Auglýst störf lögfræðinga á Starfatorg

Með nóvember 18, 2019 Fréttir
Leitað er að framúrskarandi einstaklingum sem eru dugmiklir, athugulir, búa yfir hæfni til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna, geta greint á milli aðal- og aukaatriða og hafa gott vald á íslenskri tungu.Hvert starf er 100% stöðugildi. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. apríl 2020.

Störfin felast einkum í úrvinnslu kærumála og undirbúningi úrskurða. Viðfangsefnin eru á sviði stjórnsýsluréttar og umhverfis- og auðlindamála, þ. á m. skipulags- og byggingarmála, mála er varða hollustuhætti og mengunarvarnir og mála er varða mat á umhverfisáhrifum.

Hæfniskröfur:
· Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
· Þekking eða reynsla á sviði stjórnsýsluréttar
· Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar eða úrskurðarvinnu er æskileg
· Þekking á umhverfis-og auðlindamálum, skipulags- og byggingarmálum, málum er varða hollustuhætti og mengunarvarnir er æskileg
· Framúrskarandi kunnátta í íslensku, töluðu og rituðu máli
· Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
· Nákvæmni, öguð, sjálfstæð og skilvirk vinnubrögð
· Hæfni til að vinna undir álagi og með jöfnum og góðum afköstum

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á þessu sviði. Samkvæmt lögum ber nefndinni að kveða upp úrskurði eins fljótt og kostur er og jafnan innan þriggja mánaða frá því að málsgögn bárust frá stjórnvaldi, en innan sex mánaða frá sama tímamarki sé mál viðamikið. Að undanförnu hefur nefndin náð að minnka mikið málahala frá fyrri árum og stytta málsmeðferðartíma og er lögð áhersla á að halda áfram á sömu braut.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Stéttarfélags lögfræðinga og ríkisins. Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 2. desember nk.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, capacent.is

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og stutt kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna er sótt um starfið og hvernig viðkomandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til þess.
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is).

Almennar upplýsingar um starfsemi nefndarinnar má finna á heimasíðu hennar: www.uua.is.