiknað út flæði um glugga eftir skynsamlegum forsendum um vind og hitastig.“ Opnanlegt fag glugga takmarkist af öryggislæsingu, en flæði um glugga sé háð því að vindur sé hæfilega mikill svo gluggi geti verið opinn en nægjanleg mikill til að inn um hann flæði loft. Það sé því rétt samkvæmt upphaflegu áliti verkfræðistofunnar að ekki sé hægt að tryggja fullnægjandi loftun nema með ferskloftsventlum. Hið breytta álit verkfræðistofunnar veki athygli, en svo virðist sem byggingaraðili hafi fundað með fulltrúum verkfræðistofunnar til að ræða minnisblað þeirra fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Síðar sé sent tölvubréf þar sem skipt sé um skoðun. Það ferli sem nú hafi átt sér stað sé óeðlilegt og rýri áreiðanleika og trú á stjórnsýsluna. Ef hagsmunaaðilar geti haft beint samband við álitsgjafa og breytt áliti þeirra hljóti að vera erfitt að fá hlutlaust og áreiðanlegt álit á ágreiningsmálum.

Þótt úrskurðarnefndin hafi tekið afstöðu til málsraka kæranda varðandi sorpgeymslu í máli nr. 134/2020 þá hafi úrskurðurinn verið felldur úr gildi með endurupptöku málsins. Því hafi ekki verið tekin formleg afstaða til umkvörtunarefnisins. Það sama eigi við um málsrök kæranda varðandi lýsingu á gönguleið. Einni sé bent á að í hjóla- og vagnageymslu sé ekki aðeins um rafmagnstöflur að ræða heldur einnig loftræsi- og rekstrarbúnað fjölbýlishússins.

Ítrekað séu þau málsrök kæranda að hreyfihamlaðir eigi í erfiðleikum með að loka hurðum vegna skorts á snúningsrými. Það sé augljóst að opnunargeiri hurðar við hlið skábrautar taki allan hluta stéttar og því sé ekki til staðar snúningsrými þegar loka þurfi hurð á eftir hreyfihömluðum einstaklingi. Neyðarútgangur í enda bílageymslu hafi hins vegar meira snúningsrými og hurð geti lokast á eftir hjólastól, en sú hurð sé þó mun þyngri en 45N og ekki á færi allra að opna hana. Byggingaraðili taki einnig fram að hreyfihamlaðir geti farið upp skábraut inn í brunastúku en sú leið sé þó ekki merkt sem flóttaleið og telji því ekki sem önnur af tveimur flóttaleiðum sem sé fær hreyfihömluðum. Þá sé flóttaleiðin um stigagang ekki fær hreyfihömluðum þar sem snúningsrými skorti einnig. Það sé ámælisvert að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi samþykkt brunahönnun fjölbýlishússins.

Í athugasemdum byggingaraðila sé tekið fram að gul merking sé á köntum milli umferðargötu og gönguleiðar. Sú merking hafi þó ekki verið fyrir hendi við lok byggingar fjölbýlishússins heldur hafi stjórn húsfélagsins gert hana. Þá haldi byggingaraðili því fram að engin þrep séu á gönguleið að inngöngum hússins og að gönguleið sé upphituð þannig að aðgengi sé gott. Þegar horft sé frá inngangi Tangabryggju 15 sé augljóst að þrep sé á gönguleið í átt að ruslageymslu. Eins og yfirlitsmynd fyrir snjóbræðslu beri með sér þá sé sú leið sem sé án þreps óupphituð.

Hvað varði einangrun bílageymslunnar þá sé sjáanlegur munur á þeim hluta sem sé aðeins klæddur með tjörupappa og þeim sem hafi torf að auki. Augljóst sé að byggingarfulltrúi hafi ekki tekið húsið út samkvæmt skoðunarhandbók þar sem ummerki leka séu mjög víða í bílageymslu og augljós öllum þeim sem fari þar um. Vandamál með múrbrot sé ekki einangrað tilvik eins og byggingaraðili haldi fram. Samskipti kæranda og byggingaraðila vegna vankanta á bílageymslu, m.a. vegna leka og myglu, hafi verið óslitin frá árinu 2019. Húsið hafi verið selt sem viðhaldslítið og því sé óeðlilegt að kenna skorti á eðlilegu viðhaldi um. Hvað varði þá athugasemd byggingaraðila að álitamál um leka og myglu eigi að reka fyrir dómstólum þá sé bent á að húsnæðiseigendur eigi að geta treyst því að lágmarkskröfum byggingarreglugerðar sé fylgt við lokaúttekt. Þá hafi hönnuður hafi vanmetið það veðurálag sem hurðin þurfi að þola og því beri byggingaraðila að leysa þann hönnunargalla. Það sé að sjálfsögðu hlutverk byggingarfulltrúa að hafa eftirlit með því að hurðir leki ekki áður en vottorð um lokaúttekt sé gefið út.

Álit Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar: Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 29. september 2023, var þess farið á leit að stofnun léti í ljós álit sitt á þremur atriðum varðandi hina kærðu ákvörðun í máli þessu. Varðaði fyrsta atriðið það hvort stofnunin teldi að útsog frá eldhúsum íbúða fjölbýlishússins að Tangabryggju 13–15 væri dregið í gegnum önnur rými í skilningi meginreglu 1. tölul. 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingar­reglugerð nr. 112/2012. Í öðru lagi óskaði nefndin eftir því að ef álit stofnunarinnar væri það að útsog frá eldhúsum íbúða væri dregið í gegnum önnur rými, hvort stofnunin teldi að vélrænt útsog í eldhúsum íbúða væri nauðsynlegt til þess að uppfylla greint skilyrði í byggingar­reglugerð og eftir atvikum skilyrði viðmiðunarreglna 2. mgr. sömu greinar byggingar­reglugerðar. Ef svo væri var þess jafnframt óskað að stofnun gæfi álit sitt á því hvort slíkt fyrirkomulag gæti gengið gegn öðrum markmiðum byggingarreglugerðar. Þriðja og síðasta atriðið laut að því hvort svefnherbergi í fjölbýlishúsinu að Tangabryggju 13–15 uppfylltu skilyrði 3. tölul. 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð um að magn fersklofts sem bærust til svefnherbergis skuli aldrei vera minna en 7 l/s á hvern einstakling meðan herbergið sé í notkun. Ef svo væri óskaði nefndin þess janframt að stofnun gæfi álit sitt á því hvort þörf væri á ferskloftsventli í hvert svefnherbergi til að uppfylla umrætt skilyrði.

Hinn 7. nóvember 2023 veitti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úrskurðarnefndinni álit sitt sem byggt var á minnisblaði sérfræðings hjá stofnuninni. Í svari stofnunarinnar við fyrrgreint fyrsta atriði kom fram að það væri álit hennar að loft frá eldhúsum íbúða fjölbýlishússins að Tangabryggju 13–15 væri dregið í gegnum önnur rými í skilningi meginreglu 1. tölul. 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Hvað annað atriðið varðaði þá var það álit stofnunarinnar að vélrænt útsog væri ekki nauðsynleg en þó æskilegt til að tryggja viðunandi loftgæði og tryggja að loft frá eldhúsum dragist ekki í gegnum önnur rými íbúða. Ef ekki væri vélrænt útsog þyrfti að tryggja að náttúrulegt útsog fari upp fyrir efstu klæðningu þaks. Jafnvel þótt það væri nauðsynlegt eða krafa þá væri það álit stofnunarinnar að slíkt fyrirkomulag myndi ekki ganga gegn öðrum markmiðum byggingarreglugerðar. Að lokum var það álit stofnunarinnar að „loftmagn til svefnherbergja [væri] ekki uppfyllt, m.t.t. 7 l/s á hvern einstakling, án þess að fara yfir 89 mm opnunarkröfu gefna í gr. 12.2.3. í byggingarreglugerð.“ Ein lausn af mörgum til að leiðrétta eða uppfylla þá kröfu væri að setja loftunarventil út fyrir klæðningu hússins, en ekki inn í loftunarbil klæðningarinnar eins og sé í dag. Þá vísaði stofnunin til niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 78/2013.

Úrskurðarnefndin gaf aðilum máls færi á að koma að athugasemdum vegna álits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Kærandi gerir athugasemd við að álitsbeiðni nefndarinnar hafi ekki lotið að loftræsingu á stigagöngum en byggingaraðili mótmælir framkomnu áliti með vísan til þeirra gagna og sjónarmiða sem fram hafi verið færð á fyrri stigum málsins. Borgaryfirvöld telja niðurstöðu álitsins ekki á rökum reistar á grunni byggingarreglugerðar vegna loftræsingu. Hönnun loftræsingarinnar sé ekki frábrugðin loftræsingu í öðrum sambærilegum húsum sem hönnuð hafi verið og byggð á svipuðum tíma. Varðandi útsog frá eldhúsum íbúða fjölbýlihússins að Tangabryggju 13–15 þá sé útsog dregið í gegnum þvottahús og baðherbergi. Kolasía í eldhúsháfi minnki óhreinindi í lofti það mikið að það geti ekki talist meira mengandi en loft í þvottahúsi eða baðherbergi og því sé í lagi að draga loftið í gegnum þessi rými þar sem um litlar íbúðir sé að ræða. Ekki sé þörf á beinu vélrænu útsogi. Vélrænt útsog frá þvottahúsi og baðherherbergi með loftskipti upp á 35 l/s myndi undirþrýsting í íbúðum og dragi ferskloft inn um opnanleg fög og um rifur undir innihurðum. Mörg eldhús séu staðsett við útvegg í alrýmum og séu því að hluta náttúrulega loftræst í gegnum opnanleg fög og loftventil í útvegg. Nægur undirþrýstingur sé í íbúðunum til að draga 7 l/s ferskloft inn í svefnherbergi um opnanleg fög. Því sé ekki þörf á ferskloftsventlum í svefnherbergjum. Núverandi fyrirkomulag loftræsingar sé fullnægjandi miðað við samþykkta aðaluppdrætti og kröfur byggingar­reglugerðar eins og þær hafi verið á sínum tíma.

 —–

Aðilar máls þessa hafa fært fram ítarlegri rök fyrir máli sínu, sem ekki verða rakin hér frekar, en úrskurðarnefndin hefur haft þau öll til hliðsjónar við úrlausn málsins.

 Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um lögmæti þeirrar ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. apríl 2023 að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13–15.

Meðal markmiða laga nr. 160/2010 um mannvirki er að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt, sbr. a-lið 1. gr. laganna. Jafnframt er það markmið þeirra að tryggja aðgengi fyrir alla, sbr. e-lið sömu lagagreinar. Í því skyni mæla lögin fyrir um lögbundið eftirlit byggingarfulltrúa með mannvirkjagerð, sbr. 2. og 3. mgr. 16. gr. þeirra laga, en hluti af því eftirliti felur í sér framkvæmd lokaúttektar og útgáfu vottorðs. Samkvæmt 3. mgr. 36. gr. laganna skal við lokaúttekt gera úttekt á því hvort mannvirkið upp­fylli ákvæði laganna og reglugerða sem settar hafa verið samkvæmt þeim og hvort byggt hafi verið í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Þá er mælt fyrir um í 4. mgr. lagagreinarinnar að ef mannvirkið uppfylli ekki að öllu leyti ákvæði laganna og reglugerða sem sett hafi verið samkvæmt þeim þá geti útgefandi byggingarleyfis gefið út vottorð um lokaúttektina með athugasemdum. Þáttum sem varði aðgengi skuli þó ávallt hafa verið lokið við gerð lokaúttektar. Segir jafnframt í 5. mgr. sömu lagagreinar að eftirlitsaðili geti fyrirskipað lokun mannvirkis komi í ljós við lokaúttekt að mannvirki uppfylli ekki öryggis- eða hollustukröfur og lagt fyrir eiganda þess að bæta úr, en lokaúttektarvottorð skuli þá ekki gefið út fyrr en það hafi verið gert.

—–

Ágreiningsefni málsins hefur áður komið til kasta úrskurðarnefndarinnar eins og rakið er í málavöxtum. Í máli þessu færir kærandi fram ýmis rök og sjónarmið sem hann hefur áður fært fram fyrir úrskurðarnefndina vegna atriða sem hann telur að uppfylli ekki skilyrði byggingar­reglugerðar nr. 112/2012, s.s. um sjálfvirkan opnunarbúnað hurða, halla skábrautar, loftræsingu á stigagangi, sorpskýli, tæknirými og lýsingu á gönguleiðum. Úrskurðarnefndin hefur í fyrri málum tekið þá afstöðu til þeirra álitaefna að þau raski ekki gildi umdeilds úttektarvottorðs og þykja ekki rök til þess að breyta þeirri afstöðu.

  —–

Í 6. kafla byggingarreglugerðar er fjallað um aðkomu, umferðarleiðir og innri rými mannvirkja. Í markmiðsákvæði gr. 6.1.1. segir að ávallt skuli leitast við að beita algildri hönnun þannig að byggingar og lóðir þeirra séu aðgengilegar öllum án sérstakrar aðstoðar, sbr. 4. mgr. Samkvæmt 1. mgr. gr. 6.1.2. skal með algildri hönnun tryggt að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun bygginga á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og að það geti með öruggum hætti komist inn og út úr byggingum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. í eldsvoða.

Í gr. 6.2.2. í byggingarreglugerð er fjallað um aðkomuleiðir og umferðarsvæði innan lóðar. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins skal aðkoma á lóð að byggingu vera skýrt afmörkuð og þannig staðsett að hún sé greiðfær og greinileg þeim sem að henni koma og henti fyrirhugaðri umferð. Þá segir í 3. mgr. ákvæðisins að almennt skuli gæta þess að ekki séu þrep í gönguleiðum að inngangi bygginga. Hæðarmun skuli jafna þannig að allir þeir sem ætla megi að fari að inngangi byggingar komist auðveldlega um. Fyrir liggur í máli þessu að eitt þrep er á upphitaðri gönguleið frá inngangsdyrum fjölbýlihússins að Tangabryggju 13–15 að sorpgeymslu, bíl­geymslu og bílastæðum, en hins vegar er ekkert þrep á óupphitaðri gönguleið. Með hliðsjón af því verður að líta svo á að leiðin sé ekki greiðfær hjólastólanotendum og öðru hreyfihömluðu fólki í þeim aðstæðum þegar nota þarf hina upphituðu gönguleið. Að því virtu verður að telja að skilyrði greinds reglugerðarákvæðis sé ekki uppfyllt.

Samkvæmt 1. mgr. gr. 6.5.1. í byggingarreglugerð skal handrið vera á öllum svölum bygginga, stigum, tröppum, pöllum, skábrautum og annars staðar þar sem hætta er á falli. Verður að túlka ákvæðið á þá leið að sú krafa sé gerð að á tilteknu stöðum skuli vera handrið, þ. á m. á skábrautum, en að á öðrum stöðum beri við mat á því hvort koma eigi handriði fyrir að líta til þess hvort fallhætta sé til staðar. Í samræmi við þá túlkun verður að líta svo á að handrið eigi að vera til staðar á gangbraut skábrautar sem liggur frá bílgeymslu hússins. Aftur á móti verður ekki talið að handrið skuli vera meðfram gönguleið frá inngangsdyrum fjölbýlishússins að bílastæðum utanhúss þar sem ekki verður séð að sérstök fallhætta sé þar fyrir hendi.

—–

Fjallað er um varnir gegn eldsvoða í 9. kafla byggingarreglugerðar. Í undirkafla 9.5 er síðan fjallað um rýmingu við eldsvoða. Í markmiðsákvæði gr. 9.5.1. segir að flóttaleiðir í byggingum skuli þannig skipulagðar og frágengnar að allir geti bjargast út af eigin rammleik eða fyrir tilstilli annarra á tilgreindum flóttatíma, brjótist eldur út eða annað hættuástand skapast. Samkvæmt 2. mgr. gr. 9.5.2. skulu flóttaleiðir vera „einfaldar, auðrataðar og greiðfærar svo að fólk verði ekki innlyksa í skotum og endum ganga.“ Í 8. mgr. sömu greinar er kveðið á um að við ákvörðun flóttaleiða skuli tekið tillit til krafna um algilda hönnun. Þá er í gr. 9.5.3. fjallað um aðgengi að flóttaleiðum og samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. gildir eftirfarandi meginregla:

Úr öllum íbúðum og notkunareiningum skulu vera a.m.k. tvær flóttaleiðir, sem eru óháðar hvor annarri, til öruggs staðar undir beru lofti á jörðu niðri, sbr. þó 9.5.4. gr. Heimilt er að slíkur öruggur staður sé einnig á sérútbúnum svölum eða þaki byggingar sem er aðgengilegt björgunarliði, enda sé slík aðstaða sérstaklega brunahönnuð til slíkra nota. Með óháðum flóttaleiðum er átt við tvær eða fleiri flóttaleiðir sem eru þannig aðskildar að eldur og reykur geti ekki teppt þær báðar/allar þ.e. svalir og sjálfstætt stigahús eða tvö sjálfstæð stigahús sem gengið er í beint úr hverri íbúð.

Í  gr. 9.5.4. í byggingarreglugerð er að finna undantekningu frá kröfu gr. 9.5.3. um tvær flótta-leiðir frá íbúðum og notkunareiningum. Hinn 9. október 2020 var með reglugerð nr. 977/2020 gerð breyting á ákvæðinu, en í ljósi þess að aðaluppdrættir fjölbýlishússins voru fyrst samþykktir árið 2017 verður við úrlausn þessa máls litið til orðalags hennar fyrir þá breytingu. Svohljóðandi var 1. mgr. ákvæðisins:

Ef sérstökum erfiðleikum er háð að uppfylla kröfur 1. tölul. 1. mgr. 9.5.3. gr. um tvær flóttaleiðir frá rými, getur leyfisveitandi í undantekningartilvikum heimilað, að fenginni jákvæðri umsögn slökkviliðs, að ein flóttaleið sé frá rými eða notkunar­einingu í notkunarflokki 1 og 2 þegar slíkt hefur ekki í för með sér sérstaka hættu og um er að ræða lítið rými sem ætlað er fyrir takmarkaðan fjölda fólks. Flóttaleiðin skal liggja beint út á öruggan stað undir beru lofti á jörðu niðri eða að gangi sem er sjálf­stætt brunahólf og liggur í gagnstæðar áttir að tveimur óháðum útgöngum.

Fjallað er um notkunarflokka mannvirkja í gr. 9.1.3. í byggingarreglugerð og samkvæmt því ákvæði tilheyra sameiginlegar bílgeymslur fjölbýlishúsa notkunarflokki 1.

Af aðaluppdráttum fjölbýlishússins að Tangabryggju 13–15 verður ráðið að tvær flóttaleiðir séu úr bílgeymslu hússins og leiða þær báðar að öruggum stað undir beru lofti á jörðu niðri. Ekki verður talið að skortur á snúningsrými fyrir framan dyr geri hjólastólanotendum ókleift að nota leiðirnar. Verður ekki annað séð en að skilyrði gr. 9.5.3. í byggingarreglugerð um flóttaleiðir úr bílgeymslu séu uppfyllt. Frá vagna- og hjólageymslu má finna tvær flóttaleiðir til sjálfstæðra brunahólfa sem liggja í gagnstæðar áttir að tveimur óháðum útgöngum. Eru því uppfyllt skilyrði undantekningarheimildar gr. 9.5.4. vegna flóttaleiða frá vagna- og hjóla­geymslu. Þá verður að öðru leyti ekki ráðið að brunahönnun fjölbýlishússins sé áfátt að teknu tilliti til þeirra krafna sem gerðar eru í byggingarreglugerð.

—–

Í máli þessu gerir kærandi athugasemd við að skilyrði gr. 10.7.1. í byggingarreglugerð, þess efnis að byggingar séu þannig frágengnar að meindýr komist ekki inn í bygginguna, sé ekki uppfyllt þar sem músagangur hafi verið viðvarandi á svölum fjölbýlishússins frá því fyrstu íbúar hafi flutt inn í það árið 2019. Einnig gerir hann athugasemd við myglu og múrbrot í bílgeymslu og hvað það varðar er vísað til gr. 6.3.2. um hjúp bygginga og gr. 6.11.5. um álagsþol bílgeymsla. Þá telur kærandi að útidyr fjölbýlihússins uppfylli ekki skilyrði gr. 6.3.1. og 6.3.2. um ytra form og hjúp mannvirkja þar sem báðar útidyrnar standist ekki veðurálag og leki. Í máli þessu liggja fyrir samskipti aðila málsins varðandi framangreind atriði, en af þeim verður ráðið að ágreiningur sé á milli þeirra um hvort annmarkarnir eigi rætur sínar að rekja til hönnunar og frágangs mannvirkisins þegar það var reist eða síðar tilkominna atvika. Að teknu tilliti til gagna málsins og með hliðsjón af því að meira en fjögur ár eru liðin frá því að fjölbýlishúsið var reist og tekið í notkun telur úrskurðarnefndin ekki tilefni til að gera athugasemd við þá niðurstöðu byggingarfulltrúa að gefa út lokaúttektarvottorð án athugasemda um greind atriði.

—–

Í enduruppteknu máli nr. 134/2020, þar sem felld var úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 21. október 2020 um að gefa út vottorð um lokaúttekt, var rakið að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í kærumáli nr. 54/2019 hafi byggingaraðili mælt átak á hurðum í kjallara hússins og lagfært stillingar á hurðapumpum svo skilyrði 4. mgr. gr. 6.4.3. í byggingarreglugerð væru uppfyllt. Gerði úrskurðarnefndin athugasemd við að byggingarfulltrúa hafi ekki á grund­velli rannsóknarskyldu sinnar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, tekið sjálfur til nánari skoðunar hvort „fyrrgreindar breytingar hefðu leitt til þess að umræddar hurðir uppfylltu þar með ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt byggingarreglugerð til slíkra hurða vegna brunavarna.“ Í máli þessu hefur byggingaraðili lagt fram niðurstöður mælinga á hurðapumpum í kjallara fjölbýlishússins sem gerðar voru 18. apríl 2023 og mun byggingarfulltrúi hafa verið viðstaddur þá mælingu, en niðurstöður þeirra voru þær að hurðirnar uppfylltu skilyrði nefndrar gr. 6.4.3. Að teknu tilliti til þess verður að leggja til grundvallar að byggingarfulltrúa hafi upp­fyllt rannsóknarskyldu sína við mat á því hvort skilyrði byggingarreglugerðar um brunavarnir að þessu leyti væru uppfylltar.

Meirihluti úrskurðarnefndarinnar í enduruppteknu máli nr. 134/2020 komst að þeirri niðurstöðu að skilyrði 9. mgr. gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð fyrir fækkun bílastæða á lóð fyrir hreyfi­hamlaða á lóðinni að Tangabryggju 13–15 hefði ekki verið uppfyllt við úttekt mannvirkisins í október 2020. Byggðist sú niðurstaða á því að gestkomandi hefði ekki aðgang að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða sem staðsett eru í sameiginlegri bílgeymslu fjölbýlihússins. Við mat á því hverju það varði verður ekki hjá því litið að til þess að uppfylla greint skilyrði þarf að koma þremur öðrum bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóð fjölbýlishússins, en í málinu liggur fyrir sú afstaða Reykjavíkur­borgar að ekkert svigrúm sé í borgarlandi til að koma fyrir frekari bíla­stæðum hreyfi­hamlaða. Þá verður það ekki talið raunhæf lausn að opna sameiginlegu bíl­geymslu fyrir almenning þegar litið er til þess að þau bílastæði hreyfihamlaðra sem þar má finna eru þinglýst eign tiltekinna íbúa hússins, en þar að auki er það hvorki á forræði byggingar­aðila né borgaryfirvalda að koma slíkri opnun í kring. Eins og atvikum í máli þessu er háttað verður því að líta svo á að greindur annmarki hafi ekki áhrif á gildi hins kærða lokaúttektar­vottorðs.

Þá var það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í enduruppteknu máli nr. 134/2020 að útsog úr eldhúsum íbúða fjölbýlishússins væri dregið í gegnum önnur rými, en í þeim væri ekki að finna sérstakt útsog. Taldi nefndin það fyrirkomulag vera í andstöðu við meginreglu 1. töluliðar 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Einnig komst nefndin að þeirri niðurstöðu að svefn­herbergi í fjölbýlihússinu uppfylltu ekki skilyrði meginreglu 3. töluliðar 1. mgr. gr. 10.2.5. um að magn fersklofts sem berist til svefnherbergis skuli aldrei vera minna en 7 l/s á hvern einstakling meðan herbergið sé í notkun. Byggðust þær niðurstöður á áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá 1. nóvember 2021. Ekki hafa verið gerðar neinar breytingar á fyrirkomulagi loftræsingar í húsinu í kjölfar úrskurðarins, en aftur á móti hefur byggingaraðili lagt fram og fengið samþykkta hjá byggingarfulltrúa nýja aðaluppdrætti með breyttri lýsingu á loft­ræsingu mannvirkisins.

Eins og fram hefur komið taldi úrskurðarnefndin við meðferð þessa kærumáls tilefni til að leita á ný til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna umrædds álitaefnis. Skilaði stofnunin umbeðnu áliti sínu 7. nóvember 2023. Í því kom fram sú skoðun stofnunarinnar að loft frá eldhúsum íbúða fjölbýlishússins væri dregið í gegnum önnur rými í skilningi meginreglu 1. tölul. 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Vélrænt útsog væri æskilegt en ekki nauðsynlegt til að tryggja viðunandi loftgæði og tryggja að loft frá eldhúsum dragist ekki í gegnum önnur rými íbúða. Ef ekki væri vélrænt útsog þyrfti að tryggja að náttúrulegt útsog fari upp fyrir efstu klæðningu þaks. Þá var það einnig skoðun stofnunarinnar að „loftmagn til svefnherbergja [væri] ekki uppfyllt, m.t.t. 7 l/s á hvern einstakling, án þess að fara yfir 89 mm opnunarkröfu gefna í gr. 12.2.3. í byggingarreglugerð.“

Að teknu tilliti til þess hlutverks sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gegnir þegar kemur að byggingareftirliti, sbr. 5., 17. og 18. gr. laga nr. 160/2010, svo og þar sem ekki liggja fyrir neinir bersýnilegir annmarkar á fyrirliggjandi áliti stofnunarinnar, telur úrskurðarnefndin rétt að leggja álitið til grundvallar við úrlausn málsins. Verður því litið svo á að útsog úr eldhúshúsum íbúða fjölbýlishússins að Tangabryggju 13–15 sé dregið í gegnum önnur rými en það fyrirkomulag gengur gegn meginreglu 1. töluliðar 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Þá verður einnig að líta svo á að ekki sé uppfyllt meginregla 3. tölul. 1. mgr. gr. 10.2.5. um að magn fersklofts sem berist til svefnherbergis skuli aldrei vera minna en 7 l/s á hvern einstakling á meðan herbergið sé í notkun.

—–

Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið voru nokkrir annmarkar á frágangi umræddrar fasteignar við lokaúttekt hennar, en vottorð um þá úttekt var þó gefið út án athugasemda. Við mat á því hverju það varði ber að líta til þess að skv. 1. málslið 4. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010 getur útgefandi byggingarleyfis gefið út vottorð um lokaúttekt með athugasemdum ef mann­virki er ekki fullgert við lokaúttekt, það uppfyllir ekki að öllu leyti ákvæði nefndra laga eða reglugerða sem settar hafi verið samkvæmt þeim eða er ekki að öllu leyti í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Hins vegar er sérstaklega tekið fram í 2. málslið 4. mgr. að þáttum sem varði aðgengi skuli þó ávallt hafa verið lokið við gerð lokaúttektar. Þá segir í 5. mgr. sömu lagagreinar að komi í ljós við lokaúttekt að mannvirki uppfylli ekki öryggis- eða hollustukröfur geti eftirlitsaðili fyrirskipað lokun mannvirkis og lagt fyrir eiganda þess að bæta úr og skal þá lokaúttektarvottorð ekki gefið út fyrr en það hefur verið gert. Af því leiðir að einvörðungu kemur til álita að gefa út vottorð um lokaúttekt án athugasemda ef mannvirki uppfyllir að öllu leyti kröfur byggingarreglugerðar, en því var ekki til að dreifa í ljósi framangreinds við lokaúttekt Tangabryggju 13–15. Við mat á þýðingu fyrrgreindra annmarka verður og að hafa í huga að þeir varða aðgengi og öryggis- eða hollustukröfur, sbr. 4. og 5. mgr. nefndrar 36. gr. laga um mannvirki, en samkvæmt kafla 5.3. í viðauka II með byggingarreglugerð, sem fjallar um flokkun athugasemda vegna lokaúttekta og réttaráhrif, leiða slíkir annmarkar að jafnaði til synjunar úttektar og kröfu um að hún verði endurtekin.

Með hliðsjón af framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hið kærða lokaúttektar­vottorð úr gildi.

Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. apríl 2023 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13–15.

25/2022 Illagil

Með

Árið 2022, þriðjudaginn 27. september, kom úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Borgartúni 21, Reykjavík. Mætt voru Ómar Stefánsson varaformaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 25/2022, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. frá 16. febrúar 2022 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir 152,7 m2 sumarbústað og 30 m2 baðhús á sumarbústaðarlandinu Illagili 17, Grímsnes- og Grafningshreppi.

 Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. mars 2022, er barst nefndinni sama dag, kæra eigendur Illagils 17, þá ákvörðun byggingarfulltrúa Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. frá 16. febrúar 2022 að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarbústað 152,7 m2 að flatarmáli og 30 m2 baðhús á sumarbústaðarlandinu Illagili 17, Grímsnes- og Grafnings­hreppi. Er þess krafist að byggingarleyfisumsóknin verði samþykkt.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs. 8. apríl 2022.

Málavextir: Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. 16. febrúar 2022 var tekin fyrir umsókn um heimild til að byggja 153,7 m2 sumarbústað og 30 m2 baðhús á sumarbústaðalandinu Illagili 17 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í umsókninni kom fram að húsið yrði timburhús, útveggir yrðu óeinangraðir 202 mm þykkir bjálkar. Húsið yrði reist á steinsteyptum sökklum og steinsteyptri plötu ofan á 100 mm þykkri plasteinangrun. Þak yrði einangrað með 245 mm steinullareinangrun og húsið hitað með gólfhita og lagna­stokkum. Umsókninni var synjað þar sem útveggir hússins uppfylltu ekki ákvæði um leyfilegt hámark U-gildis, sbr. gr. 13.2.2. og 13.3.2. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Málsrök kærenda: Af hálfu kærenda er bent á að húsin Illagil 17 og 19 verði byggð úr 202 mm þykkum bjálkum, ofan á steypta sökkla og botnplötu. Þak sé hefðbundið einangrað þak­virki. Sökklar og botnplata séu einangruð á hefðbundinn hátt, þ.e. sökklar séu einangraðir með 75 mm þykkri EPS polystyrene og botnplata einangruð með 100 mm þykkri EPS polystyrene einangrun, hvoru tveggja með lambdagildi λ=0,035W/m2°C. Gólfhiti verði ísteyptur í botn­plötu. Veggir séu úr 202 mm þykkum samlímdum grenivið sem sé með eiginþyngd 403 kg/m3. Lambdagildi bjálkanna, samkvæmt upplýsingum frá Austral Plywoods sé λ=0,1154W/m2°C. Um léttan við sé að ræða, en því léttari sem viðurinn sé, því hærri sé einangrunargildið. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda húsanna noti þeir lambdagildi λ=0,12W/m2°C almennt fyrir bjálkahús sem framleidd séu þar í landi óháð hráefni, sem séu aðallega fura og greni, þannig að upplýsingarnar frá Austral Plywoods séu mjög sannfærandi út frá þeim létta við sem notaður sé í mannvirkin. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkja­stofnun sé einangrunargildi timburs með rúmþyngd á bilinu 400 til 450 kg/m3 λ=0,13W/m2°C. Lóðréttar og láréttar kuldabrýr mannvirkisins séu reiknaðar í samræmi við töflu 3 í orku­ramma Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Gluggar og hurðir sem settar verði í byggingarnar séu hágæðavara frá Finnlandi og sé uppgefið lambdagildi þeirra λ=0,8W/m2°C. Þakvirki sé byggt upp úr sperrum klæddum timbri með hefðbundinni einangrun á milli sperra sem sé áætluð 230 mm.

Við útreikning einangrunargildis, sett upp í forrit Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, fáist sú niðurstaða miðað við áður gefnar forsendur að kröfur um einangrunargildi umrædds húss sé 301 W/K. Rauntap í gegnum hjúp og botnplötu sé 226 W/K. Tap í gegnum kuldabrýr sé 44,5 W/K og sé heildarvarmatap því 226+44,5=270,5 W/K, sem sé minna en 301 W/K. Umrætt hús sé því með 89,9% af leyfilegu varmaflæði, þ.e. 11,3% betra en kröfur byggingar­reglugerðar nr. 112/2012 kveði á um. Varmatap í gegnum útveggi, þ.e. veggi, glugga og hurðir sé skv. sömu reikningum 0,6 W/m2°C sem sé umtalsvert minna en leyfilegt hámark skv. töflu 13.01 í byggingarreglugerð, sem sé 0,85 W/m2°C. Ekki allir byggingarhlutir uppfylli kröfu byggingarreglugerðar um leyfilegt hámark U-gilda. Veggir séu með U-gildi reiknað annars vegar 0,50 W/m2°C, λ=0,1154 W/m2°C, eftir upplýsingum frá Austral Plywoods og hins vegar 0,54 W/m2°C, λ=0,12W/m2°C, eftir upplýsingum frá framleiðanda um almenna notkun þeirra óháð efnisgerð. Eftir sem áður sé vegið meðaltal orkutaps útveggja á bilinu frá 0,57 W/m2°C fyrir λ=0,1154 W/m2°C til 0,60 W/m2°C fyrir λ=0,12 W/m2°C. Bæði gildin séu vel fyrir neðan leyfilegt hámark fyrir vegið meðaltal útveggja sem sé 0,85 W/m2°C.

Niðurstaðan sé því sú að þrátt fyrir að byggingarhlutinn útveggir uppfylli ekki kröfur byggingar­reglugerðar um hámarks U-gildi þá vegi aðrir byggingarhlutir viðkomandi útveggja vel upp á móti því, þar sem meðaltals U-gildi útveggja sé umtalsvert lægra en leyfilegt hámark U-gildis. Húsin uppfylli því fyllilega kröfur byggingarreglugerðar fyrir ný mannvirki með hitastigi Ti≥18°C. Heildar leiðnitap bygginganna leyfi þar að auki að þær megi setja upp á svæðum þar sem orkukostnaður vegna húshitunar sé hár, sbr. gr. 13.3.2. byggingarreglugerðar.

Málsrök Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita: Af hálfu Umhverfis- og tæknisviðs Upp­sveita er bent á að við afgreiðslu umsóknar kærenda hafi verið vísað til gr. 13.2.2. og 13.3.3. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Í töflu 13.01 í gr. 13.3.2. komi fram að leyfilegt hámark U-gildis útveggjar skuli ekki vera hærra en 0,40 W/m2°C. Einnig komi fram að á svæðum þar sem orkukostnaður vegna húshitunar sé hár á íslenskan mælikvarða sé mælt með að leiðnitap sé a.m.k. 10% lægra en fram komi í töflu 13.02.

Leyfilegt hámark U-gildis útveggjar með viðbótareinangrun annarra byggingarhluta geti skv. gr. 13.3.1. verið að hámarki 0,48 W/m2°C þegar búið sé að bæta 20% við U-gildið sem gefið sé í töflu 13.01. Samkvæmt útreikningi hönnuðar sé reiknað U-gildi fyrir útvegg á bilinu 0,50-0,54 W/m2°C ef notuð séu þau λ-gildi sem hönnuður gefi sér og sé það meira en hámarks U-gildið 0,48 W/m2°C. Þar sem útveggir uppfylli ekki lágmarkskröfur um einangrun einstakra byggingarhluta hafi umsókninni verið synjað.

 Viðbótarathugasemdir kærenda: Kærendur byggi á því að túlkun Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita brjóti gegn meðalhófs- og jafnræðisreglu. Í gr. 13.3.1. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 komi fram að U-gildi skuli almennt ekki vera hærra en fram komi í töflu 13.01. Í síðustu línu töflunnar sé fjallað um leyfilegt hámark U-gildis útveggja, þ.e. vegið meðaltal veggja, glugga og hurða, sem eðlilegt sé að skýra þannig að veggur sem sé undir tilgreindu meðaltali sé innan marka byggingarreglugerðar. Annar háttur við skýringu reglugerðarinnar þyrfti að byggja á skýrum túlkunarreglum og rökstuddur með málefnalegum hætti, enda sé sérstaklega vísað til þess sem almenns gildi. Orðalagið beri ekki með sér að reglan sé ófrávíkjanleg heldur sé um viðmiðunarákvæði að ræða.

Hugsunin á bak við viðkomandi kafla reglugerðar nr. 112/2012 sé að hámarks meðalgildi kólnunargildis útveggja sé jafnt og eða minna en 0,85 W/m2°C. Til að mynda mætti byggja hús þar sem allir útveggir séu einvörðungu úr gleri, svo fremi sem meðaltal einangrunargildis útveggja viðkomandi húss sé minna en eða jafnt og 0,85 W/m2°C og myndi þá erindið vera samþykkt.

Kærendum hafi verið synjað um byggingarleyfi fyrir hús með meðaltalseinangrunargildi útveggja á bilinu frá 0,57 til 0,60 W/m2°C en það sé á bilinu 67% til 70% af leyfilegu hámarki meðaltalsvarmatapi útveggja. Hús úr nákvæmlega sömu bjálkum frá sama framleiðanda hafi verið samþykkt og reist í Suðurnesjabæ árið 2017 skv. upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands og af kortavef bæjarins. Í því húsi sé einangrunargildi bjálkanna gefið upp sem 0,49 W/m2°C, sem sé ankannalegt þar sem um nákvæmlega sama efni sé að ræða.

Sé skilningur Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita réttur sé í raun alfarið að bannað að byggja óeinangruð bjálkahús úr þykkum bjálkum á Íslandi sem þó sé heimilt alls staðar í Evrópu og í Vesturheimi. Viðkomandi hús sé finnskt bjálkahús af mjög vandaðri gerð og sé framleitt af finnska framleiðandanum PLUSPUU. Framleiðandinn sé til húsa í Helsinki og sé meðlimur í Green building council of Finland. Viðkomandi hús séu viðurkennd í Finnlandi og í allri Skandinavíu sem heilsárshús og hafi verið samþykkt hérlendis á síðustu árum.

Niðurstaða: Samkvæmt 1. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála er það hlutverk nefndarinnar að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvalds-ákvarðana og í ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlinda-mála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á því sviði. Í samræmi við þetta tekur úrskurðar-nefndin lögmæti kærðrar ákvörðunar til endurskoðunar en tekur að jafnaði ekki nýja ákvörðun í málinu eða breytir efni ákvörðunar. Verður því ekki tekin afstaða til kröfu kærenda um að umsókn hans um byggingarleyfi verði samþykkt heldur einvörðungu tekin afstaða til þess hvort fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi.

Ágreiningur máls þessa snýst um hvort synjun byggingarfulltrúa á umsókn um byggingarleyfi fyrir finnsku bjálkahúsi hafi verið lögmæt. Í synjun byggingarfulltrúa var vísað til gr. 13.2.2. og 13.3.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Í 2. mgr. gr. 13.2.2. í reglugerðinni kemur fram að fyrir íbúðarhúsnæði og annað fullhitað húsnæði þar sem fólk dvelst, þ.e. lofthiti ≥ 18°C, gildi kröfur í töflum 13.01 og 13.02. Í gr. 13.3.2. reglugerðarinnar er kveðið á um að í nýjum mannvirkjum og viðbyggingum skuli leyfilegt hámark U-gilda einstakra byggingarhluta vera skv. töflu 13.01. Tafla 13.02 fjallar um viðhald og/eða endurbyggingu byggingarhluta og á því ekki við í máli þessu. Í töflu 13.01 er fjallað um leyft hámark U-gildis og kemur þar fram að hámark útveggja fyrir hitastig ≥ 18°C skuli vera 0,40 W/m2K. Þá kemur fram að vegið meðaltal útveggja, þ.e. veggfletir, gluggar og hurðir, skuli vera að hámarki 0,85 W/m2K.

 Óumdeilt er að útveggir hins umdeilda bjálkahúss séu yfir leyfðu hámarki fyrir útveggi, sem er líkt og áður segir 0,40 W/m2 á hverja gráðu K (W/m2K). U-gildi útveggja hins umdeilda húss er á bilinu 0,50–0,54 W/m2K. Vegið meðaltal U-gildis útveggja hins umdeilda húss er á bilinu 0,57–0,60 W/m2K, en það er undir leyfilegu hámarki vegins meðaltals útveggja skv. töflu 13.01, sem er 0,85 W/m2K.

 Í gr. 13.3.1. í reglugerð nr. 112/2012 kemur fram að almennt gildi að við útreikning heildar­leiðnitaps nýbygginga skuli U-gildi byggingarhluta ekki vera hærra en fram komi í töflu 13.01. Heimilt sé þó að U-gildi einstakra byggingarhluta í nýbyggingum sé allt að 20% hærra en fram komi í töflu 13.01, en þá því aðeins að einangrunarþykktir annarra byggingarhluta séu auknar tilsvarandi þannig að heildarleiðnitap mannvirkis haldist óbreytt þrátt fyrir slíka skerðingu einangrunar einstakra byggingarhluta. Verður að túlka grein þessa svo að einstakir byggingar-hlutar geti ekki haft meira en 20% hærra leiðnitap en fram kemur í töflu 13.01. Leyfilegt hámark U-gildis útveggja verður þannig 0,48 W/m2K, að teknu tilliti til undantekningarreglu gr. 13.3.1. reglugerðar nr. 112/2012.

 Hið umdeilda bjálkahús er líkt og áður segir hefur U-gildi veggja á bilinu 0,50–0,54 W/m2K og er því yfir leyfilegu hámarki sem mælt er fyrir um í töflu 13.01. Verður því að líta svo á að byggingarfulltrúa hafi verið rétt að synja kærendum um byggingarleyfi í máli þessu. Ef aðeins ætti að horfa til vegins meðaltals útveggja, þ.e. veggflatar, glugga og hurða, væri með öllu óþarft að telja sérstaklega upp leyfilegt hámark U-gildis einstakra byggingarhluta. Ber því að líta svo á að uppfylla þurfi bæði kröfur um hámarks U-gildi útveggja sem og hámarks U-gildi vegins meðaltals útveggja.

 Að öllu framangreindu virtu stendur hin kærða ákvörðun óröskuð.

 Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Umhverfis- og tækni­sviðs Uppsveita bs. frá 16. febrúar 2022 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir 152,7 m2 sumarbústað og 30 m2 baðhús á sumarbústaðarlandinu Illagili 17, Grímsnes- og Grafnings­hreppi.

134/2020 Tangabryggja

Með

Árið 2022, miðvikudaginn 4. maí, fundaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í gegnum fjarfundabúnað. Þátt tóku Ómar Stefánsson, starfandi formaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor, Ásgeir Magnússon, fyrrverandi dómstjóri, Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Endurupptekið var mál nr. 134/2020, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2020 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15.

 Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. desember 2020, er barst nefndinni sama dag, kærir húsfélag Tangabryggju 13-15 þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2020 að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Jafnframt er þess krafist að byggingarfulltrúa verði gert að endurtaka lokaúttekt samkvæmt skoðunarlista, sbr. gr. 3.5.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, eftir að verktaki ljúki við bygginguna að fullu. Með úrskurði nefndarinnar kveðnum upp 6. maí 2020 var kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar hafnað.

Kærandi kvartaði yfir úrskurðinum til umboðsmanns Alþingis og af því tilefni óskaði umboðs­maður í bréfi, dags. 12. ágúst 2021, eftir skýringum á tilteknum atriðum úrskurðarins. Að kvörtun kæranda og fyrirspurnum umboðsmanns virtum taldi úrskurðarnefndin rétt að endur­upptaka kærumálið að eigin frumkvæði og með bréfi nefndarinnar, dags. 21. september s.á., var aðilum máls tilkynnt um þá ákvörðun.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Reykjavíkurborg 24. febrúar 2021.

Málavextir: Á árinu 2016 var sótt um byggingarleyfi til þess að byggja fimm hæða fjölbýlishús með 63 íbúðum á lóðinni nr. 18-24 við Tangabryggju, sem síðar var breytt í Tangabryggju 13-15. Hinn 23. apríl 2019 sendi kærandi tölvupóst til byggingarfulltrúans í Reykjavík og óskaði eftir því að fá að koma að athugasemdum áður en lokaúttekt færi fram, sem hann og gerði. Með tölvupóstum 27. s.m. og 31. maí s.á. kom kærandi að frekari athugasemdum vegna lokaúttektar. Lutu athugasemdir hans m.a. að því hvernig aðgengi og loftræsingu væri háttað. Byggingar­fulltrúi gaf út vottorð um lokaúttekt 21. júní 2019 en sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með úrskurði uppkveðnum 28. maí 2020 í máli nr. 54/2019 var ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi með vísan til þess að þáttum sem vörðuðu aðgengi skyldi ávallt vera lokið við gerð lokaúttektar, sbr. 4. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010 um mann­virki, en að mati nefndarinnar voru tiltekin skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2010 um bílastæði hreyfihamlaðra ekki uppfyllt. Var í úrskurðinum jafnframt vísað til þess að færi loka­úttekt fram að nýju kynni byggingarfulltrúa að vera rétt að bregðast við þeim athugasemdum sem kærandi hefði gert við meðferð málsins.

Með tölvupóstum 9. og 26. júní 2020 komu kærendur að athugasemdum vegna fyrirhugaðrar lokaúttektar byggingarfulltrúa og 9. júlí s.á. óskaði kærandi eftir því við byggingarfulltrúa að verða upplýstur um það þegar boðað yrði til skoðunar vegna lokaúttektar. Með umsókn, dags. 18. september 2020, sótti byggingaraðili um leyfi til að koma fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða við hús nr. 15 á lóð Tangabryggju 13-15. Samþykkti byggingarfulltrúi umsóknina á afgreiðslufundi sínum 20. október s.á. og áritaði breytta aðaluppdrætti sama dag. Skoðun á mannvirkinu vegna lokaúttektar fór fram 21. s.m. og sama dag gaf byggingarfulltrúi út vottorð um lokaúttekt. Kærandi kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar og krafðist þess m.a. að hún yrði felld úr gildi. Svo sem áður greinir var þeirri kröfu hafnað með úrskurði nefndarinnar uppkveðnum 6. maí 2021, en úrskurðarnefndin ákvað hinn 21. september s.á. að endurupptaka málið að virtri kvörtun kæranda til umboðsmanns Alþingis og fyrirspurnum hans til nefndarinnar vegna kvörtunarinnar.

Málsrök kæranda: Kærandi bendir á að í gr. 1.1.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 komi fram að meðal markmiða hennar sé að tryggja aðgengi fyrir alla. Samkvæmt gr. 6.4.2. í reglu­gerðinni skuli gera ráð fyrir sjálfvirkum opnunarbúnaði fyrir inngangsdyr í aðal­umferðarleiðum. Slíkan búnað sé ekki að finna á þeim fimm dyrum sem marki aðalumferðar­leið frá bílgeymslu að lyftum í Tangabryggju 15, en öll stæði fyrir hreyfihamlaða í eigninni tilheyri íbúðum að Tangabryggju 15. Þá sé kveðið á um það í gr. 6.4.11. að skábrautir skuli „að jafnaði ekki vera brattari en 1:20. Ef umferðarleið er styttri en 3 m er þó heimilt að halli skábrautar sé mest 1:12.“ Halli skábrautar að bílgeymslu sé meiri en 1:12 þrátt fyrir að um lengri skábraut en 3 m sé að ræða. Sú leið sé af þeim sökum ekki fær hjólastólum og því nauðsynlegt að aðalumferðarleið sé greiðfær þeim sem þar fari um. Aðgengi hreyfihamlaðra íbúa sé þar af leiðandi skert en slíkt brjóti í bága við reglur um aðgengi fyrir alla.

Ekki sé til staðar útsog úr eldhúsum íbúða, af gangi eða stigahúsum. Þar af leiðandi séu ekki eðlileg loftskipti á þessum stöðum í samræmi við gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Á upp­dráttum komi fram að öll gluggalaus eða lokuð rými verði loftræst. Matarlykt leiði nú um íbúðir og fram á ganga. Loftræsing í stigahúsum, sem aðskilin séu frá stigapöllum með eldvarnar­hurðum, hafi verið sett upp eftir að fyrra vottorð um lokaúttekt hafi verið fellt úr gildi. Önnur loftræsing hafi ekki verið lagfærð. Sorpgeymsla sé án læstrar hurðar og gólf þar ómeðhöndlað. Það leiði til þess að erfitt sé að þrífa gólfið, en skv. gr. 6.12.7. reglugerðarinnar skuli sorp­geymslur þannig frágengnar að auðvelt sé að þrífa þær. Einnig segi í gr. 6.12.8. að gólf í sorp­gerði/sorpskýli skuli vera úr efni sem auðvelt sé að þrífa. Þá vanti loftræsingu í sorpgeymslu svo hægt sé að læsa henni, sbr. gr. 6.12.7. Samkvæmt gr. 6.12.1. skuli ganga þannig frá tækni­rýmum að þau „séu ávallt læst ef í þeim eru tæki, búnaður eða efni sem eru viðkvæm, geta valdið slysum eða verið hættuleg börnum eða fullorðnum.“ Rafmagnstöflur séu ólæstar í sam­eiginlegu rými, sem sé skilgreint sem hjóla- og vagnageymsla/tæknirými. Þar sé óhindrað aðgengi fyrir börn og fullorðna sem geti valdið slysum og tjóni fyrir íbúa hússins. Samkvæmt gr. 6.2.2. reglugerðarinnar skuli lýsing og merkingar við alla gangstíga, hjólastíga, akbrautir og bílastæði henta þeirri umferð sem gert sé ráð fyrir á svæðinu. Bílastæði séu óupplýst ásamt hluta gangstígs, sem skapi hættu fyrir íbúa sem eigi þar leið um í skammdeginu.

Svo virðist sem húsið hafi ekki verið tekið út samkvæmt ákvæðum skoðunarhandbókar og skoðunarlista, sbr. gr. 3.5.1. í byggingarreglugerð. Hefði skoðunarhandbók og skoðunarlistum verið fylgt við áfanga- og lokaúttektir á byggingunni hefði komið fyrr til úrbóta. Ekki sé hægt að gefa út lokaúttektarvottorð þegar ekki séu uppfyllt skilyrði varðandi aðgengi, hollustuhætti og öryggismál.

Málsrök Reykjavíkurborgar: Af hálfu borgaryfirvalda er bent á að byggingaraðili hafi sótt um byggingarleyfi til breytinga á útgefnu byggingarleyfi til að lagfæra þau atriði sem úrskurðar­nefndin hafi gert athugasemdir við í fyrra máli. Hafi byggingarfulltrúi samþykkt umsókn um bílastæði fyrir hreyfihamlaða fyrir framan húsið, en með því hafi krafa byggingarreglugerðar nr. 112/2012 um bílastæði fyrir hreyfihamlaða verið uppfyllt. Skýrsla vegna stillinga á hurðar­pumpum í sameign og átaksmælingar opnunar þeirra hafi verið send byggingarfulltrúa með niðurstöðum um lagfæringar á stillingum. Einnig liggi fyrir minnisblað loftræsihönnuðar þar sem gerð sé grein fyrir hönnunarforsendum og loftun stigahúsa. Þá sé bent á að aðrar máls­ástæður sem hafi áður komið til umfjöllunar úrskurðarnefndarinnar, s.s. vélrænt útsog í eld­húsum og aðgerðir í sorpgerði, séu ekki réttmætar. Frágangur hafi verið í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, eins og hún hafi verið við samþykkt upprunalegrar byggingar­leyfisumsóknar 14. mars 2017. Hvað lýsingu á lóðinni varði þá hafi athugun byggingarfulltrúa leitt í ljós að lýsing aðkomu hússins væri í samræmi við lóðaruppdrátt frá 7. janúar 2019.

 Athugasemdir byggingaraðila: Af hálfu byggingaraðila er þess krafist að kröfum kæranda í málinu verði hafnað. Bent sé á að í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 54/2019 hafi nefndin fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15 með vísan til þess að bílastæði hreyfihamlaðra uppfylltu ekki nánar til­greindar kröfur í gr. 6.2.4. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Byggingaraðili hafi bætt úr því með því að bæta við bílastæði fyrir hreyfihamlaða beint fyrir utan aðalinngang Tangabryggju 15.

Byggingarfulltrúi hafi að öllu leyti verið meðvitaður um þau atriði sem kærandi hafi talið vera ábótavant þegar gefið hafi verið út nýtt vottorð um lokaúttekt. Athugasemdir kæranda séu að langstærstum hluta þær sömu og hafi verið settar fram í máli nr. 54/2019. Áður en lokaúttekt hafi farið fram að nýju hafi kærandi sent skjal til byggingarfulltrúa með sambærilegum athugasemdum. Embættið hafi ekki talið tilefni til að bregðast við þeim, eftir atvikum með synjun um útgáfu vottorðsins eða með útgáfu þess með athugasemdum. Hin kærða ákvörðun feli þvert á móti í sér staðfestingu á að bílastæði mannvirkisins hafi uppfyllt kröfur byggingar­reglugerðar um aðgengi hreyfihamlaðra og tilskilda stærð, að mannvirkið uppfylli að öðru leyti viðeigandi kröfur laga nr. 160/2010 um mannvirki og byggingarreglugerðar og að byggt hafi verið í samræmi við samþykkt hönnunargögn, sbr. 1. mgr. 36. gr. laganna. Full­nægjandi úrbætur hafi verið gerðar og þegar af þeirri ástæðu beri að hafna kröfum kæranda.

Stór hluti athugasemda kæranda, s.s. varðandi sorpgeymslu, tæknirými og lýsingar á bíla­stæðum og göngustígum, beinist að atriðum sem myndu teljast minniháttar frávik ef fallist yrði á þær. Athugasemdirnar hefðu í mesta lagi getað orðið til þess að byggingarfulltrúi hefði gefið út vottorð um lokaúttektina með athugasemdum skv. 4. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010. Slík minniháttar frávik geti undir engum kringumstæðum valdið ógildingu lokaúttektarinnar í heild sinni með tilheyrandi íþyngjandi réttaráhrifum fyrir byggingaraðila og aðra hlutaðeigandi aðila.

Kærandi nefni þrjú atriði sem tengist aðgengi. Fyrsta atriðið varði bílastæði fyrir hreyfi­hamlaða, en um það sé vísað til fyrri umfjöllunar. Annað atriði varði sjálfvirkan opnunarbúnað fyrir inngangs- og útidyr í aðalumferðarleiðum sem skuli gera ráð fyrir, sbr. b-lið 5. mgr. gr. 6.4.2. í byggingarreglugerð. Inngangur úr bílageymslu inn í húsið liggi ekki um inngangs- og útidyr í aðalumferðarleið í skilningi framangreinds ákvæðis. Fjallað sé um dyr innanhúss í gr. 6.4.3., en samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skuli dyr í byggingum þannig frágengnar að allir, þ.m.t. fólk í hjólastól, geti opnað þær og sé í ákvæðinu mælt fyrir um ákveðið hámarksátak við að opna hurðir. Byggingaraðili hafi framkvæmt átaksmælingar á opnun dyra í kjallaranum til þess að ganga úr skugga um og sýna fram á að þær væru innan leyfilegra marka með hliðsjón af kröfum ákvæðisins. Átaksmælingar hafi staðfest að allar eldvarnarhurðir úr bifreiðakjallara, inn að stigagöngum og að lyftu, sem og aðrar hurðir í kjallaranum, séu í samræmi við nefndar kröfur. Allar gönguleiðir séu samkvæmt gildandi reglum um aðgengi fyrir alla og öll atriði sem varða aðgengi innanhúss séu einnig í samræmi við gildandi reglur. Þriðja atriðið hafi varðað skábrautir en í gr. 6.4.11. í byggingarreglugerð sé fjallað um hönnun skábrauta fyrir hjólastóla og settar fram viðmiðunarreglur, m.a. um hámarkshalla. Byggingaraðili geri ráð fyrir að umfjöllun kæranda beinist að halla umferðarleiðar fyrir bifreiðar inn í bílgeymslu kjallarans. Umferðar­leið fyrir bifreiðar inn í bílgeymslu kjallara teljist ekki skábraut fyrir hjólastóla. Af þessari ástæðu nái kröfur um hönnun skábrauta fyrir hjólastóla ekki til þessa hluta mannvirkisins og sé ekki um brot á byggingarreglugerð að ræða.

Í skilalýsingu Tangabryggju 13-15 sé kveðið á um að vélræn loftræsing (útsog) verði í rýmum samkvæmt hönnunargögnum þar sem við eigi, auk opnanlegra faga og eldhúsháfs. Vottorð um lokaúttekt staðfesti að mannvirkið, þ.m.t. loftræsing, hafi verið byggt í samræmi við samþykkt hönnunargögn og uppfylli viðeigandi kröfur byggingarreglugerðar. Á grunnmynd af loft­ræsingu sé leitast við að varpa skýrara ljósi á þennan þátt málsins. Í því samhengi sé rétt að nefna að við lokaúttekt hafi legið fyrir yfirlýsing blikksmíða-, pípulagninga- og rafvirkja­meistara um að loftræsikerfi hafi verið stillt, samvirkni tækja prófuð og að afköst þeirra séu í samræmi við hönnunargögn. Einnig hafi legið fyrir niðurstöður loftmagnsmælinga ásamt samanburði við kröfur um loftmagn í hönnunargögnum. Að mati byggingaraðila uppfylli lofræsing allar viðeigandi kröfur byggingarreglugerðar.

Hvað sorpgeymslu varði sé bent á að gr. 6.12.7. í byggingarreglugerð eigi við um innbyggðar sorpgeymslur og sorpgeymslur sem séu byggðar í tengslum við byggingar. Hin umdeilda sorp­geymsla falli ekki undir það gildissvið þar sem um sé að ræða sorpskýli. Um sorpskýli sé fjallað í gr. 6.12.18., en hvorki sé mælt fyrir um að þau skuli vera með læsanlegri hurð né að þau skuli loftræst með ólokanlegri loftrist að útilofti. Gólf sorpskýla skuli hins vegar vera úr efni sem sé auðvelt að þrífa. Gólfflötur skýlisins sé steyptur og vélslípaður og í samræmi við gr. 6.12.18.

Að mati kæranda sé ekki forsvaranlegt að rafmagnstöflur séu ólæstar í sameiginlegu rými sem skilgreint sé sem hjóla- og vagnageymsla, sbr. 4. mgr. gr. 6.12.1. í byggingarreglugerð. Byggingaraðili hafi haft samband við sérfræðing hjá rafmagnsöryggissviði Húsnæðis- og mannvirkja­stofnunar og hafi niðurstaða hans verið sú að ekkert væri því til fyrirstöðu að staðsetja rafmagns­töflur í hjóla- og vagnageymslum. Í byggingarreglugerð séu engar kröfur um að rafmagns­töflur séu læstar og ekki verði séð af öðrum réttarheimildum að slíkar kröfur séu gerðar. Til hliðsjónar megi benda á 13. mgr. gr. 11.2. í reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki, með síðari breytingum, en þar sé tiltekið að rafmagnstöflum skuli þannig komið fyrir að aðgengi að þeim sé auðvelt og óski eigandi eða umráðamaður þess, t.d. til að koma í veg fyrir óæskilega umgengni, megi staðsetja rafmagnstöflur í læstu rými eða skáp. Af þessu ákvæði virðist mega ráða að meginreglan sé að þær skuli vera aðgengilegar og almennt í ólæstum rýmum en heimilt sé að staðsetja þær í læstu rými eða skáp.

Að lokum telji byggingaraðili lýsingu bílastæða og gangstíga vera í samræmi við kröfur 5. mgr. gr. 6.2.2. í byggingarreglugerð. Einnig sé bent á að bæði skoðunarhandbók og skoðunarlistar byggist á byggingarreglugerð og hafi lokaúttekt verið gerð með vísan til ákvæða í 36. gr. laga nr. 160/2010, sbr. einnig gr. 3.9.1., 3.9.2. og 3.9.3. í fyrrgreindri byggingarreglugerð. Mann­virkið uppfylli allar viðeigandi kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar og hafi verið byggt í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Engir annmarkar séu fyrir hendi á hinni kærðu ákvörðun sem geti leitt til ógildingar hennar og skuli því hafna kröfum kæranda í málinu.

 Viðbótarathugasemdir kæranda: Kærandi vísar til þess að þó úrskurðarnefndin hafi ekki í fyrri úrskurði tilgreint að þörf sé á að uppfylla ákveðin ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 jafngildi það ekki samþykki fyrir því að þau standi óuppfyllt. Í úrskurði nefndarinnar hafi komið fram að byggingarfulltrúa kunni „að vera rétt að bregðast við þeim athugasemdum sem kærandi hefur gert við meðferð máls þessa, s.s. um að gr. 10.2.5. í byggingar-reglugerð sé ekki fullnægt þar sem útsog sé ekki til staðar í eldhúsum íbúða.“ Vakin sé athygli á að í gr. 6.2.4. komi fram að „bílastæði hreyfihamlaðra og umferðarleiðir frá þeim að aðalinngangi byggingar skulu vera upphituð þar sem því verður við komið.“ Bílastæðið sem bætt hafi verið við fyrir framan Tangabryggju 15 sé staðsett á stétt utan snjóbræðslu og því ekki upphitað. Sannarlega sé hægt að hafa bílastæðið upphitað þar sem nálæg stétt sé upphituð og ekkert því til fyrirstöðu að upphitun nái einnig yfir stæðið.

Samkvæmt byggingarreglugerð skuli fjölbýlið að Tangabryggju 13-15 hafa fjögur bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau séu nú alls fimm talsins en fjögur þeirra séu staðsett í læstri bíla-geymslu og séu þinglýst eign eigenda fjögurra íbúða. Þá komi fram í 9. mgr. gr. 6.24. að fækka megi bílastæðum á lóð mannvirkis sem nemi fjölda sérmerktra stæða fyrir hreyfihamlaða í sameigin­legri bílgeymslu, enda sé tryggt að gestkomandi hafi ávallt aðgang að hluta stæðanna. Þar sem bílgeymsla sé læst og takmarkist við aðgengi íbúa hafi gestkomandi ekki aðgang að stæðum sem þar séu staðsett. Kærandi fái því ekki séð að hægt sé að fækka bílastæðum á lóð sem nemi fjölda sérmerktra stæða í sameiginlegri bílgeymslu, eins og reglugerð kveði á um. Þannig sé eitt bílastæði fyrir hreyfihamlaða íbúa og gesti of lítið.

Bent sé á að stilling hurðapumpa hafi ekki verið umfjöllunarefni kærunnar. Kjósi íbúi að nýta bíla­stæði sitt í bílgeymslu, þar sem nú þegar séu staðsett bílastæði fyrir hreyfihamlaða, komist sá hinn sami ekki úr bílgeymslunni nema í gegnum dyr í sameign. Það sé aðal­­umferðarleið og því óásættanlegt að hreyfihömluðum íbúum sé gert ókleift að nýta stæði sín.

Í kæru hafi komið fram að lofræsingu hafi verið komið fyrir í stigahúsum áður en seinni loka­úttekt hafi farið fram. Ekki hafi fengist staðfesting á að sú loftræsing uppfylli lágmarkskröfu gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð um 17 l/s loftskipti í stigahúsum. Þá sé bent á að stigagangar séu gluggalaus lokuð rými sem séu aðskilin stigahúsum með eldvarnarhurðum. Þar hafi ekki verið bætt úr loftræsingu. Í 1. mgr. gr. 10.2.5. komi fram að öll rými íbúða og íbúðarhúsa skuli loftræst. Sú loftræsing sem bætt hafi verið úr veiti ekki fersklofti inn á stigaganga sem séu lokaðir af og því enga loftræsingu þar að finna.

Sorpgeymslan á lóð fjölbýlishússins falli undir skilgreiningu byggingarreglugerðar um sorp­geymslu en ekki sorpgerði, enda hafi hún fjóra veggi og þak. Í gr. 6.12.7. komi fram að inn­gangur í sorpgeymslu sem byggð sé í tengslum við byggingar skuli vera utan frá um læsanlegar dyr sem opnist út. Umrædd sorpgeymsla sé sannanlega byggð í tengslum við bygginguna að Tanga­bryggju 13-15. Því eigi læsanlegar dyr að vera á henni. Einnig sé gólf­flötur sorpgeymslu steyptur en ekki vélslípaður, líkt og byggingaraðili haldi fram. Gólfflötur sé því grófur og erfiður til þrifa.

Reykjavíkurborg hafi greint frá því að athugun byggingarfulltrúa á lýsingu aðkomu hússins hafi leitt í ljós að hún væri í samræmi við lóðarblað hönnuða. Hönnunargögnin sjálf séu ekki til umfjöllunar en þau hefðu átt að uppfylla ákvæði reglugerðar til að vera samþykkt. Eins og sjá megi á myndum sé engin lýsing á gönguleið frá bílastæðum íbúa, sem staðsett séu á þaki bílgeymslu, og í myrkri sjáist gönguleiðin meðfram húsveggnum illa. Götulýsing dugi ekki til að lýsa upp gönguleiðina þar sem sorp- og hjólageymsla Tangabryggju 18 standi á milli ljósa­staura og gönguleiðar.

Það sé rangt hjá byggingaraðila að athugasemdir kæranda varði minniháttar frávik og að slíkt hefði leitt til þess að lokaúttektarvottorð hefði verið gefið út með athugasemdum. Samkvæmt 2. mgr. gr. 3.9.4. í byggingarreglugerð megi hvorki vera ófullgerðir verkþættir sem varði öryggis- og hollustukröfur né verkþættir sem séu háðir áfangaúttekt. Við lokaúttekt sé húsnæðið metið samkvæmt skoðunarhandbók og skoðunarlista Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar skv. gr. 3.5.1. Það sé forsenda úttektarinnar. Skortur á lofræsingu lokaðra rýma og það að umferðarleið að og frá bílgeymslu sé ekki hönnuð á grundvelli algildrar hönnunar leiði til athugasemda í flokki 2 samkvæmt skoðunarlista um yfirferð hönnunargagna. Athugasemdir í flokki 2 leiði til höfnunar á samþykkt og kröfu um endurtekningu skoðunar skv. gr. 2.3.1. í viðauka II við byggingar­reglugerð. Byggingarfulltrúi vanræki hlutverk sitt því mannvirkið hafi verið byggt samkvæmt hönnunargögnum sem ekki hafi uppfyllt ákvæði byggingarreglugerðar að fullu.

Gerð sé athugasemd við að á aðaluppdráttum sé hvergi skilgreint tæknirými í fjölbýlinu. Í rýminu, sem sé skilgreint sem hjóla- og vagnageymsla, sé nú búið að setja upp rafmagnstöflur, loftræsiblásara og annan tæknibúnað. Þessi geymsla sé jafnframt aðalgönguleið frá lyftu í Tangabryggju 15 að bílgeymslu. Því sé ekki heimilt að staðsetja tæknibúnað í hjóla- og vagna­geymslu og losna með þeim hætti undan þeirri kröfu gr. 6.12.1. í byggingarreglugerð að gengið skuli frá tæknirýmum þannig að þau séu ávallt læst ef í þeim séu tæki, búnaður eða efni sem séu viðkvæm, geti valdið slysum eða verið hættuleg börnum eða fullorðnum. Byggingarfulltrúa og byggingaraðila hafi mátt vera ljóst að til að uppfylla ákvæði um aðgengi að rafmagnstöflum, óheft aðgengi að björgunaropum/neyðarútgöngum og gönguleið að bílgeymslu í þessu rými stæði lítið sem ekkert rými eftir fyrir þá hjóla- og vagnageymslu sem tilgreind sé í hönnunar­gögnum.

———-

Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 1. október 2021, var þess farið á leit að stofnunin léti í ljós álit sitt á tveimur atriðum varðandi hina kærðu ákvörðun í máli þessu. Annars vegar að stofnunin gæfi álit sitt á fyrirkomulagi bílastæðis fyrir hreyfihamlaða fyrir utan hús nr. 15 á lóð Tangabryggju 13-15 í ljósi þess orðalags ákvæðis 3. mgr. gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 að bílastæði hreyfihamlaðra og umferðar­leiðir frá þeim að aðalinngangi byggingar skuli vera upphituð þar sem því verði við komið. Hins vegar að stofnunin veitti álit sitt á því hvort og þá hvernig fyrirkomulag loftræsingar Tangabryggju 13-15, eins og því hefði verið lýst í gögnum málsins, þ. á m. uppdráttum loftræsi­búnaðar og útreikningi loftskipta, samræmdist kröfum byggingarreglugerðar þar um, sbr. kafla 10.2. um loftgæði og loftræsingu og kafla 14.9. um loftræsibúnað.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitti úrskurðarnefndinni álit sitt með bréfi, dags. 1. nóvember 2021. Þar kemur fram að til þess að meta tæknilega þætti fyrrgreindra atriða hafi stofnunin leitað til fagstjóra lagna- og loftræsihönnunar hjá verkfræðistofu og loftræsihönnuðar sem starfi einnig hjá sömu stofu. Í svari stofnunarinnar við fyrirspurn nefndarinnar um upphitun bílastæða hreyfihamlaðra og umferðarleiða frá þeim er vísað til þess að markmið laga nr. 160/2010 um mannvirki sé m.a. að tryggja aðgengi fyrir alla óháð fötlun, skerðingum eða veikindum. Aðgengiskröfur innan bygginga og umhverfi þeirra séu svo nánar skilgreindar í byggingarreglugerð nr. 112/2012, en í 3. mgr. gr. 6.2.4. sé kveðið á um að bílastæði hreyfi­hamlaðra og umferðarleiðir frá þeim að aðalinngangi byggingar skuli vera upphituð þar sem því verði við komið. Með tilliti til þess markmiðs að tryggja aðgengi fyrir alla verði að túlka orðalag seinni hluta málsgreinarinnar, þ.e. „þar sem því verður við komið“, á þann máta að hér sé um undantekningu frá meginreglu að ræða. Því skuli bæði bílastæði og umferðarleiðir frá þeim vera upphituð nema eitthvað sé því til fyrirstöðu sem erfitt sé að leysa án umtalsverðs kostnaðar eða fyrirhafnar. Sé slík fyrirstaða fyrir hendi eigi jafnframt að gera grein fyrir henni í greinargerð hönnuðar, sbr. 2. mgr. gr. 4.5.3. í byggingarreglugerð. Í áliti þeirra sérfræðinga sem stofnunin hafi leitað til hafi komið fram að „samkvæmt yfirlitsmynd snjóbræðslu­kerfis L-09 virðist ekkert hindra að framlengja snjóbræðslu í gangstétt að bílastæði fyrir hreyfihamlaðra og þannig fáist snjóbrætt bílastæði og gönguleið frá stæðinu að inngangi.“ Því sé það mat stofnunarinnar að ekki hafi verið nein fyrirstaða sem réttlætti að ekki hefði verið sett snjó­bræðsla í bílastæði hreyfihamlaðra auk þess sem ekki liggi fyrir samkvæmt gögnum málsins að hönnuður hafi rökstutt slíkt frávik í greinargerð.

Að því er varði fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar um fyrirkomulag lofræsingar Tangabryggju 13-15 bendi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á að fullnægjandi loftræsing sé ein þeirra hollustukrafna sem gerðar séu til mannvirkja samkvæmt byggingarreglugerð. Stofnunin hafi talið byggingarfulltrúa vera heimilt að hafna útgáfu vottorðs um lokaúttekt mannvirkis telji hann að kröfur byggingarreglugerðar til loftræsingar séu ekki uppfylltar í skoðuðu mannvirki. Athygli sé vakin á gr. 10.1.3. í reglugerðinni um framsetningu krafna, en í ákvæðinu segi að meginreglur í 10. hluta reglugerðarinnar séu ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur séu frávíkjanlegar ef sýnt sé fram á að hollusta, loftgæði og loftræsing, rakavörn og öryggi sé tryggt með jafngildum hætti og meginregla viðkomandi ákvæðis sé uppfyllt. Í slíkum tilvikum skuli hönnuður skila með hönnunargögnum greinargerð þar sem gerð sé grein fyrir því og rökstutt með hvaða hætti meginregla ákvæðisins sé uppfyllt. Samkvæmt því séu öll ákvæði 10. hluta reglugerðarinnar ófrávíkjanleg, nema því aðeins að tekið sé fram að víkja megi frá þeim að nánari skilyrðum uppfylltum.

Í kafla 10.2. í byggingarreglugerð sé að finna ákvæði sem gildi almennt um loftræsingu allra mannvirkja, en að auki séu gerðar sérstakar og ítarlegri kröfur til einstakra tegunda mannvirkja í kaflanum, þ. á m. til íbúða og tengdra rýma. Fjallað sé um loftræsingu íbúða og tengdra rýma í gr. 10.2.5. og segi þar í 1. mgr. að íbúðir og íbúðarhús megi loftræsa með vélrænni loft­ræsingu, náttúrulegri loftræsingu eða blöndu af hvoru tveggja. Síðan sé í viðmiðunarreglu 2. mgr. greinarinnar kveðið á um að tryggja skuli að tilgreind loftskipti í íbúðarhúsum séu möguleg að lágmarki, óháð gerð loftræsingar, í tilgreindum rýmum. Samkvæmt a-lið sé kveðið á um að útsog úr eldhúsi íbúðar skuli vera 30 l/s. Að mati stofnunarinnar sé í þeim stafliðum þar sem krafist sé útsogs átt við að sérstakt útsog skuli vera úr því rými, en merking orðsins sé sú að loftið skuli dregið út án viðkomu í öðrum rýmum íbúðarinnar. Útsog í öðru rými en það sem loftræsa eigi, t.d. sem dragi loft úr eldhúsi um önnur rými íbúðarinnar, teljist að mati stofnunarinnar ekki útsog úr eldhúsi. Um þá túlkun sé vísað til 2. mgr. gr. 10.2.2. í reglugerðinni þar sem segi að við ákvörðun loftræsingar beri að taka mið af tegund og gerð rýmis, þeirri starfsemi sem þar fari fram, hita- og rakamyndun, útstreymi mengandi efna frá byggingarefnum og útbúnaði, útstreymi mengunar vegna efna og vinnslu svo og vegna athafna fólks og dýra sem þar dvelji. Ástæður þess að krafist sé útsogs úr tilteknum rýmum íbúða í gr. 10.2.5. í reglu­gerðinni séu að mati stofnunarinnar þær að ekki sé talið ásættanlegt, m.t.t. þæginda og heil­brigðis íbúa, að draga lykt og raka úr þessum rýmum yfir í önnur rými íbúða. Jafnframt vísi stofnunin þessu til stuðnings til 4. mgr. gr. 10.2.3. í reglugerðinni þar sem fram komi að nota skuli staðbundið útsog þar sem mengandi vinnsla fari fram. Sameiginlegt markmið þessara ákvæða sé að mengun, lykt, raki og annað sem valdi óæskilegum loftgæðum sé ekki að óþörfu dreift um íverurými fólks, heldur ræst út sem næst upptökunum með útsogi.

Jafnframt sé rétt að líta til 8. og 9. mgr. gr. 14.9.1. í byggingarreglugerð, en í 8. mgr. sé kveðið á um að útsog náttúrulegrar loftræsingar í byggingum skuli ávallt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks. Virkni útsogs skuli vera fullnægjandi og frágangur þannig að útsog valdi ekki óþægindum eða skaða í umhverfinu. Þá segi í 9. mgr. að útsog frá eldhúsi, baðherbergjum og salerni skuli almennt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks. Þessi ákvæði setji frágangi loftræsibúnaðar ákveðnar skorður og takmarki hvernig útsogi náttúrulegrar loftræsingar skuli háttað. Ekki sé hægt að fallast á að opnanlegt gluggafag uppfylli þær kröfur sem gerðar séu til útsogs náttúru­legrar lofræsingar. Einnig sé ekki tryggt að með opnanlegu fagi sé loft dregið út úr við­komandi íverurými þar sem engin einstefna sé í því.

Í áliti þeirra sérfræðinga sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi leitað til hafi verið bent á að í íbúðum Tangabryggju 13-15 sé útsog frá eldhúskróki dregið í gegnum alrými og salerni, en samkvæmt byggingarreglugerð megi ekki draga útsog frá eldhúsi í gegnum önnur rými. Samkvæmt byggingarreglugerð þurfi útsog frá eldhúsi að ná að lágmarki 30 l/s og 20 l/s frá baðherbergi/þvottahúsi eða samtals 50 l/s, en heildarútsog frá íbúðum í Tangabryggju 13-15 sé aðeins 35 l/s. Þá hafi verið bent á að ekki verði séð að neinar ráðstafanir hafi verið gerðar til að ná kröfu byggingarreglugerðar um loftræsingu svefnherbergja íbúða, en skv. 3. tl. 1. mgr. gr. 10.2.5. skuli magn fersklofts sem berist til svefnherbergis aldrei vera minna en 7 l/s á hvern einstakling meðan herbergið sé í notkun. Að framangreindu virtu sé það því álit stofnunarinnar að fyrirkomulag loftræsingar Tangabryggju 13-15 uppfylli ekki ákvæði gr. 10.2.5. í byggingar­reglugerð.

Í athugasemdum kæranda vegna álits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að stofnunin hafi ekki tekið til umfjöllunar fyrirkomulag loftræsingar í sameign. Mikilvægt sé að óskað sé eftir áliti stofnunarinnar hvað þetta atriði varði. Kærandi hafi fengið fagaðila til að mæla útsog í íbúð í húsinu og hafi niðurstaða þeirrar mælingar verið sú að samanlagt útsog úr baðherbergi og þvottahúsi sé 11 l/s en ekki 35 l/s, eins og hönnunargögn og byggingarreglugerð kveði á um.

Kærandi gerir og athugasemd við að úrskurðarnefndin hafi ekki beðið stofnunina um álit hennar á fjölda bílastæða fyrir hreyfihamlaða, en skv. gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð eigi fjöl­býlið að hafa að lágmarki fjögur bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Slík stæði fyrir Tangabryggju 13-15 séu í læstri bílageymslu og ekki aðgengileg öðrum en íbúum þeirra íbúða sem séu þing­lýstir eigendur þeirra. Jafnframt sé gerð athugasemd við að nefndin hafi ekki beðið stofnunina um álit hennar á skertu aðgengi íbúa að bílageymslu um aðalumferðarleið í kjallara. Samkvæmt b-lið 4. mgr. gr. 6.4.2. í reglugerðinni skuli gert ráð fyrir sjálfvirkum opnunarbúnaði fyrir inn­gangs- og útidyr í aðalumferðarleiðum. Fara þurfi um fernar dyr með þungum brunahurðum í þessari aðalumferðarleið frá bílageymslu að lyftu í Tangabryggju 15. Sé átak við að opna slíka hurð meira en sem nemi hámarksálagi skv. gr. 6.4.3. í reglugerðinni þegar hurðapumpa sé rétt stillt svo hurðin geti uppfyllt hlutverk sitt sem brunahurð. Ómögulegt sé að uppfylla bæði ákvæði gr. 6.4.3. um hámarksátak hurða og gr. 9.6.13. um að brunahólfandi hurðir skuli lokast án þess að settur sé sjálfvirkur opnunarbúnaður við hurðir á þessari aðalumferðarleið. Rétt sé að úrskurðarnefndin óski eftir því við stofnunina að hún veiti álit sitt á öllum þeim atriðum sem kæra og kvörtun til umboðsmanns Alþingis hafi lotið að.

Í athugasemdum Reykjavíkurborgar vegna álits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að samkvæmt eldri byggingarreglugerðum og eldri ákvæðum núgildandi byggingarreglu-gerðar hafi ekki verið gerð krafa um vélrænt útsog úr eldhúsum íbúða. Með reglugerð nr. 360/2016 um breytingu á byggingarreglugerð hafi verið gerðar umfangsmiklar breytingar á reglu­gerðinni, m.a. til krafna um loftræsingu. Reglugerðarbreytingin hafi ekki sérstaklega verið kynnt hlutaðeigandi aðilum, s.s. hönnuðum eða öðrum sem vinni með skilyrði og kröfur reglu­gerðarinnar. Vandséð sé að fyrirkomulag loftræsingar að Tangabryggju 13-15 sé með þeim hætti að leiða eigi til sérstakra viðbragða úrskurðarnefndarinnar, enda séu flest allar íbúðir í Reykjavík búnar loftræsingu af þessu tagi án þess að það leiði til skertra nota eða lífsgæða eða komi í veg fyrir eðlilega notkun íbúðar.

Í athugasemdum byggingaraðila vegna álits Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að loftræsihönnun í Tangabryggju 13-15 sé með sama hætti og í flestum öðrum nýbyggingum. Af því leiði að ekki aðeins lokaúttektin sé undir í þessu máli heldur einnig loftræsihönnun annarra mann­virkja, sem hafi verið gerð af mismunandi aðilum og samþykkt af byggingarfulltrúum ólíkra sveitarfélaga. Allir þessir aðilar séu sammála um að hönnun af því tagi sem hér um ræði sé í samræmi við kröfur byggingarreglugerðarinnar og að túlkun stofnunarinnar eigi sér ekki stoð í ákvæðum hennar.

Byggingaraðili hafi fengið verkfræðistofu til að gefa álit sitt á umræddri hönnun en í því áliti hafi niðurstaðan verið að sú útfærsla loftræsingar sem hönnuð sé fyrir eldhús í íbúðum hússins sam­ræmist byggingar­reglugerð og markmiðum hennar. Í áliti Húsnæðis- og mannvirkja­stofnunar og því minnisblaði verkfræðistofu sem álitið hafi byggst á hafi verið horft fram hjá skýrum texta gr. 10.2.5. í byggingar­reglugerð, en þar segi að tryggja skuli að tiltekin loftskipti í íbúðum séu „möguleg“ að lágmarki óháð gerð loftræsingar. Með öðrum orðum sé ekki gerð krafa um að þau loftskipti sem tilgreind séu fyrir sérstök rými séu ávallt til staðar heldur eingöngu að mögulegt sé að ná þeim. Í áliti stofnunarinnar virðist á því byggt að í íbúðunum þurfi að vera stöðugt vélrænt heildarútsog upp á 50 l/s. Af þeim sökum sé ekki hægt að leggja álitið til grund­vallar þar sem það byggi á forsendu sem eigi sér ekki stoð í orðalagi gr. 10.2.5. í reglugerðinni.

Byggingaraðili bendir á að í áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sé vísað til 4. mgr. gr. 10.2.3. í byggingarreglugerð, en sú grein fjalli um svæði innan byggingar þar sem mengandi starfsemi eða vinnsla fari fram. Eldhús í íbúðarhúsum flokkist ekki undir mengandi starfsemi í skilningi greinarinnar heldur eigi hún við um atvinnustarfsemi, sbr. tilvísun til reglugerðar Vinnu­eftirlitsins um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum. Þá séu aðstæður ekki með þeim hætti að eldhús séu loftræst með útsogi af baðherbergi, eins og stofnunin haldi fram, heldur séu alrými/eldhús loftræst um opnanleg gluggafög og fersklofts­ventla. Auk þess séu eldhúsháfar með kolasíu í öllum eldhúsum með afkastagetu upp á 720 m3/klst., eða 200 l/s, sem tryggi að loft frá eldhúsi sé síað eða hreinsað.

Í minnisblaði verkfræðistofu þeirrar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi leitað til segi að útsog úr eldhúskróki sé dregið í gegnum alrými og salerni og að það sé óheimilt skv. 1. tl. 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Samkvæmt umræddu ákvæði megi ekki draga útsog frá eldhúsi, salernum eða þvottahúsi í gegnum önnur rými hússins. Verði fallist á þá túlkun felist þversögn í ákvæðinu. Í íbúðum Tangabryggju 13-15 og í langflestum öðrum mann­virkjum sé fyrir hendi útsogsbúnaður, almennt í baðherbergi/þvottahúsi. Ferskloft sé dregið inn í íbúðir í gegnum túður á útveggjum og, eftir atvikum, í gegnum opnanleg fög og ferðist loftið þaðan að útsogs­búnaði, mögulega með viðkomu í alrými og eldhúsi. Geti því komið fyrir að ferskloft úr alrými og/eða eldhúsi dragist að útsogsbúnaði baðherbergis/þvottahúss. Verði ekki séð að þetta brjóti í bága við fyrrnefndan tölulið enda væri eina leiðin til að tryggja að þessi loftskipti ættu sér ekki stað að hafa eldhúsið lokað af, en slík krafa finni sér enga stoð í byggingar­reglugerð.

Í gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð segi að öll rými íbúða og íbúðarhúsa skuli loftræsa og að heimilt sé að beita náttúrulegri loftræsingu, vélrænni loftræsingu eða blöndu af hvoru tveggja. Af greininni leiði skýrlega að beita megi náttúrulegri loftræsingu til að skapa útsog úr rými. Í áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sé hins vegar vitnað til 8. mgr. gr. 14.9.1. í reglu­gerðinni og tekið fram að opnanlegt gluggafag uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar séu til útsogs náttúrulegrar loftræsingar. Verði ekki annað af því ráðið en að stofnunin byggi á því að stöðugt vélrænt útsog þurfi að vera í eldhúsum íbúða. Ákvæðið sé svohljóðandi: „Útsog náttúrulegrar loftræsingar í byggingum skal ávallt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks. Virkni útsogs skal vera fullnægjandi og frágangur þannig að útsog valdi ekki óþægindum eða skaða í umhverfinu.“ Bent sé á að ákvæðið innihaldi ekki meginreglur heldur tilgreini almennar kröfur. Það sé því ekki ófrjávíkjanlegt ef hægt sé að sýna fram á að kröfur sem þar séu tilgreindar séu uppfylltar með öðrum hætti en tiltekið sé í reglugerðinni. Verði fallist á framangreinda túlkun stofnunarinnar þá falli opnanleg gluggafög ekki undir náttúrulega loftræsingu í skilningi byggingar­reglugerðarinnar nema gluggarnir séu staðsettir á þaki mannvirkis, en það geti augljóslega ekki verið raunin. Mun nærtækari túlkun sé sú að öll útloftunarrör þurfi að ná upp fyrir efstu klæðningu þaks og að ekki megi stinga slíku útsogi í gegnum útvegg. Sé ákvæðinu þannig ekki ætlað að gilda um glugga og önnur opnanleg fög og standi því ekki í vegi fyrir að tekið sé tillit til áhrifa opnanlegra faga og fleiri þátta við mat á lágmarkslofts-skiptum rýma. Því til viðbótar sé bent á að stöðugt vélrænt útsog úr eldhúsum geti valdið óeðlilega mikilli orku­notkun við ákveðnar aðstæður, en slíkt sé í andstöðu við meginmarkmið 14. kafla byggingar­reglugerðar og geti haft í för með sér önnur óæskileg áhrif, s.s. undirþrýsting.

Samkvæmt framangreindu sé að mati byggingaraðila fullnægjandi útsog úr eldhúsi mögulegt sé tekið tillit til áhrifa opnanlegra faga, ferskloftsventla og fleiri atriða, enda verði ákvæði byggingar­reglugerðar, að teknu tilliti til fyrirkomulags íbúða, ekki túlkuð með þeim hætti að óheimilt sé að líta til þessara þátta við mat á kröfum gr. 10.2.5. og enn síður þannig að krafist sé stöðugs vélræns útsogs frá eldhúsum upp á 30 l/s. Hafi því ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að lofræsing mannvirkjanna sé í samræmi við byggingarreglugerð.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi í áliti sínu tekið fram, án rökstuðnings, að „ekki liggi fyrir að krafa um ferskloft í svefnherbergjum íbúða skv. 3. tl. 1. [m]gr. 10.2.5. gr. byggingar-­reglugerðar sé uppfyllt“, en í minnisblaði verkfræðistofu sé tekið fram að til þess að hægt sé að uppfylla kröfur ákvæðisins þurfi „að lágmarki einn ferskloftsventil í hvert svefnherbergi til viðbótar við ferskloftsventilinn í alrýminu.“ Í nefndu byggingarreglugerðarákvæði sé tekið fram að magn fersklofts sem berist til svefnherbergis skuli aldrei vera minna en 7 l/s á hvern einstakling á meðan herbergið sé í notkun og sé þar hvergi minnst á ferskloftsventla. Í samræmi við reglugerðina sé þessum kröfum mætt með náttúrulegri loftræsingu í svefnherbergjum og loftræsingu íbúðanna að öðru leyti. Í áliti þeirrar verkfræðistofu sem byggingaraðili hafi leitað til hafi komið fram að ferskloftsventlar tryggi ekki betur kröfur gr. 10.2.5. heldur en opnanleg gluggafög. Jafnframt sé bent á að fjölmörg nýleg fjölbýlishús séu hönnuð með sama hætti að þessu leyti.

Þá telji byggingaraðili að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu sem haggi þeirri niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að það varði ekki ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar að bílastæði hreyfihamlaðra fyrir framan Tangabryggju 15 sé ekki upphitað. Umræddu bílastæði hafi verið komið fyrir í kjölfar úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 54/2019. Eðli málsins samkvæmt hafi ekki verið gert ráð fyrir bílastæðinu við hönnun og byggingu mannvirkjanna og því hafi ekki verið fjallað um ætlað frávik í greinargerð hönnuðar. Ljóst sé að hreyfihamlaðir geti notað upphituðu gangstéttina til að komast að og frá bílum sínum og sé því fullnægjandi aðgengi að mannvirkjunum tryggt þrátt fyrir að bílastæðið sjálft sé það ekki.

Að lokum sé gerð athugasemd við að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi leitað til verkfræði­stofu, sem sé einkaaðili og samkeppnisaðili þeirra sem hafi hannað Tangabryggju 13-15, í stað þess að notast við sérfróða aðila sem starfi innan stofnunarinnar. Gjalda verði varhug við að leggja minnisblað verkfræðistofunnar til grundvallar ef til standi að fella lokaúttektina úr gildi. Jafnframt sé bent á að til þess að koma loftræsingu mannvirkjanna í það horf sem stofnunin leggi til grundvallar þyrfti líklegast að koma fyrir veggblásara í hverri einustu íbúð sem myndi kalla á umfangsmiklar framkvæmdir með tilheyrandi ónæði, en m.a. þyrfti að setja veðurhlíf á fasteignirnar á meðan á slíkum framkvæmdum stæði.

———-

Undir rekstri þessa máls óskaði Öryrkjabandalag Íslands eftir því að fulltrúar þess yrðu kallaðir til ráðgjafar og aðstoðar úrskurðarnefndinni við endurupptöku málsins á grundvelli 4. mgr. 3. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Af hálfu úrskurðar­nefndarinnar var bent á að bandalaginu væri heimilt að koma að athugasemdum í málinu sem nefndinni væri skylt að hafa til hliðsjónar við úrlausn þess á grundvelli rannsóknarskyldu hennar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. febrúar 2022, kom bandalagið að sínum sjónarmiðum í málinu. Er þar m.a. bent á að kærumálið snúist annars vegar um að vernda líf, heilsu og öryggi fatlaðs fólks sem nýti umrædda byggingu, en hins vegar um að uppfyllt sé krafa byggingarreglugerðar nr. 112/2012 um að tryggja skuli aðgengi fyrir alla. Ljóst sé að hreyfihamlaðir og veikburða fólk geti ekki opnað dyr með þungum eldvarnarhurðum af eigin rammleik og því blasi við að öryggi þeirra sé stefnt í voða. Í lögum sé enga heimild að finna til að veita leyfishöfum undanþágu frá ákvæðum byggingarreglugerðar um algilda hönnun.

Öryrkjabandalagið líti svo á að aðalumferðarleið, sbr. gr. 6.4.2. í byggingarreglugerð, séu allar leiðir í sameign, þ. á m. frá bílastæði, inn og út um aðalinngang, inn á og eftir gangi, að íbúðum, að geymslum, m.a. bílageymslum, og inn og út um aðra innganga. Sá skilningur hafi verið staðfestur af starfsmanni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með tölvupósti 5. febrúar 2021. Allar dyr á þeim leiðum þurfi að vera öllum opnanlegar án erfiðleika og með ekki hærri þröskuldi en 25 mm. Sérstakar kröfur séu gerðar til inngangs- og útidyra og eldvarnarhurða enda sé ekki hægt að tryggja að átak sé innan þeirra viðmiða sem gildi um aðrar dyr í byggingum. Á þær dugi ekki hefðbundnar hurðapumpur því ef miðað sé við að allir geti opnað dyrnar þá falli hurðirnar ekki vel að stöfum og gegni því ekki hlutverki sínu. Þyngd hurða, veðrátta og annað geti spilað inn í. Ekki sé hægt að leggja fram átaksmælingu sem sýni fram á að þyngd sé innan marka, eins og byggingaraðili hafi gert í málinu, en reynslan sýni að hið mælda átak verði ekki til frambúðar. Fyrr en vari verði búið að þyngja pumpurnar með þeim af­leiðingum að veikburða fólk geti ekki opnað dyrnar. Þar með standist byggingin ekki kröfur byggingar­reglugerðar. Hefði úrskurðarnefndin átt að kalla til óháðan aðila til að átaksmæla dyrnar í stað þess að taka mælingar byggingaraðila gildar.

Sú niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að orðalagið „gert skal ráð fyrir sjálfvirkum opnunar­búnaði“ feli einungis þá kröfu í sér að vel sé hægt að koma slíkum búnaði fyrir sé forkastanleg og byggi á yfirmáta þröngri túlkun orðalagsins þar sem horft sé framhjá anda og tilgangi reglu­gerðarinnar, en að auki sé túlkunin úr tengslum við reglur um algilda hönnun og öryggi. Orða­lagið „gert skal ráð fyrir“ sé margoft notað í byggingarreglugerðinni og væri fráleitt ef þau atriði yrðu öll túlkuð sem valkvæð, en þá myndu fjölmörg ákvæði reglugerðarinnar missa marks. Sem dæmi megi nefna að í gr. 4.2.3. í byggingarreglugerð segi að á uppdrætti skuli gert ráð fyrir reit fyrir undirritun hönnunarstjóra og verði að teljast ólíklegt að þar með sé slíkt formsatriði valkvætt.

Eldvarnarhurðir þurfi að lokast vel að stöfum og séu þungar fyrir. Því sé engin handvirk pumpa til sem ráði við það án þess að fara yfir það viðmið að átak við að opna hurð sé mest 25 N á handfangi og mesti þrýstingur eða tog ekki yfir 40 N. Komi enda fram í gögnum frá kæranda að þegar byggingaraðili hafi létt á hurðapumpum eldvarnarhurða hafi átak ekki verið nægjanlegt til að loka hurðunum tryggilega. Því sé ekki hægt að uppfylla bæði gr. 9.1.1. og 4. mgr. gr. 6.4.2. í byggingarreglugerðinni á sama tíma. Bent sé á að í leiðbeiningum við gr. 9.4.7., er fjalli um hurðalokara (pumpu), segi að slíkir lokarar séu almennt ekki heppilegir þar sem börn eða aldraðir gangi um eða þar sem tryggja þurfi aðgengi fatlaðra, t.d. að öruggum svæðum vegna flóttaleiða. Líta verði svo á að sjálfvirkir opnarar eigi að vera uppsettir við inngangs- og útidyr og að á eldvarnarhurðum séu sérstakir lokarar, t.d. segullokarar, sem hægt sé að opna sjálfvirkt til að mannvirki standist öryggisúttekt.

Öryrkjabandalagið hafi aðstoðað íbúa við kvörtun til byggingarfulltrúans í Reykjavík vegna þungra eldvarnarhurða í nýbyggingu vorið 2020. Lokaúttekt hefði þá farið fram og byggingar­fulltrúi þá krafist þess að verktaki myndi setja upp rafdrifna opnun á hurðum í aðal­umferðarleiðum, sem væru aðalinngangur og inngangur frá bílageymslu. Þetta hefði síðan gengið eftir. ­Þarna sé um að ræða rétta túlkun á gr. 6.4.2. í byggingar­reglugerðinni og hafi sú túlkun fordæmisgildi.

Aðeins eitt bílastæði sé uppsett fyrir hreyfihamlaða við Tangabryggju 15, sem sé skýrt brot á gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð, og sé frágangur á því með öllu ófullnægjandi, enda ekki snjó­bræðsla undir stæðinu og umferðarleið óupplýst. Þá séu fjögur bílastæði að finna í læstri bíla­geymslu sem uppfylli kröfur um bílastæði hreyfihamlaðra hvað varði stærð, merkingar og umferðarleiðir. Þó sé ekki um raunveruleg bílastæði hreyfihamlaðra að ræða þar sem þau séu þinglýst á ákveðnar íbúðir. Íbúum þeirra íbúða sé ekki heimilt að leggja í stæðin en skv. 78. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 hafi eingöngu handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra heimild til að leggja í slík stæði. Í ljósi meðalhófsreglu hefði verið hægt að fara aðra og vægari leið, t.a.m. með kvöðum. Þá sé bagalegt að úrskurðarnefndin hafi látið það óátalið að byggingaraðili hafi komist upp með þann málamyndagjörning að segjast hafa uppfyllt skyldu varðandi fjölda bílastæða fyrir hreyfihamlaða með stæðum sem séu í óaðgengilegu rými og ekki til almennra nota.

Til að aflétta því ólögmæta ástandi sem ríki í mannvirkinu séu tvær leiðir færar. Annars vegar að koma upp hið minnsta fjórum auka bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóð sem hægt væri að úthluta til hreyfihamlaðra íbúa hússins. Hins vegar að losa áðurnefndar þinglýsingar á bíla­stæðum í kjallara og úthluta stæðunum upp á nýtt til íbúa sem væru handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, auk þess að setja upp segullokara á eldvarnarhurðir. Þá sé bent á að van­hugsaður úrskurður geti haft slæmt fordæmi í sambærilegum málum. Þannig sé dæmi um að byggingarfulltrúinn í Reykjavík hafi, í kjölfar fyrri úrskurðar máls þessa, fallið frá þeirri kröfu að verktaki setji upp sjálfvirkan opnara við eldvarnarhurð í tengslum við loka­úttekt ný­byggingar í Reykjavík.

Í athugasemdum byggingaraðila vegna bréfs Öryrkjabandalagsins er bent á að bandalagið eigi ekki aðild að máli þessu og því hafi skoðanir þess enga þýðingu við úrlausn þess. Í bréfi úrskurðar­nefndarinnar til byggingaraðila vegna endurupptöku málsins, dags. 21. september 2021, hafi aðal­áherslan verið lögð á bílastæði fyrir hreyfihamlaða við aðalinngang fasteignanna og loft­ræsingu. Ekkert hafi gefið til kynna að nefndin ætlaði að taka til skoðunar önnur atriði í úrskurðinum. Bent sé á að með endurupptöku máls sé ekki ætlunin að gefa stjórnvaldi færi á að breyta fyrri túlkun sinni á umdeildum atriðum þegar ekkert liggi fyrir í málinu sem haggi þeirra túlkun, s.s. nýjar upplýsingar eða gögn, augljós mistök eða lagabreytingar. Eigi það sérstak­lega við þegar ákvörðun um endurupptöku máls sé tekin að eigin frumkvæði stjórn­valds. Sé úrskurðarnefndin þannig bundin við niðurstöðu sína í úrskurði máls nr. 134/2020 varðandi flest þau atriði sem um sé fjallað í bréfi Öryrkjabandalagsins.

Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar hafi nefndin túlkað ákvæði b-liðar 5. mgr. gr. 6.4.2. í byggingar­reglugerð á þá leið að ekki væri gerð krafa um að inngangs- og útidyr í aðal­umferðarleiðum væru með sjálfvirkum opnunarbúnaði heldur einungis að vel væri hægt að koma slíkum búnaði fyrir. Túlkunin sé í samræmi við orðalag ákvæðisins og sé ekkert í málinu sem haggi þeirri niðurstöðu. Hefði staðið til að gera þá kröfu að inngangs- og útidyr skyldu vera búnar sjálfvirkum opnunarbúnaði hefði einfaldlega verið hægt að nota orðið „skal“, líkt og gert sé víðsvegar í byggingarreglugerðinni, þ.m.t. á öðrum stöðum í gr. 6.4.2. Í því samhengi sé bent á að við setningu byggingarreglugerðarinnar hafi ákvæðið verið orðað á þá leið að „útidyr og inngangsdyr í aðalumferðarleiðum skulu vera með sjálfvirkum opnunarbúnaði“, en því hafi verið breytt í núverandi horf með reglugerð nr. 280/2014 um (3.) breytingu á byggingar­reglugerð nr. 112/2012. Þá sé bent á að hefði Húsnæðis- og mann-virkjastofnun talið að ákvæðið fæli í sér afdráttarlausa kröfu um sjálfvirkan opnunarbúnað hefði stofnunin tekið það fram í leiðbeiningum sínum við ákvæðið, en það geri hún ekki. Niðurstaðan sé einnig í samræmi við eldri úrskurðaframkvæmd, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 35/2017.

Niðurstaða: Í máli þessu er deilt um lögmæti þeirrar ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykja­vík frá 21. október 2020 að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15. Svo sem rakið er í málavöxtum kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð 6. maí 2021 þar sem kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunarinnar var hafnað en málið var síðar endurupptekið 21. september s.á. að frumkvæði nefndarinnar. Við endurupptöku málsins sætir hin kærða ákvörðun lögmætisathugun úrskurðarnefndarinnar í heild sinni og verður því ekki fallist á með byggingaraðila að nefndin sé bundin við að fjalla einungis um þau atriði sem óskað var eftir að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun léti í ljós álit sitt á. Þá verður með hliðsjón af rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 tekið tillit til allra þeirra gagna sem liggja fyrir úrskurðarnefndina, þ. á m. sjónarmiða Öryrkjabandalags Íslands sem koma fram í bréfi þess hinn 17. febrúar 2022. Breytir engu þar um þótt bandalagið sé ekki aðili málsins.

———-

Meðal markmiða laga nr. 160/2010 um mannvirki er að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt, sbr. a-lið 1. gr. laganna. Jafnframt er það markmið þeirra að tryggja aðgengi fyrir alla, sbr. e-lið sömu lagagreinar. Í því skyni mæla lögin fyrir um lögbundið eftirlit byggingarfulltrúa með mannvirkjagerð, sbr. 2. og 3. mgr. 16. gr. þeirra laga, en hluti af því eftirliti felur í sér framkvæmd lokaúttektar og útgáfu vottorðs. Samkvæmt 3. mgr. 36. gr. laganna skal við lokaúttekt gera úttekt á því hvort mannvirkið upp­fylli ákvæði laganna og reglugerða sem settar hafa verið samkvæmt þeim og hvort byggt hafi verið í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Þá er mælt fyrir um í 4. mgr. lagagreinarinnar að ef mannvirkið uppfylli ekki að öllu leyti ákvæði laganna og reglugerða sem settar hafi verið sam­kvæmt þeim þá geti útgefandi byggingarleyfis gefið út vottorð um lokaúttektina með athugasemdum. Þáttum sem varði aðgengi skuli þó ávallt hafa verið lokið við gerð lokaúttektar. Segir jafnframt í 5. mgr. sömu lagagreinar að eftirlitsaðili geti fyrirskipað lokun mannvirkis komi í ljós við lokaúttekt að mannvirki uppfylli ekki öryggis- eða hollustukröfur og lagt fyrir eiganda þess að bæta úr, en lokaúttektarvottorð skuli þá ekki gefið út fyrr en það hafi verið gert.

Í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 54/2019 sótti byggingaraðili um og fékk sam­þykkta breytingu á byggingarleyfi mannvirkis í því skyni að koma fyrir bílastæði fyrir hreyfi­hamlaða fyrir utan húsið nr. 15 á lóðinni Tangabryggju 13-15 sem hann og gerði. Í 3. mgr. gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 kemur fram að bílastæði hreyfihamlaðra og umferðar­leiðir frá þeim að aðalinngangi byggingar skuli vera upphituð þar sem því verði við komið. Fyrir liggur að gangstétt við hlið bílastæðisins er upphituð og í áliti Húsnæðis- og mannvirkja­stofnunar segir að ekki hafi verið nein fyrirstaða sem réttlætti að ekki hefði verið sett snjó­bræðsla í stæðið. Að því virtu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að nægilega liggi fyrir í málinu að því hafi verið komið við að hafa bílastæðið upphitað og að fyrrgreindum áskilnaði þar um í gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð hafi þar af leiðandi ekki verið fullnægt þegar byggingafulltrúi gaf út hið kærða lokaúttektarvottorð. Í ljósi áður­greinds markmiðs laga nr. 160/2010 um að tryggja aðgengi fyrir alla, sbr. e-lið 1. gr. laganna, og þess að þáttum sem varði aðgengi skuli ávallt hafa verið lokið við gerð lokaúttektar, sbr. 2. málslið 4. mgr. 36. gr. sömu laga, verður að telja að vöntun á upphitun bílastæðisins hafi falið í sér annmarka á hinni kærðu ákvörðun byggingarfulltrúa.

Samkvæmt 5. mgr. nefndrar gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð skal fjöldi bílastæða fyrir hreyfi­hamlaða við íbúðarhús, önnur en sérbýlishús, vera að lágmarki samkvæmt töflu 6.01. Í henni kemur fram að þegar fjöldi íbúða sé á bilinu 41-65 skuli vera fjögur bílastæði fyrir hreyfi­hamlaða. Þá segir í 9. mgr. ákvæðisins að fækka megi bílastæðum á lóð mannvirkis samkvæmt töflu 6.01 sem nemi fjölda sérmerktra stæða fyrir hreyfihamlaða í sameiginlegri bílgeymslu, enda sé tryggt að gestkomandi hafi ávallt aðgang að hluta stæðanna. Fjölbýlishúsið að Tanga­bryggju 13-15 er með 63 íbúðum og skulu því þar vera fjögur bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Í bílgeymslu hússins er að finna fjögur bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau tilheyra hins vegar öll tilgreindum íbúðum hússins samkvæmt þinglýstum yfirlýsingum þar um og gestkomandi fólki er því ekki heimill aðgangur að þeim. Verður því að telja að fyrrgreint skilyrði fyrir fækkun bílastæða á lóð fyrir hreyfihamlaða, sbr. 9. mgr. gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð, á lóðinni að Tanga­bryggju 13-15 hafi ekki verið uppfyllt þegar umrædd lokaúttekt fór þar fram. Þar sem þar hafði einungis verið útbúið eitt sérgreint bílastæði fyrir hreyfihamlaða uppfyllti mannvirkið ekki skilyrði byggingarreglugerðarinnar hvað þetta varðar við lokaúttekt.

———-

Meðal ágreiningsefna þessa máls er hvort frágangur eldvarnarhurða í aðalumferðarleið frá bílgeymslu að lyftum í kjallara umrædds húss uppfylli skilyrði mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar. Mælt er fyrir um það í b-lið 5. mgr. gr. 6.4.2. í reglugerðinni að gera skuli ráð fyrir sjálfvirkum opnunarbúnaði fyrir inngangs- og útidyr í aðalumferðarleiðum. Við túlkun á því orðalagi ber að líta til þess að í upprunalegri útgáfu byggingarreglugerðarinnar nr. 112/2012 hljóðaði ákvæðið á þá leið að inngangs- og útidyr í aðalumferðarleiðum skyldu vera með sjálfvirkum opnunarbúnaði, en með reglugerð nr. 280/2014 um (3.) breytingu á reglu­gerðinni var orðalagi ákvæðisins breytt í fyrrnefnt horf. Verður því það orðalag ákvæðisins að gera skuli ráð fyrir sjálfvirkum opnunarbúnaði ekki túlkað á þá leið að sú krafa sé gerð að inngangs- og útidyr í aðalumferðarleiðum séu með sjálfvirkan opnunarbúnað, enda myndi sú niðurstaða leiða til þess að ekki hefði falist nein efnisleg breyting í nefndri reglugerðar­breytingu. Verður því að líta svo á að í ákvæðinu felist einvörðungu að vel sé hægt að koma sjálfvirkum opnunar­búnaði fyrir við inngangs- og útidyr. Þá er einnig ljóst að tilvísun ákvæðisins til inngangs- og útidyra tekur ekki til allra þeirra dyra sem eru í aðalumferðarleið frá bílgeymslu að lyftum, svo sem kærandi heldur fram, heldur einvörðungu inngangsdyra frá bílgeymslunni.

Í gr. 6.4.3. er fjallað um dyr innanhúss og í 3. mgr. nefndrar greinar segir að dyr í byggingum skulu þannig frágengnar að allir, þar með talið fólk í hjólastól, geti opnað þær án erfiðleika. Miða skuli við að átak við að opna hurð sé mest 25 N á handfangi og mesti þrýstingur eða tog ekki yfir 40 N. Þá er fjallað um varnir gegn eldsvoða í 9. hluta byggingarreglugerðar og samkvæmt gr. 9.1.1. skal við hönnun mannvirkis tryggja að glæðing, útbreiðsla elds og reyks innan þess sé takmörkuð. Fram kemur í 1. mgr. gr. 9.5.2. að frá hverju rými byggingar þar sem gera megi ráð fyrir að fólk dveljist eða sé statt skuli vera fullnægjandi flóttaleiðir úr eldsvoða. Í 8. mgr. sama ákvæðis segir að við ákvörðun flóttaleiða skuli tekið tillit til krafna um algilda hönnun, en skv. 1. mgr. gr. 6.1.2. í reglugerðinni skal með algildri hönnun tryggt að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun bygginga á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr byggingum, jafnvel við óvenju­legar aðstæður, t.d. í eldsvoða. Sú meginregla gildir um dyr í flóttaátt að auðvelt skal vera að opna þær án tafar, sbr. 1. tölulið 1. mgr. gr. 9.5.9. í byggingarreglugerð. Einnig gildir sú meginregla skv. 1. mgr. gr. 9.6.13. að hurðir og hlerar í brunahólfandi skilum bygginga skuli þannig útfærðir að þeir auki ekki líkur á útbreiðslu elds og reyks og sú viðmiðunarregla skv. 2. mgr. að hurðir í og sem liggja að flóttaleiðum skuli vera sjálflokandi.

Af framangreindum reglugerðarákvæðum er ljóst að vegna krafna um algilda hönnun ber við hönnun mannvirkja að tryggja að allir geti nýtt flóttaleiðir án erfiðleika. Fallast má á að sé nauðsynlegt átak við að opna eldvarnarhurð lítið geti það leitt til þess að hún þjóni ekki því hlutverki að tryggja að glæðing, útbreiðsla elds og reyks sé takmörkuð, sbr. áðurnefnda gr. 9.1.1. í byggingarreglugerð. Hins vegar verður ekki talið að ómögulegt sé að uppfylla á sama tíma kröfur reglugerðarinnar um hámarksátak við opnun dyra og kröfur um brunahólfandi hurðir. Verður í þeim efnum að meta hverja eldvarnar­hurð fyrir sig til að skera úr um hvort kröfur byggingarreglugerðar um brunavarnir séu uppfylltar.

Fyrir liggur að eftir úrskurð úrskurðarnefndarinnar í kærumáli nr. 54/2019, þar sem loka­úttektar­­vottorð umrædds húss frá 1. júlí 2019 var fellt úr gildi, mældi byggingaraðili átak á hurðum í kjallara hússins 14. september 2020 og mun hann hafa lagfært stillingar á hurða­pumpum svo skilyrði 4. mgr. gr. 6.4.3. í byggingarreglugerð væru uppfyllt. Fram kemur í hinu kærða lokaúttektarvottorði að skoðun á bílastæði fyrir hreyfihamlaða hafi farið fram 21. október s.á., en ekkert kemur þar fram um að hurðir í kjallara hússins hafi jafnframt verið skoðaðar. Í greinar­gerð Reykjavíkur­borgar í kærumáli þessu kemur fram að byggingarfulltrúi hafi metið það svo að með greindri skýrslu hafi verið sýnt fram á að virkni hurðapumpa væri í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Hins vegar liggur ekki fyrir að byggingarfulltrúi hafi á grundvelli rannsóknar­skyldu sinnar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, tekið sjálfur til nánari skoðunar hvort fyrrgreindar breytingar hefðu leitt til þess að umræddar hurðir uppfylltu þar með ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt byggingarreglugerð til slíkra hurða vegna brunavarna.

———-

Kemur þá næst til skoðunar fyrirkomulag loftræsingar hússins að Tangabryggju 13-15. Í málinu liggur fyrir álit Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem byggist m.a. á minnisblaði verkfræði­stofu, þess efnis að loftræsing mannvirkjanna uppfylli ekki kröfur byggingar­reglugerðar um loftræsingu. Er í álitinu vísað til þess að ekki sé sérstakt útsog úr eldhúsi, sbr. 1. tölulið 1. mgr. gr. 10.2.5. í reglugerðinni, auk þess sem heildarútsog úr íbúðum sé aðeins 35 l/s og hvorki séu viðmiðunarreglur 1. töluliðar 2. mgr. gr. 10.2.5. uppfylltar né sé rökstutt í greinargerð hönnuðar á hvern annan hátt meginregla ákvæðisins sé uppfyllt, sbr. gr. 10.1.3. í sömu reglugerð. Enn fremur telur stofnunin að ekki sé uppfyllt skilyrði 3. tl. 1. mgr. gr. 10.2.5. um ferskloft í svefnherbergjum íbúða. Þá liggur einnig fyrir minnis­blað annarrar verkfræðistofu sem aflað var að beiðni byggingaraðila, þar sem komist er að gagn­stæðri niðurstöðu.

Í 10. hluta byggingarreglugerðar, sem fjallar um hollustu, heilsu og umhverfi, eru tilteknar þær kröfur sem gerðar eru til loftgæða og loftræsingar innan mannvirkja. Þannig segir í gr. 10.2.1. að loftgæði innan mannvirkja skuli vera fullnægjandi og í samræmi við notkun þeirra og tryggt að loft innan mannvirkis innihaldi ekki mengandi efni sem valdið geti tjóni eða óþægindum. Sam­kvæmt gr. 10.1.3. eru meginreglur þess hluta reglugerðarinnar ávallt ófrávíkjanlegar, en viðmiðunar­reglur eru frávíkjanlegar ef sýnt sé fram á að hollusta, loftgæði og loftræsing, raka­vörn og öryggi séu tryggð með jafngildum hætti og meginregla viðkomandi ákvæðis uppfyllt. Loftræsa skal allar byggingar og getur loftræsing verið vélræn, náttúruleg eða blanda af hvoru tveggja, sbr. 1. mgr. gr. 10.2.2., en í 2. mgr. greinarinnar kemur fram að við ákvörðun loftræsingar beri t.d. að taka mið af tegund og gerð rýmis og hita- og rakamyndun. Í gr. 10.2.5. er fjallað um loftræsingu íbúða og tengdra rýma og samkvæmt síðasta málslið 1. töluliðs 1. mgr. greinarinnar gildir sú meginregla að öll rými íbúða og íbúðarhúsa skuli loftræst. Heimilt sé að beita náttúru­legri loftræsingu, vélrænni loftræsingu eða blöndu af hvoru tveggja. Loftræsing skuli henta viðkomandi rými þannig að magn fersklofts sé fullnægjandi til að komið sé í veg fyrir lyktar­mengun og rakamettun innilofts. Útsog skuli vera úr eldhúsi, baðherbergi íbúðar, minni snyrt­ingum, þvottaherbergjum, stökum geymslum og kjallaraherbergjum. Útsog frá eldhúsi, salernum og þvottahúsi megi ekki draga gegnum önnur rými hússins.

Þrátt fyrir að loftræsing geti verið náttúruleg, sbr. 1. mgr. gr. 10.2.2. í byggingarreglugerð, verður við ákvörðun loftræsingar að taka mið af notkun rýmis, sbr. 2. mgr. sömu reglugerðar­greinar og 1. tölulið 1. mgr. gr. 10.2.5., en meiri kröfur eru gerðar til loftgæða og loftræsingar í votrýmum og eldhúsum en í íverurýmum. Gildir því sú meginregla samkvæmt fyrrgreindum 1. tölulið 1. mgr. gr. 10.2.5. að ekki má draga útsog frá eldhúsi, salernum og þvottahúsi gegnum önnur rými húss. Ekki verður annað ráðið af hönnunargögnum fjölbýlis­hússins að Tanga­bryggju 13-15 en að útsog úr eldhúsum íbúða þar sé dregið í gegnum önnur rými, en í eldhúsum íbúðanna er ekki að finna sérstakt útsog. Er það í andstöðu við greinda meginreglu 1. töluliðar 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð.

Samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð gildir sú meginregla að magn fersklofts sem berist til svefnherbergis skuli aldrei vera minna en 7 l/s á hvern einstakling meðan herbergið sé í notkun. Í fyrirliggjandi áliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að tilvitnað skilyrði reglugerðarákvæðisins hafi ekki verið uppfyllt við lokaúttekt. Úrskurðarnefndin telur ekki ástæðu til að gera athugasemd við þá niðurstöðu og verður hún því lögð til grundvallar niðurstöðu í málinu hvað það varðar.

———-

Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið voru nokkrir ann­markar á frágangi umræddrar fasteignar við lokaúttekt hennar, en vottorð um þá úttekt var þó gefið út án athugasemda. Við mat á því hverju það varði ber að líta til þess að skv. 1. málslið 4. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010 getur útgefandi byggingarleyfis gefið út vottorð um lokaúttekt með athugasemdum ef mann­virki er ekki fullgert við lokaúttekt, það uppfyllir ekki að öllu leyti ákvæði nefndra laga eða reglugerða sem settar hafi verið samkvæmt þeim eða er ekki að öllu leyti í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Hins vegar er sérstaklega tekið fram í 2. málslið 4. mgr. að þáttum sem varði aðgengi skuli þó ávallt hafa verið lokið við gerð lokaúttektar. Þá segir í 5. mgr. sömu lagagreinar að komi í ljós við lokaúttekt að mannvirki uppfylli ekki öryggis- eða hollustukröfur geti eftirlitsaðili fyrirskipað lokun mannvirkis og lagt fyrir eiganda þess að bæta úr og skal þá lokaúttektarvottorð ekki gefið út fyrr en það hafi verið gert. Af því leiðir að einvörðungu kemur til álita að gefa út vottorð um lokaúttekt án athugasemda ef mannvirki uppfyllir að öllu leyti kröfur byggingarreglugerðar, en sú staða var í ljósi framangreinds ekki til staðar við lokaúttekt Tanga­bryggju 13-15. Við mat á þýðingu fyrrgreindra annmarka verður og að hafa í huga að þeir varða aðgengi og öryggis- eða hollustukröfur, sbr. 4. og 5. mgr. nefndrar 36. gr. laga um mannvirki, en samkvæmt kafla 5.3. í viðauka II með byggingarreglugerð, sem fjallar um flokkun athugasemda vegna lokaúttekta og réttaráhrif, leiða slíkir annmarkar allajafna til synjunar úttektar og kröfu um endurtekningu úttektar. Eins og atvikum var háttað verður að telja að byggingarfulltrúa hafi ekki verið heimilt að gefa út hið kærða lokaúttektarvottorð.

 Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2020 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15.

Sérálit Hildigunnar Haraldsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar: Við erum sammála niður­stöðu úrskurðarnefndarinnar um ógildingu hins kærða lokaúttektarvottorðs. Hins vegar teljum við að skilyrði 9. mgr. gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 hafi verið fullnægt, enda er orðalag ákvæðisins ekki það skýrt að mögulegt sé að draga þá ályktun að gestkomandi verði að hafa aðgang að hluta bílastæða fyrir hreyfihamlaða í sameiginlegri bílgeymslu. Lítum við þá til þess að gestkomandi hafa aðgang að hluta bílastæða fyrir hreyfihamlaða, þ.e. því bíla­stæði sem er á lóð Tangabryggju 13-15.

149/2021 Sambyggð

Með

Árið 2021, fimmtudaginn 18. nóvember, fundaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í gegnum fjarfundabúnað. Þátt tóku Ómar Stefánsson varaformaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 149/2021, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa Ölfuss frá 9. september 2021 um að stálvirki fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Sambyggð uppfylli ekki skil­yrði samkvæmt tæringarflokki 4 í gr. 8.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, er barst nefndinni 21. september 2021, kærir Pró hús ehf., þá ákvörðun byggingarfulltrúa Ölfuss frá 9. september 2021 að stálvirki fjölbýlishúss á lóð nr. 18 við Sambyggð uppfylli ekki skilyrði samkvæmt tæringarflokki 4 í gr. 8.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Verður að skilja málskot kæranda svo að þess sé krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Sveitarfélaginu Ölfusi 21. október 2021.

Málavextir: Á árinu 2019 mun kærandi hafa byrjað á framkvæmdum vegna byggingar fjölbýlis­húss á lóð nr. 18 við Sambyggð í Ölfusi. Hinn 16. júní 2021 sendi forsvarsmaður kæranda tölvupóst á byggingarfulltrúa sveitarfélagsins og óskaði eftir öryggisúttekt á húsinu. Í svari byggingarfulltrúa kom fram að til að hægt væri að framkvæma öryggisúttekt þyrfti að uppfæra byggingar- og matsstig hússins. Það yrði ekki gert fyrr en skilyrðum staðalsins ÍST 51:2001 um byggingarstig húsa væri fullnægt. Hinn 8. júlí s.á. fór fram öryggisúttekt og að beiðni byggingarfulltrúa útbjó verkfræðistofa minnisblað um þau atriði sem þyrftu frekari athugunar við eða uppfylltu ekki kröfur. Byggingarfulltrúi fundaði með fulltrúum kæranda 9. september 2021 vegna málsins. Hinn 15. s.m. sendi forsvarsmaður kæranda tölvu­póst til byggingarfulltrúa og óskaði staðfestingar á tilgreindum atriðum sem munu hafa komið fram á fundinum. Meðal annars óskaði hann staðfestingar á því að gera þyrfti úrbætur sam­kvæmt minnisblaði verkfræðistofunnar til að húsið gæti farið á byggingarstig 5. Jafnframt óskaði hann stað­festingar á því að stálvirki uppfyllti ekki skilyrði samkvæmt tæringarflokki 4 í gr. 8.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Í svari byggingarfulltrúa var stafest að svo væri.

Málsrök kæranda: Kærandi bendir á að eftir að húsið á lóðinni Sambyggð 18 hafi orðið fokhelt hafi byggingarfulltrúi beðið um fleiri teikningar. Í byrjun júní 2021 hefðu íbúðir í húsinu verið afhentar en þó ekki til búsetu. Á þeim tíma hefði kærandi óskað eftir öryggis- og lokaúttekt hjá byggingar­fulltrúa en við því hefði ekki verið orðið heldur hefði hann óskað eftir teikningum og deilum. Þá hefði byggingarfulltrúi upplýst að hann treysti ekki burðarvirki hússins og ætlaði að fá „sérstaka skoðunarstöð“ til að yfirfara það. Á endanum hefði byggingarfulltrúi óskað eftir öryggisúttekt en látið byggingarstjóra vita að hlutlaus aðili yrði með í úttektinni. Brunavarnir Árnessýslu hefði gert úttekt án athugasemda en fyrrnefnd verkfræðistofa hefði skilað 12 athugasemdum. Byggingarfulltrúi hefði síðan óskað eftir skýrslu um byggingar­framkvæmdarinnar og að arkitekt skilaði inn fleiri teikningum og deilum, en án þess að tilgreina það nánar. Þá hefði byggingarfulltrúi fundað með forsvars­mönnum kæranda 9. september 2021 en á þeim fundi hefði komið fram ný hlið á málinu þar sem byggingarfulltrúi teldi burðarstál ekki uppfylla skilyrði um tæringarflokk 4 í gr. 8.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Því sé lögð fram kæra á hendur byggingarfulltrúa fyrir valdníðslu, einelti og brot á reglugerðum. Einnig sé um brot á meðalhófsreglu að ræða. Þá sé bent á að unnið sé að lag­færingu á þeim 12 athugasemdum sem verkfræðistofan hafi gert við öryggisúttekt.

Málsrök Sveitarfélagsins Ölfuss: Af hálfu sveitarfélagsins er bent á að í kærunni séu gerðar athugasemdir við málsmeðferð vegna umfjöllun um fjöleignarhúsið að Sambyggð 18. Ekki sé þó fyllilega ljóst hvað kærandi geri kröfu um eða að hverjum kæran snúi. Af efni hennar og fyrirliggjandi gögnum verði helst ráðið að kæran beinist að svörum byggingarfulltrúa þess efnis að ekki séu uppfyllt skilyrði til þess að færa húsið að Sambyggð 18 á hærra byggingarstig. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi nefndin það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreinings­málum vegna annarra úrlausnaratriði á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt sé fyrir um í lögum. Kæruheimild til nefndarinnar sé m.a. að finna í lögum nr. 160/2010 um mannvirki vegna stjórnvalds­ákvarðana sem teknar séu á þeim lagagrundvelli. Í svörum byggingarfulltrúa að skilyrði séu ekki uppfyllt til að færa umrætt hús á hærra byggingarstig felist ekki stjórnvalds­ákvörðun sem leitt hafi mál til lykta í skilningi 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. einnig 59. gr. laga nr. 160/2010. Af þeim sökum sé engin kæruheimild fyrir hendi og því beri að vísa kærunni frá.

Að öðru leyti byggi sveitarfélagið á því að málsmeðferð byggingarfulltrúa hafi verið í samræmi við lög og reglugerðir. Um byggingarstig mannvirkja sé stuðst við íslenskan staðal, ÍST 51:2001. Þar sé að finna nákvæma útlistun á þeim atriðum sem uppfylla þurfi til að fá mann­virki skráð á hvert byggingarstig. Eins og fram komi í gögnum málsins hafi byggingarfulltrúi veitt kæranda ítarlegar leiðbeiningar um þau atriði sem hann þurfi að uppfylla til að hægt væri að færa fjöleignarhúsið að Sambyggð 18 af byggingarstigi 4. Ástæða þess að það hafi ekki verið gert sé sú að kærandi hefði ekki uppfyllt viðkomandi skilyrði. Byggingarfulltrúi hafi lagt sig fram við að veita ítarlegar leiðbeiningar en kærandi, sem byggingaraðili, beri ábyrgð á því að upp­fylla tilgreind skilyrði.

Niðurstaða: Samkvæmt 1. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlinda­mála hefur úrskurðarnefndin það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvalds­ákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlinda­mála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á því sviði. Er slíka kæruheimild t.a.m. að finna í 59. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki þar sem segir að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laganna sæti kæru til úrskurðarnefndarinnar. Þá verða aðeins þær ákvarðanir sem binda endi á mál bornar undir kærustjórnvald samkvæmt 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Í máli þessu gerir kærandi athugasemdir við störf byggingarfulltrúa Ölfuss vegna byggingar fjölbýlishúss á lóðinni Sambyggð 18. Vísar kærandi til þess að hin kærða ákvörðun sé frá 9. september 2021 en á þeim degi áttu forsvarsmenn kæranda fund með byggingar­fulltrúa. Á fundinum kom m.a. fram sú afstaða byggingarfulltrúa um að stálvirki hússins uppfyllti ekki skilyrði samkvæmt tæringarflokki 4 í gr. 8.4.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og væri því úrbóta þörf. Ekki verður talið að sú afstaða feli í sér stjórnvaldsákvörðun tekna á grundvelli laga nr. 160/2010. Þá verður heldur ekki séð að fyrir liggi í málinu önnur ákvörðun sem bindur enda á mál og sem er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar, sbr. áðurnefnda 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslu­laga. Verður kærumáli þessu af framangreindum sökum vísað frá nefndinni.

 Úrskurðarorð:

Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

134/2020 Tangabryggja

Með

Vinsamlegast athugið að mál þetta var endurupptekið og úrskurður kveðinn upp að nýju 4. maí 2022, sjá hér.

Árið 2021, fimmtudaginn 6. maí, fundaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í gegnum fjarfundabúnað. Þátt tóku Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Ásgeir Magnússon dómstjóri og Þorsteinn Þorsteinsson byggingar­verkfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 134/2020, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2020 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. desember 2020, er barst nefndinni sama dag, kærir húsfélag Tangabryggju 13-15 þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2020 að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15. Er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Jafnframt er þess krafist að byggingarfulltrúa verði gert að endurtaka lokaúttekt samkvæmt skoðunarlista, sbr. gr. 3.5.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, eftir að verktaki ljúki við bygginguna að fullu.

Gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni frá Reykjavíkurborg 24. febrúar 2021.

Málavextir: Á árinu 2016 var sótt um byggingarleyfi til þess að byggja fimm hæða fjölbýlishús með 63 íbúðum á lóðinni nr. 18-24 við Tangabryggju, sem síðar var breytt í Tangabryggju 13-15. Hinn 23. apríl 2019 sendi kærandi tölvupóst til byggingarfulltrúans í Reykjavík og óskaði eftir því að fá að koma að athugasemdum áður en lokaúttekt færi fram, sem hann og gerði. Með tölvupóstum 27. s.m. og 31. maí s.á. kom kærandi að frekari athugasemdum vegna lokaúttektar. Lutu athugasemdir hans m.a. að því hvernig aðgengi og loftræsingu væri háttað. Byggingar­fulltrúi gaf út vottorð um lokaúttekt 21. júní 2019 en sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Með úrskurði uppkveðnum 28. maí 2020 í máli nr. 54/2019 var ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi með vísan til þess að þáttum sem vörðuðu aðgengi skyldi ávallt vera lokið við gerð lokaúttektar, sbr. 4. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, en að mati nefndarinnar voru tiltekin skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2010 um bílastæði hreyfihamlaðra ekki uppfyllt. Var í úrskurðinum jafnframt vísað til þess að færi lokaúttekt fram að nýju kynni byggingarfulltrúa að vera rétt að bregðast við þeim athuga­semdum sem kærandi hefði gert við meðferð málsins.

Með tölvupóstum 9. og 26. júní 2020 komu kærendur að athugasemdum vegna fyrirhugaðrar lokaúttektar byggingarfulltrúa og 9. júlí s.á. óskaði kærandi eftir því við byggingarfulltrúa að verða upplýstur um það þegar boðað yrði til skoðunar vegna lokaúttektar. Með umsókn, dags. 18. september 2020, sótti leyfishafi um leyfi til að koma fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða við hús nr. 15 á lóð Tangabryggju 13-15. Samþykkti byggingarfulltrúi umsóknina á afgreiðslufundi sínum 20. október s.á. og áritaði breytta aðaluppdrætti sama dag. Skoðun á mannvirkinu vegna lokaúttektar fór fram 21. s.m. og sama dag gaf byggingarfulltrúi út vottorð um lokaúttekt. Kærandi mun hafa verið upplýstur um það í síma 7. desember s.á. að vottorð um lokaúttekt hefði verið gefið út. Hinn 8. desember s.á. sendi byggingarfulltrúi tölvupóst til kæranda þar sem staðfest var að gefið hefði verið út vottorð um lokaúttekt og jafnframt beðist velvirðingar á að láðst hefði að boða fulltrúa kæranda í lokaúttektina.

Málsrök kæranda: Kærandi bendir á að hann hafi hvorki verið upplýstur um skoðun Tangabryggju 13-15 vegna lokaúttektar né um að lokaúttekt hefði farið fram. Hafi honum því ekki verið kunnugt um ákvörðunina fyrr en 7. desember 2020.

Í gr. 1.1.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 komi fram að meðal markmiða hennar sé að tryggja aðgengi fyrir alla. Samkvæmt gr. 6.4.2. í reglugerðinni skuli gera ráð fyrir sjálfvirkum opnunarbúnaði fyrir inngangsdyr í aðalumferðarleiðum. Slíkan búnað sé ekki að finna á þeim fimm dyrum sem marki aðalumferðarleið frá bílgeymslu að lyftum í Tangabryggju 15, en öll stæði fyrir hreyfihamlaða í eigninni tilheyri íbúðum að Tangabryggju 15. Þá sé kveðið á um það í gr. 6.4.11. að skábrautir skuli „að jafnaði ekki vera brattari en 1:20. Ef umferðarleið er styttri en 3 m er þó heimilt að halli skábrautar sé mest 1:12.“ Halli skábrautar að bílgeymslu sé meiri en 1:12 þrátt fyrir að um lengri skábraut en 3 m sé að ræða. Sú leið sé af þeim sökum ekki fær hjólastólum og því nauðsynlegt að aðalumferðarleið sé greiðfær þeim sem þar fari um. Aðgengi hreyfihamlaðra íbúa sé þar af leiðandi skert en slíkt brjóti í bága við reglur um aðgengi fyrir alla.

Ekki sé til staðar útsog úr eldhúsum íbúða, af gangi eða stigahúsum. Þar af leiðandi séu ekki eðlileg loftskipti á þessum stöðum í samræmi við gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Á uppdráttum komi fram að öll gluggalaus eða lokuð rými verði loftræst. Matarlykt leiði nú um íbúðir og fram á ganga. Loftræsing í stigahúsum, sem aðskilin séu frá stigapöllum með eldvarnarhurðum, hafi verið sett upp eftir að fyrra vottorð um lokaúttekt hafi verið fellt úr gildi. Önnur loftræsing hafi ekki verið lagfærð. Sorpgeymsla sé án læstrar hurðar og gólf þar ómeðhöndlað. Það leiði til þess að erfitt sé að þrífa gólfið, en skv. gr. 6.12.7. skuli sorpgeymslur þannig frágengnar að auðvelt sé að þrífa þær. Einnig segi í gr. 6.12.8. að gólf í sorpgerði/sorpskýli skuli vera úr efni sem auðvelt sé að þrífa. Þá vanti loftræsingu í sorpgeymslu svo hægt sé að læsa henni, sbr. gr. 6.12.7. Samkvæmt gr. 6.12.1. skuli ganga þannig frá tæknirýmum að þau „séu ávallt læst ef í þeim eru tæki, búnaður eða efni sem eru viðkvæm, geta valdið slysum eða verið hættuleg börnum eða fullorðnum.“ Rafmagnstöflur séu ólæstar í sameiginlegu rými, sem sé skilgreint sem hjóla- og vagnageymsla/tæknirými. Þar sé óhindrað aðgengi fyrir börn og fullorðna sem geti valdið slysum og tjóni fyrir íbúa hússins. Samkvæmt gr. 6.2.2. skuli lýsing og merkingar við alla gangstíga, hjólastíga, akbrautir og bílastæði henta þeirri umferð sem gert sé ráð fyrir á svæðinu. Bílastæði séu óupplýst ásamt hluta gangstígs, sem skapi hættu fyrir íbúa sem eigi þar leið um í skammdeginu.

Svo virðist sem húsið hafi ekki verið tekið út samkvæmt ákvæðum skoðunarhandbókar og skoðunarlista, sbr. gr. 3.5.1. í byggingarreglugerð. Hefði skoðunarhandbók og skoðunarlistum verið fylgt við áfanga- og lokaúttektir á byggingunni hefði komið fyrr til úrbóta. Ekki sé hægt að gefa út lokaúttektarvottorð þegar ekki séu uppfyllt skilyrði varðandi aðgengi, hollustuhætti og öryggismál.

Málsrök Reykjavíkurborgar: Af hálfu borgaryfirvalda er bent á að ekki verði séð að kærandi hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn þeirra málsástæðna sem hann hafi byggt á í máli nr. 54/2019 hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í ljósi þess að nefndin hafi áður tekið afstöðu til þeirra. Í úrskurðinum hafi ekki verið fjallað efnislega um þær málsástæður og verði því sú ályktun dregin að nefndin hafi ekki séð ástæðu til þess. Því verði einungis fjallað um aðrar málsástæður kæranda.

Leyfishafi hafi sótt um byggingarleyfi til breytinga á útgefnu byggingarleyfi til að lagfæra þau atriði sem úrskurðarnefndin hafi gert athugasemdir við í fyrra máli. Hafi byggingarfulltrúi samþykkt umsókn um bílastæði fyrir hreyfihamlaða fyrir framan húsið, en með því hafi krafa byggingarreglugerðar nr. 112/2012 um bílastæði fyrir hreyfihamlaða verið uppfyllt. Skýrsla vegna stillinga á hurðarpumpum í sameign og átaksmælingar opnunar þeirra hafi verið send byggingarfulltrúa með niðurstöðum um lagfæringar á stillingum. Einnig liggi fyrir minnisblað loftræsihönnuðar þar sem gerð sé grein fyrir hönnunarforsendum og loftun stigahúsa. Þá sé bent á að aðrar málsástæður sem hafi áður komið til umfjöllunar úrskurðarnefndarinnar, s.s. vélrænt útsog í eldhúsum og aðgerðir í sorpgerði, séu ekki réttmætar. Frágangur hafi verið í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, eins og hún hafi verið við samþykkt upprunalegrar byggingarleyfisumsóknar 14. mars 2017. Hvað lýsingu á lóðinni varði þá hafi athugun byggingarfulltrúa leitt í ljós að lýsing aðkomu hússins væri í samræmi við lóðaruppdrátt frá 7. janúar 2019.

Athugasemdir leyfishafa: Af hálfu leyfishafa er þess krafist að kröfum kæranda í málinu verði hafnað. Bent sé á að í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 54/2019 hafi nefndin fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15 með vísan til þess að bílastæði hreyfihamlaðra uppfylltu ekki nánar tilgreindar kröfur í gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Leyfishafi hafi bætt úr því með því að bæta við bílastæði fyrir hreyfihamlaða beint fyrir utan aðalinngang Tangabryggju 15. Hvað aðrar athugasemdir varði hafi nefndin tekið fram að byggingarfulltrúa kynni að vera rétt að bregðast við þeim. Að mati leyfishafa skuli afmarka ágreining málsins við það hvort  fullnægjandi úrbætur hafi verið framkvæmdar í samræmi við úrskurð nefndarinnar í fyrra máli.

Byggingarfulltrúi hafi að öllu leyti verið meðvitaður um þau atriði sem kærandi hafi talið vera ábótavant þegar gefið hafi verið út nýtt vottorð um lokaúttekt. Athugasemdir kæranda séu að langstærstum hluta þær sömu og hafi verið settar fram í máli nr. 54/2019. Áður en lokaúttekt hafi farið fram að nýju hafi kærandi sent skjal til byggingarfulltrúa með sambærilegum athugasemdum. Embættið hafi ekki talið tilefni til að bregðast við þeim, eftir atvikum með synjun um útgáfu vottorðsins eða með útgáfu þess með athugasemdum. Hin kærða ákvörðun feli þvert á móti í sér staðfestingu á að bílastæði mannvirkisins hafi uppfyllt kröfur byggingar­reglugerðar um aðgengi hreyfihamlaðra og tilskilda stærð, að mannvirkið uppfylli að öðru leyti viðeigandi kröfur laga nr. 160/2010 um mannvirki og byggingarreglugerðar og að byggt hafi verið í samræmi við samþykkt hönnunargögn, sbr. 1. mgr. 36. gr. laganna. Fullnægjandi úrbætur hafi verið gerðar og þegar af þeirri ástæðu beri að hafna kröfum kæranda.

Stór hluti athugasemda kæranda, s.s. varðandi sorpgeymslu, tæknirými og lýsingar á bíla­stæðum og göngustígum, beinist að atriðum sem myndu teljast minniháttar frávik ef fallist yrði á þær. Athugasemdirnar hefðu í mesta lagi getað orðið til þess að byggingarfulltrúi hefði gefið út vottorð um lokaúttektina með athugasemdum skv. 4. mgr. 36. gr. laga nr. 160/2010. Slík minniháttar frávik geti undir engum kringumstæðum valdið ógildingu lokaúttektarinnar í heild sinni með tilheyrandi íþyngjandi réttaráhrifum fyrir leyfishafa og aðra hlutaðeigandi aðila.

Kærandi nefni þrjú atriði sem tengist aðgengi. Fyrsta atriðið varði bílastæði fyrir hreyfihamlaða, en um það sé vísað til fyrri umfjöllunar. Annað atriði varði sjálfvirkan opnunarbúnað fyrir inngangsdyr/útidyr í aðalumferðarleiðum sem skuli gera ráð fyrir, sbr. b-lið 5. mgr. gr. 6.4.2. í byggingar­reglugerð. Inngangur úr bílageymslu inn í húsið liggi ekki um inngangsdyr/útidyr í aðal­umferðarleið í skilningi framangreinds ákvæðis. Fjallað sé um dyr innanhúss í gr. 6.4.3., en samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skuli dyr í byggingum þannig frágengnar að allir, þ.m.t. fólk í hjólastól, geti opnað þær og sé í ákvæðinu mælt fyrir um ákveðið hámarksátak við að opna hurðir. Leyfishafi hafi framkvæmt átaksmælingar á opnun hurða í kjallaranum til þess að ganga úr skugga um og sýna fram á að þær væru innan leyfilegra marka með hliðsjón af kröfum ákvæðisins. Átaksmælingar hafi staðfest að allar eldvarnarhurðir úr bifreiðakjallara, inn að stigagöngum og að lyftu, sem og aðrar hurðir í kjallaranum, séu í samræmi við nefndar kröfur. Allar gönguleiðir séu samkvæmt gildandi reglum um aðgengi fyrir alla og öll atriði sem varða aðgengi innanhúss séu einnig í samræmi við gildandi reglur. Þriðja atriðið hafi varðað skábrautir en í gr. 6.4.11. í byggingarreglugerð sé fjallað um hönnun skábrauta fyrir hjólastóla og settar fram viðmiðunarreglur, m.a. um hámarkshalla. Leyfishafi geri ráð fyrir að umfjöllun kæranda beinist að halla umferðarleiðar fyrir bifreiðar inn í bílgeymslu kjallarans. Umferðarleið fyrir bifreiðar inn í bílgeymslu kjallara teljist ekki skábraut fyrir hjólastóla. Af þessari ástæðu nái kröfur um hönnun skábrauta fyrir hjólastóla ekki til þessa hluta mannvirkisins og sé ekki um brot á byggingarreglugerð að ræða.

Í skilalýsingu Tangabryggju 13-15 sé kveðið á um að vélræn loftræsing (útsog) verði í rýmum samkvæmt hönnunargögnum þar sem við eigi, auk opnanlegra faga og eldhúsháfs. Vottorð um lokaúttekt staðfesti að mannvirkið, þ.m.t. loftræsing, hafi verið byggt í samræmi við samþykkt hönnunargögn og uppfylli viðeigandi kröfur byggingarreglugerðar. Á grunnmynd af loft­ræsingu sé leitast við að varpa skýrara ljósi á þennan þátt málsins. Í því samhengi sé rétt að nefna að við lokaúttekt hafi legið fyrir yfirlýsing blikksmíða-, pípulagningar- og rafvirkja­meistara um að loftræsikerfi hafi verið stillt, samvirkni tækja prófuð og að afköst þeirra séu í samræmi við hönnunargögn. Einnig hafi legið fyrir niðurstöður loftmagnsmælinga ásamt samanburði við kröfur um loftmagn í hönnunargögnum. Að mati leyfishafa uppfylli lofræsing allar viðeigandi kröfur byggingarreglugerðar.

Hvað sorpgeymslu varði sé bent á að gr. 6.12.7. í byggingarreglugerð eigi við um innbyggðar sorpgeymslur og sorpgeymslur sem séu byggðar í tengslum við byggingar. Hin umdeilda sorpgeymsla falli ekki undir það gildissvið þar sem um sé að ræða sorpskýli. Um sorpskýli sé fjallað í gr. 6.12.18., en hvorki sé mælt fyrir um að þau skuli vera með læsanlegri hurð né að þau skuli loftræst með ólokanlegri loftrist að útilofti. Gólf sorpskýla skuli hins vegar vera úr efni sem sé auðvelt að þrífa. Gólfflötur sorpskýlisins sé steyptur og vélslípaður og í samræmi við gr. 6.12.18.

Að mati kæranda sé ekki forsvaranlegt að rafmagnstöflur séu ólæstar í sameiginlegu rými sem skilgreint sé sem hjóla- og vagnageymsla, sbr. 4. mgr. gr. 6.12.1. í byggingarreglugerð. Leyfishafi hafi haft samband við sérfræðing hjá rafmagnsöryggissviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hafi niðurstaða hans verið sú að ekkert væri því til fyrirstöðu að staðsetja rafmagnstöflur í hjóla- og vagnageymslum. Í byggingarreglugerð séu engar kröfur um að rafmagnstöflur séu læstar og ekki verði séð af öðrum réttarheimildum að slíkar kröfur séu gerðar. Til hliðsjónar megi benda á 13. mgr. gr. 11.2. í reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki, með síðari breytingum, en þar sé tiltekið að rafmagnstöflum skuli þannig komið fyrir að aðgengi að þeim sé auðvelt og óski eigandi eða umráðamaður þess, t.d. til að koma í veg fyrir óæskilega umgengni, megi staðsetja rafmagnstöflur í læstu rými eða skáp. Af þessu ákvæði virðist mega ráða að meginreglan sé að þær skuli vera aðgengilegar og almennt í ólæstum rýmum en heimilt sé að staðsetja þær í læstu rými eða skáp.

Að lokum telji leyfishafi lýsingu bílastæða og gangstíga vera í samræmi við kröfur 5. mgr. gr. 6.2.2. í byggingarreglugerð. Einnig sé bent á að bæði skoðunarhandbók og skoðunarlistar byggist á byggingarreglugerð og hafi lokaúttekt verið gerð með vísan til ákvæða í 36. gr. laga nr. 160/2010, sbr. einnig gr. 3.9.1., 3.9.2. og 3.9.3. í fyrrgreindri byggingarreglugerð. Mannvirkið uppfylli allar viðeigandi kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar og hafi verið byggt í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Engir annmarkar séu fyrir hendi á hinni kærðu ákvörðun sem geti leitt til ógildingar hennar og skuli því hafna kröfum kæranda í málinu.

Viðbótarathugasemdir kæranda: Kærandi vísar til þess að þó úrskurðarnefndin hafi ekki í fyrri úrskurði tilgreint að þörf sé á að uppfylla ákveðin ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 jafngildi það ekki samþykki fyrir því að þau standi óuppfyllt. Í úrskurði nefndarinnar hafi komið fram að byggingarfulltrúa kunni „að vera rétt að bregðast við þeim athugasemdum sem kærandi hefur gert við meðferð máls þessa, s.s. um að gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð sé ekki fullnægt þar sem útsog sé ekki til staðar í eldhúsum íbúða.“ Vakin sé athygli á að í gr. 6.2.4. komi fram að „bílastæði hreyfihamlaðra og umferðarleiðir frá þeim að aðalinngangi byggingar skulu vera upphituð þar sem því verður við komið.“ Bílastæðið sem bætt hafi verið við fyrir framan Tangabryggju 15 sé staðsett á stétt utan snjóbræðslu og því ekki upphitað. Sannarlega sé hægt að hafa bílastæðið upphitað þar sem nálæg stétt sé upphituð og ekkert því til fyrirstöðu að upphitun nái einnig yfir stæðið.

Samkvæmt byggingarreglugerð skuli fjölbýlið að Tangabryggju 13-15 hafa fjögur bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þau séu nú alls fimm talsins en fjögur þeirra séu staðsett í læstri bílgeymslu og séu þinglýst eign eigenda fjögurra íbúða. Þá komi fram í 9. mgr. gr. 6.24. að fækka megi bílastæðum á lóð mannvirkis sem nemi fjölda sérmerktra stæða fyrir hreyfihamlaða í sameiginlegri bílgeymslu, enda sé tryggt að gestkomandi hafi ávallt aðgang að hluta stæðanna. Þar sem bílgeymsla sé læst og takmarkist við aðgengi íbúa hafi gestkomandi ekki aðgang að stæðum sem þar séu staðsett. Kærandi fái því ekki séð að hægt sé að fækka bílastæðum á lóð sem nemi fjölda sérmerktra stæða í sameiginlegri bílgeymslu, eins og reglugerð kveði á um. Þannig sé eitt bílastæði fyrir hreyfihamlaða íbúa og gesti of lítið.

Bent sé á að stilling hurðapumpa hafi ekki verið umfjöllunarefni kærunnar. Kjósi íbúi að nýta bílastæði sitt í bílgeymslu, þar sem nú þegar séu staðsett bílastæði fyrir hreyfihamlaða, komist sá hinn sami ekki úr bílgeymslunni nema í gegnum dyr í sameign. Að mati kæranda sé það aðalumferðarleið og því óásættanlegt að hreyfihömluðum íbúum sé gert ókleift að nýta stæði sín.

Í kæru hafi komið fram að lofræsingu hafi verið komið fyrir í stigahúsum áður en seinni lokaúttekt hafi farið fram. Ekki hafi fengist staðfesting á að sú loftræsing uppfylli lág­markskröfu gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð um 17 l/s loftskipti í stigahúsum. Þá sé bent á að stigagangar séu gluggalaus lokuð rými sem séu aðskilin stigahúsum með eldvarnarhurðum. Þar hafi ekki verið bætt úr loftræsingu. Í 1. mgr. gr. 10.2.5. komi fram að öll rými íbúða og íbúðarhúsa skuli loftræst. Sú loftræsing sem bætt hafi verið úr veiti ekki fersklofti inn á stigaganga sem séu lokaðir af og því enga loftræsingu þar að finna.

Sorpgeymslan á lóð fjölbýlishússins falli undir skilgreiningu byggingarreglugerðar um sorp­geymslu en ekki sorpgerði, enda hafi hún fjóra veggi og þak. Í gr. 6.12.7. komi fram að inngangur í sorpgeymslu sem byggð sé í tengslum við byggingar skuli vera utan frá um læsanlegar dyr sem opnist út. Umrædd sorpgeymsla sé sannanlega byggð í tengslum við bygginguna að Tanga­bryggju 13-15. Því eigi læsanlegar dyr að vera á henni. Einnig sé gólfflötur sorpgeymslu steyptur en ekki vélslípaður, líkt og leyfishafi haldi fram. Gólfflötur sé því grófur og erfiður til þrifa.

Reykjavíkurborg hafi greint frá því að athugun byggingarfulltrúa á lýsingu aðkomu hússins hafi leitt í ljós að hún væri í samræmi við lóðarblað hönnuða. Hönnunargögnin sjálf séu ekki til umfjöllunar en þau hefðu átt að uppfylla ákvæði reglugerðar til að vera samþykkt. Eins og sjá megi á myndum sé engin lýsing á gönguleið frá bílastæðum íbúa, sem staðsett séu á þaki bílgeymslu, og í myrkri sjáist gönguleiðin meðfram húsveggnum illa. Götulýsing dugi ekki til að lýsa upp gönguleiðina þar sem sorp- og hjólageymsla Tangabryggju 18 standi á milli ljósastaura og gönguleiðar.

Það sé rangt hjá leyfishafa að athugasemdir kæranda varði minniháttar frávik og að slíkt hefði leitt til þess að lokaúttektarvottorð hefði verið gefið út með athugasemdum. Samkvæmt 2. mgr. gr. 3.9.4. í byggingarreglugerð megi hvorki vera ófullgerðir verkþættir sem varði öryggis- og hollustukröfur né verkþættir sem séu háðir áfangaúttekt. Við lokaúttekt sé húsnæðið metið samkvæmt skoðunarhandbók og skoðunarlista Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar skv. gr. 3.5.1. Það sé forsenda úttektarinnar. Skortur á lofræsingu lokaðra rýma og það að umferðarleið að og frá bílgeymslu sé ekki hönnuð á grundvelli algildrar hönnunar leiði til athugasemda í flokki 2 samkvæmt skoðunarlista um yfirferð hönnunargagna. Athugasemdir í flokki 2 leiði til höfnunar á samþykkt og kröfu um endurtekningu skoðunar skv. gr. 2.3.1. í viðauka II við byggingarreglugerð. Byggingarfulltrúi vanræki hlutverk sitt því mannvirkið hafi verið byggt samkvæmt hönnunargögnum sem ekki hafi uppfyllt ákvæði byggingarreglugerðar að fullu.

Gerð sé athugasemd við að á aðaluppdráttum sé hvergi skilgreint tæknirými í fjölbýlinu. Í rýminu, sem sé skilgreint sem hjóla- og vagnageymsla, sé nú búið að setja upp rafmagnstöflur, loftræsiblásara og annan tæknibúnað. Þessi geymsla sé jafnframt aðalgönguleið frá lyftu í Tangabryggju 15 að bílgeymslu. Því sé ekki heimilt að staðsetja tæknibúnað í hjóla- og vagnageymslu og losna með þeim hætti undan þeirri kröfu gr. 6.12.1. í byggingarreglugerð að gengið skuli frá tæknirýmum þannig að þau séu ávallt læst ef í þeim séu tæki, búnaður eða efni sem séu viðkvæm, geti valdið slysum eða verið hættuleg börnum eða fullorðnum. Byggingarfulltrúa og leyfishafa hafi mátt vera ljóst að til að uppfylla ákvæði um aðgengi að rafmagnstöflum, óheft aðgengi að björgunaropum/neyðarútgöngum og gönguleið að bílgeymslu í þessu rými stæði lítið sem ekkert rými eftir fyrir þá hjóla- og vagnageymslu sem tilgreind sé í hönnunargögnum.

Niðurstaða: Framkvæmd lokaúttektar og útgáfa vottorðs þess efnis er hluti af lögbundnu eftirliti byggingarfulltrúa með mannvirkjagerð, sbr. 2. og 3. mgr. 16. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki. Samkvæmt 3. mgr. 36. gr. laganna skal við lokaúttekt gera úttekt á því hvort mannvirkið uppfylli ákvæði laganna og reglugerða sem settar hafa verið samkvæmt þeim og hvort byggt hafi verið í samræmi við samþykkt hönnunargögn. Þá er mælt fyrir um í 4. mgr. ákvæðisins að ef mannvirkið uppfylli ekki að öllu leyti ákvæði laganna og reglugerða sem settar hafi verið samkvæmt þeim þá geti útgefandi byggingarleyfis gefið út vottorð um lokaúttektina með athugasemdum. Þáttum sem varði aðgengi skuli þó ávallt hafa verið lokið við gerð lokaúttektar.

Í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 54/2019 sótti leyfishafi um og fékk samþykkta breytingu á byggingarleyfi mannvirkis í því skyni að koma fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða fyrir utan húsið nr. 15 á lóðinni Tangabryggju 13-15, sem hann og gerði. Í gr. 6.2.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 kemur fram að bílastæði hreyfihamlaðra og umferðarleiðir frá þeim að aðalinngangi byggingar skuli vera upphituð þar sem því verði við komið. Fyrir liggur að gangstétt við hlið bílastæðisins er upphituð og hefði því væntanlega verið unnt að koma við upphitun bílastæðisins. Þótt það hafi ekki verið gert verður að líta til þess að ætla má að hreyfihamlaðir noti upphitaða gangstéttina til að komast að og frá bílum sínum. Með hliðsjón af því telur úrskurðarnefndin það ekki varða ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar að umrætt bílastæði sé ekki upphitað.

Kærandi hefur vísað til þess að vegna skorts á lýsingu við bílastæði, sem staðsett séu á þaki bílgeymslu, sjáist gönguleiðin þaðan illa í myrkri. Að mati hans sé það ekki í samræmi við 5. mgr. gr. 6.2.2. í byggingarreglugerð, sem kveður á um að lýsing og merkingar við alla gangstíga, hjólastíga, akbrautir og bílastæði skuli henta þeirri umferð sem gert sé ráð fyrir á svæðinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður ekki ráðið af hinu almenna orðalagi ákvæðisins að leyfishafa hafi borið skylda til að koma fyrir sérstakri lýsingu á svæðinu.

Fram kemur í b-lið 5. mgr. gr. 6.4.2. í byggingarreglugerð að gera skuli ráð fyrir sjálfvirkum opnunarbúnaði fyrir inngangsdyr/útidyr í aðalumferðarleiðum. Verður það orðalag ákvæðisins að gera skuli ráð fyrir sjálfvirkum opnunarbúnaði ekki túlkað á þá leið að sú krafa sé gerð að inngangsdyr/útidyr í aðalumferðarleiðum séu með sjálfvirkan opnunarbúnað, heldur einungis að vel sé hægt að koma slíkum búnaði fyrir. Af fyrirliggjandi samþykktum teikningum verður ekki annað ráðið en að svo sé við inngangsdyr bílgeymslunnar. Þá liggur einnig fyrir skýrsla leyfishafa um átaksmælingar hurða og verður af henni ráðið að aðrar dyr í kjallara hússins uppfylli skilyrði 4. mgr. sama ákvæðis byggingarreglugerðarinnar um hámarksátak við opnun dyra.

Í gr. 6.4.11. er fjallað um halla skábrauta fyrir hjólastóla og eru settar viðmiðunarreglur um hönnun skábrauta í 2. mgr. ákvæðisins. Segir þar í 1. tölul. að skábrautir skuli að jafnaði ekki vera brattari en 1:20, en ef umferðarleið sé styttri en 3 m sé þó heimilt að halli skábrautar sé mest 1:12. Á samþykktum teikningum má sjá að skábraut í bílgeymslu að inngangsdyrum er styttri en 3 m og að halli er 8,3%, eða 1:12. Verður því að telja að hönnun skábrautarinnar í bílgeymslu sé í samræmi við nefnda viðmiðunarreglu byggingarreglugerðar.

Samkvæmt 4. mgr. gr. 6.12.1. í byggingarreglugerð skal ganga frá tæknirýmum þannig að þau séu ávallt læst ef í þeim eru tæki, búnaður eða efni sem séu viðkvæm, geta valdið slysum eða verið hættuleg börnum eða fullorðnum. Gerir kærandi athugasemd við að rafmagnstöflur séu ólæstar í sameiginlegu rými fyrir hjóla- og vagnageymslu. Að mati úrskurðarnefndarinnar geta rafmagnstöflur ekki flokkast undir tæki, búnað eða efni sem séu viðkvæm eða geti valdið slysum eða verið hættuleg börnum eða fullorðnum. Þá verður ekki séð að önnur ákvæði reglugerðarinnar kveði á um að rafmagnstöflum skuli komið fyrir í læstu rými, en alvanalegt er að svo sé ekki. Að sama skapi verður heldur ekki talið að óheimilt sé að staðsetja rafmagnstöflur í sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.

Fjallað er um innbyggðar sorpgeymslur og sorpgeymslur byggðar í tengslum við byggingar í gr. 6.12.7. og segir þar í 1. mgr. að inngangur skuli vera utan frá um læsanlegar dyr sem opnast út. Þá er í gr. 6.12.8. fjallað um sorpgerði/sorpskýli, en í því ákvæði er ekki gerð krafa um læsanlegar dyr. Fram kemur í ákvæðinu að gólf skuli vera úr efni sem auðvelt sé að þrífa. Úrskurðarnefndin telur ljóst að mannvirki það sem merkt er sem „sorp“ á samþykktum teikningum falli undir sorpgerði/sorpskýli í skilningi byggingarreglugerðar, enda um að ræða stakstætt útihús. Verður því ekki fallist á með kæranda að læsanlegar dyr eigi að vera á mannvirkinu. Þá liggur fyrir að gólfflötur er steyptur sem telja verður  efni sem auðvelt sé að þrífa.

Kærandi gerir ýmsar athugasemdir varðandi útsog og loftræsingu. Vísar hann m.a. til þess að ekki séu eðlileg loftskipti í eldhúsum íbúða, af gangi eða stigahúsum, auk þess sem stigagangar séu gluggalaus lokuð rými og því án loftræsingar. Fjallað er um loftræsingu íbúða og tengdra rýma í gr. 10.2.5. í byggingarreglugerð. Í 1. mgr. ákvæðisins er fjallað um meginreglur og kemur þar fram í 1. tölul. að öll rými íbúða og íbúðarhúsa skuli loftræst. Heimilt sé að beita náttúrulegri loftræsingu, vélrænni loftræsingu eða blöndu af hvoru tveggja. Þá segir jafnframt að útsog skuli vera úr eldhúsi. Þá er í 2. mgr. ákvæðisins fjallað um viðmiðunarreglur um ákvörðun loftmagns í íbúðum og tengdum rýmum. Samkvæmt 1. tölul. skal útsog úr stigahúsum vera að lágmarki 17 l/s. Fyrir liggur í máli þessu minnisblað orkutæknifræðings um loftræsingu Tangabryggju 13-15 og kemur þar m.a. fram að lofræsing íbúða sé blanda af náttúrulegri og vélrænni lofræsingu. Eldhús séu staðsett í alrýmum íbúða við útvegg og séu lofræst um opnanleg gluggafög og ferskloftsventla í útveggjum, en að auki séu til staðar eldhúsháfar með kolasíum „sem hægt er að keyra til lofthreinsunar“ þegar þörf sé á. Upp úr þaki stigahúsa séu ø125 mm lofttúður til að trekkja loft upp og miðað við teikningar séu afköst þeirra á bilinu 18-30 l/s. Á lyftustokkum í stigagöngum séu lofttúður upp úr þaki sem dragi loft frá stigagöngum. Við nokkuð stöðugan umgang um stigagang, bæði um lyftur og stigahús, séu eðlileg loftskipti tryggð. Að virtri fyrrgreindri sérfræðiskýrslu, sem og uppdráttum loftræsibúnaðar, verður ekki talið að fyrirkomulagi lofræsingar mannvirkisins sé þannig háttað að varðað geti ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.

Að öllu framangreindu virtu liggja ekki fyrir neinir þeir annmarkar á hinni kærðu ákvörðun sem raskað geta gildi hennar. Verður kröfu kæranda þar að lútandi því hafnað.

Úrskurðarorð:

Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2020 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13-15.

28/2020 Steinhella

Með

Árið 2020, föstudaginn 20. nóvember, fundaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í gegnum fjarfundabúnað. Þátt tóku Nanna Magnadóttir forstöðumaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor og Ásgeir Magnússon dómstjóri.

Fyrir var tekið mál nr. 28/2020, kæra á álagningu stöðuleyfisgjalds vegna gáma á lóðinni Steinhellu 5, Hafnarfirði.

Í málinu er nú kveðinn upp svofelldur

úrskurður:

Með bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. apríl 2020, er barst nefndinni 20. s.m., kærir Tæknimál ehf. álagningu stöðuleyfisgjalds að fjárhæð kr. 52.046 vegna gáma á lóðinni að Steinhellu 5. Gerir kærandi þá kröfu að hin kærða álagning verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir Hafnarfjarðarbæ að endurgreiða kæranda sömu fjárhæð, en greiðslan hafi verið innt af hendi 23. mars 2020 með fyrirvara um endurgreiðslu. Til vara er þess krafist að fjárhæðin verði lækkuð.

Gögn málsins bárust frá Hafnarfjarðarbæ 20. maí 2020.

Málsatvik: Með bréfi, dags. 6. apríl 2016, var kæranda tilkynnt að Hafnarfjarðarbær hefði ákveðið að taka upp það verklag að innheimta stöðugjöld af gámum samkvæmt gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og reglum um stöðuleyfi, sem samþykktar hefðu verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 20. janúar 2016. Gjaldið væri til eins árs og væri fyrsta gjaldtímabilið frá 1. maí 2016 til 31. apríl 2017. Samkvæmt gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Hafnarfirði frá 4. janúar 2016 væri gjaldið kr. 31.780 vegna 20 feta gáms eða minni og kr. 63.559 vegna 40 feta gáms eða minni. Þeir lóðarhafar sem væru með gáma á lóðum sínum þyrftu að sækja um stöðuleyfi og fengju þeir sem sæktu um fyrir 15. maí 2016 10% afslátt af gjöldum. Fullt gjald yrði innheimt af öllum leyfisskyldum gámum eftir þann tíma. Þetta ætti við um alla lóðarhafa nema þá sem væru með skilgreint gámasvæði samkvæmt skipulagi. Gjaldið væri innheimt fyrir gáma sem stæðu lengur en í tvo mánuði í senn.

Nokkrir aðilar sem Hafnarfjarðarbær hafði lagt á stöðuleyfisgjald og hótað beitingu dagsekta sem þvingunarúrræði sendu áskorun, dags. 21. mars 2017, til Hafnarfjarðarbæjar um að fella niður hina ólögmætu innheimtu en skora þess í stað á eigendur gáma sem stæðu á atvinnulóðum að sækja um leyfi fyrir þá, eins og lög og reglugerð gerðu ráð fyrir. Fyrir hvert leyfi sem gefið yrði út fyrir hverja lóð fyrir sig skyldi þá innheimt gjald án tillits til fjölda þeirra gáma sem leyfið næði til og gjaldið tæki mið af raunverulegum kostnaði bæjarins við útgáfu leyfisins.

Hinn 18. febrúar 2019 sendi Hafnarfjarðarbær bréf til kæranda þar sem fram kom að bærinn innheimti gjald fyrir útgáfu stöðuleyfa fyrir gámum samkvæmt 51. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, sbr. gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og reglur um stöðuleyfi sem samþykktar hefðu verið í bæjarstjórn 12. desember 2018. Samkvæmt gr. 2.6.1. væri skylt að sækja um stöðuleyfi ef láta ætti gám/gáma standa lengur en tvo mánuði innan lóðar. Stöðuleyfi væri veitt að hámarki til eins árs í senn. Með umsókn ættu að fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg væru til að sýna staðsetningu og gerð gáma. Mælt væri með því að merkja gáma inn á afstöðumynd fasteignar, sem nálgast mætti á kortavef Hafnarfjarðarbæjar. Staðsetja skyldi gáma þannig að almenningi stafaði ekki hætta af. Samkvæmt gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar væri gjaldið fyrir útgáfu stöðuleyfis kr. 33.838 fyrir einn gám á hvern eiganda. Ef sótt væri um stöðuleyfi fyrir fleiri en einum gámi í hans eigu væri gjaldið kr. 16.576 umfram fyrsta gáminn. Sérstök athygli væri vakin á því að ef ekki yrði brugðist við ofangreindri áskorun innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins myndi Hafnarfjarðarbær fjarlægja gáminn/gámana af lóðinni á kostnað eiganda, sbr. gr. 2.6.2. í byggingarreglugerð. Hafnarfjarðarbær sendi aftur bréf til kæranda, dags. 3. júní 2019, þar sem skorað var á hann sem eiganda að sækja um stöðuleyfi eða fjarlægja gám á lóð hans. Var tekið fram að yrði tilmælunum ekki sinnt myndi byggingarfulltrúi taka ákvörðun um framhald málsins með hliðsjón af ákvæðum mannvirkjalaga og gr. 2.9.2. í byggingarreglugerð. Gæti sú ákvörðun falið í sér að ráðist yrði í úrbætur á kostnað eigenda eða beitingu dagsekta.

Með bréfi, dags. 19. desember 2019, var kæranda tilkynnt að á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar 12. desember 2019 hefði verið ákveðið að eigendum gáma sem ekki hefði verið sótt um stöðuleyfi fyrir yrði sent bréf og bent á að sækja þyrfti um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem væru án stöðuleyfa og að dagsektir yrðu lagðar á ef ekki yrði brugðist við. Dagsektir að upphæð kr. 20.000 yrðu lagðar á eigendur gáma sem ekki hefðu sótt um stöðuleyfi frá og með 30. desember 2019. Kærandi fékk reikning með bókunardegi 31. desember 2019 að fjárhæð kr. 40.000 en í skýringum kom fram að þetta væru dagsektir vegna tveggja gáma sem ekki hefði verið sótt um stöðuleyfi fyrir. Tveimur vikum seinna, þ.e. 15. janúar 2020, fékk kærandi samskonar reikning að fjárhæð kr. 300.000. Birtist slíkur reikningur síðan á tveggja vikna fresti eftir það, a.m.k. til 29. febrúar s.á.

Kærandi sendi bréf til Hafnarfjarðarbæjar, dags. 13. janúar 2020, vegna dagsektarkrafna í heimabanka að upphæð kr. 300.000 með gjalddaga 15. janúar 2020 en eindaga 30. s.m. Óskað var eftir skýringum á innheimtunni og tekið fram að ef hún tengdist umræðu um stöðuleyfi hefði kærandi ekki fengið neinar upplýsingar um fyrrnefnt gjald. Hann mótmælti því einnig harðlega að bærinn væri að íþyngja fyrirtæki sem notaði tvo gáma tímabundið til að geyma hluti í. Bærinn væri að framkvæma ólöglegan gjörning og gjaldtöku og gæti ekki skýlt sér bak við grein 2.6.1. í byggingarreglugerð um stöðuleyfi þar sem ekki kæmi þar fram að greiða skyldi fyrir stöðuleyfi. Í 51. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, sem fjallaði um gjaldskrá vegna byggingareftirlits byggingarfulltrúa, væri nefnt að sveitarstjórnum væri heimilt að setja gjaldskrá fyrir veitta þjónustu og verkefni byggingarfulltrúa, meðal annars útgáfu stöðuleyfa. Þá segði að upphæð gjalds skyldi taka mið af kostnaði við þjónustu og einstök verkefni og byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd væru þau atriði sem ákvörðun gjalds byggðist á. Gjaldið mætti ekki vera hærra en sá kostnaður. Gjaldskrána bæri að birta í B-deild Stjórnartíðinda. Kærandi óskaði því eftir því að byggingarfulltrúi leggði fram rökstudda greinagerð þar sem fram kæmi á hvaða forsendum gjaldið byggði og hvar í lögunum heimild væri til að leggja á dagsektir við því að sækja ekki um stöðuleyfi. Þá óskaði hann eftir því að fjárhæð dagsekta yrði rökstudd og upplýst um hvernig staðið yrði að fullnustu þeirra þegar þær væru komnar langt umfram virði umræddra gáma. Kom síðan fram að kærandi myndi ekki sækja um stöðuleyfi fyrr en umrædd greinagerð hefði verið lögð fram. Þar sem ekkert svar hafði borist sendi kærandi annað bréf, dags. 31. janúar 2020, en þá voru komnar í heimabanka hans þrjár kröfur að fjárhæð samtals kr. 640.000. Í bréfinu var áréttað að það væri mat kæranda að aðgerðir byggingarfulltrúa væru ólöglegar. Þvingunarúrræði Hafnarfjarðarbæjar þyrftu að hafa skýrar heimildir í lögum til að hægt væri að beita þeim án aðkomu dómstóla.

Kærandi sótti um stöðuleyfi 4. mars 2020 fyrir tveimur 20 feta gámum og 23. s.m. greiddi hann reikning frá Hafnarfjarðarbæ samtals að fjárhæð kr. 52.046. Samkvæmt tölvupósti frá lögmanni kæranda sem sendur var sama dag til Hafnarfjarðarbæjar var greiðslan innt af hendi með fyrirvara um lögmæti gjaldtökunnar, sem næði til þess hvort gjaldskrá og gjaldtaka bæjarfélagsins stæðist ákvæði mannvirkjalaga og laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Áskilinn væri réttur til að endurheimta greiðsluna yrði gjaldtakan metin röng eða ólögmæt.

Málsrök kæranda: Kærandi tekur fram að þegar hann hafi keypt eignarhluta sinn í Steinhellu 5 árið 2012 hafi lóðin þegar verið frágengin og malbikuð. Hafi verið mælt fyrir svæðum fyrir geymslurými á lóðinni og þau afmörkuð með línum, líkt og gert sé með bílastæði. Eign kæranda sé í öðrum enda hússins og við gaflinn sé merkt fyrir gámastæði sem kærandi hafi frá upphafi nýtt fyrir tvo geymslugáma þar sem geymd séu áhöld og efni sem ekki séu í notkun hverju sinni.

Kærandi byggi kröfu sína á því að hið álagða gjald sé of hátt og feli í raun í sér skattheimtu sem eigi sér ekki stoð í lögum. Sé gjaldið því í andstöðu við 77. gr. stjórnarskrárinnar og ákvæði laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, sem skilgreini með tæmandi hætti hvernig sveitarfélög megi afla sér tekna.

Í 51. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki séu ákvæði sem heimili sveitarstjórnum að setja gjaldskrá fyrir veitta þjónustu byggingarfulltrúa. Meðal þeirra þjónustuverkefna sem þeim sé heimilað að heimta gjald fyrir sé útgáfa stöðuleyfa fyrir gáma. Upphæð gjalds skuli taka mið af kostnaði við þjónustu og einstök verkefni og byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd séu þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Tekið sé fram að gjaldið megi ekki vera hærra en sem nemi kostnaðinum við að veita umbeðna þjónustu og að gjaldskrána skuli birta í B-deild Stjórnartíðinda. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hafi Hafnarfjarðarbær ekki fengist til að afhenda rekstraráætlun þá sem gjaldskrá hans byggist á, eins og fyrir sé lagt í 51. gr. mannvirkjalaga. Gjaldskráin byggist því ekki á lögmætum grunni og beri að víkja henni til hliðar. Engin leið sé að gera sér grein fyrir því hvort gjaldskráin sé byggð á réttum grunni nema rekstraráætlun, sem tilgreini þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á, liggi fyrir og sé opinber. Ef litið sé til sögu gjaldtöku Hafnarfjarðarbæjar megi álykta að fjárhæð gjaldsins sé ákveðin á grundvelli huglægs mats en ekki ígrundaðrar rekstraráætlunar. Eina sundurliðunin eða skýringin á fjárhæð þóknunar hafi fengist með óformlegum hætti frá byggingarfulltrúa, sem hafi ekki staðist neina skoðun. Hvergi sé í mannvirkjalögum fjallað um eftirlitsstarfsemi á vegum sveitarfélaga á þessu sviði og því síður sé þar að finna heimild til að innheimta gjald af lóðarhöfum til að standa straum af slíkri starfsemi. Engin skynsamleg rök styðji heldur að starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar þurfi að inna svo mikla vinnu af hendi við útgáfu stöðuleyfis, enda beri hjálagt leyfisskírteini ekkert slíkt til kynna. Aðalatriðið sé þó að engin rök séu færð, hvorki fyrir þóknuninni né vinnuframlaginu, sem eigi síðan að tengjast hverjum og einum gámi sem finnist á viðkomandi lóð.

Hafnarfjarðarbæ skorti heimild að lögum til að innheimta sérstakt stöðuleyfi fyrir hvern og einn gám í eigu kæranda. Af orðalagi gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð sé ljóst að eigandi eða ábyrgðarmaður gáma þurfi aðeins að sækja um eitt stöðuleyfi, óháð fjölda gáma. Þannig sé talað um stöðuleyfi í eintölu en lausafjármuni í fleirtölu. Í 3. málsl. 3. gr. reglugerðarinnar segi til að mynda að handhafi stöðuleyfis sé ábyrgur fyrir því að ekki skapist hætta vegna lausafjármuna og sé leyfisveitanda heimilt að krefja eiganda um gögn og rökstuðning þar að lútandi. Engin rök styðji það að kostnaður Hafnarfjarðarbæjar við útgáfu stöðuleyfis aukist í takt við fjölda gáma á tiltekinni lóð. Fyrir liggi að Hafnarfjarðarbær hafi einungis gefið út eitt leyfi og ekki verði ráðið að umfang þjónustu Hafnarfjarðarbæjar hafi verið meira eingöngu fyrir þær sakir að það sé vegna tveggja gáma en ekki eins. Aftur styðji þetta þá niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær líti fremur á gjaldtöku vegna útgáfu stöðuleyfa sem tekjulind en þóknun vegna veittrar þjónustu. Þetta fari gegn skýrum fyrirmælum 51. gr. mannvirkjalaga. Í þeim leiðbeiningum sem Mannvirkjastofnun hafi gefið út sé áréttað að gjaldtaka vegna útgáfu stöðuleyfa skuli vera óháð fjölda þeirra gáma sem leyfið nái til. Því liggi fyrir afstaða stofnunarinnar til þess hvernig eigi að túlka ákvæði mannvirkjalaga um þessi atriði, enda samræmist hún orðalagi ákvæðisins og inntaki þess. Hafi það verið ætlun löggjafans að sveitarfélög innheimtu stöðugjöld vegna gáma á einstökum lóðum eftir fjölda þeirra eða stærð hefði verið kveðið skýrt á um það í lögunum sjálfum. Það sé ekki á valdi sveitarstjórna að túlka ákvæði 51. gr. með þessum hætti til íþyngingar fyrir lóðarhafa og eigendur gáma í bænum. Ákvörðun og álagning þessara gjalda á kæranda sé því meingölluð og andstæð bæði lögum og ríkjandi sjónarmiðum í íslenskum stjórnsýslurétti.

Varakrafa kæranda um lækkun krafna Hafnarfjarðarbæjar byggist á þeim sömu sjónarmiðum og að framan séu rakin. Einungis eitt leyfi hafi verið gefið út og Hafnarfjarðarbæ sé eingöngu heimilt að heimta eðlilegt gjald í samræmi við kostnað sinn við útgáfu þess leyfis. Engin gögn séu til sem geri kæranda kleift að meta hver eðlilegur kostnaður bæjarins hafi verið við útgáfu leyfisins. Því hljóti varakrafa hans að vera sú að gjaldið verði að álitum lækkað til samræmis við það sem nefndin meti eðlilegt gjald fyrir útgáfu eins leyfis.

Málsrök Hafnarfjarðarbæjar: Af hálfu Hafnarfjarðarbæjar er bent á að samkvæmt 9. tölul. 60. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki skuli í reglugerð meðal annars kveðið á um skilyrði fyrir veitingu stöðuleyfa fyrir gáma, báta, torgsöluhús, stór samkomutjöld og þess háttar sem ætlað sé að standa utan skipulagðra svæða fyrir slíka hluti í lengri tíma en tvo mánuði. Skuli þar kveðið á um atriði sem varði öryggi og hollustuhætti vegna þessara lausafjármuna og um heimildir byggingarfulltrúa til þess að krefjast þess að þeir séu fjarlægðir ef ekki séu uppfyllt ákvæði reglugerðarinnar. Í gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 komi fram að sækja skuli um stöðuleyfi til leyfisveitanda til þess að láta m.a. gáma standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega séu skipulögð og ætluð til geymslu þeirra. Umsókn skuli vera skrifleg og henni meðal annars fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg séu til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi gámsins. Stöðuleyfi skuli ekki veitt til lengri tíma en 12 mánaða nema ákvæði skipulags mæli fyrir um annað. Í gr. 2.6.2. sé síðan fjallað um heimild leyfisveitanda til að fjarlægja þá lausafjármuni sem getið sé um í gr. 2.6.1., m.a. gáma.

Hafnarfjarðarbær hafi sett sérstakar reglur um stöðuleyfi, sem hafi verið samþykktar síðast í bæjarstjórn 12. desember 2018. Þar komi m.a. fram að sækja verði um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa ef lausafjármunir eigi að standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem þeim sé ætlað samkvæmt skipulagi og vísað til gr. 2.6.1. í byggingarreglugerðinni og 9. tölul. 60. gr. mannvirkjalaga. Sérstaklega sé tekið fram að með skipulögðu svæði sé átt við svæði sem samkvæmt deiliskipulagi eigi að vera gámasvæði. Hvorki sé í mannvirkjalögum né byggingarreglugerð skilgreint hvað sé átt við með „skipulögðu svæði“. Í samræmi við almenna hugtakanotkun í mannvirkjalögum, byggingarreglugerð og skipulagslögum nr. 123/2010 verði þó að miða við að átt sé við svæði sem hafi verið sérstaklega skipulögð, skilgreind eða afmörkuð sem gámasvæði í deiliskipulagi og eftir atvikum einnig í aðalskipulagi. Þessu til stuðnings sé í gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð gert ráð fyrir að með umsókn um stöðuleyfi fylgi uppdrættir þar sem gerð sé grein fyrir staðsetningu leyfisskylds gáms á lóðinni. Ákvæði byggingarreglugerðar geri því ekki ráð fyrir að staðsetning gáma sem sýnd sé á aðaluppdrætti einum saman uppfylli skilyrði um að teljast svæði sem sé sérstaklega skipulagt og ætlað til geymslu gáma. Því verði að ganga út frá því að meginreglan sé að ef tiltekið svæði sé ekki skipulagt, skilgreint eða afmarkað sem geymslusvæði, gámasvæði eða álíka í deiliskipulagi, og þar séu geymdir eða geyma eigi einhvern af þeim lausafjármunum sem taldir séu upp í gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð, t.d. gám, lengur en í tvo mánuði, þá sé fyrir hendi skylda til að sækja um stöðuleyfi. Að þessu virtu hafi Hafnarfjarðarbær áréttað að ætli aðili að staðsetja gáma utan svæðis sem sérstaklega sé skipulagt og ætlað til geymslu slíkra lausafjármuna beri honum að sækja um stöðuleyfi eigi gámurinn að standa þar lengur en tvo mánuði.

Skylda til að sækja um stöðuleyfi hvíli réttilega á eiganda eða umráðamanni viðkomandi lausafjármunar en hins vegar sé skýrt samkvæmt gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð að með umsókn skuli fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað sé að lausafjármunirnir standi á. Samkvæmt gr. 2.6.2. í byggingarreglugerð sé svo að finna heimild byggingarfulltrúa til að fjarlægja gám sem staðsettur sé á lóð án stöðuleyfis eða krefja eiganda um að hann fjarlægi gáminn. Samkvæmt 2. mgr. 56. gr. mannvirkjalaga og gr. 2.9.2. í byggingarreglugerð sé byggingarfulltrúa einnig heimilt að beita dagsektum til þvingunar í slíkum málum. Þá sé skýrt samkvæmt 4. mgr. 56. gr. nefndra laga að dagsektir og kostnað megi innheimta með fjárnámi og hafi sveitarfélagið m.a. lögveð í þeirri lóð sem gámur standi á fyrir kröfu sinni. Því sé ljóst að skyldur eiganda gáms og lóðarhafa fari saman og ekki sé hægt að slíta þær í sundur með þeim hætti sem kærandi leggi upp með í kæru. Þá beri lóðarhafi ábyrgð á sinni fasteign og tilheyrandi lóð, s.s. í samræmi við almennar skaðabótareglur og ákvæði í lóðarleigusamningum. Byggingarfulltrúa sé heimilt að beita þvingunarúrræðum gagnvart eigendum gáma sem staðsettir séu innan lóðar án stöðuleyfis og felist sú þvingun í því að eigendum beri að fjarlægja gám ella eiga á hættu að fá lagðar á sig dagsektir.

Samkvæmt 2. gr. í fyrrnefndum reglum Hafnarfjarðarbæjar um stöðuleyfi skuli innheimta gjald fyrir hvern gám (lausafjármun) samkvæmt gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Hafnarfirði. Samkvæmt gildandi gjaldskrá sé gjald fyrir stöðuleyfi árið 2020 kr. 34.933 fyrir fyrsta gám (lausafjármun) og kr. 17.113 vegna stöðuleyfis fyrir gám (lausafjármun) umfram þann fyrsta. Upphæð gjaldsins taki í fyrsta lagi mið af kostnaði vegna móttöku og umfjöllunar um innsenda umsókn um stöðuleyfi. Fara þurfi yfir umsóknir í samræmi við gr. 2.6.1. í gildandi byggingarreglugerð, s.s. yfirfara uppdrætti og staðsetningu gámsins sem um ræði. Gjald fyrir þennan hluta sé kr. 11.138. Þá sé gert ráð fyrir kostnaði vegna eftirlits við framfylgd útgefinna stöðuleyfa, m.a. eftirlits við að handhafi stöðuleyfis uppfylli þær kröfur sem fram komi í gr. 2.6.1., sbr. kröfu í 2. mgr. gr. 2.6.2. Það sé skylda byggingarfulltrúa að sinna slíku eftirliti, sbr. gr. 3.10.1. í byggingarreglugerð. Í rekstraráætlun sé gert ráð fyrir að slíkt eftirlit fari almennt fram einu sinni í mánuði og feli þá í sér athugun á staðnum. Gert sé ráð fyrir tveimur tímum í vinnu starfsmanns við eftirlitið á hvert stöðuleyfi. Gjald fyrir þennan hluta sé því kr. 23.795. Framangreindur kostnaður sé eðli málsins samkvæmt lágmarkaður vegna stöðuleyfis fyrir gáma umfram þann fyrsta þótt ljóst sé að kostnaður við móttöku umsóknar og það sem því fylgi falli til vegna annars gáms. Hér skuli þó áréttað að endanlegur raunkostnaður sveitarfélagsins vegna stöðuleyfis fyrir gáma umfram þann fyrsta kunni þó að verða hærri í einhverjum tilvikum en sem nemi upphæð gjaldsins. Sé stöðuleyfi veitt fyrir viðbótargámi eða gámum, nokkru eftir að stöðuleyfi hafi verið veitt fyrir fyrsta gáminn, færi hagræðingin af því að sinna eftirliti með fleiri en einum gámi á viðkomandi lóð. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá myndi sveitarfélagið innheimta lágmarksupphæð fyrir eftirlit vegna þeirra gáma og væri gjaldið því lægra en fyrir fyrsta gám.

Reglurnar geri ráð fyrir að eigandi eða umráðamaður gáms sæki um stöðuleyfi með samþykki eiganda lóðar. Samkvæmt þessu sé ljóst að einn eða fleiri ótengdir aðilar geti sótt um stöðuleyfi fyrir gámi/gámum á sömu lóðinni, þ.e. allt með samþykki lóðarhafa. Hafnarfjarðarbær mótmæli þeirri afstöðu sem m.a. komi fram í leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar og kærandi vísi til. Eins og fram komi í gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð þurfi sérstaklega að taka tillit til öryggissjónarmiða og hollustuhátta við mat á umsóknum og útgáfu stöðuleyfa. Það eigi við um hvern gám sem leyfi sé veitt fyrir. Ef leyfi yrði veitt með einu gjaldi óháð fjölda lausafjármuna á lóð þá sé augljóst að töluvert erfiðara, ef ekki vonlaust, væri að uppfylla þær skyldur.

Tekjur og kostnaður sveitarfélagsins vegna stöðuleyfa séu eftirfarandi:

Niðurstaða: Byggingarreglugerð nr. 112/2012 er sett með stoð í lögum nr. 160/2010 um mannvirki og er í reglugerðinni m.a. kveðið á um stöðuleyfi í kafla 2.6., sbr. 9. tl. 60. gr. nefndra laga. Um veitingu stöðuleyfis segir í gr. 2.6.1. að ef lausafjármunum sem upptaldir séu í ákvæðinu sé ætlað að standa í lengri tíma en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega séu skipulögð og ætluð til geymslu slíkra muna skuli sækja um stöðuleyfi til leyfisveitanda. Umsókn um stöðuleyfi skuli vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og eigi henni að fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað sé að lausafjármunir standi á. Þá skuli í umsókn gera grein fyrir tilgangi og lengd stöðuleyfis og henni eigi að fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg séu til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármuna. Í gr. 2.6.2. er fjallað um heimild leyfisveitanda til að fjarlægja lausafjármuni. Skal leyfisveitandi krefja eiganda um að fjarlægja lausafjármun sem er án stöðuleyfis innan eðlilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar, að öðrum kosti verði það gert á kostnað eiganda. Samkvæmt því sem fram hefur komið er forsenda þess að eigandi stöðuleyfisskylds lausafjármunar fái útgefið stöðuleyfi að hann sæki um slíkt leyfi til leyfisveitanda og skili inn ákveðnum gögnum. Geri hann það ekki á leyfisveitandi þess kost að krefja eigandann um að fjarlægja hlutinn eða að öðrum kosti getur hann gert það á kostnað hans.

Í máli þessu er deilt um lögmæti þeirrar ákvörðunar byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar að leggja á stöðuleyfisgjald vegna tveggja gáma kæranda á lóðinni Steinhellu 5, en kærandi er eigandi eins af 14 matshlutum hússins sem þar stendur. Sótti kærandi um stöðuleyfi vegna gámanna í kjölfar þess að hann var beittur dagsektum, en þau þvingunarúrræði eru ekki til skoðunar í máli þessu heldur gjald það sem innheimt var vegna útgáfu stöðuleyfis. Meðal þess sem kærandi tekur fram er að geymslurými séu afmörkuð á umræddri lóð og sé þar merkt gámastæði sem hann hafi nýtt sér. Samþykktar teikningar sýna hins vegar ekki merkingar fyrir geymslusvæði eða gámastæði heldur eingöngu fyrir bílastæði á lóðinni. Þótt slíkt svæði hafi e.t.v. verið afmarkað með línum á lóðinni án aðkomu viðkomandi sveitarfélags fullnægir það ekki þeim áskilnaði að um svæði sé að ræða sem sérstaklega hafi verið skipulagt og ætlað til geymslu lausafjármuna, sbr. gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð. Að því sögðu lítur ágreiningur málsins einkum að fjárhæð þeirra gjalda sem innheimt voru og einstökum kostnaðarliðum sem þar búa að baki.

Að meginstefnu til er fjár aflað til lögbundinna verkefna ríkis og sveitarfélaga með skattheimtu. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga hafa sveitarfélög þó einnig m.a. tekjur af leyfisgjöldum eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um, sbr. og 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar. Er mælt fyrir um í 51. gr. mannvirkjalaga að sveitarstjórnum sé heimilt að setja gjaldskrá fyrir veitta þjónustu og verkefni byggingarfulltrúa, m.a. fyrir undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, og útgáfu byggingarleyfis byggingarfulltrúa, útgáfu stöðuleyfa, útmælingu, eftirlit, úttektir, yfirferð hönnunargagna og vottorð sem byggingarfulltrúi lætur í té. Upphæð gjalds skuli taka mið af kostnaði við þjónustu og einstök verkefni og byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd séu þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Gjaldið megi ekki vera hærra en sá kostnaður. Gjaldskrá skuli birta í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 11. desember 2019 gjaldskrá nr. 1349/2019 fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Hafnarfjarðar­kaupstað.

Um svokallað þjónustugjald er að ræða en um ákvörðun slíkra gjalda gilda ýmis sjónarmið. Það er m.a. skilyrði að beint samhengi sé á milli fjárhæðar gjaldsins og þess kostnaðar sem til fellur við það að veita þjónustuna. Sá sem greiðir þjónustugjöld getur hins vegar almennt ekki krafist þess að sá kostnaður sé reiknaður nákvæmlega út heldur er heimilt að haga gjaldtöku svo að um sé að ræða jafnaðargjald. Fjárhæð þjónustugjalds verður að byggjast á traustum útreikningi, en þó hefur verið litið svo á að sé ekki hægt að sérgreina nákvæmlega ákveðna kostnaðarliði sé heimilt að byggja þá á skynsamlegri áætlun. Loks hefur verið litið svo á, með tilliti til réttaröryggis borgaranna, að útreikningur þjónustugjalds verði að liggja fyrir áður en ákvörðun um fjárhæð þess er tekin. Er enda áskilið í gjaldtökuheimild 51. gr. mannvirkjalaga að upphæð gjalds skuli byggð á rekstraráætlun þar sem rökstudd séu þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á. Í nefndri 51. gr. er að finna upptalningu á þeim verkefnum sem heimilt er að innheimta gjald fyrir og gefur orðalag ákvæðisins til kynna að þau séu ekki tæmandi upp talin. Gjaldtökuheimildir hefur verið að finna í eldri lögum um byggingarmál en þær hafa smám saman verið víkkaðar út með frekari upptalningu þeirra verkefna sem má taka gjald fyrir, án þess að nánar sé skýrt í lögskýringargögnum af hvaða sökum það er. Að teknu tilliti til þeirrar meginreglu að opinber þjónusta skuli veitt að kostnaðarlausu nema lög kveði á um annað er ekki hægt að leggja til grundvallar að mannvirkjalög geri ráð fyrir því að allur kostnaður sem hlýst af framkvæmd þeirra sé fjármagnaður með þjónustugjöldum. Verða því ekki innheimt frekari gjöld vegna verkefna byggingarfulltrúa en beinlínis er vísað til nefndri 51. gr. laganna.

Gjaldskrá nr. 1349/2019 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 11. desember 2019 skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, en á fundinum var lögð fram fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2020-2023. Fram kom í greinargerð með áætluninni að gjaldskrá umhverfis- og skipulagsþjónustu hækkaði í samræmi við hækkun byggingarvísitölu. Fjárhagsáætlunin varðar rekstur sveitarfélagsins í heild sinni, þ. á m. rekstur skipulags- og byggingarmála, en þar er ekki að finna sérstakan rökstuðning vegna kostnaðar þeirra embætta af einstökum verkefnum. Eru þau því annars eðlis en rekstraráætlun með rökstuðningi um þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á.

Úrskurðarnefndin hefur aflað frekari gagna frá sveitarfélaginu, svo sem rakið er í málsrökum þess, um hvað standi að baki gjaldi því sem lagt var á kæranda vegna útgáfu stöðuleyfis honum til handa. Bæjaryfirvöld hafa enn fremur vísað til þess að til grundvallar rekstraráætlun þeirra hafi legið skjal sem sýni yfirlit yfir gáma í Hafnarfjarðarbæ. Einnig hefur úrskurðarnefndin undir höndum nánari útskýringar á skjalinu, sem aflað var vegna rannsóknar eldra kærumáls, en bærinn hefur staðfest að þær eigi einnig við hér. Samkvæmt greindum gögnum taldi bærinn að um hefði verið að ræða 850 stöðuleyfisskylda gáma árið 2016 og 650 slíka árið 2017. Var skorað á alla umráðamenn gáma að sækja um stöðuleyfi þessi ár, en fram kemur að fyrra árið hafi verið greitt fyrir stöðuleyfi vegna ríflega 62% gámanna en fyrir tæplega 55% þeirra seinna árið. Þess er þar og getið að þrír starfsmenn hafi verið ráðnir til að sinna eingöngu þessum störfum auk verktaka. Af hálfu bæjarins er upplýst að störfum þessum sinni nú einn starfsmaður byggingarfulltrúa. Akstursgreiðslur sem tilteknar séu í gögnunum séu raunkostnaður. Starfsmaður fari á staðinn þegar sótt sé um stöðuleyfi auk þess sem reglulega sé farið í eftirlitsferðir. Í nefndum gögnum er hins vegar ekki að finna rökstuðning hvað varðar fjölda þeirra starfsmanna sem sinna þurfi verkinu, en ekki er heimilt að líta til kostnaðar vegna annarra og óskyldra starfa starfsmanna. Ekki er þar heldur að finna svör við þeirri spurningu hvort skert innheimta skýrist af því að sá fjöldi gáma sem tilgreindur er hafi ekki allur reynst stöðuleyfisskyldur og þá hvort þeim kostnaði hafi verið jafnað niður miðað við þá gáma eingöngu sem teljast leyfisskyldir í reynd. Þá er enga skýringu að finna á mismunandi fjölda gáma milli ára eða hvort hluti kostnaðarins hafi fallið til vegna rannsóknar á því hver sá fjöldi sé í raun á hverju ári. Í þessu sambandi er rétt að benda á að ef rýnt er í tölur bæjarins fyrir árið 2020 sést að reiknað er með tekjum og kostnaði vegna 310 gáma sem stöðuleyfi verði gefin út fyrir en að greitt verði fyrir um 178 gáma að auki sem umframgáma. Fer gámum því enn fækkandi án þess að skýringar séu á því, en hafa verður í huga að 51. gr. mannvirkjalaga felur ekki í sér heimild til að jafna niður á alla leyfishafa kostnaði sem rakinn verður til vanskila í einstökum tilvikum. Skilyrði nefndrar 51. gr. um rekstraráætlun með rökstuðningi um þau atriði sem ákvörðun gjalds byggist á eru því ekki uppfyllt með tilvitnuðum gögnum.

Rekstrartölur fyrir árin 2017-2019, auk áætlunar fyrir árið 2020, sýna að sá kostnaður sem bærinn telur sig verða fyrir vegna útgáfu stöðuleyfa fyrir gáma er hærri en tekjur hans vegna leyfisgjalda fyrir þá. Það eitt og sér leiðir þó ekki til þess að um lögmætt þjónustugjald sé að ræða heldur verða þeir kostnaðarliðir sem þar hvíla að baki að standa í nánum tengslum við þá þjónustu sem veitt er.

Í 51. gr. mannvirkjalaga er meðal annars heimilað að taka gjald vegna eftirlits byggingarfulltrúa sem kærandi hefur gert að umtalsefni. Eftirlit samkvæmt mannvirkjalögum er fyrst og fremst eftirlit með mannvirkjum og byggðu umhverfi í því skyni að vernda líf og heilsu manna, sbr. markmið 1. mgr. 1. gr. laganna. Ákveðin öryggissjónarmið búa þar að baki en þau sjónarmið koma enn fremur fram í ákvæðum byggingarreglugerðar um stöðuleyfi. Þótt þau ákvæði mæli fyrst og fremst fyrir um skyldu eiganda og ábyrgðarmanna lausafjármuna til að tryggja að ekki skapist hætta vegna þeirra verður að fallast á að ákveðnar heimildir til eftirlits leyfisveitanda gildi einnig þar um. Fyrir liggur í málinu að kostnaðarliður vegna eftirlits og útgáfu leyfis er 0,75 klst. á einingarverði kr. 20.338, en að auki liggur fyrir að kostnaður vegna aksturs í eftirlitsferðum hefur verið lagður til grundvallar kostnaðaráætlun. Að sögn sveitarfélagsins fer tíðni eftirlits eftir atvikum, en er jafnan á tveggja til þriggja mánaða fresti og felur í sér athugun á staðnum. Svo sem áður er rakið skulu með umsókn um stöðuleyfi fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að sýna m.a. öryggi lausafjármuna og ber handhafi stöðuleyfis ábyrgð á því að ekki skapist hætta vegna þeirra. Er og leyfisveitanda heimilt að krefjast frekari gagna og rökstuðnings vegna þessa, sbr. gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð. Að þessu virtu þykja ekki hafa verið færð viðhlítandi rök fyrir þörf á svo tíðu eftirliti og þykir skorta á tengsl á milli þeirrar skyldu að greiða fyrir eftirlit og gjaldtöku vegna þess annars vegar og hins vegar þeirrar þjónustu sem veitt er í formi eftirlits umfram það sem nauðsyn stendur til samkvæmt byggingarreglugerð.

Í málavaxtalýsingu er ítarlega rakið hvernig staðið hefur verið að innheimtu gjalda vegna stöðuleyfa í Hafnarfjarðarbæ á síðustu árum. Skorað hefur verið á hlutaðeigandi aðila að sækja um stöðuleyfi fyrir gáma sem standa lengur en í tvo mánuði og eftir atvikum hefur slíkum áskorunum verið fylgt eftir með þvingunarúrræðum, s.s. dagsektum. Af þessu tilefni er rétt að taka fram að þvingunarúrræði eru ekki hluti eftirlits þótt þeim kunni að verða beitt í kjölfar þess. Af gögnum málsins virðist sem m.a. kostnaður sveitarfélagsins við áskoranir til gámaeigenda hafi verið lagður til grundvallar við ákvörðun stöðuleyfisgjalda. Er rétt í því sambandi að benda á að þótt sveitarfélagi sé ekki skylt að reikna út kostnað við meðferð hverrar einstakrar umsóknar um stöðuleyfi er nauðsynlegt að þess sé gætt við ákvörðun þjónustugjalda að þeim sem gert sé að greiða þau samkvæmt reiknuðu meðaltali eigi nægjanlega samstöðu þannig að kostnaður vegna þjónustu við hvern og einn sé svipaður. Þannig væri óheimilt að jafna kostnaði við almennar áskoranir til allra gámaeigenda, óháð stöðuleyfisskyldu, og láta falla á þá eina sem stöðuleyfisskyldir reynast og sækja um slíkt leyfi. Að öðrum kosti greiðir sá hópur hærra þjónustugjald en almennt hlýst af því að veita umrædda þjónustu og greiðir þannig þjónustuna fyrir aðra. Þá verður ekki innheimt fyrir þann kostnað sem felst í því að beita þvingunarúrræðum þótt þau kunni að leiða til umsóknar um stöðuleyfi, enda er beiting slíkra úrræða ekki meðal þeirra verkefna sem heimilað er að taka gjald fyrir skv. 51. gr. mannvirkjalaga.

Gjaldheimta vegna verkefna byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu árum. Til að mynda voru innheimt mismunandi gjöld eftir stærð gáma til desember 2018 en þá samþykkti bæjarstjórn reglur um stöðuleyfi þar sem fram kemur í 2. gr. að innheimt sé gjald fyrir hvern gám eða lausafjármun og er fjárhæð gjalda tilgreind með slíkum hætti í gjaldskrá nr. 1349/2019. Var kæranda þannig gert að greiða fullt gjald fyrir einn gám og hálft gjald fyrir næsta gám þótt sótt væri um leyfi í einni umsókn og eitt leyfi veitt fyrir báða gámana. Hafa hvorki rök bæjaryfirvalda né gögn málsins rennt stoðum undir aukinn kostnað bæjarins miðað við stærð eða fjölda þeirra lausafjármuna sem eitt leyfi er veitt fyrir að fenginni umsókn sem fullnægir kröfum gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð. Verður gjaldtökuheimild 51. gr. mannvirkjalaga því ekki túlkuð á þann veg að fjárhæð gjalds vegna útgáfu stöðuleyfis og tilheyrandi eftirlits ráðist fortakslaust af stærð eða fjölda lausafjármuna sem leyfið tekur til.

Að öllu framansögðu virtu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að hið álagða gjald hafi ekki tekið mið af rökstuddri rekstraráætlun um þau atriði sem ákvörðun gjalds eigi að byggjast á í skilningi 51. gr. mannvirkjalaga og að tilgreindir kostnaðarliðir að baki gjaldinu hafi verið ranglega lagðir því til grundvallar, auk þess sem óheimilt hafi verið að leggja til grundvallar að aukinn kostnaður fylgdi útgáfu leyfis og eftirliti með hverjum gámi umfram þann fyrsta sem leyfi væri gefið út fyrir, svo sem gert var. Leiðir þessi niðurstaða úrskurðarnefndarinnar óhjákvæmilega til ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar, en ekki verður tekin afstaða til kröfu kæranda um endurgreiðslu enda ekki á valdsviði úrskurðarnefndarinnar að skera þar úr um, sbr. 1. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Úrskurðarorð:

Felld er úr gildi kærð álagning stöðuleyfisgjalds vegna tveggja gáma á lóðinni Steinhellu 5, Hafnarfirði.