Einfaldasta leiðin til að skoða úrskurði nefndarinnar er að kalla fram lista yfir úrskurði með því að smella á Listi yfir úrskurði neðst á leitarskildinum. Þá birtast úrskurðir nefndarinnar í tímaröð ásamt málheitum og málsnúmerum. Ef notandi vill flakka á milli úrskurða er betra að nota Firefox vafrann í stað Explorer því sá síðarnefndi lokar listanum ef reynt er að fara til baka.
Leitarorð býður upp á orðaleit í texta. Þar er t.d. hægt að setja inn götuheiti eða örnefni til að sjá hvort það komi fyrir í úrskurðum nefndarinnar. Athuga ber að ekki er hægt að leita eftir nöfnum aðila máls vegna þess að þau eru ekki birt í vefútgáfu úrskurðanna.
Atriðisorð eru orð og hugtök sem hafa sérstaka þýðingu í lagalegu tilliti. Hver úrskurður er tengdur við eitt eða fleiri atriðisorð sem vísa til þess sem helst hefur reynt á í viðkomandi máli eða málið hefur fjallað um. Dæmi um atriðisorð eru: Vegur, Byggingarleyfi, Grenndarkynning, Andmælaréttur o.s. frv.
Lagaskráin gerir notandanum kleift að leita að úrskurðum en setja þarf inn númer og ártal laga eða reglugerðar og númer greinar og smella á leita. Þá kemur í ljós hvort reynt hefur á umrætt ákvæði í úrskurðum nefndarinnar og þá í hvaða málum og í hvaða sambandi.