Skip to main content
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

6/1998 Fjóluhlíð

Ár 1998,  fimmtudaginn 26. mars, kom úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála saman til fundar í húsnæði nefndarinnar að Laugavegi 59 í Reykjavík. Mættir voru Gunnar Jóhann Birgisson, hæstaréttarlögmaður, Þorsteinn Þorsteinsson, byggingarverkfræðingur og Hólmfríður Snæbjörnsdóttir, lögfræðingur.

Fyrir var tekið mál nr. 6/1998

Krafa um stöðvun framkvæmda á lóðinni nr. 3 við Fjóluhlíð í Hafnarfirði.

Á málið er nú lagður svofelldur

úrskurður:

Með vísun til 5. mgr. 8. gr. laga nr. 73/1997 og að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar  í kærumálinu nr. 6/1998 þykir  úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála rétt, að verða við kröfu S,  f. h. íbúa/eigenda hússins á lóðinni nr. 4 við Fjóluhlíð í Hafnarfirði um að stöðva framkvæmdir á lóðinni nr. 3 við Fjóluhlíð.

Úrskurðarorð:

Framkvæmdir á lóðinni nr. 3 við Fjóluhlíð í Hafnarfirði skulu stöðvaðar þar til úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur kveðið upp úrskurð um hvort samþykkt byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar frá 27. janúar 1998 um að leyfa byggingu tveggja íbúða húss á lóðinni þar sem önnur íbúðin er 79.4 fermetrar og hin 126.9 fermetrar, skuli felld úr gildi eða staðfest.